Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.09.1977, Qupperneq 15

Dagblaðið - 03.09.1977, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1977. Í5 RlOskemmtir íWinnipeg: Gamall draumur aðleika aftur íKanada Þ6 að hljómleikaferð Ríós sé löngu lokið er samt einn konsert eftir — í Kanada. Ríóhópurinn leggur loft undir fót á þriðjudaginn og flýgur til menningarbæjarins Chicago og þaðan til Winnipeg í Kanada. Þar verða haldnir einir tónleikar á laugardag. Að sögn talsmanns Ríós hefur það staðið til á hverju ári síðan 1973 að leika í Winnipeg. Húsið, sem leikið verður f, nefnist Winnipeg Playhouse, og þar hélt Ríó einmitt hljóm- leika sumarið ’73. Meginuppistaðan í tónleikum Ríós vestra verður prógrammið sem leikið var í landreisunni í sumar er hópurinn hitti fólk. Kynningar verða samt allar á ensku. Með í förinni verða þeir Tómas Tómasson bassaleikari og Nikulás Róbertsson hljóm- borðsleikari. Trommu- leikara ætlar Ríó að ráða á staðnum. -AT- nikulAs róbertsson slæst í hópinn ásamt Tómasi Tómassyni. öðru hvoru að undanförnu hefur heyrzt í útvarpinu hressi- legt rokklag sem nefnist Barra- cuda. Hljómsveitin, sem flytur þetta lag er svotil algjörlega óþekkt hér á landi en er nú óðum að öðlast frægð I Kanada og Bandaríkjunum. Hún heitir Heart. Meginuppistaða Heart eru tvær systur, Ann og Nancy Wil- son. Þær semja alla tónlist hljómsveitarinnar. Reyndar fær aðalgftarleikarinn, Roger Fisher, einnig að leggja eitt- hvað til málanna öðru hvoru. Ann sér auk þess um nær allan sönginn og leikur lítillega á flautu. Nancy raddar með systur sinni og leikur á fjölda hljóðfæra. Aðrir meðlimir Heart eru Steve Fossen, Michael Dorosier og Howard Lesse. Heart var upprunalega stofnuð í Vancouver í Kanada. Aðeins tveir stofnendanna eru eftir — þeir Roger Fisher og Steve Fossen. Fljótlega fluttist hljómsveitin yfir til borgarinn- ar Seattle í Bandaríkjunum þvf að meira var að gera þeim meg- in landamæranna. Fyrsta plata Heart bar nafnið Dreamboat Annie. Hún hlaut góðar viðtökur í Kanada og Bandaríkjunum og gullplötu í Astralíu. Viðtökur nýjustu plöt- unnar, Little Queen, eru enn betri. Á henni er Barracuda aðallagið. A þessum tveimur plötum er tónlistin sambland rólegra laga þar sem mandólín og kassa- gítarar eru mikið notaðir og kröftugra rokklaga með sér- kennilegu, persónulegu yfir- bragði, eins og reyndar öll tön- list Heart. Stærsti galli platn- anna í heild er hversu sundur- leit tónlistin er. Gagnrýnendum kom yfirleitt saman um að hljómsveitin verði að velja aðra hvora tónlistartegundina sem aðalefni á næstu plötu. Filma með Heart er á leiðinni Lfkast til verður rokkið fyrir valinu. Fyrir þá tónlist er hljómsveitin þekktust. Sviðs- framkoman þykir einnig mjög góð og fá íslenzkir sjónvarps- áhorfendur væntanlega að sjá það sjálfir áður en langt um lfður þvi að sjónvarpsfilma með hljómsveitinni er á leiðinni að utan. Þar flytur hljómsveitin lagið Barracuda. Vissara er fyrir áhugasama að vera vet á verði því að þessi dagskrárliður' verður tæplega auglýstur frekar en annað uppfyllingar- efni sjónvarpsins. Wilsonsysturnar sjá um að semja alla texta við lögin á Heartplötunum. Þar er hug- myndaauðgin mikil og ber því vitni að báðar hugðust syst- urnar verða rithöfundar áður en þær sneru sér að tónlistinni. Ann lagði jafnframt fyrir sig myndlist og fær nú útrás við að hanna sviðsfatnað hljóm- sveitarinnar. Hljómleikar annan hvern dag í 10 mónuði A sfðasta ári var Heart í tíu mánuði á hljómleikaferðalagi og lék á alls 150 konsertum. Þá var hún reyndar upphitunar- hljómsveit fyrir til dæmis Beach Boys, Loggins And Messina, Jefferson Starship, Doobie Brothers og fleiri hljómsveitir. Nú er Heart aðal- atriðið á hljóinleikunum, en aðrir verða að sjá um upp- hitunarverkin. . AT - HEART — frá vinstri eru Howard Lesse gítar- og hljómborðaleikari, Nancy Wilson, Michael Derosier trommari, Ann Wilson, Steve Fossen bassaleikari og Roger Fisher gítaristi. — Islenzkum sjónvarpsáhorfendum gefst væntanlega kostur ð að sjá Heart I kassanum sínum innan skamms. Vaxandi hljómsveit á alþjóðavettvangi KANNSKIEITT- HVAÐ FYRIR OKKUR HÉR? Það væri kannski eitthvað fyrir islenzku húsmæðrafélögin að reyna eitthvað svipað og húsmæðrafélag eitt I Ann Arbor í Michigan í Bandarfkjunum gerði á dögunum. Konurnar voru lengi búnar að furða sig á því hvers vegna eigin- menn þeirra fengu svona mikið út úr því að horfa á fatafellur. Þeim datt í hug að reyna að fá sína eigin fatafellu á fund tii sin. Þær fengu fönguiegan krafta- karl frá Las Vegas til starfans. En það voru alls ekki neinar frygðar- stunur sem heyrðust frá konun- um þegar pilturinn tíndi af sér hverja spjörina á eftir annarri og stóð loks í Adamsklæðum einum saman. Þær skemmtu sér aftur á móti hið bezta og hlátrasköllin heyrðust um allt nágrennið. Hudson kominn í nýtt hlutverk ■ Hvað er að tarna? Er ekki gamli góði Angus Hudson kominn með skammbyssu f hönd eins og hver annar bófi? Hudson hefur nú sagt skilið við starf hins fullkomna þjóns á Eatontorgi og lagt leið sína í veröld njósnaranna, þar sem ákveðnir menn hafa bæði leyfi til þess að bera byssu og bana með henni. Hann er sem sé búinn að fá hlutverk í nýrri sjónvarpsmynd sem nefnist The Professionals og er væntanleg á markaðinn frá BBC í haust. t þessu nýja hlutverki sínu lendir Hudson í tuski og slags- málum. Þykir hann sýna frækni í hlutverkinu og margir honum yngri gætu verið stoltir ef þeim tækist jafnvel upp og Hudson karlinum. Leikarinn sem fer með hlut- verk Angusar Hudson í Húsbændum og hjúum er fimmtfu og fjögurra ára gamall og heitir Gordon Jackson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.