Dagblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.08.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ KÖSTUDAÍJUK 5. AGUST 1977. Vinsælasti sund- fatnaðurinn á íslandi nzka verzlunarfélagiö Yfirvöld í S-Afríku: ^ LOKUM SKOLUM Agreiningur virðist vaxa milli yfirvalda í Suður-Afríku og hörundsdökkra stúdenta. Sífellt er að koma til átaka milli lögreglu og stúdenta. Stjórn landsins hefur hótað að loka skólum ef stúdentar láti ekki af þessari hegðun sinni. Lögreglan notaði skotvopn og sigaði hundum á blökkumenn í gær þegar kom til átaka þeirra á milli. Átök hafa verið tíð milli lögreglu og stúdenta nú síðast- liðnar tvær vikur og yfirvöldin hafa ekki hikað við að skjóta á unglinga með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látizt. Unglingarnir henda grjóti að Iögreglunni og bera eld að bílum. Þeir vilja mótmæla því skólakerfi sem þeir eiga við að búa. Blökkumenn segja að hvítir jafnaldrar þeirra fái miklu betri menntun en þeir og vilja með þessum aðgerðum sínum mótmæla þessu. Dómsmálaráðherrann James Kruger sagði í gær að yfirvöld myndu loka skólum blökku- manna ef þeir létu ekki af ólát- unum. Þetta væri aðeins gert i þágu almennings, sagði Kruger. Að minnsta kosti fjórir blökkumenn hafa látið lífið i óeirðunum síðustu vikurnar í blökkumannahverfum Jóhannesarborgar. Hundruð unglinga hafa verið handteknU Á síðasta ári þegar óeirðir voru sem mestar í Soweto, týndu um fimm hundruð manns lífi. Kruger dómsmálaráðherra sagði að lögreglan mundi halda áfram stöðugu eftirliti í hverf- um blökkumanna unz ungling- ar létu af ólátum sínum. Hann beindi því til foreldra að fá þá ofan af ólátum sínum. Nær að sekta en stinga inn Jimmy Carter forseti Banda- ríkjanna lagði til að þeir sem væru teknir þar í landi með lítinn skammt af maríjúana á sér yrðu sektaðir í stað þess að setja við' komandi í fangelsi eins og lög gera ráð fyrir nú. Carter forseti kom með þessa tillögu þegar hann ávarpaði þingið nýlega. Carter ræddi um það að takast þyrfti á við það vandamál að sí- fellt fleiri Bandaríkjamenn ánetjuðust eiturlyfjum. Hann sagði einnig að það yrði að reyna að fá niðurstöðu á því hvers vegna sífelld aukning yrði á þess- ari neyzlu ásamt áfengi og tóbaki. Forsetinn sagði að þrátt fyrir að refsing yrði vægari yrðu lögin samt sem áður þannig úr garði gerð að þau stuðluðu að minnk- andi neyzlu. Carter sagði að það væri óþarfi að Iíta á menn sem segir Carter um þá sem teknireru með maríjúana ífórum sínum hefðu í fórum sínum lítið magn af maríjúana sem glæpamenn sem ætti að loka bak við lás og slá. Hann sagði að miklu nær væri að sekta fólk sem væri tekið með nokkur grömm af efninu heldur en að varpa því í fangelsi. Tvö riki, Kalifornía, og Oregon hafa þegar lagt niður fangelsis- dóm, en sekta í stað þess þá sem teknir eru fyrir að hafa maríjúana i fórum sínum. Þangað leita viðskiptin, semúnialið ermest. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Portúgal: Nýjar kosning- ar segir Cunhal —hann segir að flokkur hans, komm- únistar, muni bæta við fylgi sitt Leiðtogi kommúnista i Portúgal, Alvaro Cunhal, fékk góðar undirtektir hjá stuðningsmönnum sínum þegar hann sagði í gærkvöldi að eina leiðin út úr ógöngum þjóðarinnar væru nýjar kosningar. Cunhal hélt ræðu í þéttsetinni íþróttahöll í höfuð- borginni Lissabon. Þessi tillaga um nýjar kosningar kom flest- um á óvart. Stjórnarflokkarnir hafa lýst sig mótfallna kosningum. Cunhal segir að þeir séu allir hræddir við kjósendur, nema hans flokkur, kommúnista- flokkurinn'í Portúgal. Cunhal og flokkur hans hafa stutt sósíalista á þingi. Nú hefur orðið stefnubreyting vegna þess að Mario Soares for- sætisráðherra og flokkur hans hafa ánetjast landeigendum, viðskiptajöfrum og heimsvalda- sinnum um of að sögn Cunhal. Hann segir að sósíalistar hafi færzt mikið til hægri á stjórnar- tíð sinni. Kommúnistar voru fjórðu i röðinni samkvæmt atkvæða- magni í kosningunum í Portúgal i fyrra. Kosið er til bingsins til fjöggurra ára í senn nema að þing verði leyst upp eins og Cunhal hefur lagt til. Hann heldur því fram að kommúnistar kæmu mjög vel út úr kosningunum, ef þær yrðu haldnar bráðlega, vegna stefnu stjórnarinnar, m.a. í landbúnaðarmálum. Alvaro ('unhal formaðiir kominiinistaflokks Portúgal vill að þing verði leyst upp og kosið verði á ný fljótlega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.