Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977.
3
Vigni eftir há-
degi og Jón og
Valgerði aftur
Baldur Birgisson skrifar:
Mig langar að koma á fram-
færi þakklæti til útvarpsins og
Vignis Sveinssonar fyrir mjög
svo skemmtilega og vel unna
poppþætti hans á sunnudags-
morgnum og þeirri ðsk að færa
þættina fram yfir hádegi ef
mögulegt er. Einnig langar mig
að minnast á athyglisverða
þætti þeirra Jóns Björnssonar
sálfræðings og Valgerðar Magn-
úsdðttur, Byrgjum brunninn,
þar sem þau fjölluðu um
skilnað og börn skilinna for-
eldra. Vænt þætti mér og fleir-
um um ef útvarpsráð sæi sér
fært að endurtaka þessa þætti
síðar.
i
I
3
KRAKKAR
Hjálpið okkur að velja nöfn á mjaltakonuna og kúna,
sem sjást hér að ofan.
Þœr eru tákn miólkur oe miólkurqfurða. sem hafa verið
orkulind okkar og heilsugjafi um aldir.
VewMaun
Arsnyt úr fyrsta kálfs kvígu á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi,
Amessýslu. Sigurvegara gcetu þannig áskotnast
200 - 300 þtisund krónur.
Sendið tillögur
til Upplýsingaþjónustu landbtinaþarins, Bcendahöllinni,
pósthólf 7040, Reykjavik fyrir 31. október n.k.
injólk oú mjolkurafutöir
orkulindi
J okkar
oj* heilsugjafi
Hg lcgg til ji) k\vin hciti: ~*£-
og mjaltakcnun:
Nafn sctuLinda:
Hcinnlt: Simi:
Kaupítaihir/Svsla:
Kynbundin auglýsing
frá
landbúnaðarmönnum
—Skorað á þá að nema hana þegar
úrgildi
1623-9259 skrifar:
Ég sendi ykkur á Dagblaðinu
hérna eina blaðaúrklippu sem
mér finnst lýsa betur en tiu
þúsund orð fávisi forráða-
manna landbúnaðarins. Efna á
til verðlaunasamkeppni meðal
barna um að finna nöfn ð kúna
og konuna sem við hana situr.
Mér er spurn: á að koma þvi
inn hjá börnum að það sé alveg
ófrávíkjanleg staðreynd að það
séu konur sem mjólka kýr? Og
eiga konur þar af leiðandi að
vera tákn mjólkur og mjóikur-
afurða ásamt beljum? Er það
nú ekki fulllangt gengið?
Gera forráðamenn landbún-
aðar sér enga grein fyrir að í ár
er árið 1977 en ekki átján-
hundruð og eitthvað? I ár
mjólka konur jafnt sem karlar
kýr og finnst mér það vera á
karla hallað að koma því inn
hjá börnum, viljandi eða óvilj-
andi, að það séu. eingöngu
konur sem sjá um mjaltir.
Ég vil leyfa mér að skora á
landbúnaðarsamtök að taka
þessa auglýsingu þegar út úr
blöðum og breyta henni þannig
að ekki sé hallað á annað kynið.
Einnig finnst mér þarna vera
komið þarft verkefni fyrir jafn-
réttisráð.
Vignir Sveinsson snýr plötu.
RÍKISBÁKNIÐ
Loðnuveiðimaður skrifar:
Fer allt útfiutningsverðmæti
loðnuaflans í vetur og sumar,
12 til 15 miiljarðar, i kjara-
bætur handa starfsmönnum
ríkis og bæja?
Það kemur fram að með
sáttatilboði og áður fengnum
kjarabótum á árinu verði út-
gjöld ríkisins til starfsmanna
þess sjö og hálfur milljarður á
árinu.
Þá eru eftir starfsmenn
banka, bæjar- og sveitarfélaga,
til þeirra fer vart undir 2 til
3 milljörðum.
Nú eru hlutaðeigendur sam-
mála um að þetta tilboð sé allt
of lágt og beri að fella það, má
því búast við að endanleg upp-
hæð verði 12 til 15 milljarðar á
árinu.
tJtflutningsverðmæti loðnu-
aflans í ár er áætlað 12 til 15
milljarðar eða þrisvar sinnum
hærra en í fyrra.
Fer nú ekki skrifborðsjata
ríkisins að verða fullsetin??
Raddir
lesenda
Fer þetta ailt f kjarabætur handa opinberum starfsmönnum? spyr
bréfritari. DB-mynd Arni Páll.
Skömmtunarseðla
fyrir kjöti og töbaki
handa öldruðum
og öryrkjum
2494-5537 hringdi til þess að
koma þeim tillögum á fram-
færi að aldraðir og öryrkjar
fengu sérstaka skömmtunar-
seðla fyrir kjöti og tóbaki.
Taldi hann það ekki ná
nokkurri átt að kjöt væri flutt
út og greitt svo og svo mikið
með því á meðan aldraðir og
öryrkjar yrðu að kaupa sér
bein sem búið er að skera allt
kjötið af til hakkgerðar og lifa
á þeim. Enginn maður sem
hefur ekkert annað sér til
framfæris en ellistyrkinn eða
örorkubæturnar hefúr efni á
að kaupa sér annað en svo-
leiðis kjöt.
Um tóbakið sagði hann að
margir aldraðir hefðu allt sitt
Iff brúkað það og væri full-
seint að venja sig af þvf á
gamals aldri. Því ættu aldraðir
og einnig öryrkjar að fá tóbak
á innflutningsverði.
Spurning
dagsins'
Ætlarðu að
taka slátur?
Inga Annasdóttir, vinnur f frysti-
húsi: Nei, ég ætla ekki að taka
slátur. Það tekur því ekki og svo
er ég llka alltaf að vinna.
Guðrún Andrésdóttir, ð eftlrlaun-
um: Nei, ég tek ekki slátur. Mér
finnst það vont og það borgar sig
ekki þar sem ég er bara ein i
heimili.
Guðmundur Hákonarson sjó-
maður: Ég, nei. Hins vegar held
ég að konan ætli að taka slátur, ég
veit ekki hvað mikið. Ég get ekki
mikið aðstoðað þar sem ég er
alltaf úti á sjó.
Anna Karlsdóttir húsmóðir: Nei,
ég stend ekki I því. Hinum á heim-
ilinu hjá mér finnst það lfka ekk-
ert gott þó mér finnist það.
Baldur Jónsson íþróttavallar-
stjórl: Auðvitað. Þetta er sko lifs-
ins elexfr. Það er ekkert ár sem
maður fær ekki súrt slðtur. Allir
nútfmakvillar stafa fyrát og
fremst af þvf að fólkið étur það
ekki. íþróttamönnunum væri t.d.
skammar nær að éta slðtur og
skyr og rúgbrauð heldur en þetta
eilffa kók og prins póló.
Magdalena Elfasdóttir skrifstofu-
stúlka: Nei, það hef ég aldrei lært
og langar ekkert til að læra. Mér
þykir slátur vont.