Dagblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 24
betrí samningum”
„Auðvitað get ég ekki sagt að
ég sé ánægður með samkomu-
lagið,“ sagði Kristján
Thorlacius formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja í
morgun éftir fund forráða-
manna bandalagsins með
ráðherrunum og sáttasemjara.
„Samt tel ég að við megum
nokkuð vel við una og fullyrði
að við hefðum náð miklu betri
samningum, ef eitt aðildar-
félaganna, Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar, hefði ekki
gert sérsamning við sinn vinnu-
veitanda á viðkvæmu stigi
samninganna."
hraða eftir megni.“
Kristján færði að iokum öll-
um þeim hundruðum manna
sem lagt hefðu hönd á plóginn í að samtökin
þessu verkfalli sínar beztu þessa raun.
þakkir og lýsti þeirri von sinni
hefðu eflzt við
-HP.
Sagðist Kristján harma að sú
samstaða sem berlega kom í
ljós er félagsmenn banda-
lagsins felldu fyrstu sáttatil-
lögu ríkisins, hefði verið rofin
með slíkum sérsamningi, „en
ég vona að við lærum af slíkum
mistökum,“ sagði Kristján enn-
fremur.
Kristján sagði að vikan eftir
að sérsamningur Reykjavíkur-
borgar hefði verið gerður, hefði
verið sérlega árangursrík og að
BSRB hefði náð fram ýmsum
viðbótum við þá samninga,
sem gerðir voru í sveitar-
félögunum.
„Verkfallinu verður frestað
nú á næstu mínútum," sagði
Kristján, „og allsherjarat-
kvæðagreiðslu félaganna um
samkomulagið verður reynt að
Samningar á lokasprettinum, — þrír af forystumönnum BSRB; Einar Ölafsson, Haraidur Steinþórs-
son og Kristján Thorlacius vestur í Háskóia að ræða samningsdrögin. — DB-mynd Sv. Þorm.
✓
Fjármálaráðherra í morgun:
„VONA AÐ RÍKISSJÓÐUR
GETISTAÐIÐ VIÐ Sin”
„Eg ér ánægður méð það sam-
komulag sem nú hefur tekizt,"
sagði Matthías Mathiesen fjár-
málaráðherra á fundi með frétta-
mönnum úti í Háskóla í morgun,
er samkomulag hafði tekizt um
kjarasamninga BSRB og rikisins.
„Það hefur verið erfitt mál að
leysa þessa deilu, enda er BSRB
fjölmenn samtök og samninga-
nefndin fjölmenn."
Færði ráðherra öllum þeim.sem
unnið hefðu að gerð samkomu-
lágsins þakkir sínar og kvaðst
vona að samkomulagið yrði til
góðs.
„Ég vona einnig að ríkissjóður
reynist þess megnugur að standa
við skuldbindingar sínar í þessum
samningum," sagði Matthías enn-
fremur. „Þá vil ég nota tækifærið
og færa formanni BSRB mínar
beztu þakkir fyrir samstarfið."
Ráðherra kvaðst ekki vilja
ræða það þá stundina hversu
mikill kostnaðarauki
samningarnir væru fyrir ríkissjóð
en sagði að samningarnir sýndu
að ríkið hefði teygt sig til hins
ítrasta.
„Það var vitað að sumir aðilar
innan BSRB stóðust ekki saman-
burð við kjör annarra á vinnu-
markaðinum og ég vona að nú
hafi fengizt lagfæring þar áV
-HP.
Samninganefnd ríkisins á göng-
um Háskólans í nótt: Þorsteinn
Geirsson, Indriði Þorláksson,
Matthías Mathiesen, Halldór E.
Sigurðsson og Höskuídur Jóns-
son. DB-mynd Sveinn.
MÚS Á VEGI
SAMNINGANNA!
Það varð uppi fótur og fit í
nótt þegar lítil mús kom í heim-
sókn á sáttafundinn í Háskólan-
K
Myndirnar: Brynjólfur Ingólfs-
son ráðuneytisstjóri sækir að
ofninum þar sem músin hefst
við. Litla innfelida myndin
sýnir músina í skjóli sínu.
um. Vitað var að engin ljón
voru í veginum hjá samninga-
mönnum, — en að það væri
bara lítil mús....Það vissu
fæstir. Músin var króuð af og
varð af mikið fjaðrafok í
samningasölunum. Gerðu menn
góðlátlegt grín úr öllu saman og
fullyrtu margir að samning-
arnir hefðu tekið stökk fram á
við eftir þessa óvæntu heim-
sókn — DB-mynd Sv. Þorm.
fxfálst, nháð dagbJað
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKT 1977.
Geirfinnsmálið:
Hæstiréttur
staðfestir
úrskurði
sakadóms
- í máii sendibílst jórans
Hæstiréttur staðfesti síðdegis í
gær gæzluvarðhaldsúrskurð Saka-
dóms Reykjavíkur frá 14. október
yfir Sigurði Öttari Hreinssyni,
„sendibílstjóranum í Geirfinns-
málinu“. Jafnframt staðfesti
Hæstiréttur sakadómsúrskurð um
að lögreglurannsókn færi fram i
málinu í stað dómsrannsóknar.
Sigurður Öttar var úrskurðaður
í gæzluvarðhald allt til 9.
nóvember þegar hann hafði
dregið til baka framburð sinn frá
í desember sl., þegar hann kvaðst
hafa tekið þátt í ferð til Kefla-
víkur ásamt sakborningunum 1
Geirfinnsmálinu 19. nóvember
1974. Kveðst hann nú hvergi hafa
farið þessa för heldur hafa látið
undan þrýstingi lögreglumanna
um að játa þátttöku og „skáldað 1
eyðurnar“ I þeirri frásögn sem
þeir hafi lagt fyrir sig.
Verjandi Sigurðar Öttars, Sig-
úrður Georgsson, hdl., kærði
gæzluvarðhaldsúrskurðinn til
Hæstaréttar og jafnframt þann
úrskurð sakadóms að lögreglu-
rannsókn færi fram í málinu í
stað dómsrannsóknar — þ.e. að
þeir sömu menn, sem Sigurður
Öttar telur hafa lagt^sér orð í
munn, önnuðust hina nýju rann-
sókn málsins. Lögreglurannsókn-
inni hefur verið haidið áfram á
meðan beðið hefur verið eftir úr-
skurði Hæstréttar.
Hæstaréttardómararnir
Magnús Þ. Torfason, Logi Einars-
son og Björn Sveinbjörnsson
kváðu upp dóm Hæstaréttar, en
Ingibjörg Benediktsdóttir fulltrúi
kvað upp hina kærðu úrskurði
Sakadóms Reykjavíkur. ÖV
Eiður Guðnason
Eiður í
framboð á
Vesturlandi
„Ég ákvað um helgina að gefa
kost á mér 1 fyrsta sæti lista
'Alþýðuflokksins á Vesturlandi,"
sagði Eiður Guðnason sjónvarps-
fréttamaður í gær. Hann kvað
hafa verið leitað eftir því við sig
að hann gæfi kost á sér og eftir
talsverða umhugsun hefði hann
ákveðið að gefa kost á sér í próf-
kjörið.
Eiður kvaðst mundu óska eftir
þvi að verða fluttur úr fréttunum
í sjónvarpinu meðan á prófkjör-
inu stendur en það er regla hjá
útvarpi og sjónvarpi að þeir sem
standa í framboði komi ekki fram
á meðan.
Framboðsfrestur til prófkjörs
Alþýðuflokksins á Vesturlandi er
til 29. október.
JBP