Dagblaðið - 08.11.1977, Blaðsíða 1
3. árg. — ÞRIÐJUDAGUR 8. NÖVEMBER — 248. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 2. — AÐALSÍMI 27022.
Utanríkisráðherra
um frétt DB
um vanbúnað
„Vallarins”:
9f
Ég veit að flugvél-
amar em gamlar”
„Ég veit að flugvélarnar eru
gamlar. Þetta hefur lengi verið
ljóst og verið til umræðu að
endurnýja þær,“ sagði Einar
Ágústsson utanríkisráðherra í
morgun um frétt Dagblaðsins í
gær, þar sem vitnað er í grein í
tímaritinu Aviation Week &
Space Technology. Hermálarit-
stjóri blaðsins segir meðal ann-
ars að sovézk þota gæti i lág-
flugi eyðilagt öll hernaðar-
mannvirki á Keflavíkurflug-
velli, áður en þoturnar þar
væru búnar að hefja sig á loft.
Utanrikisráðherra kvaðst
vantrúaður á fréttir um að rat-
sjárkerfi vallarins væri óvirkt.
Hann teldi næsta óliklegt að ein
sovézk þota kæmist I gegn og
gæti eyðilagt allt.
„Ég hef oft sagt áður að ég er
ekki herfróður maður,“ sagði
utanríkisráðherra. „Ég hef les-
ið umrædda grein en ekki enn-
þá gert neitt sérstakt I að kanna
sannleiksgildi hennar." Utan-
ríkisráðherra sagði hins vegar
að ef til vill væri nú ástæða til
að gera slíka könnun. - HH
manna:
„ENGINN TÍMITIL AÐ DREIFA USTUM”
„Það er enginn tími til að
dreifa neinum undirskriftalist-
um,“ sagði Asgeir Hannes
Eiríksson verzlunarmaður í
morgun. Hann er einn þeirra,
sem safnar undirskriftum fyrir
spurningar sem eiga að verða í
skoðanakönnun samfara próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins f
Reykjavík.
„Langskynsamlegast er, ef
menn vilja mæla með spurn-
ingu, að þeir sendi meðmælin
stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík," sagði
Ásgeir. Aðstandendur fjögurra
af fimm spurningum, ,sem
undirskriftum er safnað fyrir,
hafa beðið um að horfið verði
frá hinum ströngu skilyrðum
um undirskriftir, þannig, til
dæmis, að ekki þurfi undir-
skrift 300 flokksbundinna
sjálfstæðismana. Til greina
kemur að 300 manna verði ekki
krafizt þótt það hafi ekki verið
samþykkt enn.
Asgeir beitir sér fyrir
tveimur spurningum, um ar-
onsku, það er að varnarlið taki
þátt f kostnaði við þjóðvega-
gerð, og frjálsan útvarpsrekst-
ur. Sími Ásgeirs er 74575. Har-
aldur Blöndal er með spurn-
ingu um Víðishúsið sem er
þannig orðuð nú: Eruð þér
hlynntur þvf að aðsetur ráðu-
neytanna verði f gamla mið-
bænum svonefnda? Símar Har-
alds eru 19193 og 22144. Böðvar
Einarsson er með spurningu
um bjórinn. Sfmi hans er 72774.
Þá má hafa samband við
Anders Hansen, sem er einn
aðstandenda spurningar um
lækkun kosningaaldurs í 18 ár,
á skrifstofu Sambands ungra
sjálfstæðismanna, Sjálfstæðis-
húsinu.
Enn hefur stjórn fulltrúa-
ráðsins aðeins samþykkt orða-
lag sumra spurninganna með
fyrirvara, til dæmis spurning-
arinnar um ráðuneytin.
- HH
„Krossapróf”
sjálfstæðis-
„Ef leiðist mér heima ég
labb'on’á Tjörn“...segir í gömlu
skemmtikvæði. Þessar sætu
stelpur löbbuðu sér þó ekki
ofan á Tjörn heldur vestur á
MelavöII þar sem ágætisskauta-
svell var f gær. Þær héita f.v.
Gudda, Sigríður, Helga og
Kristín. DB-mynd Sveinn.
A.Bj.
Fangarnir
í Síðumúla
járnaðir
og settir
í poka
- Sjá bls. 4-5
Landið var
selt 4. aprfl
1949
— Sjá kjallaragrein
Ásgeirs Hannesar
Eiríkssonar
á bls. 10-11
Ók skjótandi
um stræti
New Orleans
— Sjá erlendar
fréttir á
blaðsíðum
6 og 7
ffl
►agur fn-
merkisins”
Dagur frímerkisins er i dag,
8. nóvember. Slíkan dag
hafa íslenzkir frímerkja-
safnarar haldið hátíðlegan
siðan 1960. Fyrsti „dagur
frímerkisins" var haldinn i
sambandi við Frímerkjasýn-
ingu æskulýðs. Þá lét póst-
málastjórnin gera sérstakan
póststimpil, sem helgaður
var degi frimerkisins og
hefur sá háttur verið á hafð-
ur æ síðan.
Borun við Kröflu
Vísvitandi misskiln-
ingur ráðherra
í viðtali við Valgarð
Stefánsson eðlisfræðing f út-
varpsfréttum f gær kom
fram að ekki væri unnt að
hefja borun vinnsluholna
við Kröflu fyrr en á árinu
1979. 1 sjónvarpsumræðum
síðar f gærkvöldi lýsti
Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra því yfir að
þetta væri rangt og hægt
væri að hefja borun strax ef
þvf væri að skipta. Dag-
blaðið bar þessi ummæli ráð-
herrans undir Valgarð
Stefánsson f morgun.
Valgarður sagði að
iðnaðarráðherra hefði vilj-
andi misskilið orð sfn. Hér
væri spurning um skilgrein-
ingu á orðunum vinnsluhola
og rannsóknarhola. Enginn
munur væri á gerð slíkra
holna. Það væri hægt að
byrja að bora strax ef fjár-
magn fengist, en samkvæmt
þeim rannsóknum sem
— segir
Valgarður
Stefánsson
gerðar hafa verið ætti að
bora næst austan við nú-
verandi borsvæði. Þar yrði
borað f svæði sem ekki hefur
verið borað f áður. Þær
boranir yrðu þvf könnun á
þessu nýja svæði.
JH