Dagblaðið - 08.11.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.11.1977, Blaðsíða 7
DACiBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1977. 7 VERKFÖLL í BRETLflNDI: Rafmagnsmenn til vinnu — brunaverðir í verkfall t gær hófst þjálfun her- manna í Bretlandi í eldvarnar- störfum en brunaverðir um allt landið hóta nú í fyrsta skipti allsherjarvinnustöðvun. Ríkisstjórnin ákvað að kveðja til herinn ef þörf yrði og var ákvörðunin tekin á sérsök- um ríkisstjórnarfundi, sem haldinn var þegar fréttist að brunaverðir hefðu samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu að hefja verkfall frá og með næsta mánudegi. Verkfallið er boðað til að leggja áherzlu á kröfur þeirra um 40% launahækkun og þá hækkun vilja þeir fá strax. Ekki blæs því sérlega byr- lega fyrir launastefnu Verka- mannaflokksstjórnarinnar en samkvæmt henni mega launa- hækkanir ekki verða meiri en 10%. í þessu sambandi má benda á að kolanámumenn hafa krafizt 90% kauphækkunar. Callaghan forsætisráðherra hefur lagt á það sérstaka áherzlu, að launahækkanir verði ekki óhóflegar. Höfuðmarkmið efnahags- stefnu hans er að auka þjóðar- framleiðsluna og tryggja fulla atvinnu og til að svo megi verða segir Callaghan að laun megi ekki hækka úr hófi fram. Verkfallshótun brunavarða kom nærri jafnhliða tilkynn- ingu frá starfsmönnum við orkuver landsins um að þeir ætluðu að hætta hægagangs- vinnu sinni og raforkuver Bret- lands yrðu nú rekin með fullum afköstum. Síðustu viku hefur stöðugt verið rafmagnsskortur hjá tveim af hverjum fimm brezk- um fjölskyldum vegna aðgerða starfsmannanna. Ætla þeir að hefja störf áf fullum krafti á morgun að viss- um skilyrðum uppfylltum. Talsmaður þeirra sagði að þeir teldu að almenningur hefði þolað nóg vegna aðgerða þeirra en í gær bárust fregnir af konu sem lézt á skurðarborði sjúkrahúss, er rafstöð þess bil- aði. Margt er það sem hrjáir land hcnnar hátignar Elísabetar Bretadrottningar. Ekki eru starfsmenn orkuverka fyrr komnir úr verkfalli en bruna- verðir hóta að fara í verkfall. Annars er myndin tekin um borð í Concorde-þotu, sem flutti drottninguna heim frá heimsókn í Vestur-Indíum. Ferðin tók ekki nema þrjá klukkutíma og 42 mínútur en vegalengdin er 3.686 mílur. Pentagon sparar orkuna, brennir leyniskjölunum Nú þarf ekki lengur að brenna hernaðarleyndarmálin til að koma í veg fyrir að óvinurinn lesi þau og síðan láta eldinn og reykinn rjúka út í loftið. Nýjustu endurbæturnar þeirra í Pentagon, höfuðstöðv- um hermálaráðuneytis Banda- ríkjanna, eru þær að allur pappír sem eyðileggja á í stofn- uninni fer 1 sérstaka brennara, sem síðan framleiða hita og heitt vatn, sem notað er til að halda hita á starfsfólkinu og sjá því fyrir heitu vatni. Nýi brennarinn fær um það bil tíu tonn af pappír hvern dag og sér nú þegar fyrir nærri fjórðungi af hitaþörf og heitu vatni, sem Pentagon þarfnast. Fundarboð Haustfagnaður Snar- fara, félags sportbáta- eigenda, verður hald- inn í húsi Slysavarna- félags Íslands á Grandagarði í kvöld kl. 21.00. Fundarefni: 1. Sumarstarfið og það sem framundan er. 2. Staða hafnarmáis- ins skýrð og rædd. 3. Innritun nýrra fél- aga. Allir smábátaunnendur velkomnir Sýnum samstöðu og fjölmennum Takið með ykkur gesti Stjörnin Bretland: Konur dreymir kynlífið mest Kynlífið er algengasta draumaefni kvenna, sam- kvæmt könnun sem brezkt kvennablað gerði og birti niðurstöður úr í gær. Samkvæmt könnun blaðs- ins hins þekkta „Womans’s Own“ er annað algengasta draumaefnið að konurnar séu á flótta undan ein- hverju. Könnunin fór þannig fram að lesendur blaðsins, sem dreift hefur verið í meira en 1,5 milljóna upp- lagi, voru beðnir að svara spurningum um drauma sína. Bárust svör frá 10.000 losendum. 10.422 18 — 1.000.000.- 500.000, 200.000, 100.000, 50.000, 10.000, 50.000 — 9.000.000, 4.500.000, 1.800.000, 27.900.000, 39.150.000, 93.330.000, 175.680.000,— 10.440 176.580.000 — Gleymið ekki að endurnýja! Það verður dregið í 11. flokki fimmtudaginn 10. nóvember. - HAPPDRÆTTl HÁSKÖLA ÍSLANDS Tvö þúsund milljónir í boÓi í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.