Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 7. NOVEMBER 1977. 15 (i þróttir róttir íþróttir Iþróttir Búbbi á sölulista Celtic — nef brotnaði í Innsbruck — Celtic sigraði Motherwell á laugardag á útivelli „Ég var settur á sölulista Celtic á iaugardag og frá því var skýrt i enskum og skozkum biöðum á sunnudag með talsverðum upp- siætti. Þá er þeirri óvissu lokið og mér leið strax betur á eftir. Held það hafi verið ástæðan til þess, að ég átti einn minn bezta ieik á leiktímabiiinu á laugardag, þegar Ceitie sigraði Motherwell," sagði Jóhannes Eðvaldsson, þegar Dag- LeeTrevino sigurvegari Lee Trevino, USA, sigraði með talsverðum yfirburðum á miklu golfmóti í Rabat í gær. Hlaut 15000 doilara í fyrstu verðlaun. Hann lék á 283 höggum. í öðru sæti varð Billy Casper, USA, með 287 högg. Þriðji Severiano Balle- steros, Spáni, á 289 höggum. Cur- tis Strange, USA, fjórði með 293 högg. Af öðrum keppendum má nefna, að Bretinn ungi Nick Fal- do varð áttundi ásamt landa sínum Peter Townsend. Báðir léku á 301 höggi og Tommy Aar- on, USA, varð í 14. sæti með 304 högg. • Ken Norton sigraði Jimmy Young á stigum í 15 lotu leik i Las Vegas á laugardag. Norton verður því næsti áskorandi Muhammad Ali og verður leikur þeirra að fara fram innan sex mánaða. Annars verður Ali sviþtur heimsmeistaratitlinum í þungavigt. • Kuwait og Suður-Kórea gerðu jafntefii í Asíu-riðli heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu á iaugardag 2-2. Leikið var í Kuwait. Astralía og Suður- Kórea hafa sjö stig eftir sex leiki — og íran er með sama stiga- fjölda en aðeins eftir fjóra leiki. Kuwait hefur fimm stig úr fimm leikjum. Hong Kong ekkert. • Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum 1972 verður haidið í Aþenu. Það var ákveðið á fundi frjálsíþróttasambands Ev- rópu á föstudag. Edinborg, Skot- landi, Miinchen. V-Þýzkalandi, og Lille, Frakklandi, sóttu einnig um að fá að halda mótið. Karl Sveinsson til Standard Karl Sveinsson, framherj- inn kunni í knattspyrnuliði Vestmannacyja, fer nk. föstudag til Belgíu og mun æfa einn mánuð með Stand- ard Liege, liðinu, sem As- geir Sigurvinsson leikur með. Karl mun dvelja hjá Asgeiri í Liege. Karl Sveinsson er 21 árs og einn efnilegasti knatt- spyrnumaður Vestmanna- eyja. Stór og stæðilegur pilt- ur og leikinn vel. Tveir eldri bræður hans eru kunnir knattspyrnumenn, Arsæll SveinSson, scm lengi varði mark ÍBV, en vinnur nú i Danmörku, og Sveinn Sveinsson. Ekki þarf að efa, að Karl mun hafa mjög gott af dvölinni hjá Standard og verður vel undirbúinn fyrir næsta keppnistímabil hér. RS biaðið ræddi við hann í gær og hann bætti við: „Ég var farinn að haida að Jock Stein ætiaði ekkert að gera í málinu. Það er talsvert síðan ég fór fram á að fá tækifæri til að fara frá félaginu." „Það er ekki gott að segja hvað framundan er en ég hef haft frétt- ir af, að tvö topplið í Vestur- Þýzkalandi hafi áhuga á mér og ég hef sagt það áður, að ég hef áhuga á að komast í knattspyrn- una á meginlandinu. Nú er að bíða og sjá hvað skeður," sagði Jóhannes. Eg var að frótta að þú hefðir nefbrotnað? „Já, ég fékk mikið högg ofar- lega á nefið í Evrópubikarleikn- um í Innsbruck á miðvikudaginn og nefbrotnaði. Það var anzi slæmt fyrst og blæddi talsvert. En þetta komst einhvern veginn saman og ój> fó’- <■ k k i ú« af. Hélt klút fyrir nefinu og það hætti að blæða. Síðan dofnaði allt og ég lék til loka. Atvikið átti sér stað um miðjan fyrri hálfleikinn og-staðan var þá orðin slæm hjá Celtic. Innsbruck-liðið skoraði þrjú mörk á fyrstu 20 mínútunum og tryggði sér þar með rétt i næstu umferð — samanlagt 4-2. Eins og Celtic- liðið leikur núna hefur það ekk- ert að gera í Evrópukeppni." Þú lékst á laugardag þrátt fyrir nefbrotið? „Þá, það eru mikil meiðsli hjá Celtic og það var ekki annað að gera en að leika. Mér gekk prýði- lega og nefnið angraði mig ekki. En auðvitað er þetta hættulegt. Það má ekkert út af bregða. Við áttum að vinna með meiri mun. Peter Latchford, markvörður Cel- tic, átti aldrei að fá á sig þessi tvö mörk í leiknum. Fyrirgjafir þar sem hann átti að taka boltann úti í teignum. En hann fraus á mark- línunni í báðum tilfellum og hreyfði sig ekki þegar skallað var í mark. Ekkert mark var skorað í f.h. en á 49. mín. skoraði Joe Craig fyrir Celtic. Það liðu aðeins tvær min. þar til Colin McAdam — bróðir Tom hjá Celtic — jafn- aði fyrir Motherwell. A 63. min. kom O’Rourke Motherwell yfir en Craig jafnaði á 67. mín. Rétt fyrir leikslok skoraði Roddy MacDon- ald sigurmark Celtic. Hann skall- aði á markið og ég stóð á marklín- unni og ýtti knettinum yfir mark- línuna'þegar hann var að fara í markið. Þá hrópaðí Roddy. „Jóhannes, þú getur ekki tekið þetta mark af mér. Ef þú gerir það þá nefbrýt ég þig aftur.” „Allt í lagi,“ sagði ég, „þú mátt eiga markið," og síðan skellihlóg- um við báðir. Það var bara gaman að þessu,” sagði Jóhannes að lok- um. Þess má geta að leiknum var lýst í heild í skozka útvarpinu og þar fékk Jóhannes mikið hrós fyrir leik sinn. Oft var talað um snilldarsendingar hans. Lið Celtic var þannig skipað: Latchford, McAdam, Lynch, MacDonald, Munro, Aitken, Eðvaldsson, Glavin, Doyle, Craig og Wilson. Celtic hefur fengið nýjan leik- mann, Joe Phillipe frá Ayr. Brian McLaughlin hjá Celtic var látinn í skiptum og 15-20 þúsund pund borguð á milli — en Brian skoraði sigurmark Ayr gegn Celtic á laugardag. Urslit í leikjunum í úrvaldsdeildinni urðu þessi: Ayr — St. Mirren Clydebank — Hibernian Dundee Utd. — Aberdeen Motherwell — Celtic Rangers — Partick 3-2 1-0 0-1 2- 3 3- 3 Staðan er nú þannig Rangers 12 8 2 2 29-16 18 Aberdeen 12 7 3 2 20-11 17 Dundee Utd. 12 6 2 4 15-8 14 Partick 12 6 2 4 18-18 14 Celtic 12 5 1 6 17-17 11 St. Mirren 12 4 3 5 18-20 11 Motherwell 12 4 2 6 17-17 10 Hibernian 12 4 1 7 10-12 9 Ayr 12 4 1 7 14-23 9 Clydebank 12 2 3 7 9-24 7 Símon Unndórsson kominn i skotfæri gegn lR í Reykjavíkurmótinu í handknattleik. AN FIMM LANDSLIÐSMANNA SIGRAÐIVALUR LIÐ FRAM — í Reykjavíkurmótinu íhandknattleik. ÍR sigraði KR, Víkingur Leikni og Þróttur Fylki ÍR kom talsvert á óvart með sigri gegn KR í Reykjavíkurmót- inu á laugard. Sér í lagi ef haft er í huga að ÍR-ingar voru án Brynjólfs Markússonar. KR hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik — og var yfir í leikhléi 10-9. í upphafi síðari hálfleiks náði KR tveggja marka forustu — 11-9, en ÍR náði að jafna 14-14 — sigla siðan framúr 17-14 og KR náði ekki að ógna sigri ÍR, 24-20. Vikingur mætti 2. deildarliði Leiknis á laugardag — og sigraði 29-23. Gárungarnir höfðu á orði að þarna færi B-lið Víkings gegn C-liði Víkings, jú, svo margir leik- manna Leiknis hafa leikið með Víkingi áður. Víkingur var án 8 fastamanna félagsins — aðeins Páll Björgvinsson, Ólafur Jóns- son, Jón G. Sigurðsson og Eggert Guðmundsson léku. Leiknir var án Harðar Sigmarssonar og þar var skarð fyrir skildi — jafnt var framan af fyrri hálfieik, 8-8, en eftir það náði Víkingur frum- kvæðinu, hafði yfir í ieikhléi 14- 10. Víkingur, með marga athyglis- verða unga leikmenn innanborðs, sigraði síðan örugglega 29-23 — sigur, sem í raun var aldrei í hættu en siök dómgæzla setti mörk á leikinn. Þróttur og Fylkir — einu ósigr- uðu liðin í 2. deild mættust í Reykjavikurmótinu á laugardag Skipstjórínn skoraði sjö mörk fyrir Þór! — þegar Vestmannaeyjaliðið vann Aftureldingu í 3. deild Þegar Þórarinn Ingi Ölafsson, skipstjóri á Suðurey í Vest- mannaeyjum og áður fyrr kunnur landsliðsmaður í handboltanum með Víking, kemur i land bfegður hann sér oft í leiki með Þór — og æfir, þegar sjómennsk- an er ekki i veginum. Þegar Þór lék við Aftureldingu í 3. deild á laugardag var Þórar- inn skipstjóri mest áberandi leik- maðurinn í liði Þórs og skoraði sjö mörk. Framan af ieiknum var leikur- inn jafn. Staðan í hálfleik 8-7 fyrir Þór. I s.h. réðu Þórsarar lögum og lofum á vellinum. Leiknum lauk með góðum sigri Þórs, 22-16. Eins og áður segir skoraði Þórarinn 7 mörk. Herbert Þor- leifsson skoraði sex mörk fyrir Þór — öll úr vítum — og Hannes Leifsson, áður Fram, fimm. RS Þróttur sigraði nokkuð örugg- lega, 24-19 eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 9-7. 1 gærkvöld léku Valur og Fram — Valsmenn án fimm landsliðs- manna sigruðu 14-13 eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 9-6. Þrátt fyrir fjarveru landsiiðsmannanna höfðu leikmenn Vals ávallt undir- tökin i leiknum með Gisla Blöndal, Bjarna Jónsson, Stefán Gunnarsson og Steindór Gunnars- son í broddi fylkingar. Þrír leikir fóru fram i kvenna- flokki — Fram sigraði Val í gær- kvöld 13-9 — KR sigraði Armann 10-5 og Þróttur sigraði tR 12-9. - h halls Forskot Lugi fjögur stig Lugi vann góðan sigur á Hellas, sænsku meisturunum í hand- knattleik, í Lundi í gærkvöld 22- 15 og hefur nú orðið fjögurra stiga forustu í Allsvenskan eftir fimm umferðir. Lugi hefur sigrað i öllum leikjum sinum og er með tiu stig. Drott tapaði á heimavelli i gær fyrir AEK og er ásamt AEK, Hellas og Kristianstad með sex stig. Jón Hjaltalín lék með Lugi í gær og átti margar línusendingar, sem gáfu mörk. Atti prýðilegan leik þó hann skoraði ekki mörk sjálfur í leiknum. Það erfáttsem ekkifœstí Glæsibæ\ VERZLANIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.