Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 6
fi
DACJBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977.
Þróunarstofnun
Reykjavíkurborgar
óskar að ráða í skrifstofustarf nú þegar, í starfinu
felst m.a. vélritun og simavarzla.
Umsóknir sendist til Þróunarstofnunar Reykjavíkur-
borgar, Þverholti 15.
Bílaval auglýsir:
Seljum í dag
Mazda 121 Sport Cupe árg. 77,2ja dyra,
ekinn 12 þús. km. Litur silfurgrár.
Bílaval
Laugavegi 92, sími 19092 og 19168
I sláturtíðinni
Húsmæður athugið: Að venju höfum
við til sölu margar gerðir vaxborinna
umbúða, hentugra til geymslu hvers-
konar matvæla sem geyma á í frosti.
Komið á afgreiðsluna.
Kassagerð Reykjavíkur, Kleppsvegi 33.
Verzlun til sölu
Þekkt barnafataverzlun, með góð
viðskiptasambönd er til sölu, góðir
greiðsluskilmálar ef samið er strax.
Uppl. í síma 28720.
Bif reiðaeftirlit ríkisins
tilkynnir
Vegna aðsetursskipta verðurbifreiðaeftirlitiðí Reykja-
vík lokað mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. okt nk.
Miðvikudaginn 5. okt. verður opnað á ný að Bíldshöfða
8.
Afgreiðslan er opin frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga,
nema laugardaga.
Reykjavík, 28. september 1977.
Bifreiðaeftirlit ríkisins.
Blaðburðarbörn óskast
strax i eftirtalin hverfí:
Skúlagötu 54 og út
Rauðarárstíg
Ásgarð
Hólmgarð frá 36 og út
Garðabæ
Lundir
Sóleyjargata, Fjólugata
Upplýsingar í síma27022
IMMBIAÐIÐ
Tjáningarfrelsi
er ein meginforsenda þe:
ad frelsi geti vidhaldizt I
í samfélagi. '
Namibía:
Viðræður um
framtíð landsins
sigla í strand
— Suður-Afríkaneitarað fara með hersveitir sínar
úr landinu
Viðræður um framtíð
Namibíu, eða Suðvestur-
Afríku, hafa siglt í strand, eftir
að Suður-Afríka hefur neitað
algjörlega að kalla þaðan her-
sveitir sínar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Pretoríu virðist ekki mögulegt
að ná samkomuiagi um framtíð
landsins, meðan þar eru her-
sveitir frá Suður-Afríku.
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa
þvertekið fyrir að hersveitirnar
verði á burt úr landinu. Lá við
að fundurinn færi algjörlega út
um þúfur þegar svar kom frá
Suður-Afríku. Undanfarið
hefur verið rætt um framtíð
landsins og í þeim viðræðum
hafa tekið þátt Bretland,
Frakkland, Vestur-Þýzkaland,
Bandaríkin og Kanada.
Fulltrúi Bandaríkjanna i
viðræðunum, sem var formaður
nefndarinnar, sem ræddi um
framtíð Namibíu, sagði að lokn-
um fundinum, að nú væri ekk-
ert hægt að segja um hverja
stefnu viðræðurnar tækju.
„Það er ekkert að gera annað
en fara til heimalanda okkar og
tilkynna niðurstöður fund-
anna,“ sagði fulltrúi Banda-
ríkjanna í viðræðunefndinni.
Þinghúsið í Windhoek í Suðvestur-Afríku, eða Namibiu.
Suður-Afríka:
Utanríkisráðherrann
gagnrýnir harðlega
samþykkt EBE
Utanríkisráðherra auður-
Afriku hefur gagnrýnt iiýlega
samþykkt Efnahagsbandalags
Evrópu þess efnis að bæta vinnu-
aðstöðu og afnema kynþáttamis-
rétti í fyrirtækjum bandalagsins í
Suður-Afríku.
Pik Botha hefur gefið yfirlýs-
ingu um þetta mál þar sem hann
mótmælir þeim mikla gagnrýnis-
tóni sem fram kemur í samþykkt
Efnahagsbandalagsins. Botha
sagði að þessi samþykkt dygði
fyrst ef henni væri beitt um allan
heim. ,,Þeir hafa engan einkarétt
á siðfrieði og þeir ættu að gefa
betri gaum að því sem fram fer í
þeirra eigin lönduni áður en þeir
fara að gagnrýna aðra." sagði
Both a.
Samþykktin gerir það að
verkum að siðfræðilega er fyrir-
tækjum ekki stætt á því að ráða
aðeins hvita menn í vinnu. Einnig
verða menn að greiða blökku-
mönnum hærra kaup og hleypa
þeim inn i verkalýðsfélög.
Botha utanríkisráðherra sagði
að hann tæki þessa samþykkt
Pik Botha.
ekki til greina nema henni yrði
beitt í öllum þeim löndum þar
sem Efnahagsbandalagið hefur
fyrirtæki.