Dagblaðið - 05.08.1977, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. ÁGtJST 1977.
Prófkjör Alþýðu-
flokksins í Reykjavík:
Mestur áhugi á minnsta flokknum
Fjörbrot—eöa merki
um nýja sókn kratanna
Ætlar Gylfi að hœtta
þingmennsku?
Fer Vilmundur í
annað sœti í
Revkjavík
Gylfi Þ. Gíslason er sagður
orðinn þreyttur á þingmennsku
og reiðubúinn að víkja sæti, ef
farið verði að hans ráðum um
eftirmann. Gylfi hefur setið á
Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn
frá því 1946 eða í rúmlega 30
ár. Hann gegnir nú embætti
prófessors við Háskóla Islands.
Gylfi er einn af sárafáum
þingmönnum, sem vel má
flokka undir það að vera full-
trúi fyrir hið gamla „andans
aristókrati" i höfuðborginni
Enda þótt önnur og þriðja kyn-
slóð þeirrar stéttar hafi um
flest veraldlegra yfirbragð en
feður hennar og afar, hefur
Gylfi Þ. Gíslason aldrei veríð
annað en gáfaður mennta-
maður með listamannsæð. Það
virðist einhver mótsögn i við-
skipta- og hagfræðimenntun
Gylfa og því, sem áður greinir.
Menn tengja þau fög fremur
við kaldrifjaða auðhyggju en
fagrar listir og víðáttur andans.
Kennsluhæfileikum Gylfa er
fylgisaukningu í næstu
Alþingiskosningum. Talsvert
rót verður þó á framboðum
stjórnarflokkanna sem
Benedikt gæti notfært sér til að
auka fylgi sitt í kosningum. Þar
er hann þó ekki einn um hituna
og alltof mikil óvissa um það,
hvernig til kann að takast.
Sennilega óttast Bendikt
ekki að falla út af þingi með
framboði í Reykjavík. Ef
honum tækist að auka fylgi
flokksins í höfuðborginni gæti
hann gert tilkall til annarrar
stöðu en forstöðu við Fræðslu-
kvikmyndasafn menntamála-
ráðuneytisins, sem honum
leiðist einhver ósköp að hafa
farið í.
Þannig gæti ráðagerð um að
Gylfi dragi sig í hlé og Benedikt
fari 1 hans sæti, orðið að
veruleika án átaka, ef ekki
kæmi til andstaða Eggerts Þor-
standa fast við framboð
Benedikts í efsta sætið.
Vilmundur er ekki
einn um að bíða fœris.
Björgvin, Sigurður E.
og dr. Bragi
Prófkjor Álþýðuflokksins í
Reykjavík er ákveðið 12. og 13.
nóvember. Framboðsfrestur
rennur út 15. október. Hljóti
frambjóðandi 20% eða meira af
fylgi flokksins i síðustu
Alþingiskosningar við prófkjör
er það bindandi. Hins vegar er
það kjördæmisráð sem gengur
frá endanlegum framboðslista.
Hér í Reykjavík er kjördæmis-
ráð og fulltrúaráð Alþýðu-
flokksfélaganna eitt og hið
sama.
Hver sem er má vera í fram-
boði en 50 flokksbundna með-
mælendur þarf til að það sé gilt
Gylfi, — fulltrúi fyrir hið gamla „andans aristókratí,
Benedikt. — leiður á að þreyta
laxinn í pólitískum leysingja-
vötnum Vesturlandskjördæmis
við brugðið. Njóta sín vel í stól
prófessorsins þekking og
næstum að segja listræn
tjáning samfara óvenjulegum
skipulagshæfileikum.
Sagt er að Gylfi geti-vel unnt
Benedikt Gröndal að taka sæti
sitt á Alþingi, ef Vilmundur
sonur hans verði í öðru sæti.
Örugglega skortir Gylfa ekki
metnað fyrir frama Vilmundar
á vettvangi þjóðmálanna. Hins
vegar er líklega nokkuð al-
mennt gert of mikið úr afskipt-
um Gylfa af væntanlegum
stjórnmálaferli hans. Auk þess
er það ekki Vilmundi að skapi,
að hægt verði að segja um hann
að faðir hans eða fjölskyldu-
tengsl hafi komið honum á
þing. Honum ætti þó ekki að
vera vandara um en æði
mörgum þingmönnum fyrr og
síðar. Það heyrir til undantekn-
inga að menn fari á þing af
eigin afli einu saman rétt eins
og í hlýjustu sætin í embættis-
kerfinu íslenzka.
Benedikt vill
breyta til — Eggert
víkur ekki fyrir
honum
Benedikt Gröndal er orðinn
leiður á þvi að þreyta laxinn í
pólitískum leysingavötnum
Vesturlandskjördæmis. Enda
þótt Benedik.t sé vel látinn þar
og vinsæll af alþýðu, eru menn
alltof skorðaðir fastir við
flokka til þess, að hann geti
gert sér vonir um teljandi
Eggert G„ — vill Benedikt ekki
fyrir ofan sig.
sess.
steinssonar. Hann viðurkennir
alls ekkert að sjálfsagt sé, að
Benedikt Gröndal skjótist upp
fyrir hann í Reykjavík. Ef Gylfi
vilji hætta, eigi hann þ.e.
Eggert, forgangskröfu í sætið.
Ef Benedikt býður sig fram í
efsta sæti listans í Reykjavík er
sennilegt að Eggert bjóði sig
fram á móti honum. Stærsta
tromp Eggerts er sú staðreynd,
að smátt og smátt hafa sniðizt
af Alþýðuflokknum hver af
öðrum þeir forystumenn sem
eru vaxnir úr launamannastétt
eða verkalýðshreyfingu
landsins. Þetta er höfuðverkur
flokksins, sem reynt er að hylja
eða gera lítið úr út á við en er
snöggur og viðkvæmur blettur
á flokki með þessu nafni.
Þessu kann að verða svarað
með því að tefla Vilmundi fram
í annað sætið í prófkjöri en
Vilmundur, — maður að
alþýðuskapi.
Björn — í efsia sælio til að
setja niður metinginn?
Sigurður E„ — finnst hann
hafa beðið nógu lengi.
hér í Reykjavík. Frambjóð-
endur geta annað tveggja boðið
sig fram: 1) I ákveðið tilgreint
sæti, eða 2) hvaða sæti sem er á
listanum eftir fvlgi samkvæmt
atkvæðamagni. Flokksbundnir
menn og utanflokka mega kjósa
í prófkjöri.
Enda- þótt hér hafi aðeins
verið rætt um fjóra menn, er
víst að fleiri koma til greina.
Vitað er að Björgvin
Guðmundssyni borgarfulltrúa
þykir tími til kominn, að ganga
hinn troðna stig frá borgar-
stjórn inn á Alþingi.
Þá er einnig víst að Sigurði
E. Guðmundssyni fram-
kvæmdastjóra Húsnæðismála-
stofnunarinnar finnst hann
hafa beðið nógu lengi eftir
þingsæti. Hann hefur ætíð
stefnt að því að fara beint í
öruggt sæti til kjörs á Alþingi
eða a.m.k. varaþingmanns.
Auk þeirra sem að framan
eru taldir er full ástæða til að
nefna dr. Braga Jósepsson
blaðamann. Að sögn hefur
hann þegar hafið kosningabar-
áttu sína með svipuðum hætti
og gerist í dreifbýliskjördæm-
um og prestskosningum í þétt-
býli. Er hann sagður ganga í
hús og kynna sig og kynnast.
Minnir þetta nokkuð á „handar-
bands“-aðferðina amerísku.
Hún var í miklum metum og
þykir vel nothæf ennþá þar
vestra. Auðvitað er aðferðin vel
þekkt hér frá fyrri tíð en þykir
ef til vill úrelt. Fróðlegt verður
að sjá árangurinn nú.
Birni Jónssyni forseta ASI
hefur enn ekki verið skipað í
sæti til framboðs. Fram hjá
honum verður ekki gengið.
Hann á gífurlegt persónufylgi í
Norðurlandi eystra. Það jaðrar
við fylgi Hannibals á Vest-
fjörðum. Sennilegt er að Björn
kæri sig þó ekki um að láta
reyna á það I framboði fyrir
Alþýðuflokkinn.
Handbragð lista-
mannsins segir til sín
Sennilegra er að honum
verði tefltfram annars staðar .
Þarf þá ekki lengi um að
svipast. Reykjavík er eina kjör-
dæmið annað sem til greina
kæmi. Naumast yrði Birni
boðið upp á annað en efsta
sætið. Líklega er Björn eini
maðurinn sem Eggert Þor-
steinsson gæti sætt sig við í því
sæti að Gylfa frátöldum. Björn
er sterkt framboð og Alþýðu-
flokknum mikill styrkur, þótt
sjónarsviftir sé að Gylfa Þ.
Gíslasyni og vandfyllt sæti hans
á Alþingi og í flokknum yfir-
leitt.
Ef Gylfa er alvara í því að
láta af þingmennsku gæti
skipan Björns í efsta sætið sett
niður meting og deilur meðal
kappgjörnustu og grónustu
flokksmanna. Slík ráðstöfun er
ekki ólik handbragði lista-
mannsins með skipulagsgáf-
una. önnur sæti eru ekki alveg
sjálfskipuð. Spurningin er eftir
sem áður sú hvort Vilmundur
ógnaði Eggerti í prófkjöri eða
kysi að bíða enn eitt kjörtíma-
bil. Benedikt færi þá fram í
sínu gamla kjördæmi.
Enda þótt fylgi Alþýðu-
flokksins hafi farið rénandi
undanfarinn hálfan annan ára-
tug, er þar ennþá nóg af
mönnum sem hafa trú á sér og
stefnu flokksins.
Víst er og að prófkjörin í
Alþýðuflokknum, einkum í
Reykjavík, verða engu .síður
áhugaverð en kosningar, bæði
til sveitastjórna og Alþingis á
næsta ári.
Mönnum kann að sýnast það
skjóta skökku við að meira líf
er nú í þessum flokki en flest-
um hinna stærri. Eru það fjör-
brot eða merki um nýja sókn I
íslenzkum stjórnmálum?
BS