Dagblaðið - 08.11.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÖVEMBER 1977.
BÍLAPARTASALAN
Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar
tegundir bifreiöa, til dæmis:
Cortina ’68 Oldsmobil V-8
Hillman Hunter ’68 Rambler Classic V-8
Vauxhall Viva 70 Dodge Dart
Skoda S-100 72
Einnighöfum við úrval af kerruefni,
til dæmis undir vélsleöa.
Sendum um allt land.
BÍLAPARTASALAN
Höfdatúni 10-Simi 11397
JaZZBOLL©CC8l<ÓLÍ BCTU,
Dömur
athugið
Síðasta nómskeið
fyrir jól hefst 14. nóv.
5 vikna nómskeið.
IflMffl/mM
d
• Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri.
• Morgun-, dag-og kvöldtimar.
• Tímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku.
• Sérstakir matarkúrar fyrir þær sem eru í megrun.
• Sérflokkur fyrir þær sem vilja rólegar og iéttar
æfingar.
• „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufóik.
• Sturtur — sauna — tæki — ljós.
Uppiýsingar og innritun í síma 83730.
k._
jazzBaLLeCCQkóLi Bánu
Laus staða
Staða rannsóknarmanns í veðurfars-
deild Veðurstofu íslands er laus til
umsóknar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi stúd-
entspróf úr stærðfræði- eða eðlis-
fræðideild eða hliðstæða menntun.
Nánari upplýsingar gefnar í veður-
fræðideild Veðurstofunnar kl. 9—12.
Laun samkvæmt kjarasamningi ríkis-
ins við stéttarfélag opinberra starfs-
manna.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun
og fyrri störf þurfa að hafa borist
fyrir 28. nóv. 1977.
Veðurstofa Islands.
Nýkomið!
Tækifærís-
fatnaður
Bízubúðin
SkipholtiS
Sími
26250
BANDARÍKIN:
Byssuóðurí
New Orleans
Skotóður svertingi drap konu
sína og stökk síðan upp í bifreið
og hleypti af á báða bóga.
Atburðurinn varð I New
Orleans og lauk ekki fyrr en
skotfærin voru búin. Þá hafði
maðurinn sært níu manns auk
eiginkonu sinnar sem lézt sam-
stundis.
Sagt er að þrjú af fórnar-
dýrum skotmannsins, sem er
þrjátíu og fimm ára gamall, séu
illa haldin á sjúkrahúsi.
Leikurinn hófst við heimili
hjónanna en þar skaut hann
eiginkonu sína og annan mann
en ók síðan á brott.
Stundarfjórðungi síðar særði
hann þrjá karlmenn. sem sátu á
bekk í skemmtigarði í franska
hluta New Orleans.
Þaðan hélt sá skotglaði yfir í
verzlunarhverfi borgarinnar og
létti ekki skothríðinni þar fyrr
en hann var búinn með skot-
færin.
Hafði hann farið inn á skrif-
stofu verðbréfasala og sært þar
fimm manneskjur en þar lauk
líka leiknum.
Lögreglan yfirbugaði hann
og handsamaði.
Ekki hefur fengizt nein
skýring á skothríð mannsins.
BANDARÍKIN:
Hjartveik en
varð að bíða
eftir leyfi
í sex mánuði
Tíu ára gömul stúlka frá
Pakistan sem þjáist af hættu-
legri hjartveiki fékk loks leyfi
til að fara til aðgerðar í Banda-
ríkjunum eftir sex mánaða bið
eftir vegabréfsáritun.
Að sögn ættingja stúlkunnar
hafði henni tvisvar verið
neitað um áritun, en hún á að
vera í umsjá frænku sinnar
meðan hún verður í Bandaríkj-
unum.
Fulltrúar bandaríska sendi-
ráðsins I Karachi segja þetta
ekki rétt. Umsóknum vegna
stúlkunnar hafi aldrei verið
hafnað heldur aðeins sendar til
Washington til athugunar.
Ættingjarnir segja frænku
stúlkunnar í Bandaríkjunum
þegai1 hafa samið um uppskurð
vegna hjartagallans í sjúkra-
húsi í New Jersey.
Einnig hafa borizt fregnir af
þvi að arabískir aðilar hafi
boðizt til að kosta og sjá um
lækningu stúlkunnar en þeir
hafa þá í huga að flytja hana til
Grikklands og á sjúkrahús þar.
Erlendar
fréttir
REUTER
Bretar
veðjaá
kyntöfrana
Bretar eru samir við sig
og láta ekkert tækifæri fram
hjá sér fara ef hægt er að
veðja á það eða um það.
Keppnin um fegurðartitil-
inn Miss World verður í
London f næstu viku og þátt-
takendur eru þegar farnir
að hópast til borgarinnar úr
öllum heimshlutum. Ungfrú
Brasilía hefur unnið hug og
hjörtu veðglaðra Breta og
standa líkurnar í veðmála-
fyrirtækjunum nú 10-1 fyrir
því að hún hljóti sigurinn og
titilinn eftirsótta. Madelena
Sbaraini frá Brasilíu er samt
sem áður ekkert hress yfir
þessum vinsældum sínum.
Finnst henni brezkir karl-
menn gera sér lítinn heiður
með aðförunum. „I mínu
heimalandi veðja karlmenn-
irnir á hesta, ekki konur,“
sagði hin bláeygða fegurðar
dís f gær. „Mér líður hreint
eins og hesti.“
Einn talsmaður keppninn-
ar sagði að það væri ekki
víst að heppilegt mundi
reynast fyrir ungfrú Brasi-
lfu að vera svo mikið um-
töluð sem hugsanlegur
sigurvegari fyrir keppnina.
Nærri 80 stúlkur munu
taka þátt f Miss World
keppninni að þessu sinni en
úrslit verða kunn 17. þessa
mánaðar.
Göngugarp-
urinn dáinn
Heimsins mesti göngu-
maður Jesse Hart Rosdall
lézt f gær 1 Chicago, 63 ára
að aldri.
Samkvæmt metabók
Guinness hafði hann gengið
2,5 milljónir kílómetra um
ævina og farið um tvö
hundruð tuttugu Og þrjú
lönd.
Rosdall hóf heimsferð
sfna árið 1934, þegar hann
hjólaði um Evrópu og fór þá
tæpa 18.000 kílómetra.
Caríllo
mættiekki
isendiráðið
Santiago Carrillo for-
maður kommúnistaflokks
Spánar lét ekki sjá sig f mót-
töku f sovézka sendiráðinu í
Madrid í gærkvöldi.
Carrillo var nýkominn frá
Moskvu. Þaðan hafði hann
farið f hálfgerðu fússi, þegar
hann taldi sér hafa verið
meinað að flytja ræðu á
hátíðarfundi vegna 60 ára
afmælis byltingarinnar.
Þessi maður er sagður vera sonur Hitlers fyrrum einræðisherra
Þýzkalands. Myndin birtist fyrir skömmu í franska blaðinu France
Soir. Er það þýzkur sagnfræðingur sem segist hafa fundið Jean
Lorret eftir tíu ára leit. Hafi móðir hans kynnzt Hitler árið 1916
þegar hann var í þýzka hernum, sem þá dvaldi langdvölum í
Frakkiandi.