Dagblaðið - 03.09.1977, Síða 24

Dagblaðið - 03.09.1977, Síða 24
f ' ..... Deila verkf ræðinga og borgarinnar harðnar: BJOÐUM 44 ÞUSUND KRONA LAUNAHÆKKUN Á MÁNUÐi frfálst, úháð daghlað LAUGARDAGUR 3. SEPT. 1977. - á meðan aðrir fengu aðeins 18, þúsund segir launamálanefnd Reykjavíkur - gagnrýnir talsmenn verkf ræðinga fyrir að skýra ranglega f rá staðreyndum Talsmaöur verkfræðinga, sem eiga í launadeilu við Reykjavíkurborg, skýrir rang- lega frá staðreyndum, brýtur vinnulöggjöfina og telst vægast sagt vafasöm heimild. Svo telur launamálanefnd borgarinnar sem ýmislegt hefur við túlkun verkfræðinga á kjaradeilunni að athuga. Þeir hafi fullyrt að tilboð Reykjavíkurborgar sé aðeins um 7,5% hækkun á launum. Nefndin segir það rangt. Miðað við launabreytingar á almennum vinnumarkaði í júlí síðastliðnum segir launamála- nefndin að tilboð hennar sam- svari 24,32% hækkun. í krónum bjóðist verk- fræðingum hjá borginni tæp- lega 44 þúsund króna launa- hækkun á mánuði að meðaltali á sama tima og launahækkun i júlísamningunum hafi verið 18.000 auk sérkröfuprósentu. Laun verkfræðinga mundu samkvæmt tilboðinu hækka um tæpar 9 þúsund krónur á meðan laun almennt hækka um 3.500 krónur í september. Er það vegna þess að vísitölu- bætur til verkfræðinga hækk- uðu eftir prósentum en um krónutölu samkvæmt samning- Það er ekki laust við að dálitið Sandbúðir: Veturinn hefur þegar gert vart við sig — rabbaðvið hjón sem nýlega hafa byrjaðstörf þar Ung hjón, Vilmundur Þ. Kristinsson lögregluþjónn og Lísbet Sigurðardóttir, sem vann á auglýsingadeild Dag- blaðsins, vildu komast úr ys og þys borgarlifsins og sóttu því um veðurathugunarstarfið í Sandbúðum. Þau fengu starfið og lögðu í útlegðina fyrir hálfum mánuði. Dagblaðið hafði samband við Vilmund í gær og lét hann vel af sér og sinni konu. Nú væru þau þó komin i rólegheitin. Hann sagði að veturinn væri strax búinn að gera vart við sig þar efra og hvítt var yfir að líta í gærmorgun og 5 stiga frost við jörðu. Starf þeirra væri fyrst og fremst fólgið í veðurathugun- um og þegar lengra liði á vet- urinn tækju einnig við snjó- og ísmælingar. Þær mælingar eru gerðar á vegum Orkustofnunar og eiga þær að sýna hvar beztsé að leggja rafmagnslínu norður, þ.e. hinn fræga „hund“. Vilmundur sagði að nóg væri að gera og því yrðu tómstundir ekki of marpar en h3u hefðu reyndar birgt sig vcl upp áður • en þau fóru oghöfðu in.a. með sér 80 bækur að láni lrá Borgar- bókasafninu. Þá hafa þau með ýmislegt til handavinnu o.fl. I útlegðinni sakna þau eðli- lega ættingja og kunningja en ekki svo mikið að orð sé á ger- andi. I>au hefðu oft samband erfitt sé að komast að þessu húsi sem er nr. 102 við Hringbrautina. Þarna hefur hreinlega verið neglt fyrir hliðið og íbúi hússins, sem er áttatíu og tveggja ára gömul kona, verður að fara yfir girð- ingu, að vísu lága, sem er á milli garðanna, og ganga síðan yfir garð nágranna síns til þess að komast út á götu. Þarna er vatnsveitan að grafa og koma fyrir nýjum leiðslum. Skiljanlegt er að ekki er hægt að standa i vegi fyrir framkvæmdum en er ekki nokkuð harkalega að verki staðið, þegar fólk er hreinlega „neglt inni“ á lóð sinni? Þetta var eina húsið sem ekki hafði „einkabrú" yfir skurðinn þarna á Hringbrautinni. Beint fyrir framan hliðið, sem neglt hafði verið fyrir, var djúp gryfja og i henni mikið vatn. -A.Bj. 1» Myndin sýnir gjörla hvernig konunni voru allar bjargir bannaðar þegar hún vildi komast frá heimiii sinu í gær. DB-mynd Sv. Þorm. Mynd þessi var tekin af Vilmundi í nokkuð óvenjuiegu starfi hjá Arbæjarlögreglunni sem sífellt á í vandræðum með hross sem leita inn í ibúðahverfið. Óneitanlega minnir hann nokkuð á hinn fræga McCloud úr sjónvarpinu. DB-mynd Sv. Þorm. við þá og þeim iiði vel. Vil- kveðjur til þeirra sem þau kærar kveðjur til auglýsinga- mundur bað fyrir sérstakar } þekkja og Lísbet bað fyrir deildarinnar á Dagblaðinu. - JH ÖLDRUÐ K0NA „NEGLDINNI” í HÚSI SÍNU Tveirfrá íslandi hjá INTERP0L — hvorugurþó lögreglumaður Alþjóðlegt þing dóms- og lög- gæzlumanna allra þeirra landa, sem aðild eiga að Interpol, er haldið þessa dagana í Stokkhólmi. Fulitrúar Islands á þinginu eru þeir Jón Thors deildarstjóri hjá dómsmálaráðuneytinu og Hjalti Zóphóníasson fulltrúi sama ráðuneytis. Athygli vekur að enginn lög- reglumaður sækir þingið héðan. -HP. Lögreglu- menn íhreinsunar- störfum Lögreglumenn í Reykjavlk hafa orðið að taka að sér óvenju- leg störf undanfarna daga. Meðal verka sem þeir hafa verið sendir í er að hreinsa opinberar bygging- ar af áróðursplöggum, sem einhver hópur þjóðfélagsþegna hefur útbíað byggingar með. A þessum spjöldum standa slag- orðin Island úr NATO og herinn burt eða eitthvað álíka. Er slíkt látið afskiptalaust, nema þegar opinberar byggingar eiga I hlut. Þá eru jafnvel lögreglumenn sendir út til aðstoðar hreinsunar- deild Reykjavíkurborgar. -ASt. Alvarlegt umferðar slysá Fjögurra ára drengur varð fyrir bifreið um miðjan dag í gær. Átti slysið sér stð miðja vegu milli Reykja- vegarog Gullteigs. Litli drengurinn hlaut alvarleg meiðsli á höfði. Varð hann að gangast undir aðgerð í gær og var ekki vitað hvernig honum reiddi af, er blaðið fór í prentun. _________________ -ASt. Stjórnsýsluhúsá ísafirði: Fógeti, banki og sýslu- maður undir sama þaki Sameiginlegt stjórnsýsluhús fyrir bæjarfógeta, bæjarskrif- stofur og Utvegsbanka tslands á Isafirði er nú í athugun. Er uppkast að samningi um byggingu tilbúið hjá fjármála- ráðune.vti og munu aðilar ræða saman á næstu dögum og taka ákvörðun um hvort úr verður. Kom þetta fram á þingi Fjórðungssambands Vestfjarða, sem haldið var á Isafirði 27. og 28. ágúst. -öG.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.