Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 12
12 DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUK 28. SfJPTEMBER 1977. DAUBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir ÍA — Brann — í Evrópukeppni ó Langasandi ó Akranesi í dag Evrópustemmning ó Skaganum Það verður Evrópustemmning á Akranesi í dag. Fyrsti Evrópuleikurinn sem þar hefur verið háður hefst kl. fimm milli Akraness og Brann frá Noregi á grasveliinum á Langa- sandi í Evrópukeppni bikarhafa. 1 fyrri leik liðanna í Björgvin sigraði Brann með 1-0. Akurnesingar þurfa því að vinna leikinn í dag með tveggja marka mun —- en hins vegar kemst norska liðið áfram í keppninni ef það sigrar, gerir jafntefli eða tapar með eins marks mun og skorar mark.Vinni Akranes 1-0 verður framlengt og nægi það ekki — vítaspyrnukeppni. Allir Akurnesingar standa að baki liði sínu í dag — frí nær alls staðar og greinilegt, að margt verður um manninn á Langasandi. Frá Reykjavík fer Akraborgin kl. 15.45 og aftur til baka að leik ioknum. Forsala er á skrif- stofu Akraborgar og ættu menn að nota sér hana til að forðast þrengsli, þegar upp eftir kemur. „Við höfum mikia sigurmöguleika — ég er bjartsýnn á úrslitin," sagði George Kirby, þjálfari ÍA og það eru leikmenn ÍA líka. Allir beztu leikmenn liðsins leika gegn Norð- mönnunum og hafa búið sig vel undir leikinn. Ali í hringinn „Shavers fer tii himnaríkis í sjöundu — Shavers leaves for heaven in seven“, sönglaði Muhammad Ali, heimsmeistarinn í þunga- vigt í hnefaleikum — „eða eigum við að breyta því. Shavers steypist í gólfið í fjórðu — Shavers hits the floor in four.“ Annað kvöid ver Ali hcimsmeistaratitii sinn og slæst við Ernie Shavers, sem er talinn þunghöggastur þeirra, sem nú berjast í þungavigt. Hefur stöðvað 52 af 54 mótherj- um sinum í hringnum. Hann er 33ja ára og er ekki talinn hafa möguleika gegn Ali — 35 ára — þrátt fyrir sín miklu högg. Lcikurinn fer fram á Madison Square Garden í New York — og Ali var í miklu stuði, þegar hann og Shavers ræddu við blaðamenn í gær. Ali talaði í Ijóðum lengstum eða þar tii í lokin að hann sagði. Ali segir að hann sofi eins og lítið barn — og keppnín við Shavers veldur honum ekki nokkrum áhyggjum. Shavers er bara áhugamaður. Enginn hraði — enginn klassi. Þetta verður ekki nokkur keppni. Stórar tölur í Luxemborg AZ '67 Hollandi sigraði Rauðu strákana, Differdange, í Luxemborg mcð 5-0 í síðari leik liðanna í UEFA-keppninni i gær. í fyrri leiknum sigraði AZ með 11-1 og því 16-1 samanlagt í báðum leikjunum. Staðan i gær var 3-0 í hálfleik. Kist skoraði þrjú mörk — van Hanegem og Rijnsoevcr eitt hvor. Ahorf- endur 2500. í Kaupmannahöfn sýndi KB snilidartakta í sömu keppni gegn Dundee Utd. og sigraði 3-0. Torsten Andersen skoraði öll mörkin í síðari hálfleik. Fyrri leiknum lauk með sigri Dundee Utd. 1-0 — svo KB vann samanlagt 3-1. Þau úrslit koma talsvert á óvart, því Dundee-Iiðið er í öðru sæti í sko/.ku úrvals- deildinni. Ahorfendur í Iföfn í gær voru 9000. Bíða eftir svari frá St. Etienne Manch. Utd. bíður nú eftir svari frá forráðamönnum franska liðsins St. Etienne hvort þeir fallist á að siðari leikur liðanna í Evrópukeppni bikarhafa verði háður í Abcr- deen á Skotlandi næstkomandi þriðjudag. „Aberdeen vill lána okkur völl sinn á þriðjudag en við getum ekki ákveðið hvort leikurinn verður háður þar fyrr en við höfum heyrt frá St. Etienne," sagði sir Matt Busby, stjórnarmaður hjá Man. Utd. i ga>r. Það er skilyrði UEFA að leikurinn verði háður í minnst 200 km fjaria>gð frá Man- ehester. Þess má geta, að Man. Utd. hefur verið boðinn Wembley-leikvangurinn í Lundúnum fyrir leikinn — en forráðamenn liðsins óttast óeirðir í Lnndúnum eins og skýrt var frá hér í hlaðinu í ga>r. 'Breiðablik varð fslandsmeistari í knattspyrnu kvenna í fyrsta skipti í sumar — og lið félagsins varð einnig Islandmeistari á þessum vettvangi innanhúss sl. vetur. f sumar var keppt í sjötta sinn um fslandsmeistaratitilinn og sigraði Breiðablik eftir skemmtile&a keppni eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Aður hefur FH unnið 4 sinnum — Ármann einu sinni. í leikhléi í UEFA-Ieiknum á Laugardalsvelli i gær voru Breiðabliksstúlkunum afhent sigurlaun sín og gerðu það Helgi Daníelsson, varaformaður KSf, og Bergþór Jónsson, stjórnarmaður KSÍ. Eftir þá athöfn smellti Bjarnleifur þessari mynd af nýju fsiandsmeisturunum úr Kópavogi. Þetta var botninn — þegar Fram tapaði aftur fyrir Start ígær Þetta hlýtur að vera botninn í þátttöku íslenzks liðs í Evrópu- keppni. Fram tapaði aftur fyrir norska liðinu Start á Laugardals- velli í gær. Nú 0-2 og því saman- lagt með 0-8 í báðum leikjum liðanna í UEFA-keppninni. Að vísu hafa oft sézt stærri tölur hjá íslenzkum liðum í Evrópukeppni en þegar miðað er við getu mót- herjanna hlýtur þetta að vera það Brighton nóði Tottenham Urslit í leikjum á Bretlandseyj- um í gær urðu þessi. Ensk-skozki Bikarinn. Bristol City — Partick 3-0. Bristoiliðið vann samaniagt 3-2. Notts County — Motherwell 1-0. Notts County sigraði saman- lagt 2-1. Ensku liðin eru komin i undanúrslit keppninnar. f 2. deild vann Brighton Luton 3-2 og skauzt upp í efsta sæti ásamt Tottenham. Bæði lið hafa 12 stig. 3. deild Bury — Tranmere 1-0 Cambridge — Swindon 5-2 Colchester — Port Vale 2-3 Giliingham — Chesterfield 3-0 Sheff. Wed. — Plymouth 1-1 Shrewsbury — Rotherham 4-1 Walsall — Preston 0-0 4. deild Doncaster — Southend 2-0 Ilalifax — Barnsley 1-1 Hartlepool — Rochdale 1-0 Northampton — Huddersf. . 3-1 Scunthorpe — Swansea 1-0 Southport — Grimsby 2-2 Watford — Bournemouth 2-1 Wimbledon — Newport 3-0 York — Reading 2-0 Wimbledon vann þarna sinn annan deildasigur. versta. f fyrra tapaði Fram í sömu keppni fyrir Slovan Bratislava með sömu markatölu — 8-0 samanlagt, en þá voru mótherj- arnir líka i heimsklassa. Oft hafa sézt stórar tölur. Aber- deen vann KR 10-0 í Aberdeen (14-1 samanlagt), Feyjenoord vann KR 12-2 í Rotterdam (samanlagt 16-2), Legia vann Víking 9-0 (samanlagt 11-0), Borussia vann ÍBV 9-1 (saman- lagt 16-1), Ferensvaros vann IBK 9-1 (samanlagt 13-2), Liverpool vann KR samanlagt 11-1, Sparta vann IA 9-0 (samanlagt 15-1), Tottenham vann ÍBK 9-0 (saman- lagt 15-1), Benfica vann Val 8-0 (samanlagt 8-0), Ztirich vann IBA 7-0 (samanlagt 14-1), og Standard vann Val 8-1 (samanlagt 10-2), svo nokkrar tölur séu nefndar. Allar finnst mér þær samt betri en 8-0 samanlagt gegn Start — enda þar við fræg lið að etja. Leikurinn í gær bætti heldur ekki úr. Ég man varla eftir að hafa séð Fram leika slakar — og norsku mótherjarnir voru litlu skárri. Ókunnugur hefði talið að leikurinn væri milli slakra liða í 2. deild — alls ekki í Evrópu- keppni. Veður og allar aðstæður til keppni voru þó prýðilegar. Um leikinn sem slíkan er lítið nægt að segja. Norska liðið skoraði eitt mark í hvorum hálf- leik. Það fyrra kom á 26. mín., þegar Helge Skuseth átti laust skot á mark Fram. Guðmundur Baldursson varði en missti knött- inn svo inn fyrir markalinuna. Fram fékk víst fjögur álíka klaufamörk á sig í fyrri leik lið- anna í Kristiansand. Síðara mark Start skoraði Odd Magne Olsen á 65. mín. Fallega var að því marki unnið — og markskotið gott. Það bezta, sem skeði í leiknum. Fram átti varla markskot I leiknum — en i lokin var þó nokkrum sinnum t hætta við mark Start, án þess að það væri nýtt. 693 keyptu sig inn á yöllinn — og það er lakasta aðsókn að Evrópuleik í Reykjavlk — reyndar Islandi. - hsim. 5 v«v í WALLY5 GALLABUXUR Kemst Island í 5. sinn í úrslit UEFA-keppninnar? — Unglingalandslið íslands leikur við Wales á þriðjudag á Laugardalsvelli Síðasti stórleikur sumarsins fer fram á Laugardalsvellinum þriðjudaginn 4. okt. kl. 17.30, en þá mætast í undankeppni Evrópu- keppni unglingalandsliða lið fs- lands og Wales. Unglingalandslið KSf tekur nú þátt í þessari keppni í 8. sinn. Fjórum sinnum hefur liðið komizt í 16 liða úrslit. Það var á ftalíu 1973, i Svíþjóð 1974, Ungverjalandi 1976 og Belgiu 1977. Næsta keppni fer fram í Pól- landi næsta vor og stefnt er að því að eiga þar lið. Þegar ísland var með í fyrstu keppninni léku íslendingar á móti Wales. Lauk fyrri leiknum hér heima með jafntefli 1-1, en Wales vann öruggan sigur á heimavelli 6-1. Leikurinn á þriðjudaginn er 45. unglingalandsleikur Islands en síðari ieikur liðanna fer fram í Swansea í Wales 2. nóv. nk. Árangur íslenzka unglinga- landsliðsins hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og má geta þess, að eftir að lið Islands hafði gert jafntefli við England í úrslitakeppninni á sl. vori í Belgíu, sendi tækninefnd enska sambandsins fyrirspurn um það á hvern hátt við skipu- legðum undirbúning unglinga- landsliðsins. Margir beztu og traustustu knattspyrnumenn tslands 1 dag og á undanförnum árum fengu sín fyrstu tækifæri í landsleikjum með unglingalandsliðinu og hlutu þar dýrmæta reynslu, sem kom þeim og Islenzkri kanttspyrnu að góðu gagni í A-landsleikjum. Má þar nefna Asgeir Sigurvinsson, sem lék 7 unglingalandsleiki, Janus Guðlaugsson, sem lék 15 leiki, Glsla Torfason sem lék 5 leiki, Ásgeir Elíasson, sem einnig lék 5 leiki. Þannig mætti halda áfram að telja upp leikmenn. Liðið, sem leikur gegn Wales 4. okt. nk. hefur verið valið, en það er skipað eftirtöldum leikmönn- um: Markverðir: Drengjal. Ungll. Guðmundur Baldursson Fram Bjarni Sigurðsson IBK Aðrir leikmenn: Benedikt Guðbjartsson FH Pálmi Jónsson FH Ágúst Hauksson Þrótti Benedikt Guðmundsson UBK Ömar Jóhannsson IBV Skúli Rósantsson IBK Kristján B. Olgeirsson, fyrirliði Völsungi 3 Helgi Helgason Völsungi3 Heimir Bergsson Selfossi Ingólfur Ingólfsson Stjörnunni Páll Ólafsson Þrótti Arnór Guðjohnsen Víkingi Sigurður V. Halldórsson UBK 0 Þorvaldur Hreinsson Aftureldingu 0 Það er Lárus Loftsson sem er þjálfari liðsins og hann hefur jafnframt valið það. 0 2 0 1 Það var ekki oft, sem mark norska liðsins Start komst i ha'ttu í ga>r — eöa knötturinn barst fyrir mark liðsins. En þcgar þaö kom fyrir tókst leikmönniim Fram ekki aö nýta þaö eins og sjá má á DB-m.vnd Bjarnleifs. WALLY5 GALLABUXUR I unglingalandsliðinu nú, sem er eitt það yngsta er við höfum teflt fram, eru piltar sem margir hverjir hafa vakið á sér athygli á liðnu keppnistímabili. Má þar nefna markakóng 2. deildar, Pál Ólafsson úr Þrótti, markakóng Vlkings 1 3. fl., Arnór Guðjohn- sen, Pálma Jónsson, sem er fastur leikmaður í 1. deildarliðið FH, Guðmund Baldursson markvörð úr Fram, sem kom inn á í stað Árna Stefánssonar I leiknum gegn Start og stóð sig með miklum ágætum. Þá má nefna Húsvíkingana Helga Helgason og Kristján B. Olgeirsson, en sá síðarnefndi er fyrirliði unglinga- landsliðsins að þessu sinni. Það er vitað, að Wales hefur á að skipa mjög sterku liði, þannig að hér getur orðið um jafnan og spennandi leik að ræða. Astæða er til að hvetja knatt- spyrnuáhugamenn til að koma og sjá þennan leik og hvetja hina ungu knattspyrnumenn okkar til sigurs. Smasaga eftir Björgu Vik Ótal ráö viö ófrjósemi Endalaus # ml Æm -'i mm m.f í mm s/ 2 Sm f rntiaid milli elskenda Jtík’., ‘f mWi M SeglrÞorkell G. Guðmundsson höfundur stærsta stóls i heimi ElvisPresley ípoppfræöiriti

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.