Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 8
o DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. JUNl 1977. Yfirvinnubannið afhjúpar sóðaskap Reykvíkinga: Ekki helmings hreinsun miðað við venjulega — bréfarusl um allt — rusla- kassamir eyðilagðir „Vegna yfirvinnubannsins afkasta götusópunartæki okkar ekki helmingi þess sem venjulega er, en við venjulegar aðstæður tel ég að við höfum yfir nægilegum vélabúnaði að ráða til að hreinsa borgina sómasamlega," sagði Pétur Hannesson yfirmaður hreinsunardeildar Reykjavikur- borgar í viðtali við DB í gær. Tilefnið var að undanfarna daga hefur bréfarusl og sóða- skapur verið óvenju áberandi í borginni. Auk fimm vélsópa starfa 10 til 20 manns að handsóp- un vissra gatna. Vélsóparnir anna tveimur til þremur kílómetrum af rennusteinum á klukkustund hver. Að sögn Péturs safnast að sjálf- sögðu sandur í rennusteinana, en þar safnast einnig gífurlegt magn SVONA SLÆMT VAR Astandið ÞÓ EKKI „Astandið er nógu slæmt þó það sé ekki ýkt," sagði Ásgerður Ingibergsdóttirhjá Oryrkjabanda- íaginu er hún vakti athvgli okkar á því að við myndum hafa mis- skilið þá upphæð sem gefin var upp sem leiga á húsnæði fyrir öryrkja í grein í blaðinu í gær. Það sem okkur skildist aðeins vera sameiginlegur hiti og sam- eiginlegt rafmagn var allur hiti og allt rafmagn sem fólkið greiðir fyrir. Við hækkuðum því leiguna óafvitandi um 7 þúsund krónur. Við biðjumst afsökunar á þessum misskilningi og getum þess um leið að leigan er 27 þúsund krónur á mánuði en ekki 34. Það breytir því þó ekki að leigan sem öryrkjarnir borga er hærri en sú sem stúdentar borga fyrir íbúðir sömu stærðar og ekki heldur því að leigan hjá öryrkjun- um hækkar nú sem endranær áöur en örorkubæturnar hækka. Né heldur breytist sú staðreynd að örorkubæturnar eru allt of lágar til að hægt sé með góðu móti að greiða þessa upphæð. I)S. Frá Gagnf ræðaskólanum á Sauðárkróki Á næsta vetri verður starfræktur framhaldsskóli með fjórum náms- brautum, sem eru: Almennt bóknám, iðnnám, viðskiptabraut og uppeldisbraut. Heimavist verður fyrir hendi. Umsóknir sendist sem fyrst, Friðrik Margeirssyni skólastjóra, Hólavegi 4, Sauðárkróki. Tónkvíil LAUFASVEG117 • REYKJAVIK • SIMI 25336 Vorum oð fó: U.F.I.P. handsmíðaðir, ítalskir cimbalar, 16 tommu, 18 tommu og 20 tommu. 18 og 20 tommu CYNESE, 12 tommu GONG, 5 hljóma OGORORO. LATIN PERCUSSION: kúabjöliur, víbra slap, Ludvig Hoilywood trommusett og hin frábæru REGAL TIP æfingabretti. EFFECTS: Vorum að fá GOLDEN THROAT MOUTH TUBE (munn wawa). Frábært sound (Peter Franpton Steeley Dan). Skermaðar snúrur í sérflokki, beinar .og gorma, 7 og 10 metra. GÍTARAR: EKO 6 og 12 strengja kassagítarar, Hagström Classic, Gibson SG, Honer Clavinet D-6. MAGNARAR: VOX 30 w gítarmagnari, Marshall 100 w söngkerfismagnari. LION. Nýr isienzkur magnari með innbyggðum Graphic Equaiizer og Phase. AÐ L0KUM ER OKKAR ST0LT: OVATION rafmagns og kassagítarar. ACOUSTIC gítarar og bassamagnarar. KEYBORD MIXER, 8 rása 200 w. söngkerfi. Gæði í sérflokki. Fulikomin pöntunarþjónusta, sendum í póstkröfu. T0NKVISL SF. OVATIOK acoustic 42 hvers kyns bréfarusls vegna hirðuleysis almennings. Sagði hann ástandið í því ekki batna fyrr en almenningur sjálfur tæki sig á í umgengni um borgina. Aðspurður um notkun rusla- kassa sem víða eru, sagði hann þá mikið notaða, eða á meðan þeir fengju að vera í friði, sem því miður væri fátítt. Sem dæmi nefndi hann að alveg nýlega hefðu verið keyptir 20 til 30 nýir ruslakassar, sem hafa verið mjög vinsælir í Vestur- Þýzkalandi. Þeir eru nú flestir hverjir skemmdir eða ónýtir. Allir norsku ruslakassarnir sem auglýsingar voru settar á á sínum tíma, eru ónýtir en þeir urðu flestir 100. Er kveikt í kössum, þeir beyglaðir saman eða snúnir af staurunum og sparkað í burtu. Er nokkuð um það síðastnefnda í sambandi við litlu málmboxin, sem víða eru nú á ljósastaurum, eða 200 til 300 stk. Verulegur hluti bréfaruslsins hér á götunum eru umbúðir af sælgæti, ísform og pylsubréf. Er algengt að sjá „skot- hríð“ af umbúðum út úr bílum er þeir aka frá sjoppunum. Þetta fer svo í rennusteinana og sama fólkið á svo til að bölva sóðaskap er það fer út úr bílunum og sér umgengni ,,annarra“. G.S. 1» Amóta sjón er víóa að sjá um bæinn, en þessi mynd var tekin í mióbænum i gær, nánar til- tekið neöst í Bröttugötunni. DB-mynd: Hörður. : ■ ■ lilii Veika kynið hjá strætó DB-m.vnd Sv.Þ. Með hækkandi sól og hlýnandi sumri fjölgar þeim blómarósum sem stiga upp í strætisvagnana og taka sér sæti í bílstjórasætinu. F^in þeirra er Kolbrún Haralds- dóttir sem byrjaði þann 1. júní sl. að keyra þá gesti SVR er taka sér far með „fimmunni". „Mér þykir alveg sérstaklega gaman að keyra," segir Kolbrún, og hún vissi alveg hvað hún fór út í er hún byrjaði strætisvagna- akstur, eiginmaðurinn er nefni- lega strætisvagnabílstjóri líka. Meiraprófið hennar er ekki eldra en frá haustinu og á bíl lærði hún ekki fyrr en hún var orðin 19 ára. Áður hefur hún Hagvöxtur án vistkreppu — ráðstefna um umhverfismál Getur hagvöxtur átt sér stað án þess að um leið sé eyðilagt lífríki jarðarinnar? Þessari spurningu og fleirum í þessum dúr verður að öllum líkindum svarað á Hótel Loftleiðum þessa dagana. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um um- hverfismál og taka þátt í henni margir heimsfrægir visindamenn. Forseti ráðstefnunnar er doktor Linus Pauling Nóbelsverðlauna- hafi í efnafræði og friðarverð- launahafi. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra setti ráðstefnuna í fyrra- dag. Milli 20 og 30 íslenzkir vísindamenn taka þátt i henni og flytja tveir þeirra erindi. Öll erindin verða gefin út í sérstakri bók að ráðstefnunni lokinni en það verður á laugardag. I)S. Kolbrún og leiðin hcnnar, „fimman'1 unnið i verzlunum en þótti aksturinn ólíkt tilbreytingaríkari og skemmtilegri. Má segja hún hafi haft nokkurs konar biladellu allt frá þvi hún öðlaðist bílprófið, þ.e. á því að keyra bíla. Strax í maí byrjuðu stúlkurnar að aka hjá SVR og verða þær alis sex sem munu verða þar við störf í sumar en hætta með lækkandi sól er líður að hausti. BH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.