Dagblaðið - 09.08.1977, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGUST 1977.
Nánar gætur hafðará skjálftum
möguleiki á að segja til um náttúruhamfarir með landsneti skjálftamæla
Eins og landsmenn urðu
áþreifanlega varir við þá fór
fram mikil rannsókn á jarð-
fræði tslands í síðasta mánuði
og var ríkisútvarpið notað
mikið til þeirra hluta. A.m.k.
tvisvar á dag voru send út skila-
boð á ensku. Voru það skilaboð
til vaktmanna víðs vegar um
landið sem lágu þar í tjöldum
og höfðu þann starfa að fylgjast
með jarðskjálftamælum.
Ellefu stúdentar sem störf-
uðu á vegum Raunvisindastofn-
unarinnar voru víða um
landið að fylgjast með spreng-
ingunum sem Kanadamenn og
Bandaríkjamenn framkvæmdu
með skipinu Meteor þar sem
það lá suður af Reykjanesi. Var
sprengt á þremur stöðum í
áttina til Vestmannaeyja,
lengst í burtu um 400 km
suður í hafi en næst
alveg uppi við landgrunnið.
Forsprakkarnir að . spreng-
ingum þessum eru jarðfræði-
deildir jjýzku háskólanna í
Fránkfurt og Miinchen, en auk
þess voru í liði með þeim
Austurríkismenn. Rússar sem
voru hér við rannsóknir um
sama leyti notfærðu sér einnig
tækifærið og hlustuðu eftir
sprengingunum i Eyja-
firðinum. Var fyrst hlustað
eftir sprengingunum inni í
landi úr suðri, en seinna var
leigður fiskibátur og sprengt
norður í hafi.
Niðurstöðurnar bornar
saman í apríl 1978
Stóðu rannsóknir þessar yfir
í tíu daga og munu þær hafa
tekizt þokkalega. í apríl á
næsta ári er síðan ætlunin að
allir þeir sem að rannsóknun-
um stóðu, Rússar, íslendingar,
Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og
Austurríkismenn komi hingað
til lands og skiptist þar á niður-
stöðum. Heldur síðan hver til
síns heima með gögn hinna og
síðan eftir e.t.v. tvö ár má búast
við að komi í ljós einhverjar
niðurstöður af athugununum.
Vonazt er til að rannsóknirnar
gefi einhverja mynd af jarð-
skorpunni niður á talsvert dýpi
og veiti einhver svör við því
hvernig gerð úthafshryggjanna
sem liggja um öll höf sé háttað.
Erfitt er yfirleitt að komast að
hryggjum þessum, nema á
íslandi, því ísland er ekkert
annað en hár toppur á úthafs-
hrygg sem stendur upp úr
sjónum.
Skjólftamœlar
til almannavarna
Af íslands hálfu hafa mest
unnið við rannsóknir þessar
aðiljar frá Orkustofnun og
Raunvísindastofnun. Hafa
þessar stofnanir unnið að því
að koma upp um allt ísland
jarðskjálftamælum, svonefndu
landsneti skjálftamæla. Er nú
þegar búið að setja upp 36
mæla og lesið af þeim reglulega
og skýrslur sendar suður. Eru
það bændur, prestar og fólk úr
öllum stéttum sem les af
mælum þessum, svipað e- af
mælum Veðurstofunnar. Lands-
net skjálftamæla nær yfir 6us-
belti landsins og skjálftasvæði
svo talsvert öryggi er af þessu
ef til náttúruhamfara kemur,
möguleiki er þá á að hægt sé að
vara við þeim nokkru áður.
Hafa sprengingar útlending-
anna að undanförriu veitt
Orkustofnunarmönnum tals-
verða æfingu og reynslu við
notkun skjálftamælanna og öll
samvinnan við erlendu vísinda-
mennina verið íslenzkum rann-
sóknarmönnum lærdómsrík og
ánægjuleg. BH
Laust embætti
—er forseti íslands veitir
Embætti ráðuneytisstjóra í fjármála-
ráðuneytinu er laust til umsóknar.
Embættið veitist frá 1. nóvember
1977.
Umsóknarfrestur er til 10. september
1977.
Fjármálaróðuneytið,
8. ágúst 1977.
Haraldur Magnússon,
viðskiptafræðingur.
Sigurður Benediktsson,
sölumaður.
Til sölu
hæð og ris við Öldugötu, á
hæðinni eru 2 stofur, herb.,
eldhús, búr og snyrting. í
risi 4 herb. og bað ásamt
góðu geymsluplássi sem
mætti innrétta. Nánari uppl.
á skrifstofunni.
Kvöldsími 42618.
Fjölbrautaskólinn
á Akranesi
Frestur til að skila umsóknum um
skólavist rennur út 15. ágúst. Þej,r sem
sóttu um skólavist í vor, skulu einnig
staðfesta umsóknirnar eigi síðar en
15. ágúst. Skriflegar umsóknir skulu
sendar Fjölbrautaskólanum á Akra-
nesi. Einnig er tekið við umsóknum í
síma 93-1672 (Gagnfræðaskólinn) frá
kl. 10—12 og 14—16 alla virka daga.
JŒZBQLLöttQfxÓLI BÓPU,
Dömur
athugið
líkamsrækt
N
V.
líkofii/mkK
if Opnum aftur eftir sumarfr! 15. ágúst !
if Ukamsrækt og roegrun fyrir dömur A öllum aldri. ,
if 3 vikna némskeið (
if Morgun-dag og kvöldtlmar.
if Tlmar tvisvar eða fjórum sinnum I viku. !
if Sérstakir matarkúrar fyrir þær. sem eru i mergrun.
if Sturtur. sauna. tæki, Ijós,
NÝTT — NÝTT |
if Nú er komið nýtt og fullkomið sólarium . Hjá okkur skin
sólin allan daginn, alla daga.
Upplýsingar og innritun i sima 83730, frá kl. 1 — 6. |
JdzzBaLLettskóLj Bórxj
Kona háseti Slei4á
hjá Eimskip uppvaski
DB-mynd Hörður.
Sigrún Edda Aðalsteinsdóttir háseti.
„Það er nú ekki komin reynsla
á þetta, en ég vona að ég standi
mig,“ sagði Sigrún Edda Aðal-
steinsdóttir brautryðjandi
kvenna í hásetastarfi hjá
Eimskipafélaginu. Sigrún Edda
22 ára nemandi í meinatækni
byrjaði í gær sem háseti á Reykja-
fossi, eða viðvaningur eins og það
nefnist i byrjun. Sigrún Edda er
þó enginn viðvaningur á sjó| því
hún byrjaði sem þerna á gamla
Herjólfi sumarið 1974 og hefur
verið þerna á skipum síðan, m.a.
eitt sumar á norsku skipi.
„Tækifærið kom skyndilega
upp i hendurnar á mér og ég var
orðin hundleið á þessu þernu-
starfi, eilifu uppvaski og þess
háttar. Ég lækka í kaupi til að
byrja með, en ég fæ meiri eftir-
vinnu, þannig að ég vona að ég fái
meira upp úr þessu. Starfið er
fólgið í því að sjóbúa, ryðberja og
mála og allt sem gert er á dekki.
Annars væri nær að spyrja strák-
ana að því, þetta er jú fyrsti
dagurinn hjá mér. Þeir segja
strákarnir að þetta sé ógurlega
erfitt, en ég held að þetta sé aðal-
lega lagni."
Hvernig taka strákarnir á
skipinu þessu? „Þeir voru mjög
þverir og hneykslaðir fyrst þegar
þetta kom til tals. Þeir sögðu að
ég fengi aldrei að fara á dekk.
ekki hjá Eimskip. En þeir hafa
verið almennilegir, a.m.k. í dag.“
Þá gall við í einum félaga Sig-
rúnar Eddu: „Það er sjálfsagt að
leyfa henni að prófa, annars er
kvenfólk ekki til annars en vaska
upp og sofa hjá því. En maður
verður að fara að hugsá um djobb-
ið, ef kvenþjóðin kemst í þetta.
Maður gæti hreinlega misst at-
vinnuna."
„Já, þeir eru með mikla for-
dóma gagnvart mér,“ sagði
Sigrún Edda, en þá er bara að
sýna þeim að þeir fara villir vega.
Þetta er ekki verri vinna en hvað
annað. Maður fær alla vega tæki-
færi til að sjá sig um.“ JH