Dagblaðið - 16.06.1977, Side 7

Dagblaðið - 16.06.1977, Side 7
DACBLAÐIÐ. FIMMTUDACUR 16. JUNl 1977. 7 Ár liðið frá óeirðunum í Soweto: Sprengjutilræði í morgun — Lögreglan við öllu búin Tvær öflugar sprengingar ollu miklum skemmdum á járn- brautarlögnum í blökkumanna- bænum Soweto í S-Afríku í morgun, þegar rétt ár var liðið síðan alda blóðugra óeirða gekk yfir landið. Að sögn lögreglunnar í Jóhannesarborg virtist ekki vera óeðlilega mikið um fjar- vistir blökkumanna frá vinnu, þrátt fyrir hvatningu stúdenta- Erlendar fréttir REUTER Kosningar á írlandi Irar ganga í dag að kjör- borðinu og kjósa nýtt þing. í Dublin á sú skoðun vaxandi fylgi að fagna að samsteypu- stjórn Fine Gael og Verka- mannaflokksins missi meiri- hluta sinn á þingi. Tvær milljónir kjósenda eru á kjörskrá. Atkvæðatalning hefst í stærstu borgunum á morgun. Reiknað er með að endanleg úrslit liggi fyrir seint á laugardaginn. leiðtoga um að blökkumenn hættu að vinna í tvo daga til að minnast þeirra rúmlega 500 sem létu lífið í átökunum í fyrra. Lögreglan sagði að spreng- ingarnar hefðu aðeins valdið einum lögreglumanni meiðsl- um, hann hefði orðið fyrir gler- brotum sem þeyttust í allar áttir. Um allt landið er lögreglan nú viðbúin því að til tíðinda dragi. Mest er spennan í Soweto, blökkumannahverfi Jóhannesarborgar. Þar virðast stúdentar hafa náð öllum völdum. Sl. mánudag hættu þeir að sækja tíma í skólum Soweto fyrir réttu ári: óeirðirnar breiddust út um allt land og áður en yfir lauk lágu nær 600 í valnum. New York: r KROA TARNIR ÁKÆRÐIR FYRIR MORÐ- TILRAUN Króatarnir gáfust upp fyrir lög- reglunni eftir að hafa haldið sendiráðinu á því fína 5. Avenue í tvo klukkutíma. Dreifðu þeir þaðan bæklingum, þar sem krafizt var sjálfsstjórnar Króatíu og Slóveníu, tveggja sambands- lýðvelda Júgóslavíu. Yfirvöld í Júgóslavíu for- dæmdu þremenningana, sem eru 23, 28 og 30 ára, sem fasista og glæpamenn, og hafa krafizt þess að þeir fái makleg málagjöld þegar í stað. Króatarnir þrír eru félagar í sömu samtökum og rændu flugvél í New York í fyrra og komu m.a. við á Keflavíkurflugvelli á leið til Parísar. Þrír króatískir þjóðernissinnar, sem brutust með skothríð inn á skrifstofu sendinefndar Júgóslavíu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og lýstu því yfir að þeir væru reiðubúnir að deyja fyrir málstað sinn, voru í gær ákærðir fyrir morðtilraun. Dómari neitaði þremenningun- um um að ganga lausum gegn tryggingu. Var þeim þess í stað gert að mæta fyrir búakviði sakaðir um morðtilraun, líkams- árás, ólöglegan vopnaburð og innbrot. Það var í fyrradag; sem þeir réðust inn í skrifstofur júgóslavnesku sendinefndar- innar. Bflstjóri nefndarinnar fékk skot í magann. sínum og síðan þá hefur komið til daglegra átaka við lögreglu. Beitir lögreglan óspart táragasi til að dreifa hópum ungmenna sem ráðast gegn hvítum lögreglumönnum með grjót- kasti, að sögn hvíts sjónvarps- fréttamanns sem var í Soweto í fimm klukkustundir í gær. Lögreglan setti upp vega- tálmanir á öllum leiðum til Soweto f gær og leitað var á öllum blökkumönnum á leið inn í Jóhhnnesarborg. Luxembourg er friösæll töfrandi ferðamanna- staöur, mótaöur af frönskum og þýskum menningaráhrifum — þar sameinast franska glaölyndiö og þýska nákvæmnin. Þar sem landið er lítið, er stutt aö skjótast til ýmissa stórborga í nágrannalöndunum. Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta- héruö Evrópu sameinast, á mótum Mosel og Ránar. Luxembourg — einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. /«ílnfG LOFTtWIR ISLANDS

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.