Dagblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. OKTOBER 1977.
miðla á rithöfunda gæti verið
þegar Luise Rinser, kaþðlskur
rithöfundur, 66 ára gömul,
ætlaði að lesa upp úr verkum
sinum fyrir nemendur kvöld-
skóla eins nálægt Stuttgart.
Héraðsyfirvöld töldu ekki
útilokað að hættulegir rót-
tæklingar myndu mæta á
upplesturinn. Niðurstaðan
varð sú að ákveðið var að af-
þakka upplestur frú Rinser.
Skoðun Carls Dieter Sprangl-
ers, þingmanns Kristilega
sósálístaflokksins, flokks Frans
Josef Strauss, er talin
dæmigerð fyrir ýmsa hægri-
sinnaða stjórnmálamenn.
Hann telur að hryðiuverk
öfgahópa í Vestur-Þýzkalandi
hefðu aldrei orðið svo mikil og
ógnarleg ef fjöldi áhrifamikilla
rithöfunda, stjórnmálamanna,
heimspekinga og háskóla-
kennara hefði ekki gert lítið úr
hættunni af þeim áður fyrr.
Gunther Grass, Hein-
rich Böil og Willy
Brandt eiga sökina
Meðal þeirra sem hann vill
telja í þessum hópi eru rit-
höfundarnir tveir, — báðir í
hópi virtustu manna í sinni
stétt, þeir Heinrich Böll og
Gunther Grass. Báðir heims-
frægir fyrir ritverk sín og sá
fyrrnefndi nóbelsverðlauna-
hafi eins og áður sagði.
Spranger þingmaður telur
Willy Brandt fyrrum kanslara
Vestur-Þýzkalands og foringja
jafnaðarmanna einnig i hópi
hinna andvaralausu.
Aðgerðir hœgrisinna
og öfgahópa leiða til
sama ógnaróstandsins
Gunther Grass sagði i viðtali
að sá einstrengingsháttur, sem
hægrisinnaðir fjölmiðlar og
stjórnmálamenn sýndu gagn-
vart skoðunum annarra væri
mjög hættulegur.
Hættulegur vegna þess að
hryðjuverkamennirnir stefndu
einmitt að slikum viðbrögðum
stjórnvalda.
Ef öfgahóparnir ná því
marki að ráðandi öfl svari þeim
sjálfum og jafnframt öllum,
sem ekki séu algjörlega sam-
mála stjórnarstefnunni með
harkalegum aðgerðum, jafnvel
lögregluaðgerðum af harðara
tagi, er illa farið, segir Gunther
Grass.
— Þá hafa hryðjuverka-
hóparnir sigrað. — Þá hafa þeir
náð því marki, sem þeir stefna
að. — Þá hafa þeir skapað það
andrúmsloft óvissu og hræðslu
í þjóðfélaginu, sem þeir gætu
aldrei náð með beinu vopna-
valdi eða öðrum aðferðum.
eða óhagkvæmni kaupanna, ef
af þeim verður, komi nokkru
sinni fyrir almenningssjónir,
um viðskipti sem eru dæmigerð
um litinn vott af þjóðfélagsvirð-
ingu og enn minni af sjálfsvirð-
ingu.
En nú kemur annað vers. 1
þann mund er forystumenn í
stjórnmálum og þingliði láta í
ljós skoðanir sínar um hugsan-
leg kaup hins opinbera á Tré-
smiðjunni Viði birtist á sjónar-
hólnum einn aðaleigandinn að
Hótel Borg og lætur hafa eftir
sér i blaðaviðtali í Morgunblað-
inu: „Athugandi að gera Hótel
Borg að ráðhúsi Reykjavfkur!"
En er eitthvað rangt við það
að stjórnarformaður Hótel
Borgar láti í veðri vaka í blaða-
viðtali að fyrirtæki hans, sem
er eina hótelið í miðborginni, sé
heppilegt sem ráðhús eða „ann-
ex“ við Alþingi? Auðvitað ekk-
ert annað en það að Hótel Borg
er eina bygging landsins sem er
hönnuð sem hótel og hæfir
engri annarri starfsemi en
þeirri sem þar fer fram. Við
skulum að þessu sinni láta
liggja milli hluta allt tal um
þjóðfélagsvirðingu og sjálfs-
virðingu eða áhuga á að við-
halda þeirri reisn sem fyrsti
eigandi og byggingarmeistari
gáfu húsinu.
Fúrðulegast er þó þegar
menn, sem láta hafa eftir sér
ummæli opinberlega eins og
Vettvangur umræðu um valkosti
— Um nýtt listatímarit „Svart á hvítu”
Það er öllum ljóst sem fást
við eða hafa áhuga á listum hér
á landi að lengi hefur skort
vettvang fyrir alvarlega um-
ræðu um hlutverk þeirra,
markmið og þróun almennt.
Síðasta áratug eða svo hefur
nær öll umræða um slíka hluti
farið fram í gagnrýnisdálkum
dagblaðanna, en það gefur auga
leið að ekki er þar ávallt rými
til að fjalla um listir á þann
hátt, sem þær verðskulda. Flest
þau listatímarit sem við höfum
átt (og eigum, Gudskelov) hafa
einblínt á bókmenntir, þótt
stöku grein um aðrar listir hafi
fengið að fljóta með. Kannski
hefur verið erfiðara að afla
slíkra greina en bókmenntaum-
fjöllunar. Þ6 hefur það sýnt sig
að listatímarit á breiðum
grundvelli hefur mátt selja. Líf
og list forðum var ansi lífseigt
fyrirtæki og hið besta þessara
rita, Birtingur starfaði með
sóma um langt skeið. Mér er
tjáð að það hafi ekki liðið undir
lok vegna áhugaleysis, heldur
vegna þess að aðstandendur
gátu ekki leyft sér þann munað
að eyða allri sinni orku og tima
í það að reka ritið án þess að
hljóta fyrir það nokkra umbun,
enda voru þeir allir í öðrum
störfum.
Framtak einstaklinga
Þessi rit grundvölluðust þvi
á framtaki fórnfúsra ein-
staklinga sem ekki höfðu
fjárhagslegan bakhjarl. Það er
augljóst hve miklu hlutverki
gott tímarit af þessu tagi getur
gegnt í menningarþjóðfélagi og
það getur haft áhrif bæði inn-
an lands og út á við. Iceland
Review hefur t..a.m. lagt mikið
upp úr því að kynna íslenska
myndlist útlendingum og því
starfi getur ritið aðeins haldið
áfram með stuðningi ríkis-
valdsins. Kannski á það eftir að
styðja við bakið á reglulega
vönduðu riti um íslenskar listir
og erlendar. Einnig mætti
hugsa sér að eitthvert dagblaða
okkar gæti staðið að útgáfu
vikurits um list í dagblaðsformi
sem gæti þá fylgt með blaðinu
einu sinni í viku.
En meðan við gefum okkur
dagdraumum á vald, reynir
einstaklingsframtakið að halda
starfinu áfram. Lystræninginn
býr nú í Þorlákshöfn og er
sæmilega víðtækt rit, þótt ekki
séu skrifin oft skemmtileg. Nú
, er hins vegar komið út myndar-
legt rit frá aðstandendum
Gallerísins að Suðurgötu 7 er
nefnist Svart á hvftu en
ætlunin er að gefa það út fjór-
um sinnum á ári.
Konfektkassi
Ritnefnd er hógvær í for-
mála sínum, segir ritið eiga að
vera „vettvang umræðu um
valkosti", en segir þó að það sé
ekki ætlað að vera „einskonar
konfektkassi handa staðreynda-
fiknum menningarneyt-
endum“, — hvernig sem þær
skepnur eru útlits. Alls kyns
myndlist er þarna að sjálfsögðu
á oddinum, en þó er ætlunin
að leita fanga i allar fram-
sæknar listgreinar.
Bróðurpartur efnis er frum-
saminn, þ.á m. grein eftir tvo
unga listamenn sem minnst
verður á siðar, ljóð eftir Sigurð
Pálsson og Stéinunni Sigurðar-
dóttur, löng grein um framúr-
jazz, lofgjörð um framúrrit
Einars Guðmundssonar svo og
rækileg umfjöllun um
rússneskan fútúrisma i skáld-
skap. Af erlendu efni má nefna
þýtt viðtal við Werner Herzog,
grein eftir júgóslavneskan
marxista og ljóð eftir Jacques
Prévert og Klaus Rifbjerg.
Þarna er sem sagt mjög vel
farið af stað og ritið þegar orðið
marktækt innlegg í umræðuna
um menningarmál.
„Að móla, sýna, selja“
Þeir Steingrimur E. Krist-
mundsson og örn Jónsson rita
fremst grein um Að mála, sýna
og selja, — að mörgu leyti
einlæg og skynsamleg úttekt á
stöðu Islenskrar myndlistar f
dag þótt stíll hennar flæki oft
rökstuðning höfunda. I stuttu
máli álita þeir að hér riki mál-
verkið á kostnað annarrar
myndlistar, — að myndlistin
sjálf sé orðin of sérhæfð og
höfði til of þröngs hóps og
nauðsyn sé að losna úr viðjum
sýningarsala og peningamats. I
tillögum um úrbætur eru þeir
félagar sannir afkomendur
Duchamps og fylgismenn rót-
tækra listamanna eins og Jos-
eph Beuys (3 myndir í blaðinu
eru tileinkaðar honum) sem
vilja afmá skilin milli lifs: og
listar, gera allt atferli ng allar
athafnir að sköpun. Þetta er
aðlaðandi útópía en ansi erfið í
framkvæmd og sé hún rökrænt
til lykta leidd þýðir hún stjórn-
leysi, þar sem listamaður getur
e.t.v. skorið menn á háls í þágu
sköpunar. Mér hefur einnig
sýnst að Beuys og fylgismenn
hans hafi uppgötvað að það
væri erfitt að lifa án einhvers
konar markaðsfyrirkomulags,
— teikningar hans og grafík
seljast fyrir stórfé og sjálfur
étur hann ekki svo fisk að hann
ekki haldi beinunum til haga
og selji árituð.
Útvíkkun 6
persónufrelsi
Ég hef enga patentlausn á
þessum málum, en ég held að
flest vildum við búa við ein-
hvers konar siðferðilegt
lýðræði, þar sem liúamenneru
listamenn og stjórnmálamenn
stjórnmálamenn, en hinir siðar-
nefndu væru tilbúnir til að
viðurkenna og taka tillit til
þeirrar útvikkunar á persónu-
frelsi sem felst 1 allri sköpun.
Slikt andrúmsloft er ekki fyrir
hendi hér á landi, það er alveg
rétt. En það hlýtur að ein-
hverju leyti að falla á herðar
myndlistarmannanna sjálfra að
sýna að aðrir ,,valkostir“ eru
fyrir hendi heldur en þeir sem
mest hefur borið á.
Gagnrýnendur, stjórnendur
sýningarsala og eldri limir i
FÍM geta ansi lítil áhrif haft á
þróun mála. Hlutverk a.m.k.
hinna tveggja fyrstnefndu er
að bregðast við því sem gerist,
ekki að segja fyrir um það. Ég
held að höfundar geri einnig of
lítið úr myndlist sem ,sérgrein‘
og myndlistarskoðun sem „sér-
athæfi". Sé um framsækinn og
næman listamann (eða
„skapanda...") að ræða endur-
speglar hann eða bregst við um-
hverfi sínu öllu á þann hátt sem
honum er tamastur. Vart er
hægt að hugsa sér yfirgrips-
meira atferli. Áhorfandinn
tengist siðan þeim niður-
stöðum, sem skapandinn kemst
að og til þess þarf hann
þekkingu, ekki „sérþekkingu"
á myndlist einni eins og höf-
undar álíta, heldur á umhverfi
sínu, þeim siðareglum er þar
gilda og hvernig því er stjórn-
að. Enginn bannar svo áhorf-
andanum sjálfum að leggja sitt
til málanna, en
framlag hans stendur og fellur
á því hver þekking hans og
skilningur er, — ekki út frá
„formlegu" sjónarmiði, heldur
fyrst og fremst út frá
siðferðilegum mælikvarða.
Hvatning til
listamanna
Dómar um list grundvallast
ekki á tækni og efni ein-
vörðungu og hvernig er með
þetta tvennt farið heldur ættu
þeir að byggjast á skoðun á
verkum i viðara siðferðilegra
samhengi. Hitt er svo annað
mál, að mörg eru blæbrigðin í
slíku samhengi og ekki allir á
eitt sáttir. En vonandi verður
þessi ritgerð þeirra Steingríms
og Arnar til þess að fleiri lista-
menn láti i sér heyra.
Af þeim fáu myndum sem ég
hef séð eftir Werner Herzog,
hefur mér fundist hann hálf-
gerður leiðindapjakkur, — að
Storszek undanskildu. Alltént
er ég orðinn leiður á því
moldviðri sem blásið hefur
verið upp i kringum marga
þessa þýsku leikstjóra. Má ég,
biðja um úttekt á suður-
ameriskum leikstjórum eða
nokkrum þeim vesturlanda-
mönnum.sem enn liggja
óbættir hjá garði, t.d. Lindsay
Anderson, Jansco o. fl. En
greinin um Herzog er vel
læsileg. Ljóð þeirra Steinunnar
Sigurðardóttur og Sigurðar
Pálssonar eru vel gerð og
staldra við í huga manns.
Skáldskapur
og myndlist
Grein júgóslavneska
marxistans Ingniatovic er f
tyrfnara lagi, en manninum er
greinilega mikið niðri fyrir.
Grein Nielsar Hafstein um
Einar Guðmundsson sannfærði
mig ekki um ágæti verka hans,
þótt maðurinn sé hinn elskuleg-
asti. I lokin skrifar Einar Már
Guðmundsson um fútúrisma,
en á þar aðeins við hina rúss-
nesku útgáfu stefnunnar og
þá eingöngu skáldskapar-
hliðina. Saknaði ég þar ein-
hverrar greinargerðar á sam-
spili skáídskapar og myndlistar
á þessum tíma, hvernig bau
hafa áhrif á hvort annað og
hvaðan og hvernig fútúriskar
tilhneigingar komu til Rússiá,
því ekki urðu þær til þar.
Það er ekki annað en óska
aðstandendum til lukku með
gott rit og óska þeim og ritinu
langlffis, en það er selt í
Galleríinu að Suðurgötu 7 og
sjálfsagt annars staðar. Verð
kr. 500.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
Kjallarinn
Geir R. Andersen
Aron Guðbrandsson lét hafa
eftir sér i Morgunblaðinu hinn
8. sept. sl. um ágæti Hótel
Borgar sem ráðhúss eða fyrir
starfsemi Alþingis, gefa út yfir-
lýsingu síðar um að þeir sem
hafa vitir ummælin fari með
fleipur!
I lesendabréfi, sem Aron
Guðbrandsson skrifar í Dag-
blaðið 30. sept. sl., leggur hann
áherzlu á að sá er þetta ritar
hafi farið með fleipur f grein
sem undirritaður skrifaði i
Dagblaðið, en þar stóð m.a.:
„Og nú hefur Hótel Borg verið
boðin til sölu — helzt til hins
opinbera — sem ráðhús eða
„annex“ við Alþingi, sam-
kvæmt uppástungu eins eigand-
ans, þess sama og meitlað hefur
i stein boðorðin um „aðstöðu-
gjald" fyrir varnarliðið."
Aron segir í lesendabréfi
sínu að á stjórnarfundum sam-
nefnds hlutafélags (þ.e. Hótel
Borgar) hafi aldrei verið
minnzt á að selja fyrirtækið og
þess vegna hafi engum verið
gefið umboð til þess að bjóða
það neinum til kaups, hvorki
ho’num né öðrum.
Ekki skulu orð Arons ve-
fengd né rangfærð. Hins vegar
getur Aron vart sjálfsvirðingar
sinnar vegna borið til baka um-
mæli þau sem blaðamaður
Morgunblaðsins hefur eftir
honum orðrétt, svo sem: „At-
hugandi að gera Hótel Borg að
ráðhúsi Reykjavíkurborgar",
og sem er haft sem fyrirsögn I
viðtali við Aron í Mbl. 8. sept.
sl., né þau ummæli Arons, að
hann teldi rétt að annað hvort
riki eða borg eignuðust húsið
og það gert að ráðhúsi borgar-
innar eða þá einhver starfsemi
Alþlngis þangað fiutt (einnig
úr sama blaði).
Ennfremur segir Aron í
nefndu blaðaviðtali m.a. „Við
eigendur Hótel Borgar erum
orðnir gamlir menn og fyrr eða
síðar munum við selja húsið
fagra við Austurvöll... það er
okkur mikið kappsmál að húsið
komist i hendur aðila, sem
áhuga hafa á þvi og eru færir
um að viðhalda þeirri reisn...“
o.s.frv. Siðan heldur Aron
áfram að lýsa því hve heppilegt
húsnæði Hótel Borgar sé fyrir
ráðhús Reykjavíkurborgar, að
það sé traustbyggt og hægt að
innrétta í því skrifstofur á auð-
veldan hátt.
Ef slikar yfirlýsingar sem
hér er vitnað til má ekki flokka
undir áróður fyrir þvi að hið
opinbera kaupi Hótel Borg, þótt
ekki sé sett fram hin hefð-
bundna auglýsing „Til sölu“, —
þá dylst engum hvað vakað
hefur fyrir stjórnarformanni
hótelsins, þegar hann lætur
hafa eftir sér ofangreind
ummæli i blaðaviðtali.
Þvi er það, að sá er þetta
ritar telur sig ekki hafa farið
með fleipur er hann tekur um-
mæli og yfirlýsingar Arons um
að ríkið eða borgin væri heppi-
legur eigandi Hótel Borgar sem
dæmi um þa menn eða samtök
sem setja fram tillögur, sem i
má merkja lítinn vott af þjóð-
félagsvirðingu en engan af
sjálfsvirðingu, tillögur sem
miða að þvi að láta aðra rétta
sér hlutina, — hið opinbera
kaupi.
Borgarstjóri sá ástæðu til
þess að taka fram að hann teldi
æskilegast að hótelrekstur
héldi áfram í miðborg Reykja-
vfkur og því hefur hugmynd
Arons, að því er varðar sölu
Hótel Borgar, verið kurteislega
vísað á bug.
Það skal hins vegar tekið
undir öll þau ummæli stjórnar-
formanns Hótel Borgar, sem
miða að þvi að gera veg hótels-
ins sem mestan, svo og að bygg-
ing hótelsins hafi verið stór-
brotin framkvæmd á sinum
tíma og þvi sé honum (og flest-
um er til þekkja) kappsmái að
húsið komist i hendur aðila,
sem hafa ahuga á þvf og eru
færir um að viðhalda þeirri
reisn og minningu þess fólks,
sem að byggingu Borgarinnar
stóð í byrjun, byggingameistar-
ans, Guðjóns Samúelssonar,
Jóhannesar Jósefssonar og
konu hans.
Slikri reisn verður hins
vegar ekki viðhaldið með þvi að
selja hótelið aðilum sem ekki
geta notfært sér þá hagkvæmni
sem felst I byggingarstil og inn-
réttingu hússins sem hótels.
Það er ekki áhorfsmál að
meiri þjóðfélagsvirðing og
sjálfsvirðing er fólgin i þvi að
viðhalda Hótel Borg sem hóteli
i miðborginni eins og það hús
er byggt fyrir, heldur en hrópa
„Til komi okkar rlki" þegar að
sölu kemur.
Geir R. Andersen.