Dagblaðið - 16.06.1977, Page 24

Dagblaðið - 16.06.1977, Page 24
24 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. JUNÍ 1977. GAMLA BÍÓ 8 Sterkasti maður heimsins . 'Simi'114^^ HÁSKÓIABÍÓ Simi 22140 Bandaríska stórmyndin Kassöndru-brúin Útvarp Sjónvarp i Útvarp í kvöld kl. 20.05: Leikritið WUIDIWEY KHtUCIMMl’ ‘uCau SliRflBBESIi Ný bráðskemmtileg gamanmynd í litum — gerð af Disney- félaginu. ísienzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9. I HAFNARBÍG Le Mans Hin spennandi kappakstursmynd í litum og Panavision með Steve McQueen. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11.15. 1 STJÖRNUBÍÓ I XY & ZEE ■ M/AIIIIi WL€C MIUiAEI CÁINE Pessi bráðskemmtilega kvikmynd með Klizabeth Taylor og Michael Caine. endursýnd kl. 6. 8 og 10. Biinnuð inn 14 ára. Endursýnd kl. 6, 8 og 10. I BÆJARBÍÓ I Lögregia rreð lausa skrúfu Harðneskjuleg og jafnframt hlægileg bandarísk lögreglu- mynd. Aðalhiutverk: Alan Arkin og James Caan. Sýnd kl. 9. OPIO HUS - SINE SÍNE heldur opið hús öll mánudagskvöid í sumar kl. 20.00 í Félagsheimili stúdenta við Hringbraut. LÍN-málefni, starfshðpar, umræður, spjaldskrárvinna o.fl. Félagar og annað áhugafólk um kjaramál námsmanna velkomið. Stjórn SÍNE. (Cassandra-erossing) Þessi mynd er hlaðin spennu frá upphafi til enda og hefur alls staðar hlotið gífurlega aðsókn. Aðalhlutverk: Sophia Loren, Richard Uarris. Sýnd kl. ;5og 4. Hækkað verð — sama verð á öll- um sýningum. Örfáar sýningar eftir. I LAUGARÁSBÍO D Frumsýnir „Höldum lífi“ Ný mexíkönsk mynd er segir frá flugslysi er varð í Andesfjöllun- um árið 1972. H.vað þeir er komust af gerðu til þess að halda lífi — er ótrúlegt, en satt engu að síður. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. NÝJA BIO D Hryllingsóperan Brezk-bandarísk rokk-mynd, gerð eftir samnefndu leikriti, sem frumsýnt var í London í júní 1973, og er sýnt ennþá. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TÓNABÍÓ I .OIIMI J I I 04. . Juggernaut Sprengja um borð í Britannie Spennandi ný amerísk mynd, með Riehard Harris og Omar Sharif í aðalhlutverkum. Leikstjóri: Richard Lester. Aðalhlutverk: Omar Sharif, Pichard Harris David Hemmings, Anthony Ilopkins. Sýnd kl. 5,7, 10 og 9.15. I AUSTURBÆJARBÍÓ D Jainii ’l 1 384^ Drum -svarta vítið Sérstaklega spennandi og mjög viðburðarík, ný, bandarísk stór- mynd í litum. Aðalhlutverk: Ken Norton, (hnefaleikakappinn heimsfrægi). Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Hækkað verð. Akranes Vegna sumarleyfa sér Amalía Pálsdóttir Presthúsabraut 35 fyrst um sinn um afgreiðslu blaðsins. Sími2261 á daginn og 2290 á kvöldin. BIAÐIÐ Aðeins er spurt að leikslokum — íslenzkt leikrit um mannleg samskipti Leikritið sem er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 20.05 heitir Brimhljóð og er eftir Loft Guðmundsson. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Leikritið gerist í Vestmanna- eyjum skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Er sumar- hátíð í Herjólfsdal þar sem margt manna er samankomið að venju. Þar er að vonum margt sjómanna og einn þeirra, Bryngeir, lendir í útistöðum við Sighvat kaupmann út af stúlk- unni sem hann elskar. Verður það upphaf að rás mikilla atburða. Bakgrunnur þeirrar hrika- legu baráttu sem hér er háð er hafið í kringum Eyjar, sem er bæði gjöfult og hættulegt i senn. Með aðalhlutverkin í leikn- um fara Sunna Borg, Sigurður Skúlason, Gísli Alfreðsson,- Þóra Borg, Lilja Þórisdóttir, Randver Þorláksson og Rúrík Haraldsson. Höfundur leiksins, Loftur Guðmundsson, er fæddur árið 1906. Tók hann kennarapróf árið 1931 og var við lýðháskóla- nám í Svíþjóð í eitt ár. Var hann kennari í Vestmannaeyj- um 1933-45. Loftur hefur fengizt við blaðamennsku frá árinu 1947. Loftur er kunnur leikrita- höfundur og einnig hefur hann samið mikið af gamanþáttum, bæði fyrir útvarp og leiksvið. Hann hefur samið skáldsögur og barnabækur og gert dægur- lagatexta og kvikmyndahand- rit. Leikritið, sem er á dag- skránni i kvöld, hefur verið sviðsett víða um land en var frumsýnt árið 1937. •A.Bj. Sögur úr ástandinu Nemendaleikhúsiö: HLAUPVÍDD SEX eftir Sigurð Pálsson Leikstjóri: Þorhildur Þorleifsdottir Tjöld og búningar: Messíana Tómasdottir Músík: Sigurður Bjóla Garöarsson Það er út af fyrir sig engin aðfinnsla að efnisvali Sigurðar Pálssonar í Hlaupvídd sex að sp.vrja, hvað hann sé gamall. En ef Sigurður er þrítugur að aldri telst mér til að hann sé fæddur árið 1947 — tveimur árum eftir að stríði lauk. Svo mikið er víst að Sigurður er áreiðanlega of ungur til að muna sjálfur stríðsárin, hernámið og ástandið. En af hverju vill hann þá endilega vera að yrkja um þetta leikrit? Sigurður Pálsson starfar í svolitið skrýtnum kringum- stæðum að leikritagerð, bæði í ár og í fyrra.'.hann semur sem sé leikrit eftir pöntun, til afnota handa leiklistarskólan- um nýja, þar sem hann sjálfur er kennari. Nú mættu sjálfsagt ýmsir áhugamenn öfundast yfir þessum aðstæðum, að fá að skrifa fyrir tiltækan leikhóp, sjá verk sitt fært upp á leiksvið jafnskjótt og það gengur fram úr pennanum. En vitanlega setja líka kringumstæðurnar höfundinum ýmisleg takmörk. Níu manns eru í leikhópnum í ár, sjö þeirra konur og vita- skuld verða hlutverkin að hæfa hópnum, leikendur allir skóla- nemendur að þreyta lokapróf sitt og verða væntanlega að fá sem best og jöfnust tækifæri á sviðinu. Það má vel vera að kynskipting leikhópsins hafi leitt huga hans og höfundar að jafnréttismálum og kvenfrelsi, en kvenréttindabaráttan aftur beint honum að stríðsárum, þangað sem rekja má undir- rætur alls konar breytinga í þjóðlífinu síðan. Eitthvað í þessa áttina finnst mér Sig- urður hafa verið að segja í blaðaviðtölum um leikrit sitt að undanförnu. En hvað sem þvi líður held ég að ekki verði með sanngirni sagt að Hlaupvidd sex fjalli um kvenfrelsi, kynja- Leiklist baráttu eða jafnréttismál, né þá heldur umbætingu þjóðlifs af völdum hernámsins. Sigurður lætur sér nægja að segja í leikritinu nokkrar meir og minna sorglegar lífs- reynslusögur úr ástandinu, sem gætu svo sem verið sannar, en hafa þá að vísu allar margoft verið sagðar áður með ofboð svipuðum áherslum. Maður saknar með öðrum orðum persónulegrar kveikju i leikritinu, einhverrar eigin sýnar á efnið, eða minnsta kosti aðferðar að því. Það er svo annað mál að Sigurður hefur alls ekki reynt það sem aftur á móti kynni að vera hægt: að semja raunverulega sann- sögulegt leikrit um hernám og ástand með einhvers konar „dokúmentarískri" aðferð. Leikurinn b.vrjar á síldar- plani á Sigló í þann mund, sem striðið er að hefjast, fylgir síðan stúlkunum af síldar- planinu eftir inn i og gegnum ástandið, allt til stríðsloka. með lítilsháttar viðkomu á borgara- legu heimili í höfuðstaðnum. Þar búa eins og gengur vondir kapítalistar við valtan heimilis- hag: Brímdals-hjónin, sem eiga bæði sildarplan f.vrir norðan og saurlifis-hótel í höfuðstaðnum og höndla með fisk upp á stríðs- gróða. En aðalefnið er sem sé afdrif þeirra síldarstúlkna, og eru 'reynslusögur þeirra felldar í skáldlega umgerð draums eða öllu heldur martraðar, sem bæði byrjar og lýkur leikritinu. Þær eru Vilborg, dóttir Brímdals-hjóna, og stalla hennar, Katrin, sem vildi verða söng- og leikkona, og stúlkurnar að norðan, Stella, Elisabet, Nína, sem allar berast inn í ástandið, hver með sínu mótinu, og engin sér drauma sína rætast. Enginn fær staðist límans straum: Aslaug er alveg á móti her og ástandi en maðurinn hennar, 'Áslákur, at- vinnulaus bílstjóri, berst nauðugur viljugur með inn í sollinn. Leikrit Sigurðar Pálssonarer að sönnu ekki nema smámunir og má kannski ekki ætlast til annars né meir af því en það dugi til sins brúks — sem skóla- verkefni, í æfinga- og reynslu- skyni fyrir nemendur leik- skólans. Að þessu leyti virðist það allhaganlega samið, lætur reyna á hvern og einn leikenda, dregur allténd upp útlínur hlutverka handa leikendunum að vinna úr. Og það er glöggt að hæfileikafólk er i hópnum, þótt kraftar hópsins í heild nýttust betur í fyrri sýningu hans í vor. t þetta fannst mér langmest kveða að Guðrúnu Gísladóttur: Katrínu Brynjúlfs, sem varð mjög næmleg og lifandi per- sónulýsing, en líka má nefna Eddu Hólm: hina taugabiluðu frú Brímdal, Lísu Pálsdóttur: Stellu og Steinunni Gunnlaugs- dóttur: Nínu, sem glöð og reif gefur sig að saurlífinu. I sviðsetningu Þórhildar Þor- leifsdóttur held ég að vel hafi nýst úrkostir leikritsins og hvers og eins hlutverksins, þótt maður eins og fyrr segir sakni persónulegrar úrvinnslu úr efninu. En sýningin fer allvel á sviðinu í Lindarbæ. Inn í atburðarásina fléttast fulltrúar hinna stríðandi stórvelda, leik- brúður í líkingu þeirra Hitlers, Roosevelts og Churchills. þótt ekki væri sá svipur sterkur, né kæmu þeir atburðarásinni mikið við. En þetta voru sniðug- legar fígúrur, eins og líka leik- mynd Messíönu Tómasdóttur að öðru leyti. OPINBER STOFNUN óskar eftir að ráða ritara, helst vanan, til starfa sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 28. þ.m. merkt ,,28“.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.