Dagblaðið - 07.11.1977, Blaðsíða 32
„Krossapróf” sjálfstæðismanna:
ARONSKANINNI - EKKIMA
SPYRJA UM LANDBÚNAÐINN
„Samkomulag náöist ekki
milli mín og þriggja manna
nefndar, sem kosin var til að
ræða við mig um orðalag spurn-
ingarinnar um landbúnaðar-
rnálin," sagði Ásgeir Hannes
Eiríksson verzlunarmaður í
morgun. Hann hugðist fá
spurningar um landbúnaðar-
mál og aronsku samþykktar í
skoðanakönnunina, sem verður
samfara prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Reykjavík.
„Spurningin er því dottin út.
Þeir vildu aðeins að spurt yrði
hvort menn vildu fella niður
annað hvort útflutningsupp-
bætur eða niðurgreiðslur. Mér
þótti ekki nóg að hafa aðeins
annað. Það gæfi ekki rétta
mynd af afstöðunni til land-
búnaðarstefnunnar," sagði Ás-
geir.
Stjórn fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna kaus þrjá
menn til að semja við Ásgeir
um, hvernig spurningar hans
skyldu orðaðar. Samkomulag
náðist um spurningu um ar-
onsku. Hún skyldi orðuð
þannig' Eruð þér hlynntur
því, að varnarliðið taki þátt í
kostnaði við þjóðvegagearð hér
á landi?
Biður um lengri frest
Enn er ekki búið að ganga
frá öllum fimm spurningunum,
sem verða í skoðanakönnun-
inni. Þar sem* landbúnaðar-
spurningin dettur út vantar
eina upp á að fimm séu komn-
ar. Búizt er við, að sú fimmta
verði spurning um frjálsan út-
varpsrekstur.
Áður hafði náðst samkomu-
lag um spurningar um lækkun
kosningaaldurs, bjórinn og,
með fyrirvara, um hvort
stjórnarráð skyldi vera í mið-
bænum, en það er spurning
sem á að beinast að kaupum á
Víðishúsinu.
Asgeir kvaðst hafa beðið um
framlengingu frests til undir-
skriftasöfnunar. Akveðið hafði
verið, að skila skyldi nægileg-
um undirskriftum eigi síðar en
10. nóvember, 300 flokksbundn-
um sjálfstæðismönnum. Þegar
orðalag spurninga hefur verið
endanlega samþykkt, eiga höf-
undar þeirra enn eftir að safna
þorra þeirra undirskrifta, sem
til þarf. Asgeir sagði að í
Reykjavík mundu vera 8000
flokksbundnir sjálfstæðis-
menn. Hann hefði enga félaga-
lista svo að erfitt væri að ná
tilskyldum fjölda á skömmum
tíma. Litlar undirtektir hefðu
orðið við auglýsingu hans í
blöðum, þar sem menn voru
beðnir að senda inn undir-
skriftir.
- HH
Fyrsta hálkan
og allir á
dekkjaverk-
stæðin
Á laugardaginn kom fyrsti
snjórinn í Reykjavík og þá
rnyndaðist töluverð hálka á
götum. Samstundis flykkt-
ust menn á dekkjaverk-
stæði til þess að skipta um
hjólbarða á bílum sínum og búa
þá undir vetraraksturinn.
Það er eins í ár og undanfarin
ár að menn bíða eftir fyrstu hálku
áður en þeir skipta um dekk. Svo
mikil var örtröðin á sumum
stöðum að menn urðu jafnvel að
fara út á götu til þess að skipta.
Eftirtektarvert er hve margir set-
ja naglalaus snjódekk undir bíla
sína núna, enda hefur gatnamála-
stjórinn í Reykjavík beint þeim
tilmælum til manna, vegna þess
hve nagladekkin slíta götunum
illa. JH
DB-mynd Sveinn Þormoðsson
Prófkjör Alþýðuf lokksins:
Vilmundur fékk fullt hús
óstyrkur en ekki vanstilling hjá f rambjóðendum
Vilmundur Gylfason fékk fullt
hús í Áttahagasal Hótel Sögu á
laugardaginn. Þar kom fram sú
skoðun, að menn ættu að styðja
þá Vilmund og Benedikt Gröndal
í prófkjörinu til alþingiskosninga.
DB hefur áður skýrt frá því í frétt
að fylgismenn þessara tveggja
frambjóðenda væru að fallast í
faðma. Að einhverju leyti virðist
þetta vera rétt.
Þó er vitað um, að sumir fylgis-
menn Vilm. telja þetta mestu
fjarstæðu. Yfirleitt vilja fylgis
menn einstakra prófkjörsfram-
bjóðenda ekki kannast við neina
opinbera samvinnu á milli þeirra.
Greinilegur óstyrkur er í flest-
um frambjóðendum, þótt engan
veginn geti. það kallazt
vanstilling. Þrír þeirra hafa
kosningaskrifstofur: Benedikt
Gröndal, Eggert G. Þorsteinsson
og Vilmundur Gylfason.
A.m.k. Benedikt hefur þegar
sent út bréf þar sem hann mælist
til vináttu og stuðnings. Von er á
slíkum bréfum frá öðrum fram-
bjóðendum. Þá hefur heyrzt að
Benedikt eða stuðningsmenn
hans ætli að gefa út blað honum
til styrktar í talsverðu upplagi eða
30 þúsund eintökum.
Ekki hefur borið á því, að
skipulegir hópar í andstæðinga-
flokkum Alþýðuflokksins ætli að
reyna að hafa áhrif á prófkjörið.
Fyrir þessu hafa þó frambjóð-
endur mjög opin eyru. Þeir gera
sér grein fyrir þeirri hættu sem
lltlum flokki gæti stafað af
slíkum afskiptum í galopnu próf-
kjöri. Telja raunar sumir þeirra
að það hafi þegar sannazt í
þeim prófkjörum sem lokið er. .
Aðrir telja allt tal um slík utan-
aðkomandi áhrif ýkjur einar.
Frambjóðendur og flokkurinn
hafi einfaldlega notið þeirra at-
hygli, sem prófkjör hans hefur
vakið.
Ennþá bendir flest til þess, að
þátttakendur í prófkjörinu kjósi í
efsta sæti þann manna, er þeir
vilja helzt styðja. Engin leið sé til
þess _að skipuleggja samvinnu
tveggja eða fleiri frambjóðenda. I
fyrsta sæti eru þeir Benedikt
Gröndal, Eggert G. Þorsteinsson,
Sigurður E. Guðmundsson og Vil-
mundur Gylfason, í 2. sæti eru:
Bragi Jósepsson, Eggert G. Þor-
steinsson, Sig. og Vilmund-
ur. í 3. sæti eru svo Bragi,
Jóhanna Sigurðardóttir og
Sigurður. BS
Prófkjör
sjálfstæðismanna
íReykjavík:
Leysist vandi kjör-
nef ndar í hádeginu?
Prófkjörslisli sjálfstæðis-
manna í Reykjavík verður lík-
lega endanlega ákveðinn og frá-
genginn í dag. Til viðbóta þeim
nöfnum, sem áður hafa verið
nefnd, hafa þessi bætzt á list-
anrt: Hinrik Bjarnason, form.
Æskuýðsráðs, Páll S. Pálsson
hrl., Sveinn Björnsson verk-
fræðingur, Guðlaugur Berg-
mann, kaupmaður (Karnabæ),
Karl Þórðarson, verkamaður,
Gúnnar S. Björnsson verkamað-
ur.
Mjög hefur verið leitað eftir
þvi við Kristján J. Gunnarsson
fræðslustjóra að hann gefi kost
á sér. Hafði hann ekki orðið við
tilmælum kjörnefndar, þegar
DB frétti síðast.
Gunnlaugur Snædal læknir,
hafði heldur ekki gefið svar,
þegar síðast fréttist, en fast
hefur verið leitað á hann að
fara í prófkjörið.
Ölafur B. Thors borgarfull-
trúi er einn þeirra manna, sem
mjög var skorað á að fara í
nf-iSflriöriít AkvÖrðlin hanc var
ef ul vill vandasamari en
margra annai ra, þar sem hann
varð aðvelja um það I' u i
hann yrði áfram í borgarstj.
eóa læri i alþingisframboð.
Hefði hann gefið kost á sér í
alþingisprófkjör, hefði hann
ætlað sér þar í fremstu víglínu
fast við hliðina á núverandi
kjörnum þingmönnum flokks-
ins. Hann mun hafa hafnað
boði um sæti á prófkjörslistan-
um á síðustu stundu.
Aðrir, sem verða á listanum,
eru: Geir Hallgrímss. Gunn-
ar Thoroddsen, Ragnhildur
Helgadóttir, Pétur Sigurðsson,
Ivllert B. Schram, Albert Guð-
mundsson, Guðmundur H.
Garðarsson, Björg Einarsdóttir,
Friðrik Sófusson, dr. Jónas
Bjarnason, Kristján Guðbjarts-
son, Sigfús J. Johnsen, Bergljót
Halldórsdóttir. Elín Pálma-
dóttir, Erna Ragnarsdóttir,
Geirþrúður Hildur Bernhöft,
Geir R. Andersen, Haraldur
Blöndal og Sigurður Angantýs-
son. Prófkjörslistinn er þegar
sprunginn út fyrir lágmarkið,
32 menn. Verða á honum allt að
48 menn.
- BS
frfálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 7. NÖV. 1977
Róstusöm
helgi íEyjum
— snjór yfir öllu
ímorgun
Nokkuð róstusamt var i Vest-
mannaeyjum um helgina og
drykkjuskapur meiri en vanalega
samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í morgun. Eftir að dansleik
lauk á laugardagskvöld létu menn
hnefana skera úr ágreiningsmál-
um sínum sem lyktaði með því að
einn maður rotaðist og var fluttur
á sjúkrahúsið. Öróaseggirnir
spörkuðu upp hurð á. fiskbúðinni
og brutu fjórar rúður í hurð á
fataverzlun.
Ekki sagðist lögreglan kunna
skýringar á þessum ólátum en
óvenjumargir bátar voru í höfn-
inni.
Seint I gærkvöldi fór að snjóa í
Eyjum og var hvítt yfir öllu í
morgun. Á nýja hrauninu hverfur
snjórinn þó víðast hvar strax en á
stöku stöðum eru kaldir blettir
þar sem snjór nær að festast.
- A.Bj.
Ókuölvaðir
frá slösuðum
vegfarendum
Ekið var á tvo gangandi vegfar-
endur eftir að dansleik lauk
í Sigtúni við Suðurlandsbraut
aðfaranótt laugardags. öku-
maðurinn stakk af. Hann
náðist þó skömmu síðar og
reyndist undir áhrifum á-
fengis. Einnig var ekið á unga
stúlku þar sem hún var á gangi á
Suðurlandsbr. nálægt Vegmúla
Sá ökumaður stakk einnig af,
náðist síðar og reyndist ölvaður.
Þá var ekið á konu í Lækjar-
götu í gærdag, en konan slapp
með litilsháttar meiðsli.
Fjölmargir árekstrar, eða tuttugu
og átta, urðu á föstudaginn, en
þá voru akstursskilyrði með bezta
móti í höfuðborginni en umferð
aiveg gríðarlega þung. A laugar-
daginn urðu árekstrarnir tuttugu
og þrír en þá hafði snjóað og
nokkur hálka á götunum. A
sunnudag urðu árekstrarnir átta.
Strandaði
íHornafirði
Færeyskur bátur, Bláfossur,
strandaði innan við ósinn á Höfn í
Hornafirði á laugardagsmorgun.
Báturinn, sem er um 180 tonn, var
að koma inn að ná í beitu og ís en
lenti of innarlega og strandaði.
Að sögn Eymundar Sigurðssonar
hafnsögumanns þykir það varla
fréttaefni þótt bátar strandi
þarna, því það er alltaf að
koma fyrir annað slagið. Botn
er þarna mjúkur, sandur og leir.
Bláfossur var dreginn aftur á
flot siðdegis í gær og var hann
óskemmdur. Eymundur sagði að
það hefði aldrei komið fyrir að
bátar skemmdust þó þeir strönd-
uðu þarna og lægju allt að viku.
Ahöfnin var um borð allan
tímann, enda er þarna stillt eins
og á heiðartjörn að sögn Ey-
mundar hafnsögumanns.
JH
Dagblað
án ríkisstyrks