Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. NÚVEMBER 1977.
11
Það var veik forsenda hjá
Gisla að taka eitt smásöluverð i
erlendri milljónaborg sem
dæmi til þess að byggja allan
útreikninginn á,. því það er
alkunna i hinum stóra
viðskiptaheimi að boðið sé upp
á allskonar timabundin sér-
tilboð og kostakjör, þar sem
stundum er selt á kostnaðar-
verði eða jafnvel undir þvi
(,,loss-leader“). Er þetta gert
til þess að fá fólkið inn i þessar
búðir, þar sem reynt er að selja
því eitthvað annað í leiðinni.
Við skulum líta nánar á
þetta umrædda verð á Kodac-
hrome-filmunni, 3.00 pund. I
þessu verði er innifalinn 8%
virðisaukaskattur, svo kaup-
maðurinn heldur þá eftir 2.78
pundum þegar hann hefir
greitt skattinn. A hvaða verði
kaupir hann filmuna? Ef hann
fær engan afslátt hjá Kodak, þá
kostar hún 2.675 pund, en ef
hann fær hæsta mögulegan
afslátt, þá er verðið 2.41 pund.
Þetta þýðir að kaupmaðurinn
hefir haft 15.4% álagningu, ef
hann hefir fengið hámarks-
afslátt, en ef hann hefir engan
afslátt hlotið, þá hefir hann selt
filmuna með 3.93% álagningu.
Svo heldur Gisli að slíkur kaup-
maður geti selt þessa filmu til
Islands með 10—20% afslætti.
Þar sem útflutningsverðið
frá Englandi á margumræddri
filmu er langóhagstæðast í
samanburði við verð til kaup-
manna þar í landi, þá mun ég
hér að neðan bera saman þessi
verð á helztu filmunum, sem
við flytjum inn, þ.e. 20 mynda
filmu fyrir vasamyndavél
(C110-20) og 20 mynda filmu
fyrir Instamatic (C126—20). Ef
tekin er sala okkar árið ’76 á
þessum tveim filmum ásamt
Kodachrome (KR/KM-
135—36p), þá kemur i ljós, að
hinar 2 fyrrnefndu filmur hafa
95% af sölunni, en
Kodachrome aðeins 5%.
Verð til kaupmanna I Eng-
landi á C110-20 er 26,9% hærra
en til okkar, ef þeir fá engan
afslátt, en fái þeir hæsta
afslátt, þá er það 14.9% hærra.
A hinni filmúnni, C126-20, er
verð til kaupmanna 20.9%
hærra en til okkar, ef þeir fá
engan afslátt, en 9% hærra ef
þeir fá hæsta afslátt.
Gísli er að tala um hugsan-
lega möguleika okkar að kaupa
Kodak-filmur hjá öðrum aðila
Hvað er þá hægt að gera til
þess að lækka filmuverðið?
Auðvitað að lækka tollana. Af
ilmum er greiddur 35% verð-
tollur og 18% vörugjald, sem
þýðir að tollreikningurinn
hljóðar upp á 59.3% af cif-
verði. Siðan kemur 20% sölu-
skattur. Sem dæmi um þessa
skattheimtu ríkisins getum við
tekið þessa marg-umræddu
Kodachrome-filmu. Af hverri
filmu þarf kaupmaðurinn að
innheimta 555 kr. 1 söluskatt
fyrir hinn botnlausa ríkissjóð.
Skýrslugerðir og vinna við inn-
heimtu þessa skatts þarf kaup-
maðurinn að inna af hendi fyrir
ekki neitt.
Hinn 27. okt. sl. birti Dag-
blaðið viðtal við Hilmar Helga-
son, umboðsmann Agfa á
tslandi. Hann segir þar, að ef
lækka eigi filmuverð á íslandi,
þá verði Kodak að riða á vaðið,
t.d. ef Kodak lækki verðið um
20%, þá myndi Agfa gera það
líka. Ég skil nú ekki þennan
hugsanagang. Við hjá Hans
Petersen berum vitanlega
ábyrgð á okkar verðum, en ég
held að Hilmar verði sjálfur að
bera ábyrgð á sinum verðum,
hvort sem þau eru eins og
okkar verð, lægri eða hærri.
Varðandi innflutning til
landsins segir Hilmar, að hann
flytji „aðeins" inn um 200.000
filmur. Nú hefir DB einnig
talað við Gísla Gestsson,
umboðsmann Fuji, og segist
hann hafa náð 40% af
markaðnum hér. Þá segir
Ástþór Magnússon I samtali við
DB að hann sé annar af stærstu
filmu-innflytjendunum. Ef
ofangreindir 3 heiðursmenn
hafa allir farið með réttar tölur
í þessu sambandi, þá hafa selzt
hátt í milljón filmur á Islandi á
einu ári og er þá vafalaust um
met að ræða, sem reynandi
væri að koma I heimsmetabók
Guinness. Að lokum vildi ég
segja það, að. við hjá Hans
Petersen munum hér eftir, sem
hingað til, leitast við að selja
landsmönnum gæðavörur á
sanngjörnu verði og við
munum ekki láta hita sam-
keppninnar leiða okkur til
neins þess athæfis, sem til
vansæmdar yrði.
Frekari umræðum um mál
þessi er lokið af okkar hálfu.
Adolf Karlsson
framkvæmdastjóri
verðum að liggja með miklar
birgðir af filmum, þar sem
algengt er að afgreiðsla pant-
ana til okkar getur tekið allt að
4 mánuði. Allt er þetta ljósnæm
vara, sem selja verður innan
ákveðinnar dagsetningar. Séu
filmurnar óseldar þegar dag-
setningin rennur út, þá eru þær
boðnar með 50% afslætti um
tíma, og síðan brennt ef eitt-
hvað er enn eftir. Auk þess má
benda á með hliðsjón af rlflegri
álagningu á filmur, að mynda-
vélar, sýningarvélar og sjón-
aukar eru bundin mjög lágri
hámarksálagningu.
þvi «að kaupa Kodak-vörur hjá
smásöluverzlunum eða öðrum
aðilum.
Gísli minntist á þrálátan orð-
róm um að þóknun að viðbætt-
um eðlilegum umboðslaunum
Lœkkun verðsins
Varðandi álagningu á filmur
get ég fúslega játað, að hún sé
rifleg og á hún auðvitað sinn
þátt f háu útsöluverði. En taka
verður tillit til þess, að við
en Kodak. 1 þvl sambandi er
rétt að minna á skyldur og rétt-
indi I sambandi við einka-
umboð. Hans Petersen hf. hefir
tekið að sér einkaumboð fyrir
Kodak á Islandi. Þetta þýðir að
Kodak selur engum öðrum hér
á landi og við hins vegar
.kaupum Kodak-vörur aðeins
hjá þeim. Af þessum ástæðum
einum væri okkur ekki stætt á
væri bætt á innkaupsverðið hjá
sumum íslenzkra innflytjenda.
Ég get lýst þvi yfir með góðri
samvizku, að engum umboðs-
launum, ekki einu sinni „eðli-
legum umboðslaunum", og þvl
síður þóknun þar að auki, er
bætt við verðið frá Kodak, enda
kemur verðið á mikrofilmum
og gildir fyrir alla umboðs-
menn þeirra.
M *
G&Ö ljósraynd
m er dýrrarat rairming
Þessi er úr Minolta-
semkeppnimii. Ljósra.
ðuðjón Þór Steinsson
, ' * 1 T
ef frá eru taldir einstaka kosn-
ingafundir rétt fyrir kjördaga.
Hvert sæti var skipað og staðið
var I anddyrum og göngum, en
margir urðu frá að hverfa,
Þetta sýnir lofsverðan áhuga
fyrir landsmálum — og bendir
til að fjöldi manna hafi nú til-
finningu fyrir þvl, að nú sé þörf
á sérstakri varðstöðu hins al-
menna borgara. Lifandi áhugi
fundarmanna lá I loftinu.
Jónas og
landbúnaðarmólin
Eftir skörulega setningar-
ræðu Asgeirs H. Eiríkssonar
flutti Jónas Kristjánsson vand-
að erindi um landbúnaðarmál I
ákaflega samþjöppuðu formi,
sem geta má nærri, þar sem
ræðutími var bundinn við 20
mlnútur.
Eins og Jónas sagði I erind-
inu gengur dæmið upp I sjálfu
sér hjá honum. Samkvæmt
kenningu hans og útreikning-
um á þjóðarbúið ekki að þurfa
að leggja landbúnaðinum neitt
teljandi til, fjárhagslega — en
neytendur að hagnast verulega.
Jafnvel svo nemi einum til
tveim miljarðatugum árlega, ef
leið J.K. yrði valin.
Ljóst er, að sum mál land-
búnaðarins þarf að taka til sér-
stakrar endurskoðunar — og
telja sumir, að ýmsar af atbug-
unum og ábendingum Jónasar
muni koma að haldi I sambandi
við þá endurskoðun.
Hitt er svo annað mál, að
undirritaður er algjörlega
ósammála kjarna þeirrar hug-
myndafræði, sem mér sýnist að
liggi að baki ályktunargerðar
J.K. Hin hörðu fjárhagssjónar-
mið virðast mér ríkja um of á
hugmyndagrundvelli Jónasar.
Hin mannlegu og samfélags-
iegu framtíðar-sjónarmið eru
látin víkja. E.t.v. birtist hér eitt
dæmið um afstöðumun fram-
sóknarmanns, þ.e. undirritaðs,
og sjálfstæðismanns, sem hefur
þó þann heiðarleika og sjálfs-
virðingu til að bera að vera
ekki að fara 1 felur með hver
hann er. Hann setur arðgæfnis-
sjónarmiðin öðrum markmið-
Kjallarinn
Kristján Friðriksson
um ofar. Það er virðingarvert
að vera ekki I dulargervi.
En það er von mln, að Is-
lenska bændastéttin, sem á öfl-
ugu forystuliði á að skipa, finni
lausnir á vandamálum land-
búnaðarins, er leiði til góðra
sátta við landið sjálft og við
þjóðarbúskapinn.
En hér er ekki rúm til að
ræða efnislega hinar yfirgrips-
miklu og mjög svo róttæku til-
lögur Jónasar Kristjánssonar.
Ég er á móti fækkun bænda,
a.m.k. svo nokkru nemi — og
trúi þvi, að aukning geti orðið á
sumum sviðum landbúnaðar,
a.m.k. til jafns við það sem
kynni að þurfa að draga úr I bili
(t.d. vegna ofbeitar o.fl.) á viss-
um sviðum.
Aron og
leigugjöldin
Aron Guðbrandsson hélt
skörulegt erindi um kenningar
slnar. Semkunnugt er vill Aron
taka leigugjald 1 einhverri
mynd fyrir herstöðina á Mið-
nesheiði. Hann færir mörg og
skýr rök fyrir máli sínu, m.a.
tilfærir hann dæmi frá öðrum
þjóðum um þetta efni. Vafa-
laust á Aron allmarga fylgis-
menn. Góður rómur var gerður
að máli hans.
En þjóðin almennt állt ég, að
sé Aroni ekki sammála. Það er
undirritaður ekki heldur. Ég er
aftur á móti alveg sammála
margyfirlýstri stefnu Fram-
sóknarflokksins um að þjóð-
hættulegt sé að tengja efnahag
þjóðarinnar dvöl hersins hér I
landinu. Og ég tel, að I meginat-
'riðum sé stefna Sjálfstæðis-
flokksins hin sama 1 þessu efni.
Ef rétt er, að allt að 4% af
þjóðartekjum nú, séu runnar
frá varnarliðinu, tel ég að það
megi slst meira vera. Og allir
Islendingar held ég að hljóti að
vera sammála um að best væri
að mál skipuðust svo að hér
þyrfti ekkert varnarlið að
dvelja. Og sú stund gæti runnið
upp fyrr en varir I þessum
heimi hinna hröðu breytinga —■
og væri þá ekki hagstætt, að
efnahagslíf okkar væri mjög
tengt dvöl varnarliðsins hér.
Nei, við eigum auðvitað að lifa
á okkar eigin framleiðslu, og
það getum við auðveldlega gert.
Hitt er svo annað mál, að
Aron bendir réttilega á, að her-
stöð á þeim stað, sem hún er nú,
skapar okkur vissar hættur.
Almannavarnir þéttbýlisins
á suðvesturhornl landsins tel
ég að séu í fulikomnum ólestri.
Þar er ekki aðeins um að ræða
hættur, sem kynnu að skapast
af hernaðarátökum, heldur
einnig af völdum náttúruham-
fara. T.d. eru dæmi um mikla
jarðskjálfta á suðvestursvæð-
inu. Ráða verður skjótt bót á
almannavörnum þessa svæðis.
Annað væri vitavert andvara-
leysi. Mjög greiðfært flótta-
vegakerfi getur reynst Ilfsnauð-
syn. Eina eða fleiri vlðtækar
æfingar þyrfti síðan að viðhafa.
Sanngjarnt væri að félagar I
Nato tækju sameiginlega þátt I
aðgerðum til að bæta úr þessu
og kostuðu að slnum hluta. En
hér yrði aðeins um timabundn-
ar aðgerðir að ræða (einkum I
byggingu flótta-vega) og
mundu ekki hafa I för með sér
efnahagstengsl til frambúðar.
En sem bæjarstjóri eins af
þéttbýlissvæðum suðvestur-
hornsins ber S.S. vissa ábyrgð á
öryggi þess fólks, sem hefur
sýht honum trúnað með þvl að
gera hann að bæjarstjóra sln-
um. Hver skyldi vera afstaða
hans til almannavarna byggða-
lags hans?
Leó M. Jónsson —
um iðnaðinn
Leó M. Jónsson flutti snjallt
erindi á fundinum og sýndi
með ljósum rökum fram á, að
bæði landbúnaður og fiskveiðar
hafa I vissum skilningi runnið
skeið sitt á brautarenda — sem
atvinnugjafar 1 landinu, og geta
ekki tekið við neinni verulegri
fólksfjölgun um sinn — þó
margvísleg umbótaþróun hljóti
að verða innan beggja grein-
anna. Væri því ekkert um ann-
að að ræða en nýjan iðnað sem
atvinnugjafa handa þvi fólki,
sem við bættist árlega. Hann
sýndi einnig fram á hversu
herfilega iðnaðurinn hefur
verið vanræktur af stjórnvöld-
um og bankavaldi I landinu.
Hann krafðist jafnréttis við
aðra atvinnuvegi iðnaðinum til
handa — að þvl er snerti lána-
kjör og aðra fyrirgreiðslu.
Margt var mjög athyglisvert I
málflutningi Leós.
Athugasemd K.F.
í lok fundarins gerði undir-
ritaður athugasemd við eitt at-
riði I málflutningi Leós — og
nota ég tækifærið til að koma
þvl atriði á framfæri hér. Leó
krafðist jafnréttis iðnaðinum
til handa — við sjávarútveg og
landbúnað.
Min athugasemd er þessi: Ef
iðnaðurinn á að taka einn við
fólksfjölguninni, er þá ekki
augljóst, að hann verður að
njóta fyrirgreiðslukjara, langt
umfram hina atvinnuvegina,
sem hætta að taka við fólks-
fjölgun? Einnig vegna þess að
hann hefur áður búið við skarð-
an hlut.
Ig mun svara fyrir mig
í nœstu grein
I grein sinni virðist S.S. I
öðru orðinu vera að sýna sann-
girni, þar sem hann lætur sér
detta I hug að klukkutlma er-
indi kunni að tapa sér eitthvað
við það að vera stytt niður I 20
minútna erindi. En svo segir
hann að þarna, þ.e. 1 erindi
K.F., hafi skort veigamiklar
upplýsingar, sem þungt vega.
Var það furða?
En slðan býr hann sjálfur til
einskonar útdrátt úr erindi
mínu — með likingu, sem er
algjörlega fráleit og mjög svo
villandi.
Að. þessu mun ég vikja I
greinarkorni hér I blaðinu
slðar.
Kristján Friðriksson
iðnrekandi.