Dagblaðið - 09.08.1977, Page 5

Dagblaðið - 09.08.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST 1977. DB-MYNDIR FRIÐGEIR AXFJÖRÐ Arnarneshreppur hefur ekki látið greipar sópa um fjár- hirzlur ríkisins (né heldur Landsbankans) til hafnar- gerðarinnar. Sex og hálfri milljón hefur verið varið til hennar úr hreppssjóði, fjár- lagaheimild er fyrir 11,4 millj- ónum, að sögn Ingimars odd- vita á Ásláksstöðum. Á Eyrinni íbúar á Hjalteyri eru nú lið- lega 70. A sjálfri Eyrinni býr raunar enginn, heldur í brekkurótunum og brekkunni sjálfri. Af um tylft íbúðar- hæfra húsa á Landsbankinn meira en helming (í þvi sem ber nafn Kveldúífsforstjórans Richards Thors er nú rekið heimili fyrir börn og unglinga). Þar eru gerðar út 2-3 trillur og nýlega var hafin útgerð tæplega 80 tonna báts, sem hlotið hefur nafnið Helgi magri. Utgerðarmaðurinn er Hjörleifur Hallgrímsson byggingameistari á Akureyri sem einnig rekur litla matvöru- verzlun á Hjalteyri. í búðinni hittast menn, kaupa sér til heimilisins og spjalla saman. Astandið á Hjalteyri, deyfðina her oft á góma. ,,Nú hlýtur þetta að fara að lagast,“ segir innanbúðarmaðurinn, Jóhannes Björnsson, faðir Hennings. „Það sjá allir að þetta getur ekki gengið lengur." Jóhannes hefur verið á Eyrinni í 40 ár og var smiður hjá Kveldúlfi þar til hann missti fjóra fingur á annarri hendi í vinnuslysi. „Ég hef ekki verið nokkur maður síðan,“ segir Jóhannes. „Þeir sögðu nú læknarnir, Guðmundur Karl og þeir á Akureyri, að ég yrði svo ríkur eftir þetta af skaðabótun- um, að ég gæti keypt mér heilan togara. En það var þá dálitið annað.“ „Þeir þorðu ekki í Kveldúlf“ Jóhannes fékk aldrei skaða- bætur fyrir fingramissinn og enginn lögfræðingur fékkst til að taka að sér að reka mál hans gegn Kveldúlfi. „Þegar þeir sáu við hverja var að eiga, þá sögðust þeir ekki geta tekið málið að sér, þetta væru kunningjar þeirra og fleira og fleira. Nei, þeir þorðu ekki i Kveldúlf...." Henning Jóhannesson, sem er innfæddur Hjalteyringur, svíður sárt að horfa upp á eymd staðarins. Hann segir að þeir séu orðnir margir, sem hafi vilj- að setjast að á Hjalteyri I gegn- um árin og hefja þar einhverja starfsemi, en Landsbankinn hafi alltaf verið ljár í þeirri þúfu. Meint fyrirstaða Landsbankans „Það hefur alltaf verið hægara að selja hlutina út af staðnum en að láta heimamenn njóta góðs af,“ segir Henning. Hann nefnir dæmi: „Hér var til dæmis trésmíðaverkstæði, sem væri mjög gott að hafa á Akureyri. Það — eða vélarnar — var selt manni á Akureyri fyrir 200 þúsund. Langt undir sannvirði. Hreppurinn átti for- kaupsrétt en áður en nokkur vissi af var allt um garð gengið.“ Annað dæmi: „Það var lítill frystir úr verksmiðjunni hérna niður frá, ágætur frystir með tveimur klefum. Ég vildi fá hann leigðan eða keyptan, til að frysta í honum beitu eða eitt- hvað. Karl Sigurðsson, fulltrúi Landsbankans hér, sagði mér að ég fengi hann ekki, það stæði ekki til að selja hann. Það næsta sem ég frétti var að búið var að selja hann í rækju- vinnsluna á Dalvík fyrir um 100 þúsund. Seinna spurðist ég fyrir um þessa sölu á frystinum til Dalvíkur á hreppsfundi og Hjalteyri — síldarverksmiðja Kveldúlfs hf. og hluti tilheyrandi bygginga. Síldarverksmiðjan er yzt, síðan mjölskemmur, verkstæði, tankar, skrifstofubyggingar og fleira. Nýi hafnargarðurinn er aðeins utar til hægri. ffiati-laiii- Jóhannes Björnsson: „Þeir þorðu ekki í Kveldúlf....“ Stefán Pétursson, lög- fræðingur Landsbanka Isiands: „Engin fyrirstaða af ókkar hálfu.“ Ingimar Brynjólfsson, oddviti á Asláksstöðum: „Sala trésmíða- vélanna eins og hvert annað óhapp.“ Karl Sigurðsson, umbi hankans, segir ekkert. þá sagði Jón Sólnes að það væri nauðsynlegt að selja allt, sem hægt hefði verið að selja til að halda lifi I ráðsmanninum! Skemmtilega orðað!" Umbi Landsbankans segir ekki orð Ráðsmaðurinn, umboðs- maður Landsbanka tslands á Hjalteyri er Karl Sigurðsson vélvirki. Hann vill sem minnst um Hjalteyri og Landsbanka íslands ræða við blaðamenn. „Það bað mig enginn um þennan frystiskáp fyrr en hann var farinn héðan,“ segir hann. „Auk þess veit ég ekki að.hvaða gagni hann hefði getað komið hér, þetta var bara skápur." Og, Stefán Pétursson, lög- fræðingur Landsbankans, segir: „Þetta var ónýtur skáp- Henning Jóhannesson, Guðrún, kona hans og börnin: „Alltaf hægara að selja út af staðnum en heimamönnum." ur, sem var áð 'eyðileggjast á Hjalteyri, þegar menn á Dalvik gátu notað sér hann. Og eitt- hvað var það nú meira en 100 þúsund. Við höfum leyft öllum að vera á Hjalteyri sem þar hafa getað verið. Trésmíðaverk- stæðið var að fara...“ Ingimar oddviti á Asláksstöð- um segir sölu trésmíðavélanna hafa verið eins og „hvert annað óhapp.“ mÉjM P ' » : WmÍm' . ; 5- I Þak mjölskemmunnar brann í miklum eldi fyrir allmörgum árum. Veggir og bitar standa heilir eftir. Þarna vili Hjörleifur Hallgríms- son setja þak yfir og nota fyrir útgerð sína. -

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.