Dagblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJÚdaGUr'25. OKTÖBER 1977. Opið bréf til Ásgeirs Eyjólfssonar lyftustjóra í Bláf jöllum: Ótuktarieg hræsni og óvild ígarð Armenninga t viðtali við þig í Dagblaðinu föstudaginn 7. október sl. eru birtar skoðanir þínar a gamla félaginu þinu — Skíðadeild Ár- manns — og starfsemi þess. Með viðtalinu eru birtar mynd- ir af gömlum og yfirgefnum skaia félagsins í Jósepsdal, sem í sumar, sem svo oft aður, hefur orðið skemmdarvörgum að brað. Ekki vitum við hvort þú hefur sjaifur att hugmyndina að þessu ósmekklega vali mynda og inngangi viðtalsins við þig en hitt er öllum ljóst sem það lesa að þar ægir saman ótuktarlegri hræsni og óvild I garð Ármenninga. Það verður því ekki hja því komizt að svara þér opinberlega enda eiga les- endur Dagblaðsins kröfu a því að fa vitneskju um hvað er að gerast í Jósepsdal og hja Skíða- deild Ármanns yfirleitt. Þegar skólinn var og hét Skaiinn í Jósepsdal var glæsi- leg bygging þegar hann var reistur fyrir rúmum 30 arum og allir minnumst við þeirra stunda sem við nutum þar með hlýhug og nokkrum trega. En tímans tönn hefur sett sitt mark a skaiann okkar, þratt fyrir mikla vinnu að viðhaldi hans. Nú hin síðari ar, síðan skíðadeildin flutti starfsemi •sína í Biafjöll, hafa lítil not verið fyrir skaiann. Hann var að visu rekinn i einn vetur, aðallega vegna skíðaferða skólabarna, en siðan hefur ekki Armannsskaii í Bláf jöllum reynzt raunhæfur rekstrar- grundvöllur fyrir hann og veldur þar mestu snjóleysi í dalnum hin síðari ar. Þetta veizt þú allt, Asgeir, en vegna hinna, sem lesið hafa viðtalið við þig, er rétt að þetta komi fram. Óaldqrlýður í óbyqgðum Við höfum höfum ekki síður en aðrir, sem eiga skaia í óbyggð- um, orðið fyrir barðinu a óaldarlýð sem virðist hafa það markmið eitt að brjóta allt og bramla a slikum stöðum. Við höfum hvað eftir annað þurft að endurnýja allar rúður í hús- inu vegna aðgerða þessa lýðs, síðast haustið 1975. Nú er þar allt komið í sama horf aftur, eins og myndir þínar bera með sér. Auðvitað verður enn einu sinni gengið þannig fra skalan- um að vatn og vindar leiki ekki Armannsunglingur — Sleinunn Sa-immdsdotli óhindrað þar um en hitt er þegar ljóst að ahugi fyrir rekstri skaians er ekki fyrir hendi og verður hann því að öllum líkindum rifinn, eins og aðrar byggingar sem gegnt hafa hlutverki sinu og ekki er lengur not fyrir. Ekki er við einn <~ða neinn að sakast þar um. Þegar skíðadeildin flutti starfsemi sina alfarið í Biafjöll vorið 1972 var ekki um það neinn agreiningur í félaginu eins og þú gefur í skyn í viðtal- inu við þig. Þa hafði verið snjó- lítið í Jósepsdal arum saman og keppnislið félagsins var þegar farið að sækja Biafjöllin til æf- inga síðan 1966, enda þótt þangað væri enginn vegur. Allir voru því sammála um að þangað skyldi haldið. Þar voru settar upp lyftur félagsins og reistur lítill skaii. Þessi aðstaða hefur verið hornsteinninn að starfsemi félagsins undanfarin 6 4r. Og Ármann er enn lang- bezta skíðafélagið í Reykjavík og engar líkur til þess að þar verði breyting a a næstunni nema þa til bóta því félags- starfið er kröftugt, eins og það hefur lengstum verið, keppnis- liðið mjög sterkt og mikill fjöldi starfsfúsra handa til að vinna að maiefnum félagsins. Hvernig ó að þjóna skíðafólkinu sínu? Þú segir í ofangreindu viðtali við þig að íþróttafélögin eigi ekki að blanda sér í uppbygg- ingu fólkvangsins í Biafjöllum, þau eigi að einbeita sér að skíðafólki sínu, keppendunum, en ekki að setja upp stór mann- virki eins og skíðadeildin stefni nú að. Þettaeru furðuleg orð úr þínum munni, sem manna mest vannst að uppbyggingu a að- stöðu fyrir þitt félag hér aður fyrr. Hvernig a skíðafélag að þjóna skíðafólki sínu, nema ein- mitt með þvi að koma upp fyrir það viðunandi aðstöðu, skíða lyftum og skíðaskála, þar sem skilyrði eru fyrir hendi til iðk- unar íþróttarinnar? Þau skil- yrði erufyrirhendi í Bláfjöllum en ekki í Jósepsdal. Hvað önnur skíðafélög gera i þessu tilliti kemur okkur ekki við. Við viljum taka þatt í uppbyggingu skíðasvæðisins i Biafjöllum og ætlum okkur að gera það, hörðum höndum með sjaifboða- vinnu og með fjarframlögum í þeim tilgangi að flýta uppbygg- ingu svæðisins, skiðafólki okkar og öðrum til hagsbóta, því skíðalyftur þær sem við reisum standa öllum opnar til notkunar. Ekki í samkeppni við sveitarfélögin Þetta gerum við ekki í sam- keppni við sveitarfélögin, eins og þú gefur í skyn í viðtali þínu við Dagblaðið, heldur í sam- vinnu við þau því sveitarf'élög- in hafa skiljanlega þá megin- stefnu að lyftur þær sem þau byggja þjóni fyrst og fremst hinum almenna skiðamanni, sem helzt vill skíða í góðu veðri í frekar auðveldum brekkum með jöfnum bratta. Slíkar lyftur henta ekki afreksfólki félagsins og því fólki öðru sem vill na nokkurri fullkomnun í skíðaíþrótt sinni og skíðar í bröttum og erfiðum brekkum jafnt í góðu veðri sem slæmu. Þetta ættir þú að vita sem gam- all skíðaafreksmaður og er næsta furðulegt að þú skulir ekki skilja betur stefnu félags- ins. Reykjavík 13. október 1977. Bjarni Einarsson, Þorsteinn Þorvaidsson, Halldór Sigfússon. Sigurður R.Guðjónsson, Guðjón Vaigeirsson, Egill Ásgrimsson, Pétur Kjartansson, Arnór Guöbjartsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Gunnar Eggertsson, formaður Glímufól. Ármanns. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.