Dagblaðið - 09.08.1977, Side 23
23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. AGÚST 1977.
I
Utvarp
Sjónvarp
Útvarp í kvSld kl. 19.35: íslenzku hreindýrin
VEIÐAR OG BÆNDUR
I útvarpinu í kvöld klukkan
hálf átta flytur Baldur Snær
Ólafsson erindi um íslenzk hrein-
dýr. Fyrir nokkrum árum ótt-
uöust menn að þessar fögru
skepnur væru aö deyja út sökum
ofveiði, því bæði var að skinnið af
þeim er mjög gott til að vinna úr
og eins er kjötið afskaplega
bragðgott. Hreindýrin voru því
friðuð um nokkurra ára skeið og
stofninn náði sér á strik. í ár
hefur aftur verið heimiluð veiði
og má nú veiða 1500 dýr á ári.
Ahugi manna hefur hins vegar
minnkað á veiði á þessum dýrum
og þau fá mikið að vera í friði.
Bændur, sérstaklega á Héraði
og í grennd, eru þó ekki alltof
ánægðir með það því dýrin sækja
niður í byggð á vetrum og er þá
oft af þeim nokkurt ónæði, auk
þess sem þau spilla beit fyrir
blessuðum bústofninum. -DS.
Sjónvarp kl. 20.45:
Ellery Queen
Þeir feðgar kannski eitthvað fyrir
aðdáendur Agöthu gömlu
Útvarp í kvöld kl. 23.00:
Saga eftir Sundman
samin upp úr
Hrafnkels
sögu Freysgoða
— áhljóðbergi
Björn Th. Björnsson listfræðingur hefur nú um nokkurra ára
skeið séð um þáttinn A hljóðbergi. I þættinum í kvöld verður lesið
úr nýlega útkominni sögu eftir Per Olof Sundman, verðlaunahafa
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókina samdi Sundman
með Hrafnkels sögu Freysgoða I huga og byggist upp á svipuðum
efnisþræði og saga Freysgoðans.
Ellery Queen, sakamála-
myndaflokkurinn i sjón-
varpinu, fær misjafna dóma
hlustenda.*
Þeir feðgar lögreglu-
foringinn sem alltaf er í vand-
ræðum og sonur hans saka-
málarithöfundurinn eru þar
höfuðpaurar.
Nýtt form er notað í þessum
þáttum, þannig að áhorfendum
eru í byrjun sýnd þau atriði
sem mikilvæg eru til lausnar
gátunni. Með því að hafa at-
"hyglisgáfuna vakandi, á því
áhorfandinn að geta komizt að
sömu réttu niðurstöðunni og
„junior" kemst ávallt að. Það
getur því verið að þeir sem
gaman hafa af að lesa t.d.
Agöthu sálugu Christie fái út
úr þessu nokkra skemmtun, því
maður veit ekki fyrir hver
sökudólgurinn er. Þó eru
þættir þessir mjög mismunandi
að gæðum, sá er sýndur var
síðasta þriðjudag má t.d. teljast
til þeirra skárri.
-SG.
Kvartmílu-
klúbburinn:
Vegna fyrirhugaðrar
co-kart keppni biður
kvartmiluklúbburinn
alla co-kart eigendur
að hafa samband við
klúbbinn í síma 53221
eftir kl. 7 í kvöld og
næstu kvöld.
STJÓRNIN