Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUNl 1977. Útvarp Sjónvarp Sjónvarp annað kvöld kl. 21,25: Kaupmaðurinn íFeneyjum með brezkum þjöðleikhúsleikurum Þaö þykir jafnan nokkrum tíðindum sæta þegar sjónvarpið okkar býður upp á það sem ætla má að séu fyrsta flokks kvik- myndir. Það heyrist mikið kvartað yfir að bíómyndirnar sem á boðstólum hafi verið séu lélegar, eldgamlar og hund- leiðinlegar. Mér finnst þetta persónulega ekki alveg rétt. Stundum hefur sjónvarpið sýnt ágætismyndir. En rétt er að listaverk á borð við þá mynd sem verður á dagskránni annað kvöld sjást ekki oft. Sýndur verður Kaupmaður- inn í Feneyjum eftir William Shakespeare og er enginn annar en Sir Laurence Olivier í aðalhlutverkinu. Leikstjóri er Jonathan Miller og aðrir leik- endur eru Joan Plowright, Jeremy Brett og Michael Jay- ston. Eru þetta allt leikarar frá brezka Þjóðleikhúsinu. Leikritið er þarna ekki í sínum upprunalega búningi heldur er það látið gerast á síðari hluta nítjándu aldar. Flestir kannast við efni „Kaup- mannsins", en Antonio býðst til þess að hjálpa vini sínum sem á i fjárhagserfiðleikum. Antonio fær lánaða peninga hjá Shy- lock, sem er okurkarl og gyð- ingur. Okrarinn setur það skil- yrði fyrir lánveitingunni að hann fái eitt pund af holdi Antonios ef hann greiði ekki skuld sína skilvíslega. Kaupmaðurinn í Feneyjum var sýndur hjá Leikfélagi Sir Laurence Olivier fer með hlutverk Antonios i sjónvarpinu i kvöld. Haraldur Björnsson í hlutverki Shylocks í sýningu Leikfélagsins frá 1944. Með honum er Valdimar Heigason í hlutverki Túbals. Reykjavíkur árið 1944 og fór þá Haraldur Björnsson með hlut- verk Shylock. Hefur löngum verið til þess vitnað og það talið eitt af snilldarlegustu hlutverk- ium Haralds Björnssonar. I sýn- ingu Leikfélagsins fór Gestur Pálsson með hlutverk Bassanio og Valur Gíslason með hlutverk Antonios. Þýðandi myndarinnar í kvöld er Kristmann Eiðsson. Sýningartími myndarinnar er tvær klukkustundir og fimm mínútur. - A.Bj. Laugardagur 1. |um 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Ingibjörg Þorgeirs- dóttir ílytur frásögu sína: „Þegar Nonni var fermdur'*. Tiíkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörns- dóttir kynnir. Barnatími kl. 11.10: Sagt verður frá tónskáldinu Inga T. Lárus- syni, skáldunum Páli ÖÍafssyni og Erlu, heimaslóðum þeirra og Austur- landi. Stjórnendur tímans: Hilda Torfadóttir og Haukur Agústsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Laugardagur til lukku. Svavar (lests sýr um siðdegisþátt i tali og tónum. (Inn í hann falla iþróttafréttir, al- mennar fréttir kl. 16.00 og veður- fregnir kl. 16.15). 17.00 Létttónlist. 17.30 Hugsum um þaö; — sextándi og síflasti þáttur. Andrea Þórðardóttir og C.ísli Helgason rifja upp samtöl við sjúklinga úr útvarpsþætti fyrir tæpum tveimur árum og hyggja að þvi, hvernig þeim hefur reitt af til þessa. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Laugardagsgrín. Endurflutt brot úr skemmtiþáttunum „Söng og sunnu- dagsgríni". sem'voru á dagskrá fyrir tiu árum i umsjá Magnúsar Ingimars- sonar. — Fyrri þáttur. 20.00 Septett nr. 1 op. 26 eftir Alexander Fesca. Collegium con Basso tónlistar- flokkurinn leikur. 20.30 Vinir minir aA vestan. Jön Bjarman safnar saman og kynnir efni í tali og tónum eftir nokkra Vestur-íslendinga. Lesarar með honum: Helgi Skúlason i»k Knútur H. Magnússon. 21.30 Hljómskálamúsik frá útvarpinu i Köln. Cuðmundur Gilsson kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 12. jum 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15. Veðurfregnir. Ötdráttur úr forustugr. dagbl. 8.30 Lótt morgunlög. 9.00 Fréttir. Vinssalustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar: Frá MoxarthátíA- inni í Wúrzburg í fyrrasumar. Sinfóníu- þljómsveitin í Frankfurt leikur Sinfóníu í C-dúr (K551) „Júpiter"- sinfóniuna eftir Mozart; Eliahu Inbal stj. 11.00 Messa í SiglufjarAarkirkju. (Hljóðr. 15. f.m.). Séra óskar J. Þorláksson predikar. Fjórir aðrir fyrrverandi prestar á Siglufirði og núverandi prestur þar taka þátt i guðsþjónust- unni. Þeir’ eru: Séra Ragnar Fjalar Lárusson, séra Kristján Róbertsson, ^éra Rögnvaldur Finnbogason, séra Birgir Asgeirsson og séra Vigfús Þór Arnason. Organleikari: Páll Helgason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 „LifiA er seltfiskur" —sjöundi þátt- ur. Um saltfisksölu og verkun á Spáni. Umsjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. Tæknimaður: Þorbjörn Sigurðsson. 14.30 MiAdegistónleikar: Túnlist eftii Beethoven. a. Píanósónata nr. 7 i D dúr op. 10 nr. 3. Svjatoslav Richter leikur. b. Tvær sónötur fyrir fiðlu og pianó, nr. 2 í A-dúr op. 12 nr. 2 og nr. 4 í a-moll op. 23 Oleg Kagan og Svjatoslav Richter leika. c. Sónata í F-dúr fyrir horn og pianó op. 17. Barry Tuckwell og Vladimir Ashk- enasy leika. 15.45 Vor viA flóann: Á kvöldgöngu i Reykjavík. Sveinn Einarsson tekur saman dagskrána. Aður útv. 1960. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Mór datt þaA i hug. Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 16;45 íslenzk einsöngslög. Kristinn llalls- son syngur. Arni Kristjánsson leikur á píanó. Viðarsalan hf. Síðumiíla 15 — Sími84401 opnar verzlun frá og með föstudegin- um 10. júní. Höfum til sölu: Norskar spónlagðar viðarplötur í furu, valhnotu, eik, tekki, gullálmi, brenni og kóto. Stærð 122x250 cm, þykkt 17 og 19 mm. Hilluefni frá Trísil í 9 viðartegundum og breiddum: 20, 24, 30, 40 og 50 cm. Plasthúðaðar plötur. Stærð 122x250 cm, þykkt 12,16 og 19 mm. 17.00 StaldraA viA í Stykkishólmi-; fyrsti þáttur. Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. Tæknimaður: Hörður Jónsson. 18.00 Stundarkom meA Dietrich Fischer- Dieskau . Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Tilkynningar. 19.25 LifiA fyrir austan-; fyrsti þáttur, Birgir Stefánsson kennari segir frá. 19.55 Frá tónleikum Kariakórs Reykja- víkur í apríl sl. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 20.30 „Aldrei skartar óhófiA". Fyrsta erindi Þorvalds Ara Arasonar um skartklæði Hrefnu Ásgeirsdóttur og Guðríðar Simonardóttur, sögu eigend- anna og þeirra nánustu. 21.05 FiAlukonsert i D-dúr op. 35 eftir Tsjaikovský. Ion Voicu og Suisse Romande hljómsveitin leika; György Lehel stj. (Frá svissneska útvarpinu). 21.40 „Humarinn og Ijónynjan," smásaga eftir Emst O'Ferral. Jón Hjartarson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. I ^ Sjónvarp n Laugardagur 1m • * * 1. juni 18.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Hló. 20.00 Fróttir og veAur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Lzeknir á ferA og flugi (L). Breskur gamanm.vndaflökkur. Heilbrigt lifemi. Þýðandi Stefán Jökulsson. 2055 AuAnir og óbyggAir. Þossi þáttur er um lífið i Gibsoneyðimörk i Ástraliu. Þýðandi og þulur lngi Karl Jóhannes- son. 21.25 KaupmaAurinn i Feneyjum. Leikrit eftir William Shakespeare. flutt af leikurum breska þjóðleikhússins. Leikstjóri Jonalhan Miller. Stjórn upptöku John Siehel. Aðalhlutyerk Sir Laurenee Olivier. Joan Plowright. Jeremy Brelt og Miehael Jayston. Su nýjung er a loikgorð þessari. að leikurinn er látinn gerast a siðan Ifluta nitjaiidu aldar. Kaupinaðurinn Antomo býðst til að hjálpa vini sínum. Bassanio, sem á í kröggum. Hann fær lánað fé hjá gyðingnum Shylock, sem setur það skilyrði, að hann fái að skera pund af holdi Antonios, standi hann ekki í skilum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.30 Dagskráriok. Sunnudagur 12. júní 18.00 Bangsinn Paddington. Breskur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Knattspymukappinn. Bresk fram- haldsmynd í þremur þáttum. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Ben er á ferð með föður sínum, sem var kunnur knatt- spyrnumaður, en slasaðist i leik og varð að hætta. Þei.r koma til smábæjar, þar sem faðir Bens fær atvinnu á bensinstöð. Hann segir Ben að gæta hjólhýsis þeirra og bannar honum að skipta sér af drengjum, sem eru á knattspyrnuæfingu í næsta nágrenni. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.35 Msrkar uppfinningar. Sænskur myndaflokkur. Rafljós. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Hló. 20.00 Fróttir og veAur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Til Heklu (L). Lýsing sænskra sjón- varpsmanna á ferð Alberts Engströms um lsland árið 1911. 2. þáttur. Frá GoAafossi aA brennisteinsnámunum viA Mývatn. Þýðandi Vilborg Sigurðar- dóttir. Þulur Guðbrandur Gíslason. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.00 Húsbaendur og hjú (L). Breskur myndaflokkur. Dúfan hennar Rósu. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Rokk og popp '76. (L). Siðastliðinn vetur sóttu 15.000 ungmenni rokk- hátið. sem efnt var til i Englandi. Hátiðin stóð i tvo daga. og þar voru kosnar vinsælustu rokk- og diygur- lagahljómsveitir Bretlands og einnig vinsælustu söngvararnir. I þessum sjónvarpsþætti skemmta sigurvegar- arnir, hljómsveitirnar Real Thing. Status Quo og Bay City Rollers, og söngvararnir John Miles, David Essex og Paul McCartney. sem koma fram ásamt hljómsveitinni Wings. Þýðandi Jón Skaptason. 22.40 AA kvöldi dags. Séra Jakob Jóns- son. dr. theol., flytur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.