Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 -213. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLYSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSIMI 27022
A
MILUON KRONA SKART-
GRIPAÞJÓFNAÐUR í NÓTT
þar sem vlrnetsrúðan var tekin
burt. En rimlarnir hafa verið
fjarlægðir. Skemmdarverk eru
ekki önnur í búðinni en að
framan greinir. Málið er 1 rann-
sókn.
- ASt.
Nær milljón króna skart-
gripaþjófnaður var framinn í
nótt. Var brotizt inn I Skart-
gripaverzlun Jóns Dalmanns-
sonar að Frakkastíg 10. Þaðan
vorú hafðir á braut um 70 gull-
hringar, um 65 silfurhringar og
líklega sjö Ibelo-kveikjarar.
Dóra Jónsdóttir verzlunar-
stjóri sagði í viðtali við DB í
morgun að farið hefði verið inn
að húsabaki með þvi að taka úr
i heilu lagi þykka glerrúðu sem
er með innbyggðu vlrneti. Sé
slík rúða brotin verður af mik-
ill hávaði. Innan rúðunnar er
gangur og þar var læst hurð
sprengd upp og þannig komizt i
búðina. Bakki með silfurhring-
um var hreinsaður og gull-
hringar teknir úr tveimur köss-
um. Kveikjararnir voru í sama
borði.
Skartgripaverzlunin er varin
að framanverðu með grindum
fynr hurð og gluggum. Rimlar
voru einnig í bakglugganum
Dóra Jónsdóttir verzlunarstjóri í skartgripaverzlun J. D. er hér með öskjurnar sem tæmdar voru í innbrotinu.Hin myndin sýnir
gluggann sem farið var innum. Bilið milli gluggapósts og stálrimilser 17 sm.
Matthías Bjarnason — Engar frekari veiðiheimildir:
ÞJÓÐVERJAR FARA ÚT ÚR
200 MÍLUNUM 28. NÓV.
Afstaða mín til fiskveiði-
samningsins við Vestur-
Þjóðverja er nákvæmlega sú
sama og til samningsins við
Breta. Hann rann út 1.
desember síðastliðinn og þá
sigldu brezkir togarar út úr
fslenzkri fiskveiðilandhelgi,
sagði Matthías Bjarnason,
sjávarútvegsráðherra, í viðtaii
við DB í gær.
Samningur við Vestur-
Þjóðverja um veiðar innan 200
mílnanna rennur út 28. nóvem-
ber næstkomandi.
Ráðherrann kannaðist ekki
við neina sendinefnd frá
Vestur-Þýzkalandi sem rætt
hefði um hugsanlega fram-
lengingu samningsins hér á
landi nýlega. Hann hefði verið
erlendis og hann hefði enga trú
á að rætt hefði verið um slíka
samninga við íslenzka aðila á
meðan.
Hann hefði aftur á móti frétt
af væntanlegri komu vestur-
þýzkrar þingmannasendinefnd-
ar hingað í kurteisisheimsókn.
„Samningar við Vestur-
Þjóðverja eru engir i gangi og
eru ekki fyrirhugaðir.
Aftur á móti er ætlunin að
halda áfram viðræðum við
Efnahagsbandalag Evrópu, sem
frestað var síðastliðið vor.
Við höfum ekki léð máls á
neinum veiðiheimildum á við-
ræðufundum við Efnahags-
bandalagið.
Eins ogástand fiskistofnanna
er koma slíkar neinnldir ekki
til greina að mínum dómi:’
sagði ráðherrann að lokum.
Stefnum við
í einvalds-
skipulag?
— Sjá kjallaragrein
Reynis Hugasonar
á bls. 10-11
Dagblöðin
stöðvast ekki í
verkfalli
- sjá bls. 5
•
Marango og
Rum Cola af
Vellinum
- sjá bls. 9
Carter gestur í
„bless-partu”
Lance -bis. 6-7
Munið Minolta-
keppnina
— skilafrestur til
1. október