Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 24
Skylda að nota öryggis-
hjálma f rá næstu áramótum
Öryggishjálmur bjargaði lífi
sextán ára pilts á Patreksfirði,
sagði í frétt á baksíðu Dag-
blaðsins í gær. En þeim pilti er
alls ekki skyit frekar en öðrum
skellinöðrustrákum að bera
hjálm við aksturinn. Á þessu
verður þó ráðin bót áður en
langt um líður.
„Notkun öryggishjálma
verður lögleidd frá og með
næstu áramótum," sagði
Almennar grunsemdir
vakna á Bolungarvík:
Þjófurinn
ófundinn
Tók aðeins fimm
þúsund króna seðla
Óhugnanlegt andrúmsloft ríkir
nú í Bolungarvík þar sem illur
grunur er farinn að læðast milli
húsa um náungann, enda hefur
enn ekkert gerzt í rannsókn Ríkis-
rannsóknarlögreglunnar á inn-
brotinu í trésmiðju Jóns Fr.
Einarssonar fyrir tæpum tíu
dögum.
Þar hefur einhver, sem að því
er virðist, mun hafa verið öllum
hnútum kunnugur, haft á brott
með sér ca 400 til 450 þúsund
krónur úr læstum peningaskáp á
skrifstofu trésmiðjunnar. Hefur
lykill að peningaskápnum verið
geymdur í ólæstri skúffu og at-
hygli vekur að þjófurinn, eða
þjófarnir, tók ekkert nema fimm
þúsund króna seðla. Létu þeir
alla minni seðla og ávísanir
ósnerta.
Þjófnaðarins varð ekki vart
fyrr en um hádegi daginn eftir er
leggja átti peningana inn á banka.
Ríkisrannsóknarlögreglumenn-
irnir Grétar Sæmundsson og
Ragnar Vignir fóru til Bolungar-
víkur sl. miðvikudag og yfir-
heyrðu þeir hluta af tuttugu
starfsmönnum trésmiðjunnar.
Héldu þeir síðan á brott með gögn
sín sl. föstudag.
Eins og nærri má geta ríkir því
spenna á Bolungarvík; vinnu-
staðurinn, þar sem innbrotið var
framið, er ekki stór og um eitt
þúsund íbúar í bænum.
___________________-BB/HP
Eldur laus
í blokk
í Breiðholti
Slökkviliðið var í nótt kvatt að
Grýtubakka 18, sem er þriggja
hæða íbúðarblokk. Var eldur laus
í eldhúskrók sem opinn er inn í
stofu og hafði talsvert brunnið við
eldavél og einnig nærliggjandi
skápar. Reyk lagði um alla
íbúðina og eitthvað lítillega fram
á stigagang. Fljótlega tókst að
ráða niðurlögum eldsins. Engin
meiðsl urðu á fólki. Eldsupptök
eru enn ókunn. -ASt.
Gestkvæmt
í Höllinni
21600 manns höfðu í gærkvöldi
séð sýningu Iðnkynningar í Laug-
ardalshöll. Sýningin hefur staðið í
5 daga en henni lýkur á
sunnudagskvöld. Á hverjum degi
er valinn „gestur dagsins" og fer
hann heim hlaðinn gjöfum og
veroiauuum. i dat, verðlaunin
t.d. sjónvarpsstóll með skemli frá
Sedrushúsgögnum. Verðmætið
um 75 þús. kr. Auk þess fær
gesturinn kransaköku o. fl.
Mjög góð aðsókn er einnig að
kynningu Iðnkynningar í
Iðnskólanum og að sýningu i Ar-
bæjarsafni. -ASt.
Guðmundur Þorsteinsson hjá
Umferðarráði í samtali við Dag-
blaðið. Hann kvaðst ekki geta
sagt neitt um, hvers vegna
notkun hjálma hefði ekki verið
sett í lög fyrr, en taldi líklegt,
að menn hefðu viljað bíða og
sjá til með notagildi þeirra. Þá
hefði notkunin jafnframt verið
mjög mikil.
„Ég er viss um að mun meira
er um að stjórnendur bifhjóla
noti hjálma en til dæmis bíl-
stjórar bílbeltin," sagði hann.
Þrátt fyrir að ekki sé skylt að
nota öryggishjálma við akstur
mótorhjóla hefur verið komið
að ýmsu leyti til móts við
notendur þeirra, til dæmis með
lágum tollum. Aðeins sjö
prósent tollur er á hjálmun-
um. Vilji eigendurnir hins veg-
ar fá sér hlífðarplast fyrir and-
litið þurfa þeir að greiða 70-
80% toll fyrir plastið.
Dagblaðið fékk þær upp-
lýsingar hjá Fálkanum hf. að
mesta salan væri í dýrustu
gerðum öryggishjálma. Þeir
hjálmar eru „lokaðir", þannig
að þeir hlífa einnig hökunni.
Þessir lokuðu hjálmar eru nú
uppseldir hjá Fáikanum. Þar
eru einnig seldar tvær gerðir
opinna hjálma. Verð þeirra er
um helmingi lægra en verð lok-
uðu hjálmanna.
-ÁT-
Ungi mótorhjólamaðurinn á myndinni sýnir hér þrjár gerðir af öryggishjálmum. — DB-mynd
Bjarnleifur.
Hafa lögreglumenn
raunverulegan
verkfallsrétt?
— það skýrist með ákvörðun um hve margir þeirra
eiga að vinna í verkfalli BSRB
„Við lögreglumenn lítum á
væntanlega ákvörðun um hve
mikill hluti okkar eigi að starfa
í hugsanlegu verkfalli sem
nokkurs konar prófmál,“ sagði
Björn Sigurðsson, formaður
Lögreglufélags Reykjavíkur í
viðtali við DB i gærkvöldi.
„Sá háttur sem tekinn verður
upp í verkfalli nú verður vafa-
lítið til frambúðar í komandi
kjaradeilum. Því mun
ákvörðun um hvað talið verður
nauðsynleg öryggisvarzla
raunverulega skera úr um
hvort við lögreglumenn höfum
verkfallsrétt bæði í orði og á
borði,“ sagði Björn ennfremur.
Fulltrúar lögregluyfirvalda
og lögreglumanna hefðu komið
á fund kjaradeilunefndar og
lagt fram álit sitt á, hve mikil
þjónusta lögreglu væri
nauðsynleg öryggis vegna, þó
til verkfalls BSRB komi.
„Þar fóru skoðanir ekki
saman fremur en við var að
búast. Ýmis atriði hljóta að
orka tvímælis þegar hugleidd
er aðgerð sem verkfall
opinberra starfsmanna í fyrsta
skipti," sagði Björn Sigurðsson.
-ÓG.
frfálst, pháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPT. 1977
Vestmannaeyjar:
Ævar ísberg
tekur við skatt-
stjóraembættinu
Ævar tsberg, vararíkisskatt-
stjóri, var í gær settur skatt-
stjóri I Vestmannaeyjum um
tveggja mánaða skeið. Mun
Ævar gegna embættinu sam-
hliða sínu núverandi embætti.
Vararfkisskattstjóri tekur við
starfi skattstjóra í Eyjum af
Einari H. Eirtkssyni, sem varð
að segja af sér vegna fjárdrátt-
ar úr sjóðum Landakirkju.
Jafnhliða skattstjóraskiptun-
um — eins og venja er — mun
ríkisendurskoðandi gera úttekt
á skattstjóra-embættinu f Vest-
mannaeyjum, að sögn Höskuld-
ar Jónssonar, skrifstofustjóra I
fjármálaráðuneytinu. Hann
sagði að ekkert það hefði komið
fram, sem benti til óreiðu á
skattstofunni í Eyjum.
-ÓV.
Meint embættis-
afglöp Hauks:
„Eðlilegt að
til dómstóla”
„Ráðuneytið telur eðlilegt,
eins og málið er vaxið, að það
gangi til dómstóla," segir í
umsögn dómsmálaráðu-
neytisins um meint embættis-
afglöp Hauks Guðmundssonar,
rannsóknarlögreglumanns f
Keflavík. Umsögnin var veitt
embætti ríkissaksóknara, eins
og lög gera ráð fyrir, þegar
taka skal ákvörðun um útgáfu
kæru á hendur opinberum
starfsmönnum.
Umsögn ráðuneytisins, sem
þykir óvenju kjarnyrt, tekur
einnig til lögreglumanna f
Keflavík, sem áttu hlut í
„handtökumálinu" svokallaða
f Keflavík í fyrra, en það er
eitt fjögurra mála Hauks og
fleiri, sem sameinuð hafa verið
í eitt.
Embætti ríkissaksóknara
biður nú hliðstæðrar umsagn-
ar varnarmáladeildar utan-
ríkisráðuneytisins, en Kristján
Pétursson, tollvörður og
nokkrir lögreglumenn á Kefla-
vfkurflugvelli, sem komu við
sögu f einu málanna, heyra
undir varnarmáladeild.
Dregizt getur fram undir
miðjan næsta mánuð að
umsögn varnarmáladeildar
utanrfkisráðuneytisins berist
rfkissaksóknara þvi starfs-
menn deildarinnar, Páll As-
geir Tryggvason deildarstjóri,
og Hannes Guðmundsson
fulltrúi, eru báðir f Banda-
rikjunum og ekki væntanlegir
heim fyrr en 10. eða 11.
október, skv. upplýsineum
varnarmáladeildar. -ÓV,
Bankaráðið
ræðir Hjalt-
eyrartilboðin
Bankaráð Landsbanka Islands
mun á fundi sínum á föstudaginn
fjalla um tilboð þau, sem bankan-
um hafa borizt í Kveldúlfseign-
irnar á Hjalteyri.
Verða tilboðin kynnt fyrtr
bankaráðsmönnum á fundinum á
föstudaginn og sfðan rædd.
Má búast við að bankaráðið geri
ákveðnar tillögur um afstöðu til
tilboðanna á þessum fundi eða
fljótlega eftir hann, skv. upp-
lýsingum Dagblaðsins.
. A\/