Dagblaðið - 08.11.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 8. NOVEMBER 1977.
3
Krataprófkjör á Akureyri:
Hvaðan komu atkvæðin f prófkjöri
Alþýðuflokksins á Akureyri?
6761-1330 skrifar
Krataprófkjör á Akureyri fór
fram laugardag og sunnudag
15. og 16. okt. sl. Um 2300 kusu
en það er tvöfalt til þrefalt fylgi
Alþýðuflokksins (eins og það
var við síðustu kosn.). Utkom-
an var sú að mest fylgi hlaut:
Bragi Sigurjónsson 1092 atkv.
Arni Gunnarsson 808 atkv.,
Bárður Halldórsson 202 atkv.
Hart var barizt og biðlað til
margra. Bárður fékk fylgi
nemanda og kunningja auk ein-
hvers flokksfylgis. Árni mun
sennilega hafa fengið,verulegt
flokksfylgi en auk þess var
riðið á vaðið með að „virkja“
fylgi Björns Jónssonar úr sam-
tökunum, en hans menn munu
að verulegu leyti hafa fylgt
honum yfir til krata. Bragi
hefir trúlega sótt fylgi sitt til
eldri flokksmanna sinna en auk
þess mun „flokkur allra stétta“
hafa sett eitthvert flokksappa-
rat 1 gang því þarna sást fjöldi
góðra og öruggra sjálfstæðis-
manna smala sér á kjörstað, svo
að löng biðröð myndaðist við
Alþýðuhúsið.
1 Degi, blaði framsóknar-
manna, er talað tæpitungulaust
um prófkjörið. Þar stendur
m.a. ..„heldur komu alls
óþekktir menn, eins og Árni
Gunnarsson, hér öfluglega
studdui af tækifærissinnuðum
mönnum til að keppa um fram
boð I trausti þess að geta síðan
spilað upp á eindæmi er til
ákvarðana kemur. Það verður
því að telja úrslit prófkjörs
Alþ.fl. hér sem sigur félags-
hyggjunnar(framsóknar?) yfir
eihstaklingshyggjumönnum og
glæframennskunni. Hér fylgir
þó sá böggull skammrifi að
þessari innrás í Alþfl. var
ekki hrundið af alþfl.mönn-
um, heldur annarra flokka
mönnum, annaðhvort af hrein-
um stráksskap eða öðrum ó-
skilgreindum hvötum.“
Grein þessi er óvanalega illa
og torskiljanlega fram sett en
erfitt er að skilja hana öðruvísi
en að framsóknarmenn sem
nefna sig félagshyggjumenn
hafi tekið sig til og fjölmennt á
kjörstað og kosið Braga. En
bóndi framsóknarmaddömunn-
ar I ríkisstjórn sá líka sjansinn,
verandi bisnessmaður af guðs
náð. Rauk af stað á kjörstað til
að hjálpa félagshyggju-
maddömunni sinni.
Þegar hópur götustráka kast-
ar grjóti og er svo heppinn að
brjóta stóra rúðu, þá bregður
þeim venjulega svo mikið að
þeir hætta og hlaupa hræddir
heim til sín. Og skyldi nú ekki
svipuð tilfinning hafa gripið
Ragnar Michelsen, Hveragerði,
hringdi:
Hann sagðist hringja fyrir
sína eigin hönd og starfsfólks
Blómaskála Michelsens, sem er
ellefu talsins, til að koma á
framfæri áskorun til sjónvarps-
ins um að flytja þáttinn Hús-
bændur og hjú af sunnudags-
eftirmiðdögum og í kvölddag-
skrána á nýjan leik.
„Við þurfum að vera á helg-
arvakt í Blómaskálanum og
þykir afskaplega leiðinlegt áð
sjálfstæðismenn er þeir í lok
seinni kosningadagsins komust
að því hve auðvelt er að gera
innrás í kratana og koma rétt-
um manni I fyrsta sæti. Ef til
vill hefir þeim blöskrað eigin
gerð svo mjög að þeir I skynd-
ingu ákváðu að hætta við sína
eigin prófkosningu. Hver veit
nema að einhverjir miður
heppilegir kjósendur færu að
gera smáinnrás og rugla röð-
inni. Vera má að ekki sé beint
samband milli innrásarinnar í
Alþfl. og þess að svo skyndilega
var hætt við prófkjörið en ekki
var þessi breyting tilkynnt fyrr
en nú þann 25. okt. að hætt
væri við prófkjörið.
Útkoman úr dæminu er þá
þessi: Ihaldið getur sem sagt
notað (hefir notað og mun
missa af þessum bráð-
skemmtilega myndaflokki. Má
ekki heldur flytja eitthvert
annað efni á sunnudagseftir-
miðdögum, efni sem ekki er
jafn almennt horft á og Hús-
bændur og hjú?“ Þessari áskor-
un er hér með komið á fram-
færi við sjónvarpið.
Ragnar Michelsen, Ragnhildur,
Björk, Krissa, Elsa, Bogga,
Fran, Silla, Páll og Sigríður
Michelsen.
nota) atkvæðamagn si*' — með
eða án hjálpar VL-tölvu-
spjaldskrár — til að ákveða
hver af frambjóðendum
Alþ.fl. verður efstur og eygja
þannig veika von um mjög
auðfenginn þingmeirihluta. Ef
þetta skyldi lukkast er ekkert
eftir nema smá hjónaskilnaður.
Síðast var það víst maddaman
sem sagði upp svo þetta er ekki
nema kaup kaups. Og kratar
yrðu áreiðanlega góða barnið I
nýrri viðreisnarstjórn. Að
öllum prófkjörum loknum taka
alvörukosningar við I vor. Þá er
aðeins eftir þyngsta þrautin
fyrir óbreytta Alþ.fl. kjós-
endur, þ-e. sú beizka pilla að
krossa við þá frambjóðendur
sína sem innrásarmenn íhalds
(og etv. félagshyggjumanna)
hafa skammtað þeim. Ef ein-
hverjum þeirra klígjar ekki
við þvl þá er meltingin með
eindæmum.
Svar:
Hjá Birni Baldurssyni hjá
Sjónvarpinu fengum við þær
upplýsingar að þar sem sjón-
varp væri fyrst og fremst fyrir
fólkið yrði sennilega skipt um
dagskrárefni á sunnudagseftir-
miðdögum ef undirskriftalistar
bærust. Breytingar yrðu þö
ekki gerðar á dagskránni þótt
einn og einn bæri fram ósk um
það. — Á sínum tíma var enska
knattspyrnan klukkan 7 á
sunnudagskvöldum, en yfir því
var sárlega kvartað af knatt-
spyrnuáhugafólki og þátturinn
því færður yfir á laugardaga,
sagði Björn.
RÍKISMÖTUNEYTIN 0G
ELLILÍFEYRISÞEGARNIR
Áskorun til sjónvarpsins:
HÚSBÆNDUR 0G HJÚ AFTUR
f KVÖLDDAGSKRÁNA
0KUR
Þarna eru ríkisbubbarnir sem
vildu ekki láta okra á sér i
iandi um borð i lúxusskipi sinu
Worid Discoverer.
DB-mynd Ragnar Th.
stöðum i verðlagningu, enda
hafa þeir sprottið upp eins og
gorkúlur á undanförnum árum.
Ég skammast mín fyrir að láta
plata mig og er staðráðinn í því
að vera betur á verði næst. Það
kemur upp í huga minn skrif
um eitthvert skemmtiferðaskip
sem hér kom í sumar. Á þvi
kostaði sex vikna ferð frá fjór-
um til sex milljónum króna
enda var þarna vist um slíkan
lúxus að ræða að enginn nema
stórríkt fólk getur veitt sér
hann. En það sem þetta fólk
sagði við spurula blaðamenn
m.a. um verðlag hér I borg var;
það er ekki verð, heldur okur,
og við erum ekki hingað komin
til þess að láta plata okkur.
Helga Þorsteinsdóttir skrifar:
Hvað borgum við almennir
skattgreiðendur til styrktar
mötuneyti borgarstarfsmanna á
ári? Og hve mikið í mötuneyti
ríkisstofnana? Hvar starfa
^iessi mötuneyti og hvaða
starfshópar njóta þessara
réttinda? Væri ekki nær að
öryrkjar og ellilífeyrisþegar
fengju að njóta þeirra? Von-
andi borðið þið þennan niður-
greidda mat með góðri sam-
vizku!
Ríkismötuneyti í Arnarhvoli.
DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
r
Aætlaður kostnaður ríkis- og
borgarmötuneytanna 600 milljónir
Svar:
Það er nokkuð erfitt að reikna
heildarkostnað við rekstur
mötuneytanna, þar sem liðir
eins og húsaleiga, viðhald hús-
næðis og áhalda, rafmagn, hiti,
símakostnaður, hreinlætis-
vörur og fleira reiknast ekki
sérstaklega fyrir mötuneytið
sjálft, því þessir kostnaðarliðir
eru innifaldir í kostnaðarliðum
stofnunarinnar í heild. Þó
hefur verið áætlað að kostn-
aður vegna ríkis- og borgar-
mötuneyta sé u.þ.b. 600 milljó-
nir á þessu ári.
Mötuneyti ríkisins eru
mötuneyti spítala og hæla á
vegum ríkisins og framleiðslu-
fyrirtækja og framkvæmda-
stofnana að hluta, t.d. Sements-
verksmiðju, Pósts og síma og
Vegagerðar. önnur mötu-
rieyti, skrifstofumötuneyti,
eru matstofa Vitamála í
Reykjavík og Kópavogi, mötu-
neyti Arnarhvoli, matstofa
Landssmiðjunnar, mötuneyti
hljóðvarps, mötuneyti sjón-
varps, mötuneyti Rarik, mötu-
neytið Borgartúni 7, matstofa
Tryggingastofnunar rikisins,
matstofa ríkisendurskoðunar,
matarfélagið Keldnaholti.
Við þetta bætast stofnanir,
er taka einhvern þátt f kostn-
aði af fæði starfsmanna sinna,
án þess að um raunverulegan
mötuneytisrekstur sé að ræða.
Það er skrifstofa lögreglustjór-
ans i Reykjavík, Skipaútgerð
rfkisins, Húsnæðismálastofnun
ríkisins, skrifstofa ríkisskatt-
stjóra, opinberir starfsmenn á
Keflavikurfluvelli, Þjóðleik-
húsið, Tollstjóraskrifstofan
og Skattstofan í Reykjavik.
Mötuneyti borgarinnar eru
að Austurstræti 16, Skúlatúni 2
og i Hafnarhúsinu, þar sem að-
staðan er leigð út.
Þar sem þessar upplýsingar
eru fárra ára gamlar kunna að
hafa orðið einhverjar breyting-
ar á tölu mötuneyta rfkis og
borgar.
Hér eru ótalin mötuneyti
banka og fjölmargra stórfyrir-
tækja sem veita starfsfólki sinu
svipaða aðstöðu og áðurnefnd
opinber fyrirtæki.
-JH.
Raddir
lesenda
Spurning
dagsins
Ertu farin(n)
aðhugsatil
jólagjafa?
Inga Ölafsdóttir, húsmóðir, 56
ára: Nei, ég er ekki farin að
hugsa til þeirra. Eg bý til
eitthvað smávegis af þeim en
það er mest lítið.
Skarphéðinn Garðarsson, nem-
andi i Þinghólaskóla, 15 ára: Nei,
ég er ekki farinn að hugsa neitt
til þeirra. Jú, ég bý nokkrar
til sjálfur.
Guðjón Jónsson, bóndi i kaup-
staðarferð, 27 ára: Nei, ég hugsa
frekar lítið um svoleiðis og ég gef
ekki margar jólagjafir. Hvort ég
hlakka til jólanna? Jú, auðvitað
geri ég það.
Auður Markúsdóttir, nemandi 1
Vogaskóla, 14 ára: Nei, það er ég
ekki. Ég gef bara fjölskyldunni
jólagjafir.
Margrét Runólfsdóttir, nemandi i
Vogaskóla, 15 ára: Nei, ekki enn.
Ég gefa svona tíu til fimmtán
gjafir.
Þórhildur Karlsdóttir, vinnur i
snyrtivörudeildinni Glæsibæ, 28
ára: Nei, ekki er ég farin til þess.
Það eru svona tíu til tólf gjafir,
sem ég gef. Nei, ég bý ekki mikið
til af þeim sjálf.