Dagblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.10.1977, Blaðsíða 6
argus 6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTOBER 1977. Munið Ijósa- stillingu 1977 Bílatún hf. Sigtúni3 Sími27760 Reykjavík Dömur! Saumanámskeiðin eru að bvrja. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun daglega kl. 2—5 og 8—9 e.h. á stofunni, Hverfisgötu 82 — 4.hæð. ATH: Sértímar fyrir unglingsstúlkur, 14—19 ára, og barnshafandi konur (ódýrara). Ingibjörg Þorsteinsdóttir Framleiðum eftirtaldar gerðir Hríngstiga: Teppastiga, tréþrep, rifflað járn og úr áli. Pallstiga: Margar gerðir af í.v\í- og útihandriðum. Vélsmiðjan Járnverk ARMÚLA 32 — SÍMI 8-46-06. Kynniðyðurokkarhagstæða verð Útborgun vinninga í 10. flokkiHHÍ Vegna verkfalls BSRB er því miður ekki hægt að hefja útborgun vinninga í 10. flokki ídag, þriðjudag. Útborgun vinninga hefst um það bil sólarhring eftir að verkfalli lýkur. Við biðjum viðskiptavini happdrættisins velvirðingar áþessaritöf. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS _____________Tvö þúsund milljónir í boÖi EFN AH AGSBAN D ALAGIÐ: Ætía að nota þrjú hmdruð milljarða í landbúnaðaruppbætur Fjárhagsáætlunarnefnd Efnahagsbandalagsins ákvað i gær að leggja til hliðar 1540 milljón dollara, jafnvirði 300 milljarða íslenzkra króna, til að jafna fyrirsjáanlega aukningu á uppbótum bandalagsins vegna landbúnaðarvara. Nefndarmenn eru núna að leggja fjárhagsáætlunina fyrir næsta ár fyrir aðalstjórn Efna- hagsbandalagsins. Þeir ségjast vilja tryggja upphæðina svo að hún verði handbær þegar á þarf að halda í stað þess að þurfa þá að biðja um viðbótar- fjárveitingu. Samkvæmt áætlun fjárhags- áætlunarnefndárinnar er heild- arfjárhagsáætlun Efna- rhagsbandalagsins rúmlega 15 milljaröar dollarar eða jafn- virði um 3150 milljarða íslenzkra króna. Það er mun hærra en síðasta ár, þegar áætlunin var rúmir 11 milljarðar dollara. t tillögum að fjárhagsáætlun Efnahagsbandalagsins er gert ráð fyrir meira en 300 gjaldaliðum en nefnd sú sem P0RTÚGAL: , AÐ DREPA NAUTINI HRINGNUM EÐA EKKI starfar í Luxemborg í þrjá daga þykktar af aðalþingi Efnahags- þarf að fá tillögur sinar sam- bandalagsins. Landbúnaðurinn er Efnahagsbandalaginu óþægur ljár í þúfu eins og fleiri þjóðum. Framleiðsla og sala afurðanna milli bandalags- landanna hefur margs konar millifærslur og niðurgreiðslur í för með sér, sem erfitt er að henda reiður á. Portúgalski nautabaninn Fernando dos Santos var í gær gerður brottrækur af nautaats- vellinum í þrjú ár. Hann var einnig sektaður um 60 þúsund escudos, sem er rúmlega þrjár milljónir isl. króna. Nautabaninn var sekur fundinn um að hafa drepið naut í nóvember á sl. ári og brýtur það í bága við lög frá 1799 þar sem María II. drottning i Portúgal lagði blátt bann við drápi nauta. Háværar raddir í Portúgal hafa krafizt þess að banninu verði aflétt þannig að Portúgal- ir geti boðið gestum upp á nautaat á sama hátt og ná- grannar þeirra Spánverjar. Bandaríkin: Sovétmenn okra Sígarettur arðvænlegri en sprúttið Sígarettur eru nú orðnar sá varningur sem arðvænlegast er að smygla í Bandaríkjunum. Hafa þær tekið við af áfenginu, sem lengi hefur verið í fyrsta sæti. Er hér átt við smygl milli ríkja innan Bandaríkjanna en upplýsingar varðandi þetta komu fram í yfirheyrslum þing- nefndar í gær. Olöglegur flutningur síg- arettna kostar skattyfirvöld nærri 400 milljónir dollara ár- lega eða jafnvirði 80 milljarða íslenzkra króna, að því er yfir- maður í tollheimtu New York ríkis sagði við yfirheyrslurnar. Hagnaður smyglaranna felst í því að flytja sígarettur frá þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem tóbak er ræktað og einnig lágtollað til ríkja þar sem tollar og söluskattur á vör- unni er hærri'. t þeim hópi eru ríki eins og New York og Florida. ájapönskum fiskimönnum Að sögn skipstjóra lítils japansks fiskibats hækkuðu sovézk stjórnvöld sektargreiðslu sem honum var gert að greiða þegar í ljós kom að hann gat ekki greitt á stundinni. Að sögn skipstjórans, sem var sektaður fyrir að stöðva ekki i tfma, þegar sovezk eftirlitsskip skipuðu, hækkaði sektin úr jafn- virði tæplega 35.000 króna íslenzkra upp í rúmlega 400.000 krónur. Japönsk stjórnvöld hyggjast mótmæla þessum aðförum. Norður-írland: Unglingur drepinn í strætóráni Flestir ræningjanna hafa sézt íFrakklandi 1 það minnsta níu af hinum Sextán eftirlýstu vegna morðsins og ránsins á Hans Martin Schleyer formanns vestur-þýzka vinnuveitenda- sambandsins hafa verið í F'rakklandi síðustu vikur. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu hafa borizt fregnir af þeim nærri þeim stað þar sem Schleyer fannst og allt á þetta að hafa gerzt á tímabilinu frá 5. séptember síðastliðnum þe ar Schleyer var rænt og þar til nokkrum klukkustundum eftir að lík hans fannst í farangurs- geymslu bifreiðar í borginni Mulhouse, Frakklandsmegin við landamæri Vestur- Þýzkalands og Frakklands. Tveir unglingar sem reyndu að ræna strætisvagni í Belfast á Irlandi í gær voru skotnir í viðureign við brezka hermenn. Annar þeirra lézt en hinn mun hafa komizt undan særður að því er heimildir sögðu. Talsmaður lögreglunnar sagði að lögreglan hefði hleypt af nokkrum skotum í viður- eigninni með fyrrgreindum af- leiðingum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.