Dagblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 3
DACRLAÐIÐ. DRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1977. \ HVAD BER ELDRA FÓLKID ÚR BÝTUM? Ragnhildur Smith skrifar: í öllum þeim umræðum, sem fara fram þessa dagana um bætt lífskjör, þa virðist alveg vanta þann þatt hvað eldra fólkið eigi að hafa hvað það þurfi að hafa mikið til að geta framfleytt sér. Hefur þú, lesandi góður, veitt því eftirtekt þegar þú kemur inn í matvöruverzlun, hvað eldri kona eða karl hefur mikla peninga í buddu sinni til að eyða þann daginn til matar- kaupa? Hefur þú staðið við kjötafgreiðsluna og séð eldra fólkið biðja afgreiðslumanninn að skcra helminginn af bitan- um, hann sé of stór, hann er of dýr fyrir mig, ég verð að hafa hann minni? Hefur þú fylgst með eldri konu út úr húsi sínu til.matar- kaupa? Kannski er hún hálf- blind og kemst varla yfir götuna alein, kannske er hún heppin og einhver vegfarandi vísar henni veginn að næstu verzlun. Hún a engan að til að fylgja sér í búðina eða þa að fara fyrir sig og verzla, hún verður að staulast þetta alein. Hugsum við nokkurn tíma um það líf sem þetta fólk lifir eitt og yfirgefið? Því miður er stór hluti, alltof stór hluti af eldra fólkinu, sem hefur einungis ellilaunin og tekju- trygginguna til að lifa af. Framkoma okkar allra er til stórskammar. Við íatum dag- ana liða an þess að okkur komi mál þetta við. Við getum ekki verið þekkt fyrir að hamra endalaust a því að við höfum ekki mannsæmandi laun a meðan fólk þetta lifir meðal okkar og hefur varla til hnífs og skeiðar. Ég spyr, þegar risið verður upp fra samningaborðinu, hvað verður með þetta fólk? Fær það einhverja hækkun og hvað mikla í hlutfalli við hækkun okkar hinna sem hafa verkfalls- réttinn? Getur ekki einhver svarað þessu? Fær gamia fólkið nokkrar kjarabætur eins og við hin? „Það er allt að verða vitlaust í fjósinu, Hallur” Þórarinn fra Steintúni skrifar: Jafnaðarflokkurinn var upp- haflega stofnaður sem barattu- flokkur og meðal annars til að gæta hagsmuna þeirra sem minnimattar eru í þjóðfélaginu og baru skarðan hlut hvað snerti lífsafkomu og aðstöðu. í fyrstu fór hann vel með þetta hlutverk. En einhvern veginn fór snemma að bera a því að hann var öðru hvoru seinheppinn með valið a for- ustumönnum sínum. Og ein- hvern veginn hafa efndirnar a fyrirheitunum sífellt farið minnkandi (þetta er nú kannski ekki verra hja þeim en öðrum flokkum). Vel mætti gamla fólkið og þeir fötluðu muna arin milli ’60 og ’70 og hver þa réði þeirra málum. I undanförnum þingkosning- um hefir flokkurinn verið svo lítill að hann hefir flotið inn a þingið a haimstrái og keypt sig inn í ríkisstjórnir svoná sitt a hvað hja hinum flokkunum. A sama tíma hafa jafnaðarflokk- arnir í Vestur-Evrópu allflestir unnið sig upp í stjórnaraðstöðu og það um fleiri aratuga skeið í sumum löndunum. Hvað hefir verið að gerast hér? Um það ætla ég ekki að ræða þó það væri fyllilega þess vert. Það er areiðanlega kom- inn tími til fyrir Alþýðuflokk- inn að taka sig á með eitt og annað. Og nú kemur „Bióið“. Það er þakkarvert núna, þegar allt fer saman, verkföll, skamm- degi, sjónvarps- og útvarps- leysi, að fa eitthvað sem húrrar í. Og það eru forkosningarnar hjá Alþýðuflokknum sem bjarga þessu öllu við, þær eru kostulegt uppátæki. Þeir raða ekki sjaifir á list- ana. Á listunum geta allir sem nenna greitt atkvæði, t.d. flokksleysingjar eins og ég, — framsóknar-, sjálfstæðis- og al- þýðuflokksmenn, maóistar og hver veit hvað. Það eitt er víst að Alþýðu- flokkurinn ræður ekki nema að litlu leyti því hverjir verða i framboði fyrir hann í næstu( kosningum. I leikritinu „Happið" eftir Pai Árdal kemur vinnumaður- inn inn í baðstofuna og segir við húsbóndann: „Það er ailt að verða vitlaust í fjósinu, Hall- ur.“ Nú berjast frammámennirn- ir um sætin a listunum og gömlu mattarviðirnir farnir að falla og ekki séð fyrir endann a því. Kannski veitir þetta gönu- hlaup nýju blóði í Alþýðuflokk- inn og væri þa vel. Stefnan er í eðli sínu góð en mestu veldur hvernig er farið með hana. SIGURHATIÐ SÆL OG BLIÐ Við undirritun kjara- samnings Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Reykja- víkurborgar þ. 13. okt. hefur forysta starfsmannafélagsins afhjúpað sig sem dyggur banda- maður atvinnurekenda sinna. Frasagnir dagblaðanna eftir nýafstaðna allsherjaratkvæða- greiðslu staðfesta þá eindrægni sem þar ríkir a milli. Borgar- stjóri hrósar forystu starfs- mannafélagsins með þeim orðum að úrslitin séu „trausjs- yfirlýsing” a forystumenn borgarstarfsmanna og hafi stefna þeirra „fallið í góðan jarðveg”. (Vísir 17. okt. 1977). Nú má spyrja hverjir aðrir en borgaryfirvöld beri traust til stjórnar St.Rv. að afloknum samningum. Væntanlega ekki þeir sem ekki geta frekar lifað af launum sínum nú en fyrir samningana. Hja þeim hefði föst krónutöluhækkun áreiðan- lega fallið í betri jarðveg en prósentuhækkun, sem hefur í för með sér að kjarabætur verða minnstar þar sem lægstu launin voru fyrir. I bréfi Þórhalls Halldórs- sonar formanns St.Rv. til dag- blaðanna að aflokinni talningu atkvæða, þar sem hann telur samninginn vera „mikinn félagslegan sigur fólksins í Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar", birtist algert virðingarleysi við einn af hverjum þrem félagsmanna er atkvæði greiddu. Jafnframt lýsir Þórhallur vanþóknun sinni á „gegndarlausum áróðri ýmissa afla“ gegn samningn- um. Vissulega var áróður hafður í frammi, bæði fyrir allsherjaratkvæðagreiðslu og a meðan a henni stóð og var þar vasklegast fram gengið af forystu félagsins. Fréttabréfi var dreift til félaga St.Rv. að kvöldi fimmtudagsins 13. okt. og aðfaranótt föstudags en ekki getur þetta bréf talist hlutlaus kynning a samningnum, heldur ber það fremur keim af aróðursriti. Þarna getur að líta töflu yfir laun sem gilda frá 1. júlí og 1. okt. og stuttan saman- burð a þeim samningi sem felldpr var og þeim nýja. Hvorki liggur fyrir saman- burður a upphaflegum kröfum BSRB og þar með St.Rv. né a síðustu kröfum samtakanna áður en hlé varð a samningavið- ræðum og St.Rv. klauf sig út úr. Það er því engin grein gerð fyrir hversu miklar tilslakanir Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar hafa verið eða í hvaða efnum. Hins vegar er í fréttabréfinu hampað óveru- legum kjarabótum sem fólust í sattatillögunni sem var felld af 9 af hverjum 10 félagsmanna og miklaðar nýjar kjarabætur í fyrra samningi stjórnar St.Rv. sem rúmur helmingur fundar- manna felldi a Hótel Sögu, og í nýja samningnum. Þegar málin eru lögð þannig fyrir verður ekki annað sagt en að það sé hræsni hja formanni félagsins að halda því fram að það hafi verið sá helmingur félags- manna sem greiddi nýja samningnum atkvæði sem „íhugaði maiið náið.og gerði síðan upp hug sinn við kjör- borðið“, en sa þriðjungur sem vildi hafna honum hafi íatið beygjast af gegndarlausum aróðri ýmissa afla“. Á baksíðu fréttabréfs St.Rv. blöstu við slagorðin „afléttum verkfalli — náum hagstæðum samningi". Það er víst ekki aróður? Samkvæmt frasögnum blaða (t.d. Dagbl. 17. okt.) héldu frammámenn St.Rv. „sigur- hatíð” í Tjarnarbúð fram eftir sunnudagskvöldi eftir að taln- ingu atkvæða lauk. Þessi „sigurhatíð" vekur margar spurningar í huga manns. Hvaða sigri var verið að fagna? Þeim sigri að semja a undah BSRB og fá hrós hja borgar- stjóra og fjarmaiaraðherra fyrir? Var hér fagnað sigri yfir þeim 545 félagsmönnum sem kröfðust betri kjara en um var samið? t fréttabréfi St.Rv. segir að „frekari verkfallsaðgerðir kunni að spilla þeirri góðu sam- vinnu og trausti sem ríkt hefur milli starfsmanna borgarinnar og almennings". í ljósi „sigur- hatíðarinnar” virðist sem nær hefði verið að ganga hreint til verks og segja að verkfallsað- gerðir kynnu að spilla þeirri góðu samvinnu og trausti sem ríkt hefði milli rððamanna St.Rv. og þess pólitíska meiri- hluta sem stjórnar Reykja- víkurborg. Frammamenn St.Rv. kynntu nýja samninga a nokkrum vinnustöðum Reykjavíkur- borgar föstud. 14/10. Virtist fundarmönnum sem kapp væri lagt a að gera forystu BSRB hlægilega og tortryggilega í augum fundarmanna. Hvað snertir kröfu um er.durskoðun- arrétt með verkfallsrétti, sem er algjör forsenda leiðréttinga a kjörum opinberra starfs- manna næstu 2 arin, lýsti for- maður því yfir á fundum þess- um að ekki væri borgarstarfs- mönnum þörf a slíkum rétti þar sem endurskoðunarakvæði hins nýja samnings þýddi í raun, að ef vísitalan yrði tekin úr sam- bandi og ASÍ næði verðbóta- akvæðum þá væri það tryggt að borgarstarfsmenn nytu þeirra. Þetta þýðir í raun, að við njótum fyrirhafnarlaust góðs af þeim kjarabótum sem ASI knýr fram. Hið hrapallegasta við hinn nýja kjarasamning eru þó svikin við BSRB þar sem stjórn og samninganefnd St.Rv. lætur hafa sig í að kljúfa sig úr röðum heildarsamtakanna og rýra þar með möguleika okkar allra til að ná kjarasamningi sem tryggt gæti lífvænleg laun næstu 2 arin. Guðrún Kristinsdóttir Helga Óiafsdóttir Herdís Helgadóttir Hjördís Hjartardóttir Vitleysa hjá Sigga f lug um vog brauða I tilefni greinar, sem birtist í Dagblaðinu 12. þessa manaðar undir fyrirsögninni „mai og vog“, þykir rétt að veita eftir- farandi upplýsingar. 1. Allt fra því að svokölluð KRAFTBRAUÐ voru sett a markaðinn 1. maí 1976 hefur verið miðað við að deigvigt þeirra sé 500 grömm. Eftir bakstur eiga brauðin því að vigta sem næst 450 g. Hja því verður sennilega seint komist, að þyngd brauðanna geti sveifl- ast um nokkur grömm til eða fra. 2. I nefndri grein dregur höfundur í efa, að Mjólkursam- salan hafi haft leyfi til smasölú eða greitt söluskatt og aðstöðu- gjald af gos- og sælgætissölu i mjólkurbúðum. Efasemdirnar eru óþarfar, því M.S. greiddi nefnd gjöld og hafði tilskilin leyfi. Að öðru leyti þakka ég greinarhöfundi vinsamleg umma'li um framleiðsluvörur Mjolkursanisölunnar. f. h. Mjólkursamsölunnar, Guðlaugur Björgvinsson framkvæmdastjóri. Attu nóga peninga? Ingibjörg Gísladóttir húsmóðir: Ég kemst vel af. Við höfum nóg fyrir okkur að leggja. Spurning dagsins Jenna Guðjónsdóttir húsmóðir: Nei, ég a aldrei nóga peninga. Það vantar mikið a það. Ég lifi þó svo sem ekki við nein sultarkjör. Margrét Eiriksdóttir húsmóðir: Eg, almáttugur. Það vantar mikið a það að ég eigi nóga peninga. Hiynur Mölier námsmaður: ja, ja, alveg nóga. Ég lifi agætu lífi a þeim sem ég a og læt mér þa nægja. Eg a svo sem engan afgang handæþér. Olafur Benediktsson verzlunar- maður og hljómlistarmaður: Eg, nei. Það vantar mikið a það. Með tvöfaldri vinnu hefur maður svona rétt í sig og a. Jóhanna Sumarliðadóttir hús- móðir: A maður nokkurn tima nóga peninga? Eg hef ekki orðið vör við það að minnsta kosti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.