Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977.
íslenzku f iskiskipin streyma til Þýzkalands
Átta skip sel ja af la í Þýzka-
landi á næstu dögum
Sölumet v.b. Gunnars frá
Reyðarfirði sem skipið náði sl.
mánudag er það fékk 224 krón-
ur brúttó fyrir hvert kíló af
ufsa er það landaði þar, stóð
ekki nema í viku. Á mánudag-
inn bætti metið v.b. Snæfugl,
frá sömu útgerð á Reyðarfirði.
Hann seldi 47.9 tonn í Bremer-
haven fyrir 123.688 mörk eð^
229 kr. brúttó fyrir hvert kfló.
Skiptaverðið er 163.20 krónur
en var 159 kr. hjá áhöfninni á
Gunnari.
Þýzkalandsmarkaðurinn
hefur verið góður að undan-
förnu en þó mjög misjafn eftir
þvl hvaða afla er um að ræða,
samkvæmt upplýsingum frá
LÍO.
Sama dag og Snæfugl seldi í
Bremerhaven seldi skuttogar-
inn Vestmannaey 134.3 lestir í
Cuxhaven. Aflinn seldist á 250
þúsund mörk. Meðalskiptaverð
ákíló er 117.60 kr.
Karlsefni seldi síðan afla
sinn á mánudag og þriðjudag.
Skipið landaði 173,4 tonnum og
fékk fyrir aflann 207.629 mörk.
Meðalskiptaverð hjá Karls-
efnismönnum varð því 70.34 kr.
Meginhluti aflans var karfi og
hann smár en slíkur fiskur er I
lágmarksverði I Þýzkalandi
sem annars staðar.
Skuttogarinn frá Grindavík
selur I dag, miðvikudag, en síð-
an verður ekki um fleiri land-
anir Islenzkra skipa að ræða I
— Snæfugl bætti
sölumetið —
fékk 229 krónur
brúttd fyrir
hvert kíld af
stdrum ufsa
Þýzkalandi I þessari viku.
í næstu viku er þegar vitað
um að sjö íslenzk skip landi I
Þýzkalandi. Leyfi til sölu er-
lendis veitir viðskiptaráðu-
neytið hverju sinni. Að þvi er
bezt er vitað mun aldrei standa
á slíkum leyfisgjöfum heldur er
þar fremur um formsatriði að
ræða. -ASt.
BLÖÐIN STÖÐVAST EKKI
VEGNA VERKFALLSINS
eykst upplag þeirra vegna lokunar útvarps og sjdnvarps?
Dagblöðin munu ekki þurfa
að stöðva útgáfu sína þó til
verkfalls komi hjá Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja.
Um næstu helgi munu þau
flest eða öll fá pappírssend-
ingar sem síðan væri hægt að
greiða og tollafgreiða næstu
daga þar á eftir.
Munu þessar pappírsbirgðir
nægja fram að næstu áramót-
um, samkvæmt upplýsingum,
sem DB hefur aflað sér.
Truflun mundi aftur á móti
verða töluverð á sendingum
dagblaða út á land þar sem ljóst
er að hugsanlegt verkfall
mundi stöðva allar póstsend-
ingar.
Á móti samdrætti á út-
breiðslu vegna stöðvunar á
dreifingu út á landsbyggðina er
ekki talið ólíklegt að upplag
þeirra muni aukast verulega á
Reykjavlkursvæði ef frétta-
flutningur beggja ríkisfjölmiðl-
anna stöðvast.
Ef flug innanlands stöðvast
fellur einnig niður sending með
flugvélum til stórra sölustaða
eins og kaupstaða fjarri
Reykjavík.
Enn er ekki ljóst hvort flug
mun algjörlega stöðvast — og
er það ein af óútkljáðum spurn-
ingum, sem liggja fyrir kjara-
deilunefnd. í henni eiga sæti
fulltrúar beggja deiluaðila og
oddamenn tilnefndir af
Alþingi.
Það eina sem hugsanlega
gæti stöðvað útgáfu dagblaða
væri skortur á ýmsum rekstrar-
vörum sem tilheyra setningu
þeirra og prentun. -ÖG
Sáningarbfllinn á fullu fyrir
Vegagerð og varnarlið
— Gdðum árangri
þegar náðen
næg verkefni
fyrir höndum
I sumar hefur nokkuð verið
fegrað til I nágrenni Keflavíkur-
flugvallar og hefur varnarliðið
kostað nokkru fé til þeirra hluta.
Þannig tók Sáning hf., sem hefur
yfir að ráða afkastamiklum
sáningarbíl með tilheyrandi
tækjum, að sér að sá I um 15
hektara svæði þar syðra. Hafði
áður verið jafnað yfir gamla ösku-
hauga og gamlar malarnámur
skammt frá Rockville.
Jón Ingi Sigursteinsson hjá
Sáningu hf. sagði að verkefni bíls-
ins hjá varnarliðinu hefði verið
smátt. Aðalverkefnið á hverju ári
væri fyrir Vegagerðina og ýmsa
verktaka hennar.
Jón sagði að bíllinn hefði
árlega undanfarin 5 ár farið
hringferð um landið til sáningar
og til áburðardreifingar á staði
þar sem áður hefði verið sáð.
Sáning hefði gengið vel en er þó
erfiðleikum háð þar sem lítið
rignir. Hefði árangurinn af þeim
sökum verið lakastur á þurrka-
svæðunum á Norð-Austurlandi en
mjög góður hér suðvestanlands.
Bíllinn sem notaður er hefur
fimm tonna tank og I honum er
hrærður saman áburður, fræ og
stundum bindiefni þar sem jarð-
vegur er harður og mjög vinda-
samt er. Gallinn er sá að bindi-
efnið er mjög dýrt og væri þvi
minna notað af því en ástæða
væri til.
Verkefni bílsins eru vissulega
næg og hvert sumar er hann að
svo til nótt sem dag enda sumarið
stutt. Mjög víða sjást þess nú
ánægjuleg merki þar sem bíllinn
hefur farið um. Er um minnst
tveggja ára vinnu að ræða á
hverjum stað. Fyrst er sáð fræi og
áburði og árið eftir aftur áburði.
Nýbyggingar vega hafa dregizt
nokkuð saman en við þær er bíls-
ins góða með fræið mjög þörf. En
nóg er af eldri sárum sem græða
þarf þó nokkuð hafi áunnizt I
þeim efnum. Verkefnin eru þvl
næg. - ASt.
= HÓLASPORT =
HÓLAGARÐI - BREIÐH0LTI
KARATE
Karatebúningar
Karatehlrfar
Karatebelti
Sparkpúdar
Karatebindi
Karateskeljaro.fi.
Regngallar
Margir litir-Allar stæröir
Póstsendum um land allt
HÓLASPORT - LÓUHÓLUM 2-6 - SÍMI75020
Tveir ungir sveinar, þeir Kalii og Halli, halda hér á tizkukettlingnum
góða. — DB-mynd Hörður.
KÖTTUR ÍTÍZKUBÚÐ
Þessi bráðfallegi kettlingur
kom labbandi út úr tízkubúðinni
Evu á Laugavegi 42 í gærdag.
Hann var hálfumkomulaus greyið
en var strax tekinn I fóstur af
góðu fólki. Kettlingurinn er ljós-
grábröndóttur með hvítar loppur.
Greinilega er þetta heimilisdýr
sem einhverjum er kært. Um
hálsinn ber hann rautt hálsband.
Nú er bara að hringja I síma
75495, þar er litla Brand/Bröndu
að finna.
Eskifjörður:
Bankafolk íyfirvinnu
við talningu peninga
Kartöfluuppskeru á Eskifirði
er nýlokið og verður hún að telj-
ast sæmileg en ekki eins góð og I
fyrra, þegar hún var aldeilis frá-
bær.
Berjaspretta er sömuleiðis
mjög góð, en fólk hefur ekki get-
að notfært sér það, vegna mikillar
vinnu. Sérstakjega ekki vörubíl-
stjórar eða starfsfólk Landsbank-
ans hér. Starfsfólk Landsbankans
vinnur nú öll virk kvöld vikunnar
til klukkan 10 og 11 og alla laug-
ardaga og sunnudag, svo mikið er
aðstreymi peninganna. Fær það
að vísu frí einn klukkutíma á
sunnudagsmorgnum, en þá mess-
ar okkar ágæti ungi prestur I
Eskifjarðarkirkju.
Standa þó vonir til þess að
bankafólkið fari að vinna eðlileg-
an vinnutíma á ný, því nú fer fólk
að koma úr sumarfríi þar.
Veður er hér gott og I kvöld er
Hólmanesið væntanlegt úr slipp á
Akureyri.
Togarinn Hólmatindur hefur
komið inn vikulega með um 50 til
60 tonn af vænum þorski.
Regína-HP.
Hefopnað tannlæknastofu
að Láugavegi 18 a. Viðtalsbeiðnum
veitt móttaka í síma 10452.
Jón Viðar Arnórsson tannlœknir.