Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1977. Síðumúlablues: Fyrri grein Lagðir á klefagólf ið og jámaðir endilangir milli rúmbálks og borðs Eftir nærri hálfs árs bréfa- skriftir og bið hefur Dagblaðið fengið í hendur öll skjöl viðvfkjandi rannsókn á kæru um ótilhlýðilega meðferð gæzlufanga í Síðumúlafangelsinu í Reykjavík. Ríkissaksóknari ákvað 22. apríl sl., eð ekki væri ástæða til „frekari aðgerða í máli þessu“, eins og sagði í bréfi hans til rannsóknardómarans, Steingríms Gauts Kristjánssonar, héraðs- dómara í Hafnarfirði. Upphaf þessa máls var 24. ágúst í fyrra. Þá var skráð í dag- bók Síðumúlafangelsisins: „Kl. 19:00. Tókum við B og járnuðum við rúmfót og stálfót i klefa 9 vegna þess að hann brúkaði kjaft og ósvffni við X fangavörð, áður var hann búinn að vera með hávaða og allt að því kjaft við annan.Tekið skal fram, að hann var búinn að fá áminn- ingu vegna hávaða og vissi hann því á hverju hann ætti von. Hann heimtaði verjanda og dómara." Það kemur síðan fram f dag- bókinni að dómarinn f máli fang- ans B neitaði að koma og ræða við hann, enda væri ekki f sínum verkahring að skipta sér af aðgerðum vegna agabrots; fanga- verðir réðu húsum f fangelsum en ekki dómarafulltrúi eða fangi. Fangavörður beðinn afsökunar Sfðan er bókað kl. 22:00: „Um svipað leyti voru mikil læti og glamur f járnum og öskur á klefa 9. Fórum við inn til fang- ans og báðum hann að láta af þessum hávaða sem hann hefði f frammi. Hann sagðist ekki gera það fyrr en hann losnaði úr þess- ari prfsund. Var honum þá boðinn sá kostur gegn því að hann bæði X fangavörð afsökunar og hagaði sér hér eftir skikkanlega. Þessu lofaði B f viðurvist okkar. Var hann síðan losaður úr járnum og gert grein fyrir hverju hann ætti von á ef hann stæði ekki við gefin loforð. Síðan bað fanginn X afsökunar og settur á fyrri dvalar- stað f klefa 17.“ Fanginn var óánægður með þessi málalok og kvartaði við verjanda sinn, Finn Torfa Stefánsson, hdl.. 6. september ’76 skrifaði verjandinn dómsmála- ráðuneytinu bréf þar sem sagði m.a.: Verjandinn kœrir „Hinn 24. ágúst sl. óskaði umbjóðandi minn eftir að fá að drekka. Af þeirri ósk umbjóðanda mins spruttu nokkrar orðaræður milli hans og fangavarðar, sem enduðu með þvf að umbjóðandi minn var fluttur f annan klefa og járnaður f bak og fyrir. Sfðan tók fangavörður að þjarma að um- bjóðanda mínum. Er umbjóðandi minn tók að hljóða af kvölum spurði fangavörður hvar karl- mennska hans væri nú. Fanga- vörður hætti þessum starfa þegar fangar í öðrum klefum tóku að mótmæla, þar sem þeir gætu ekki sofið fyrir sársaukaópum umbjóðanda mfns. Undanfarna daga hefur um- bjóðandi ,minh verið hafður i svónefndum „járnklefa” sökum viðgerða f húsinu. í klefa við hliðina eru iðnaðarmenn að störf- um með vélknúin tæki. Situr umbjóðandi minn f sementsryki og dynjandi hávaða frá vélunum daglangt, og er andlegri og líkam- legri heilsu hans hætta búin. Fyrir hönd umbjóðanda míns vil ég krefjast þess að hið háa ráðuneyti sjái til þess að aðbúnaður umbjóðanda míns verði bættur. Ennfremur að rannsókn verði látin fara fram á atburðunum 24. ágúst sl„ sem hér var lýst, og þeim refsað, sem ábyrgð bera, eftir því sem efni standa til.“ Fangapresturinn óskar eftir rannsókn Hálfum mánuði sfðar, 20. september, sendi dómsmála- ráðuneytið bréf Finns Torfa til • embættis ríkissaksóknara. Þrem- ur dögum síðar óskaði fanginn B eftir viðtali við séra Jón Bjarman, fangaprest, og skýrði honum frá reynslu sinni. Séra Jóni var málið ekki alveg ókunnugt, því 3. september hafði annar fangi, A, skýrt honum frá svipuðum at- vikum. Daginn eftir viðtal þeira B og séra Jóns skrifaði fanga- vörðurinn dómsmálaráðuneytinu bréf og óskaði eftir að það léti „þegar f stað fara fram könnun á framkvæmd viðurlaga við aga- brotum f gæzluvarðhaldsfang- elsinu að Síðumúla 28, Reykjavík." Sfðan segir í bréfi sr. Jóns til ráðuneytisins: „Tilefni þessarar beiðni minnar er það, að f þessum mánuði hafa tveir fangar í per- sónulegum sálgæzluviðtölum við mig kvartað undan þvf, að þeir hafi f þvf fangelsi verið beittir ótilhlýðilegri harðýðgi, er þeir sátu þar í gæzluvarðhaldi vegna meintra brota. Þeim var tjáð, að meðferðin væri refsing vegna af- brota á reglum, sem þeim höfðu ekki verið kynntar. Annar þessara fanga er A... Hann kom að máli við mig 3. þ.m. Ilann lýsti fyrir mér atvikum, sem áttu sér stað meðan hann sat f gæzluvarðhaldi á síðastliðnu vori. A er nú að afplána refsingu á vinnuhæljnu á Litla Ilrauni. Hinn fanginn er B.... Hann lýsti atvikum er áttu sér stað er hann var í gæzluvarðhaldi að Síðumúla 28 í sfðari hluta ágústmánaðar. Hann er enn í gæzluvarðhaldi en hefir verið fluttur i Hegningar- húsið að Skólavörðustíg 9. Það var í gær, 23. þ.m. að hann óskaði eftir viðtali við mig um þetta efni. „Sé ekki að þau viðurlög séu verjandi." Það skal tekið fram, að þessir menn munu ekki þekkjast, brot þeirra eru sitt hvors eðlis (A sat inni fyrir þjófnað, B fyrir ffkniefnamisferli, innsk. DB) og. þeir munu ekki hafa talazt við. B mun einnig hafa neytt réttar sfns þegar eftir að honum hafði verið refsað og kvartað yfir meðferðinni við rannsóknardóm- arann f máli sfnu og réttargæzlu- mann sinn. Lýsing þessara tveggja gæzlufanga á atvikum og tildrögum er þó .nánast sú sama, þ.e. að þeir hafi verið færðir í einangrunarklefa, lagðir þar á gólf, járnaðir á höndum og fótum og festir annars vegar við stálfót, sem skrúfaður er fastur við gólfið og hins vegar að rúmfót á nagl- föstum járnbekk sem í klefanum er. A tiltók ekki hve lengi honum hafði verið haldið þannig, en B telur að hann hafi þannig legið í járnum í fjóra tíma.“ Fangapresturinn vitnaði sfðan i ýmis lög og reglugerðir sem snerta málið og sagðist ekki fá séð að þeim fyrirmælum sem tilgreind væru í þeim greinum hafi verið fylgt áður en til þeirra aðgerða var gripið sem fangarnir A og B lýsa. „Ég sé heldur ekki að þau viðurlög séu verjanda sam- kvæmt þessum ákvæðum,” segir sr. Jón Bjarman. Sfðan segir í bréfi hans: „Margir hafa kvartað und- an harðrœði og að þeim hafi verið haldið í stöðug- um ótta í fangelsinu.“ „Hinu háa ráðuneyti er að sjálf- sögðu kunnugt að óeðlilegt ástand hefir ríkt f fangelsinu að Sfðu- múla 28, allt frá 23. desember 1975. Margir þeirra fanga, sem hafa verið f gæzluvarðhaldi á þessu tímabili og sumir þeirra sem eru þar enn hafa kvartað undan harðræði og þvf að þeim hafi verið haldið í stöðugum ótta, bæði í sb. við framkvæmd gæzlunnar svo og við yfirheyrslur og rannsóknaraðgerðir í sb. við mál sín. Þetta bréf sendi ég að vandlega yfirveguðu máli. Brýna nauðsyn ber til að það sé kannað með prófunum af óvilhöllum aðila hvort f þessum tilvikum og öðrum hafi verið beitt ótilhlýðilegri harðýðgi við gæzlufanga. Einnig væri gott að fá upplýsingar um, hvort sérstakar reglur gildi um fangelsið að Síðumúla 28, hverjar þær eru ef svo er og hvernig þær hafi verið kynntar." Nú þótti dómsmálaráðuneytinu ekki ástæða til að draga málið á langinn. Fjórum dögum eftir að séra Jón skrifaði bréf sitt og krafðisl rannsóknar var Stein- grímur Gautur Kristjánsson skipaður umboðsdómari „til að fara með rannsókn vegna kæra um ótilhlýðilega beitingu viður- laga við agabrotum í fangelsinu Síðumúla 28 í Reykjavík," eins og sagði f umboðsskránni, undir- ritaðri af Ólafi Jóhannessyni dómsmálaráðherra og Jóni Thors, deildarstjóra, sem fer með málefni fangelsaf ráðune.vtinu. Rannsókn hefst Rannsókn málsins hófst 6. október i fyrra með þvf að fangi B var yfirheyrður, en hann var þá enn í gæzluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnabrot. Hann skýrði svo frá fyrir dómninum að deila hefði sprottið af þvf að hann hefði viljað fá gosdrykk sem ættingjar sinir hefðu sent sér en það hefði dregizt í allt að þrjá tima. Lét B þau orð falla að fangaverðirnir væru ómerkilegir starfsmenn og ekki starfanum vaxnir. Skömmu síðar var hann fluttur f annan klefa og járnaður þar af yfir- fangaverðinum og tveimur fanga- vörðum öðrum. í dómsskýrslu segir um þetta: „Vitnið kveðst hafaspurt hvort enginn væri þarna með fullu viti en kveður séf þá hafa verið skipað að leggjast á gólfið. Hann kveður hafa verið beitt ómögu- legri aðferð við að járna sig, reynt að hlekkja hendur sínar fyrir af- tan bak en fætur þannig að hann hafi setið flötum beinum. Hann kveður rúm, stól og borð hafa vertð í klefanum, allt boltað í gólf ið. Þegar þetta tókst ekki kveðst hann hafa verið látinn liggja flatur með hendur fyrir ofan höfuð. Hann segist hafa sagt að þetta mundi verða látið fara leng ra og hann mundi ekki sætta sig við þessa meðferð. Hann kveðst hafa verið hlekkjaður þannig að hendurnar hafi verið festar við rúmið og fæturnir við stólinn. Blues og sórsaukaöskur Hann kveður sér hafa tekizt að losa fæturna frá stólnum og ná dýnu af bekk og setja hana undir sig.“ Tveimur tímum síðar komu tveir fangaverðir inn i klefann. kæra lögmanns ogfangaprests um slæma með- ferðáföngum leiða til dóms- rannsóknar en áður hafði B slegið saman járn- unum til að gera hávaða. „Hann segir að fangaverðirnir hafi tekið dýnuna undan sér og fest fæturna aftur við stólinn með handjárn- um. Hann kveður vera steingólf í klefanum og segir að mjög óþægilegt sé að liggja svona, þvf að ekkert sé hægt að hreyfa sig eða snúa sér. Hann kveðst hafa haldið áfram að slá saman járnun- um og syngja negrasálm eða blues. Hann kveður verðina þá hafa komið aftur og segir aðam- ar. hafi losað fótjárnið og ætlað að strekkja á þvf með því að festa annan fótinn við borðið. Hann segist hafa fundið til svo mikils sársauka, að hann hljóðaði. Þá kveður hann fangavörðinn hafa spurt hvar væri manndómur sinn nú. Hann kveðst þá hafa upp- götvað hvað röddin var sterk við þessar aðstæður. Þá segir hann að aftur hafi verið strekkt á og kveðst hafa fundið gffurlegansárs auka. Hann segir að þeir hafi ekki náð að festa hlekkina aftur við borðið. Eftir það segist hann hafa farið að hljóða. Hann segist hafa öskrað og segir að um kl. 10 um kvöldið hafi þeir komið með fleiri hlekki. Hann segist hafa sagt, að hann mundi ekki gefast upp og að hann mundi nota kjaft inn. Beðið afsökunar. Hann kveðst hafa beðið um að fá að fara aftur í sinn klefa og segir að sér hafi verið lofað þvf að hann fengi það ef hann bæði X fangavörð fyrirgefningar. Hann segist hafa sagt að hann vissi ekki fyrir hvað hann ætti að biðja afsökunar, en segir að sér hefði verið svarað að hann vissi vel hvers vegna. Hann kveðst enga skýringu hafa fengið en segist hafa valið þann kost að biðja Ekki fæst leyfi til að taka Ijósmyndir í klefum f Síðumúlafangelsinu. Ragnar Lár teiknaði þessa eftir ljósriti af ljósmynd sem fylgdi eftirriti rannsóknarinnar. Rétt cr að taka fram að maðurinn á gólfinu var ekki á ljósmyndinni heldur er hann teiknaður inn á eftir lýsingu dómarans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.