Dagblaðið - 09.08.1977, Síða 1

Dagblaðið - 09.08.1977, Síða 1
3. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 9. AGlJST 1977 — 170. TBL.RITSTJORN SÍffUMÍJLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022. 111 ár hef ur allt staðið óhreyft nema verðbólgan Þegar síldin hvarf var lögð niður síldarverksmiðja Kveld- úlfs h.f. á Hjalteyri — eign Thors-ættarinnar. Síðan eru liðin 11 ár. Á þeim tíma hafa mikil mannvirki á Hjalteyri verið að grotna niður. Uppgjöri Kveldúlfs er enn ekki formlega lokið. Lands- bankinn yfirtók þó allar eignir félagsins og var þannig, að þvi er ýmsir fróðir menn telja, komið i veg fyrir opinbert gjaldþrot Kveldúlfs. Á þeim tima hefur skuld Kveldúlfs við bankann staðið í stað en matsverð eignanna fimmfald- azt. Nú hefur Landsbankinn aug- lýst eignir sínar á Hjalteyri til sölu. Hjalteyringar telja margir hverjir að þeirra sjónarmið hafi ekki verið tekin til greina undanfarin ár. Fréttamaður DB heimsótti Hjalteyri fyrir skömmu og skyggndist undir yfirborðið. sjá fyrri grein bls. 4-5 Afhassmálum: LOGREGLAN VIRÐIST HAFA KOMIZT í FEITT Ffkniefnalögreglan telur sig nú komna í „feitt mál“. Uppvíst hefur orðið um smygl og dreifingu á mörgum kílóum af hassi og verulegu magni af amfetamíndufti. Leikur grunur á að hluti hassins hafi verið seldur í Svíþjóð. Snorri Sigurjónsson, lög- regluþjónn í fíkniefnadeildinni sagði fréttamanni DB í gær að nú væri svo komið að ekki yrði aftur snúið með enn frekari rannsókn þessa máls. Væri hún raunar vel á veg komin og fjall- aði um innflutning og sölu á kannabis-efnum og amfetamín- dufti meira en heilt ár aftur í timann. „Allt efnið var keypt í Hollandi, eftir því sem við vit- um bezt,“ sagði Snorri. Við rannsóknina hefur vaknað ákveðinn grunur um að hluti af hassinu hafi verið seldur beint frá Hollandi til Svíþjóðar. Einn maður hefur setið í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls síðan um síðustu helgi. Hefur sá við yfirheyrslur ný- verið leiðrétt mjög framburð sinn frá í febrúar sl„ er hann sat inni vegna aðildar að „hass- málinu mikla.“ Þá var honum sleppt á grundvelli framburðar hans sem nú er komið í ljós að var rangur I veigamiklum at- riðum. Virðist sem hann hafi í framburði sínum frá í vetur verið að „vernda" ákveðna menn. Annar þeirra var látinn laus úr gæzluvarðhaldi fyrir helgina og er það m.a. á grundvelli framburðar hans, að uppvíst er orðið um rangan vitnisburð hins í vetur. Sá sem laus er orðinn var handtekinn 1 Reykjavik fyrir rúmum mánuði þegar í ljós kom að hann var eigandi að VA kg af hassi sem annar maður var gripinn með á Keflavíkurflugvelli fyrr þann sama dag. Annar ungur maður situr í gæzluvarðhaldi þessa dagana. Sá var gripinn á Suðurnesjum með svarta hasstegund sem helzt er talið að hafi verið svo- nefndur „Pakistan". Er talið að þessi piltur hafi annazt dreifingu á efninu. Þá er heldur ekki talið útilokað að hinn gæzlufanginn kunni ein- hvern þátt þeirrar sögu. -ÓV. ORÐIN GRAUTFUL í UPPVASKINU — gerist háseti á Fossunum — bls. 8 BRETAPRINSI MOKAFLA — baksíða )

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.