Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 15
IjACBLAÐIÐ. KÖSTUDACUR 10. JUNI 1977. 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I í, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, FH, er orðinn stórsnjall hástökkvari, þó hann sé aðeins 18 ára. Mikill framtíðarmaður. Á Laugardalsveilinum bætti hann drengjamet Eliasar Sveinssonar — sem hann hafði jafnað í Svíþjóð nýiega, 1.95 m — fyrst í 1.98 m. Lét ekki þar við standa heldur stökk tvo metra. Reyndi síðan við 2.03 metra — unglingamet Jóns Þ. Ólafssonar, en tókst ekki að þessu sinni. Jón Þ. Ólafsson var stökkdómari á mótinu í gær, en hann á íslandsmetið 2.10 m og sagði: — Ef Guðmundur æfir vel á hann eftir að ná langt í hástökkinu. Þá má til gamans geta þess, að Guðmundur Rúnar er frændi Jðns Péturssonar, Snæfelljngs og lögregluþjóns, sem fyrstur íslendinga stökk tvo metra. Á DB-mynd Sveins Þormóðssonar er hinn ungi Guðmundur Rúnar við skráningartöfluna. Stórsigur í kast- keppninni við Dani — Glæsileg kastsería Hreins — Erlendur og Óskar sigruðu í sleggjukasti og spjótkasti. Guðmundur Rúnar stökk tvo metra íhástökki Sterku landsliðsmennirnir okkar í frjálsum iþróttum fórulétt með að vinna slórsigur gegn Dön- um i kastlandskeppninni, sem lauk á Laugardalsvelii í gær. Þeir Erlendur Valdimarsson. KR, og Óskar Jakobsson, ÍR, gerðu sér litið fyrir og sigruðu í sinum greinum í gær. Erlendur í sleggjukasti og Óskar í spjótkasti. Lokatölur í landskeppninni urðu því ísland 27 stig ( af 32 möguleg- um) — Danmörk 17, en þeir Hreinn Halldórsson og Erlendur sigruðu i kúluvarpi og kringlu- kasti fyrri daginn. í unglinga- keppninni varð jafnt hjá þjóðunum. ísland 10 stig — Dan- mörk 10 stig. Öskar, sem keppti i öllum kast- greinunum fyrir Island, hafði yfirburði í spjótkastinu í gær. Það kom ekki á óvart, jafn mikill af- reksmaður og sá piltur er orðinn. Hann kastaði 72.08 m. John Solbjerg varð annar með 65.48 m. og Karsten Kraglund 3ji með 65.04 m. Stefán Hallgrimsson varð fjórði með 59.40 m, svo ísland hlaut sex stig, Danir fimm. Sigur i landskeppninni unninn þó ein grein væri eftir. 1 unglinga- keppninni sigraði Cunnar Jensen með 61.84 m., en Einar Vilhjálms- son, hinn 17 ára sonur Vilhjálms Einarssonar, bætti sinn bezta árangur á 3ja metra. Kasaði 58.96 m. Ákaflega glæsilegur piltur, sem líklegur er til stórafreka eins og faðir hans hér áður fyrr. í sleggjukastinu kastaði Er- lendur 56.72 m og varð því tvöfaldur sigurvegari r keppn- inni. Virkaði mjiig afslappaður bæði i kringlunni sem og sleggj- unni í gær — og það verður ekki langt í stórafrekin hjá honum. I’eder Ilansen kastaði 53.56 m. Kjeld Andreasen 51.98 m og Oskar 43.82 m. Í unglingakeppn- mni sigraði Einn Jaeobsen með 47.14 m og jafnaði þar með stig Íslands. en Asgeir Þór Eiríksson kasl aði 30.70jn. Kep.pl var i nokkrum auka- greinum. Ilreinn Halldórsson er hreint orðinn frábærlega iirugg- ur. Kastsería hans í gær er sú bezta, sem hann hefur náð 20.43 — 20.50 — 20.56 og 20.15, en tvö köst ógild. Annað þeirra mældist 20.76 m eða sex sm lengra en tslandsmet hans, en Hreinn var þá svo óheppinn að slá fingrunum í kasthringinn. Þessi afrek vann Hreinn eftir að hafa æft tvívegis fyrr um daginn. Cuðmundur Rúnar Guðmunds- son, FH, bætti drengjametið í há- stökki um fimm sentimetra — og rauf tveggja metra inúrinn. Það er alltaf merkur áfangi. Cuð- mundur Rúnar er efni i ntikinn afrekstnann og þeir í Hafnarfirði eiga tvo aðra stráka, sem líklegir eru til mikilla afreka í há- stökkinu. Hörkukeppni var í 110 m grindahlaupi og þrír fyrstu menn fengu sama tíma 15.4 sek. Elías Sveinsson, KR, sigraði. Jón Sævar Þórðarson, IR, varð annar og Björn Blöndal, KR. þriðji. Þor- valdur Þórsson, IR. varð fjórði á 15.9 sek. í 400 m jafnaði Jón Sævar sinn bezta árangur. Hljóp á 51.3 sek. Tveir ungir FH-ingar, Einar Cuðmundsson, 52.1 sek. og Gunnar Sigurðsson, 53.0 sek. eru í stöðugri framför í hlaupunum. 1 hástökkinu varð Elías Sveinsson annar með 1.95 m. 1 5000 m hlaupi bætti Sigurður I’. Sig- mundsson, KH. árangur sinn um 10 sek. Hljöp á 15:41.2 mín. en Agúst Cunnarsson, UBK, varð annar með 16:25.8 mín. í keppni kvenna sigraði Ingunn Einarsdóttir, ÍR, í 100 m grinda- hlaupi á 14.5 sek. og 400 m á 57.1 sek. Þar vakti Sigurborg Guð- mundsdóttir, Á, mikla athygli. Bætti árangur sinn um nokkrar sekúndur. Hljóp á 58.8 sek. Sigur- borg — dóttir Guðmundar, Lárus- Sonar. þess snjalla hlaupara, sem komst í úrslit í 400 m á EM 1950 — gift kona og tveggja barna móðir. Byrjuð æfingar og keppni aftur eftir nokkurt hlé. I lang- stökki sigraði Lára Sveinsdóttir, Á. Stökk lengst 5.24 m. -hsim. Velta HSI40 milljónir kr. halli þrjár — Siguröur Jónsson gef ur kost á sér til endurkjörs til formanns á þingi HSÍ, sem hefst íkvöld — Ég sé mér ekki annað fært en að gefa enn kost á mér til formanns HSÍ. Eins og málin standa er illmögulegt að hlaupa frá þeim, sagði Sigurður Jónsson formaður Handknattleikssam- bands íslands en HSÍ heldur ársþing sitt nú um helgina. Þing- ið hefst í kvöld oglýkur á morgun — fyrir iandsleikinn gegn N- Írum. — HSÍ verður einmitt 20 ára á morgun — 11. júní. Við höfum ekki í hyggju að halda sérstaklega upp á daginn. Reynum heldur að stefna að góðum árangri lands- liðsins, hélt Sigurður áfram. —Velta HSÍ var i fyrra 40 milljónir og halli á sambandinu varð um 3 milljónir. Þetta eru miklir peningar. Af þeím fóru 16 milljónir i undirbúning lands- liðsins fyrir HM í Austurríki og á sjöttu milljón í húsaleigu. Við öfluðum á milli 12-13 milljóna króna með beinum söfnunum. Það gefur auga leið að slíkt gengur ckki til lengdar. — Kerðir íslenzkra leikmanna er- lendis eru sífellt að verða stærra vandamál hjá okkur. Hvernig við bregðumst við þeim látum við í hendur þjálfara okkar, Januszar Gzerwinski. — Við munum læra af þeim mis- tökum er við gerðum á síðastliðn- um vetri í skipulagningu móta. Þau verða i fastari skorðum en áður. Þannig gefur auga leið að ekki er hægt að fresta leikjum vegna leikmanna er æfa með landsliðinu, sagði Sigurður Jóns- son formaður HSÍ að lokum. Handknattleiksráð Reykja- víkur ályktaði á aðalfundi sínum nýlega um framkvæmd og niður- röðum Íslandsmótsins 1977-78. Þar er bent á, að mistök frá mótinu 76-77 megi ekki endur- taka sig. Hroðvirknisleg vinnu- brögð frá síðasta ári eiga ekki og þurfa ekki að eiga sér stað. Slikt geti haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar. HKRR mæltist því til við stjórn HSÍ, að jafnhliða bætt- Sigurður Jónsson. um árangri landsliðsins verði lögð meiri rækt við þjónustustarfsemi HSÍ, sér í lagi yngri flokkana. -h. halls. IK lék sína fyrstu leiki ígærkvöldi: Vann báða íþróttafélag Kópavogs lék fyrstu knattspyrnukappleiki sína i gærkvöldi. Ékki verður annað sagt en að vel hafi gengið hjá hinu unga félagi. Í 5. flokki sigraði ÍK Njarðvíkinga í Njarðvík með 4:3, en i 3. deild meistaraflokks sigraði ÍK ÍR-inga með 4:0. ALLIR HEILIR NEMA GISLI - Noröur-írsku landsliðsmennirnir koma til íslands í dag. HM-leikurinn á morgun Vllir landsliðsstrákarnir eru heilir nema Gísli Torfason, Kefla- vík. Hann fékk stuð í leiknum við Víking í 1. deildinni á mánudag — og hefur verið hjá lækni i ntorgun, sagði Árni Þorgrimsson, landsliðsnefndarmaður, þegar blaðið ræddi við hann í morgun. En við erum bjartsýnir á, að Gísli geti tekið þátt í landsleiknum við Norður-íra á morgun, sagði Árni ennfremur. Þejr Marteinn Geirsson og Teitur Þórðarson komu heim á miðvikudagskvöld. Komu síðast þeirra landsliðsmanna okkar, sem leika erlendis — og fóru beint á æfingu. Báðir líta mjög vel út. Greinilega í toppþjálfun eins og þeir Ásgeir Sigurvinsson, Guðgeir Leifsson og Jóhannes Eðvaldsson. Landsliðskapparnir hafa æft á hverju kvöldi að undanförnu und- ir stjórn Tony Knapps og einnig hafa verið umræðufundir, leik- aðferðin rædd. t gærkvöld héldu landsliðsmennirnir austur að Þingvöllum, en þar verður dvalið og æft að Laugarvatni fram að landsleiknum. Norður-írska liðið er væntan- legt til islands í dag. Það hefur að undanförnu verið í æfingabúðum á Skotlandi. Forsala á aðgöngu- miðum er við Útvegsbankann í Reykjavík og áhugi greinilega mjög mikill á þessum HM-leik íslands og Norður-írlands. Hann hefst kl. þrjú á laugardag á Laug- ardalsvellinum. Verð aðgöngumiða er 1200 kr. í stúku, 800 kr. i stæðum — en lægra verð f.vrir börn. 'Kem ekki að notum fvrr en ég hef leysl þau Það lagast Þegar þú .' ferð að æfa á ný: Þjálfi sér um það! Hugur Bomma leitar til Nitu, ekki fótbolta, og það veit Þjálfi. -1 (' Tölum betui sarnan þegar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.