Dagblaðið - 16.06.1977, Síða 2

Dagblaðið - 16.06.1977, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JÚNt 1977. AÐEINS HUGSAÐ UM GAMLA FÓLKIÐ FYRIR KOSNINGAR Það cr hart að vita af því að þegar búið er að styrkja og lána íslenzkum námsmönnum stórfé til að mennta sig þá setjast þeir að erlendis og græða þar stórfé í stað þess að nota þá þekkingu LITIÐ LYÐRÆÐI Á ÍSLANDI Við erum að berjast við 100 þús. króna lágmarkslaun. Þetta er vitfirring. Nauðsyn ber til að stytta vinnutímann, leggja af yfirvinnuna, hækka dagvinnu- kaupið svo fyrirvinna með fjögur börn geti lifað sómasam- legu lífi. Við ættum að taka Norðmenn okkur til fyrir- myndar. Ekki hægt, segja sumir. Þeir hafa olíuna. Já þeir hafa olíuna, en þeir hafa ekki heitt vatn. Nóg rafmagn hafa báðir en það er fávíslega nýtt á Islandi. Það er alröng skoðun hjá dr. Gunnari Thoroddsen að Til lesenda Enn einu sinni þurfum við að mínna þá á, sem senda okkur línu, að hafa fullt nafn og heimilisfang eða símanúmer með bréfumsin um. Nú er svo komið að við höfum hér á ritstjórni,nni alls konar bréf frá Jónum og Guðmundum, en það er bara ekki nóg. Ef þið viljið að greinar ykkar birtist þá .verður fullt nafn og heimilisfang að fylgja. Hægt. er að skrifa undir dulnefni. ef þess er óskað sérstaklega. Péfr, sem hafa ekki séö greinar sínar hér á síðunum, vMa hér með ástæðuna. ekki sé hægt að byggja raforku- ver nema stóriðja komi til. Var kannski um stóriðju að ræða þegar Sogsvirkjun var byggð? Þá beinist hugurinn að' Grundartanga. Er það lýðræði sem ræður byggingu á Grundartanga? Nei, heima- menn voru búnir að biðja Gunnar að fá að greiða atkvæði um hvort verksmiðjan yrði byggð. Það kom of seint sagði Gunnar. Áður hafði hann þó lýst því yfir að stóriðja yrði ekki reist gegn vilja heima- manna. Með heimamönnum virðist hann eingöngu eiga við Eyfirðinga. Hvenær ætla þessir háu herrar að sjá sig um hönd? Það er kominn tími til að ráða- menn hlusti á þjóðina og ættu að skammast sín fyrir að mis- nota það vald sem þeim er lagt í hendur. Ég skil ekki hvernig fram- sóknarmenn geta látið sjálfstæðismenn teyma sig á asnaeyrunum. Við hvað eru þeir hræddir? Því gaf Einar Ágústsson eftir með brottför hersins? Ef allt væri með réttu væri nú örfáir Bandaríkjamenn eftir en ekki allur sá fjöldi sem er þar nú. Þetta er frjálst land og við, fólkið, þurfum að varð- veita frelsi þess, ekki gera stjórnvöldin það, þau væru tilbúin að selja landið hæstbjóðanda. Von mín er sú að skrif sem þessi leiði til þess að spurn- ingar vakna hjá almenningi. Röddin. sem vinnandi fólk á Islandi hefur styrkt þá til að afja sér, til stuðnings við þetta sama vinnandi fólk. Svo er nám hér á landi orðið svo fáránlegt, nú má enginn snerta á sjúklingi nema með stúdentspróf. En sú endemis vitleysa! Eins og þess þurfi nú líka við. Hvað gagna okkur allir þessir fræðingar? Gamla fólkið, það er nú eitt hneykslið í okkar þjóðfélagi, hvernig að því er búið. Þetta fólk er búið að slíta sér út alla ævi við að byggja upp velferðarþjóðfélagið, síðan höfum við ekki pláss fyrir það og greiðum því ekki nema hin mestu sultarlaun. Þó, þegar líður að kosningum, þá er ekki að því að spyrja. Gamla fólkið er drifið á kjörstað þá er ekkert til sparað og það jafnvel fært á kjörstaðinn í sjúkrabilum. Er ekki ráð að við íslending- ar lítum okkur nær þegar talað er um mannréttindi úti í hinum stóra heimi? Þór Sjúkrahúsin: Ekki nema fræðingar með stúdentspróf mega snerta á sjúklingun- um, segir bréfritari. Stöðuveitingar Rannsóknarlögreglu ríkisins: „Dómsmálaráðuneytið tekið kverkataki" „Alveg gáttaður" hringdi: Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með undirbúningi stofnunar Rannsóknarlögreglu ríkisins. Auglýstar voru m.a.- lausar stöður löglærðra fulltrúa og rann umsóknarfrestur út 27. maí. Þá höfðu nokkrir menn, með alla pappíra í lagi, sótt um þessar fulltrúastöður, en eng- inn þeirra Iöglærðu fulltrúa, sem höfðu starfað — og starfa enn — við Sakadóm Reykja- víkur. Nú, svo var frá því sagt í blöðum á föstudaginn að þessir fulltrúar hefðu loks sótt um — og orðið deildarstjórar sem að sjálfsögðu er hærra og betur launað starf en fulltrúastarf. Ég er alveg gáttaður á þessu. Hvernig má það vera að dóms- málaráðuneytið lætur setja sig svona upp við vegg? Hvaða kell- ingar eru þessir menn eigin- lega? Maður neyðist til að spyrja sig hvort þeir geti borðað með hníf og gaffli. Ég er ekkert að hafa á móti því að þetta tiltekna fólk sé ráðið til þessara starfa. En ég hef svo sannarlega á móti því að menn komist upp með að taka dómsmálaráðuneytið kverkataki. Hríngiðísúna 83322 k\. 13-15 Hempu síha hafði kvatt Hans P. Christiansen kannast margir reykvíkingar við, því hann var lengst af starfsævi sinni verslunarmaður á Vesturgötu, Laugavegi og Barónsstíg. Kvikur maður til orðs og æðis, góðvilj- aður, hjálpsamur og orðheppinn, óvenju gamansamur en beinskeyttur þegar honum þótti veist ómaklega að mönnum og málefnum sem hann ber fyrir brjósti. Síðustu misseri hefur hann átt við sjúk- leika að stríða. Snemma á síðasta ári átti Hans 75 ára afmæli. Undirritaður tók þá saman í lítið kver nokkrar vísur hans og huganir. Upplag var lítið og gaf hann bækurnar vinum sínum. Hér eru nokkr- ar vísur eftir Hans. Hann er Patreksfirð- ingur og þangað reikar oft hugurinn, þangað og í nágrenni heimahaganna. hefur hann leitað flest sumur. Avallt gleður muna minn minningar að kanna. Oftast hvarflar hugurinn heim til átthaganna. 1 gestabók i Flökalundi skrifaöi hann: Hér er dvöl í dýrðarheimi dagar líða í kyrrð og ró. Alla mína ævi geymi yndi það og veitta fró. Svo er vísa sem hann nefnir Horft til t)aka. Vísur og vísnaspjall Jón GunnarJónsson Þoldi löngum hagl og hret, horfinn æskuvarminn. Nú eru aðeins fáein fet fram á grafarbarminn. Og að lokum: Fegurð oft í sorgum sést, sorg kann þroska veita. Bæn er huggun mönnum mest, menn ef hennar leita. Vandi er lífsins veg að þræða, veginn, sem að þröngur er. Bið þú Drottin himinhæða hjálp og styrk að veita þér. A árunum 1942-51 komu út í þremur miklum bindum Söguþættir landpóst- anna og var Helgi Valtýsson rithöfundur aðalritari og umsjónarmaður þeirrar út- gáfu. Hann bar mjög fyrir brjósti þessa gömlu menn sem ný samgöngutækni var nú öðum að leysa af hólmi. Þetta voru allt aldraðir og fátækir menn sem þjóð- félagið hafði gleymt að ætla nokkur ör- ugg eftirlaun. Sumir þeirra sóttu um nokkra ölmusu lil alþingis en var naumt skammtaö, ef þeir þá fengju nokkuð. Helgi fylgdist með þessu, skrifaði sum umsóknarbréfin og reyndi jafnvel að tala máli þessara manna við ráðamenn sem hann þekkti. Sögu eins slíks manns segir hann í kvæði sem heitir Eftirmæli gamals pósts. Hér eru vísur úr því. Fokið var i flest þín skjól, fönnin birgði glugga. Sastu i elli, undan sól, einmana i skugga. Hver hefur þínar þrautir séð? Þær ei verða taldar. Lagðirðu heilsu og líf í veð liðugan fjórðung aldar. Þingnienn bjarga þjóðarhag: Þingið starf þitt metur áttatíu aura á dag og — einn og hálfan betur! Þetta er sama þrælúðin, þjóðar hetjur prúðar, sem lét gamla Grána sinn ganga sér til húðar. Þetta var fyrir 30-40 árum. Innheimtu- maður kom í hús til að rukka. Þegar hann hafði lokið erindi sínu dokaði hann lengur við en húsmóður þótti viöeigandi. Þegar henni þótt nóg boðið sagði hún: Settu upp hattinn, hnepptu jakkann, hafðu á þér fararsnið. Skemmtilegra að horfa á hnakkann heldur en í andlitið. ★ Tveir sóknarprestar hættu störfum á miðjum aldri. Þeir voru góðir kunningj- ar. Einhverju sinni kom annar þeirra til hins og bað hann að lána sér svartan hatt, kvaðst hafa verið beðinn að vinna prestsverk í Hafnarfirði, væri búinn að fá lánaða hempu. Þeir voru báðir bú- settir í Reykjavík. Nú leið langur tími og hattinum var ekki skilað. Þegar þetta var nefnt sagði prestur að illa hefði farið fyrir hattinum, börn hans hefðu tekið hann traustataki. Þriðji presturinn heyrði söguna og orti. Hempu sína hafði kvatt, hivttur að syngja tíðir, og i prestsins pípuhatt pissað var um síðir. ★ Sunnanfari, febr. 1894. Vísa Þormóðs í Gvendare.vjum á Breiðafirði d. 1747, um Odd lögmann Sigurðsson. Hér er sigin hurð að gátt, hittir loku kengur. Kjaftshögg hefur enginn átt ári hjá mér lengur. J.G.J. — S. 41046.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.