Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.09.1977, Blaðsíða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. SF.PTEMBER 1977. ÁRINNIKENNIRILLUR RÆÐARI Einar S. Einarsson forseti Skáksambands tslands skrifar: Hinn 21. sept. sl. birtist í blaði yðar rætin grein í garð stjórnar Skáksambands Is- lands, minnogHögna Torfason ar eftir Þorstein Guðlaugsson kennara, formann Skákfélags- ins Mjölnis. Fylgir hann þar eftir fréttatilkynningu frá aðal- fundi Mjölnis (DB 14/9) „Skáksambandið svipt arfin- um“ og umsögn minni um hana í fréttaviðtali daginn eftir. Ekki verður sagt að mikið fari fyrir sannleiksástinni hjá þeim sem halda á penna fyrir Mjölni og er skemmst frá að segja að skrif þessi eru öll hin lágkúrulegustu og svo full af dylgjum, rangtúlkunum og hel- berum ósannindum að þau eru ekki svaraverð. Þess í stað vil ég hér aðeins koma á framfæri nokkrum upp- lýsingum ef verða mætti til út- skýringa fyrir háttvirta lesend- ur Dagblaðsins. Skákfélaginu Mjölni var formlega veitt upptaka í Skák- samband tslands á aðalfundi þess í apríl 1976 en hafði þó áður tekið þátt og sigrað í deildakeppni Sl veturinn 1975- 76. Það hefur fullan og óskorað- an rétt til að starfa eðlilega innan vébanda Sl á sama hátt og önnur skákfélög landsins. Á aðalfundi Sl er það afl atkvæða sem ræður um kjör manna 1 stjórn og nefndir en fulltrúatala eða atkvæðamagn hvers félags fer eftir félags- mannafjölda. Á síðasta aðal- fundi voru mættir 53 fulltrúar, 23 frá Taflfélagi Reykjavíkur, 13 frá Skákfélaginu Mjölni og 17 frá 10 öðrum félögum. Á sl. starfsári átti Mjölnir mann í stjórn Sl en stjórnin er skipuð 7 mönnum og 3 til vara. Er leið að aðalfundi sl. vor og ljóst var að 4 af 10 stjórnar- mönnum ætluðu ekki að gefa kost á sér áfram, þ.á m. sá úr Mjölni, og aðrir sóttust ekki sérlega eftir kosningu voru það eðlileg viðbrögð að láta tvö stærstu aðildarfélögin, TR og SM, vita til þess að reyna að ná samstöðu um skipan nýrrar stjórnar á sem breiðustum grundvelli. Hörgull er jafnan á áhuga- sömum mönnum til félags- starfa, ekki hvað sízt þegar um jafnkrefjandi og tímafrek störf er að ræða og verið hefur und- anfarið i stjórn Skáksambands- ins. Tilgangurinn með því að at- huga þessi mál fyrirfram var m.a. sá að reyna að koma á málamiðlun milli hinna stríð- andi fylkinga Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélagsins Mjölnis sem eldað hafa grátt silfur.saman. Markmiðið var að reyna að tryggja Mjölni mann í stjórn Sl með því að veita þeim upplýs- ingar og forða því að þeir stilltu upp einhverjum þeim sem fyrirfram var vitað að ekki myndu njóta stuðnings fulltrúa TR, hversu réttlát sem sú af- staða nú annars er, en þeir eru fjölmennasti hópurinn á aðal- fundinum. Aðalfundurinn hefur það í hendi sér hvort þeir sem fyrir eru í stjórn verða þar áfram og hverjir eru kosnir nýir. I stjórn eru menn kosnir sem einstakl- ingar en ekki sem fulltrúar fé- laga. Meirihluti núverandi stjórnar naut stuðnings mikils meirihluta atkvæða og þar með fulltrúa Mjölnis. Fóru kosning- ar vel fram og friðsamlega og enginn skrípaleikur var þar hafður í frammi. Enginn hreyfði andmælum við upp- ástungum um fulltrúa í stjórn en atkvæðamagn réð að sjálf- sögðu hverjir hlutu kosningu. I stjórn Sl sitja nú menn úr 8 félögum. Stjórn Skáksambands Is- lands hefur á engan hátt gert eitt né neitt á hlut Skákfélags- ins Mjölnis og telur að það sé full þörf fyrir fleiri skákfélög í höfuðborginni. Stjórnin hefur þvert á móti reynt að bera klæði á vopnin í innbyrðis deil- um þess og Taflfélags Reykja- víkur, þrátt fyrir það að Mjöln- ir hafi frá upphafi ekki verið með annað en ónot og tilefnis- lausar ásakanir á stjórn Sl, bæði i ræðu og riti, sem ekki getur beinlínis talizt viðleitni til þess að vilja starfa eðlilega. Það er mikið alvörumál að beina svona skeytum að þeim sem Ieggja sig alla fram um að láta gott af sér leiða og vinna fórnfúst sjálfboðastarf í þágu landssamtaka skákhreyfingar- innar. Hvorki ég né stjórn Sl hef áhuga á að standa i ritdeilum á síðum fjölmiðla við Þorstein Guðlaugsson eða aðra úr Mjölni. Við munum leggja störf okkar óhikað undir dóm næsta aðalfundar Skáksambandsins en þangað til hvetjum við til þess að Mjölnismenn ræði sín mál við okkur á heiðarlegum grundvelli og á réttum vett- vangi, það er á sameiginlegum fundum, sem þeir hafa ekki sinnt um að gera en staðið hefur til boða og stendur enn. „Á valdi formanns hvort ég fór í framboð” —svar Haralds Blöndal vegna f ullyrðinga um Skáksamband íslands Haraldur Blöndal skrifar: I vor var ég spurður að því. hvort ég vildi taka sæti i stjórn Skáksambands Islands, ef fylgi til þess fengist. Ég svaraði þvl til, að teldi Skáksambandið sig hafa not af mér, þá væri ég tilbúinn að vinna fyrir það. Hins vegar væri ég ekki í neinu skákfélagi — og kvaðst helst vilja vera félagi í Mjölni, ef það væri skilyrði að vera í ein- hverju aðildarfélagi. Ég þekki suma af félögunum í Mjölni og vildi þess vegna vera þar. I framhaldi af þessu hafði ég samband við m.a. Þorstein Guð- laugsson, formann Mjölnis. 1 okkar samtali kom skýrt fram, að ég ætlaði ekki að leggja stein i götu hans félags og ef hann teldi mig gera það, þá skyldi hann segja nei við framboði mínu. Jafnframt sagði ég hon- um, að hann gæti hvenær sem væri, og hefði til þess umboð mitt, lýst þvf yfir, að ég væri ekki f kjöri. Þessa afstöðu mfna tilkynnti ég jafnframt Högna Torfasyni. Á aðalfundi Skáksambands- ins, þar sem ég var að sjálf- sögðu ekki viðstaddur, enda ekki fulltrúi, var stungið upp á mér f varastjórn. Þorsteinn gat þá lýst því yfir, að ég væri ekki í kjöri og hefði framboð mitt þar með verið úr sögunni. Það gerði hann ekki og var ég kjör- inn úr hópi fleiri manna. Ég kom boðum til stjórnar Mjölnis um, að ég væri reiðubú- inn að flytja mál þeirra á stjórnarfundum, ef þeir óskuðu eftir og staða mín sem varafull- trúa leyfði. Sömuleiðis sagðist ég vera reiðubúinn að mæta hjá þeim, ef þeir óskuðu, og svara til um störf Skáksambandsins, enda raunar eðlileg vinnubrögð að gera slfkt. Ég vissi af þvf, að Mjölnir leitaði að hentugu hús- næði fyrir skákiðkanir. Reyndi ég að vera þar til aðstoðar og benti á húsnæði, sem að mfnum dómi er mjög hentugt fyrir skákfundi, enda í miðbænum. Ég veit ekki til þess að þar hafi orðið af samningum. Ég veit ekkert um deilur Mjölnis við Taflfélag Reykja- víkur né um forsögu þess að félagið var stofnað. Hitt get ég fullyrt, að forysta Skáksam- bands Islands er reiðubúin að vinna það sem hægt er Mjölni til gagns. Ég læt lesendur dæma um, hvort ég hef lagt stein í götu Mjölnis með þvf að leggja á vald formanns þeirra, hvort ég væri f framboði á aðalfundi Skáksambands íslands. / // ' /")'1 '7 ck' f f* -t /C c. A Islandi aka yfir a ___ 2B00HMR fwoALuiwehítioti Daglega f jölgar þeim bílum, sem aka með þessum bún- aði, enda er platínulausa transistorkveikjan frá LUMENITION örugg fjárfesting, sem margskilar hagnaði. Yf ir 2ja ára reynsla íslenzkra ökumanna hef- ur staðfest tvennt: Raunverulegur benzínsparnaður er a.nrt.k. kr. 8 pr. Itr. Meðaltal sem miðast við kr. 88 pr. Itr. Gangöryggi, sem tryggir stöðuga hámarksnýtingu vél- araflsins. Algengustu gangsetningarvandamál og rykkjóttur akstur með kaldri vél eru úr sögunni. Spyrjiö LUMENITION-eigendur um þeirra reynslu. fiBEi HABERGht Skelfunni 3e • Simí 3*33*4S > t K Q< /jp/l , . /p,-, -■ f\ - /?-\—i JjLj (c^ a / c<i//j / íí,M___ .yí /?(_/ t; ■■-. _ í Ctr..~é • /? A h ^ / ' _ - r r /7/ r . t i' -f~y «. __/Mk;, ,-.y v- C ■ C <, ■ ■**■£ ■ ( .■V'Vf.íVr ..,. .*> á n /%//íy /y. ,'■ ' ’■ / ©‘-V ( L ' (7 ■" * EKki aiveg nógu gott. skrifað bréf um þuli Hér liggur bret trá manni einum þar sem hann ræðir um það hvílík fásinna það sé að vega og meta útvarpsþuli, það verði hvort eð er ekki annað en matsatriði hvor eða; hver sé beztur. En þvf mið- ur er bréfið svo illa skrifað að' bæði mér og fleirum hefur reynzt með öllu ókleift að komast fram úr þvf. Þetta hefur orðið tilefni til þess að fara fram á það við þá lesendur sem leggja vilja orð f belg á þessari sfðu að þeir vandi skrift sína eftir föngum. Bezt er vita- skuld að fá bréfin vélrituð en verði þvf ekki við komið eru blokkstafir ágætir. Góðir skrif- stafir og skýrir eru heldur ekkert til að kvarta út af en hrafnaspark getum við hrein- lega ekki lesið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.