Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNI 1977. Stórkostlegur spamað- ur að láta framkalla litfilmur erlendis — Fjórar litfilmur framkallaðar á Bretlandi kosta 3100 kr. með filmum en samsvarandi kostnaður hér allt að 11.560 krónum filmur krónur 11.560. Munurinn er hvorki meiri né • FAST SERVICE • BiG BEAUTIFUl BRIGHT PH0T0S *NEW PR0FESSI0NAL IUSTRE. flNISH • ¥0U SAVf —n> hendlmg charge —«0 post tn p»y • SEND AfíY MAKE OF Guðmundur Ingólfsson Laugarásvegi 58 hafði samband við Dagblaðið og lagði fram pappíra yfir filmur er hann sendi til Bretlands í aprillok. Hann sendi fjórar lit- filmur 135x20 og þær voru póst- lagðar aftur frá Bretlandi 3. maí. Kostnaður við fram- köllun og kópíeringu var 9.20f eóa ea kr. 3100. Guðmundur fékk yfirfærslu á þessum peningum í Landsbankanum á venjulegan hátt. Auk þess fékk Guðmundur fjórar filmur sendar með og plast utan um myndirnar. En þá er komið að hinum furðulega hlut. Hérlendis er þessi vinna unnin fyrir þá sem taka myndir og hafa gaman af þvi. En mismunur á kostnaði er mikill, svo ekki sé meira sagt. Iljá verzlun Hans Petersen fengust þær upplýsingar að verð á framköllun og kópíeringu á filmu 135x20 sé 2100 kr. Hver litfilma, 135x20 kostar 790 kr. Samtals kostar þvi framköllun og kópíering á fjórum filmum og fjórar lit- Fjölmargar auglýsingar fylgja erlendum tímaritum, þar sem boðið er upp á ódýra þjónustu og reynsla Guðmundar sýnir að þannig er hægt að fá mun ódýrari vöru og þjónustu heldur en innanlands. minni en 8.460 kr. Hjá Myndiðjunni Astþóri fengust þær upplýsingar að hver filma kostar þar 2.450 kr. og þar eru filmur innifaldar, eða fjórar filmur samtals 9.800 kr. Þar er mismunurinn kr. 6.700. Þess má geta að þar fylgja plastblöð utan um 16 myndir. DB hafði samband við Ástþór Magnússon eiganda Mynd- iðjunnar Ástþórs og spurði hann hverju þetta sætti. Hann sagði að hérlendar myndiðjur væru alls ekki samkeppnisfær- ar við hin stóru brezku fyrir- tæki og réði þar mestu hið mikla magn, sem þau fram- kalla, sem gerir þeim kleift að hafa fullkomnustu vélar og jafnframt mannskap í lág- marki. íslenzku fyrirtækin greiða 35% toll og 18% vörugjald auk 20% söluskatts. Að öllu óbreyttu liggur það þvi ljóst fyrir að íslendingar geta sparað sér stórfé með því að senda filmur sínar til Bret- lands í stað þess að láta fram- kalla þær hér. NEl KQGAC0L0R FILM T0C VÍNIÐ ÚT „Eða halda menn að nokkrum óvitlausum dytti í hug að hjóða börnum lands og þjóðar slík eiturlyf í neinni mynd, ef menn vilduí alvöru að þjóðin yxi upp heilbrigð og sterk.“ Kristín M.J. Björnsson, Nýbýla- vegi 100 skrifar: Já, vínið út og með því allt það sem draga vill íslenzku þjóðina ofan í svaðið og útrýma henni. Utrýma segi ég. Sú þjóð sem þannig gleymir guði sinum og þar með virðingunni fyrir sjálfri sér er stödd í mikilli hættu, þeirri hættu að hverfa — farast. Vor litla þjóð þolir ekki þá bakteríu til lengdar sem á hana herjar nú. Hún er enn bölvaðri en berklabakterían var. Það tókst þó að útrýma henni með stöðugri viðleitni og gagn- árás og þannig þarf að fara að með vínbakteríuna. En það er bara ekki gjört heldur þvert á móti. En því að vera að halda að börnum þjóðarinnar hinni bráðsmitandi vínbakteríu? Vér vitum þó að hún er bölvaldur. Þetta fengu menn að sjá í sjónvarpsþáttunum nýlega, hafi þeir ekki þekkt það fyrr. Já, menn fengu að sjá þar hinn höfuðlausa her. Það gat verið táknræn sviðsetning. En til viðbótar koma svo fréttirnar geigvænlegu: Gler og gluggar brotið og bramlað um allar götur og önnur verðmæti eyðilögð fyrir milljónir króna á viku. Svo skilst og eftirláts- semin við þann hluta þjóðarinnar, sem ætlað er að drekka eitrið fyrir ,,rikið“. Þannig fer þjóð að því að eyðileggja sig. Hún drepur nið- ur blygðunartilfinningu og þar með sómatilfinningu sina. Skáldin annaðhvort mennta eða afmennta þjóðir, það er staðreynd. „Ræflar þurfa ekkert að skammast sín lengur, það er af sem áður var. Ríkið verndar ræfla sína, ríkið heimtar syni þína sem fórnarfé". Ilvað varðar hinn ódrukkna um það fyrir hverra skemmdarverk hann er látinn borga brúsann? Vínríkið ísland vill fá sem allra flesta í drykkjugildrur sínar, á vanaklafann og í vitfirrings- hælin til þess að græða á þeim á meðan nokkur algáður borgari finnst til að borga fyrir skemmdarstarfsemi aumingj- anna. Eða halda menn að nokkrum óvitlausum dytti i hug að bjóða börnum lands og þjóðar slík eiturlyf í neinni mynd ef menn vildu í alvöru að þjóðin yxi upp heilbrigð og sterk? Alþingismann einn bað ég að bera upp á Alþingi tillögu um „vínið út“. Alþingismanninum þótti sem slíkt væri ómögulegt, það væri tilgangslaust að hreyfa við slíku máli. Hitt væri miklu nær sanni að taka fast- eignasöluna af prívatmönnum og láta heldur eitthvert ríkið i ríkinu hagnast á henni. En mér finnst auvirðilegast af öllu að ríkið sjálft beri börn- um sínum eiturbikarinn. Það minnir mig á synd Grikkja að bera Sókratesi sinn bikar. „Hvernig á ég að bera mig að?“ spyr vitringurinn. „Bara drekka, svo kemur það, þegar þú ferð að finna áhrifin, leggstu niður", svarar þjónninn grátandi. Getur manni ekki dottið í hug að sumir þjónar þessa ríkis gráti hið innra, á meðan þeir selja ungmennum þessa lands, kannski ein- hverjum Sókratesi, þetta eitur? Bara drekka, svo að leggjast niður, hætta að veita viðnám, þá kemur dauðinn. Sé eitthvað broslegt í þessum sorgarleik, þá er það helzt viðbárurnar gegn afnámi víns: „Menn fara að brugga", eins og ekki sé bruggað, „menn fara að smygla“ eins og ekki sé smyglað. Nei, hið eina rétta er að taka vinið — og auðvitað alla vímugjafa — af þessu fölki. Stórhækka sektir á þeim sem koma vilja ungmennum vorum inn á refilsligu glæpamennsku og geðsjúkdóma og hundsa gerviskáld þau sem böggla saman svívirðilegum sögum undir dulnefninu skáldskapur. Mín von um afturbata í þjóð- Iífinu liggur í því að hið háa Alþingi sjái sóma sinn í því að afnema vínsölu ríkisins. Ef til vill vilja konur, sem komast á þing, vera flutningsmenn slíkra tillagna. Þær vita að hræðilegust af öllum skepnum verður drukkin kona. Ég þekkti einu sinni indæla, gáfaða og ég held góða frú, sem datt í það stundum og breyttist þá svo að hún varð óþekkjanleg og gjörði margt það sem ekki hefði hvarflað að henni að gjöra ódrukkin. Þá orti ég vísuna: Gengur um með gloomy face greind og fegurð rúin, vantar charm og vantar grace, voðaleg er frúin. Já, hættum að lifa á annarra blóði og tárum. Við erum svo fá, við gætum verið úrvalslið. Einstaklingurinn vegur svo mikið fyrir okkur. Deyðum hann ekki með vímugjafa. Þeir peningar er þannig fást borga aldrei það böl sem vínausturinn skapar. Borga aldrei eyðilag! vit og mannorð, aldrei e.vðilagt hjónaband og vanhirt börn, eyðilagðan efnahag og sjálfs- bjargarviðleitni, eyðilagt sálar- ástand og guðstrú, vildi ég sagt hafa þó maður megi nú tæplega nefna hana eða neitt það sem guðdómlegt er, nú orðíð. Er furða þó leiðin liggi niður á við. Nú er farið að kenna þjóðinni „hina guðlausu mennt" í stærri stíl en áður. Til þess eru skólar: Aldrei fór svo að við fengjum ekki skólana heim! Nú er það ekki Hafnar- glaumurinn heldur Reykja- vikursollurinn sem ærir. En það er alltaf auðlærðust illa danskan og hún þurfti þá endi- lega að fylgja með heim. Raddir lesenda Umsjön: Jénas Haraldsson Hríngið ísíma 83322 kl. 13-15 eðaskrífið Spurning dagsins Af hverju liggur þú í sólbaði? Elsa Guðmundsdóttir, vinnur á Sædýrasafninu: Til þess að verða brún. Það er svo skemmtilegt og kannski verð ég fallegri. Það er fínt að verða brúnn eins og aparnir i Sædýrasafninu. Björg Valgeirsdóttir, vinnur i Utvegsbankanum: Mér finnst það hressandi. Ég veit ekki hvort ég verð fallegri ef ég er brún. Eg fer mjög oft í laugarnar og I sólbað. Jón Snæbjörnsson bókhaldari: Mér þykir það bæði gott og heilsu- samlegt. Ég verð hraustlegur og sumarlegri ef ég er brúnn. Valgerður Níelsdóttir, húsmóðir og afgreiðslustúlka: Slappa af og fá lit á mig. Maður verður mun fallegri og heilbrigðari ef maður er brúnn. Guðmann Levý nemi: Til að láta mér líða vel. Ég hef nú aldrei orðið brúnn að ráði, þannig að ég veit ekki hvort ég verð fallegri útlits. Ingibjörg Karlsdóttir húsmóðlr: Til að njóta góða veðursins. Það eru skiptar skoðanir hvort maður verður fallegri, ef maður er brúnn. en ég held það alla vega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.