Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JUNl 1977 15 Baðfatatízka sumarsins Hér er ofurlítið sýnishorn af baðfatatízku sumarsins. Greinilegt er að sund- bolirnir eru komnir aftur í tízku þótt bikinibaðfðtin haldi líkavelli. AMY ER UPPTEKIN HNATA Það er áreiðanlega frekar óvenjulegt að níu ára hnátur hafi ekki tíma til þess að svara þeim bréfum sem þeim berast. Amy litla Carter forsetadóttir er ein af þeim. Hún þarf að læra heima, lesa bækur, ganga úti með hundinn sinn og loks þarf hún oft að vera viðstödd alls kyns hátíð- legar athafnir, vegna þess að hún er forsetadóttir. Því hefur verið gripið til þess ráðs að gefa út póstkort með mynd af Amy litlu. Á bakhlið- inni hefur Amy skrifað dálítinn texta svohljóðandi: „Þakka þér fyrir áð skrifa mér. Það er ljómandi gaman að búa í Hvíta húsinu. Mér þykir gaman að eiga þig að vini. Amy Carter.“ Amy hefur sjálf samið textann á kortinu. Vikulega eru tvö þúsund af þessum kortum send út. Á hvert kort fer 9 senta frímerki, þannig að kostnaðurinn við frímerkja- kaupin eru 180 dollarar á viku (um 36 þús. kr.). Grunur leikur á að það séu ekki aðeins börn sem skrifa Amy. Safnarar eiginhandar- undirskrifta eru fjölmennir í Bandaríkjunum og svífast einskis. A.Bj. A framniið póstkortslns er mynd af Amy sjálfri. Hún hefur sjálf samið textann sem prentaður er á bakhliðina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.