Dagblaðið - 08.11.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÖVEMBER 1977,
Síðumúlablues:
Síðari grein
Fangar með „frekju og kjaft”
jámaðir í kuðung í segldúks-
poka með höfuðið eitt upp úr
—lýsing f orstöðumanns Síðumúlaf angelsisins á agaviðurlögum þar. Reglan er sú að séu fangar
y kurteisir sé þeim sýnd kurteisi á móti
„Einfaldar
heimabúnar reglur“
Forstöðumaður Sfðumúlafang-
elsisins kom síðan fyrir dðmar-
ann. Hann kvaðst hafa verið i
sumarfríi þegar þeir atburðir
gerðust í fangelsinu er varða A,
en hafa komið þar i öðrum erinda-
gerðum. Síðan segir i dómsskýrsl-
unni:
„Hann er spurður almennt um
agaviðurlög og öryggisráðstafan-
ir, hvaða reglur séu hafðar um
beitingu þeirra. Hann kveðst telja
að reglugerð um fangelsi frá 1957
gildi ekki um þetta fangelsi og
þar sem ekki hafi orðið af þvl að
dómsmálaráðherra setti reglur
um fangelsið eins og ætlast sé til,
hafi hann orðið að mynda þær
reglur, sem haldið sé uppi f fang-
elsinu. Hann segir að þær reglur
séu einfaldar, lögð sé áherzla á
það við fangana að þeir sýni kurt-
eisi, enda sé þeim þá sýnd kurt-
eisi á móti; ef fangar séu með
uppsteit verði að taka á þvi.
Hann segir að menn séu
áminntir tvisvar til þrisvar ef
menn sýna af sér ókurteisi. Ef
áminningar duga ekki kyeður
hann vera tekið til harðarLráð-
stafana. Þá segir hann að fapgar
séu járnaðir. Hann segir að hand-
járnum hafi verið brugðið um
rúmfót og fótjárnum um stólfót
og að fangarnir hafi verið látnir
liggja þannig á bakinu. Hann seg-
ir að 172 cm séu á milli rúmfótar
og stólfótar úr miðjum fæti í miðj-
an fót. Keðjan milli fótjárnanna
segir hann að sé 28 cm fyrir utan
augun. Hann kveður sjást bezt á
þessu hverslags misþyrming þetta
sé. Hann kveður rangt að fangar
hafi verið strekktir. Hann kveðst
vilja taka fram að B hafi ekki
verið lagður á gólfið. Mætti segist
hafa boðið honum að leggjast og
segir að B hafi þegið það. Hann
segir ósatt að reynt hafi verið
fyrst að hlekkja B með hendur
fyrir aftan bak.
„Með uppsteit
og kjafthótt"
Mætti segir að B hafi verið bú-
inn að vera með uppsteit og kjaft-
hátt við fangaverðina og lemja
húsgögnum í húsgögn og veggi.
Hann segir að soðið hafi upp úr
þegar gripið var til þess að járna
hann þar sem hegðun hans hafi
keyrt úr hófi...
...Mætti segir rangt að þjarmað
hafi verið að B meðan hann var í
járnunum. Mætti segir að rangt sé
að fanginn hafi hljóðað af kvöl-
um, heldur hafi hann hljóðað af
frekju. Hann segir einnig rangt
að fangavörður hafi spurt B hvar
karlmennska hans væri. Hann
segir að það sé rakalaus Iygi að
fangaverðir hafi hætt að fást við
B vegna kvartana fanga um að
þeir gætu ekki sofið fyrir hljóðum
1 B. Hann segir að tíminn milli kl.
20 og 22 fari f það að láta fanga
snyrta sig, skaffa þeim bækur og
gefa þeim kaffi eða te. Hann segir
að enginn sé farinn að sofa kl.
22.00.“
Tilraun í
vitlausum klefa
Síðar í þessu sama þinghaldi
fór Steingrímur Gautur dómari
ásamt forstöðumanni fangelsisins
og einum fangaverði inn í klefa 8
og skoðaði aðstæður. Um þetta
segir:
„Mæld er fjarlægð milli rúm-
fótar og stólfótar og reyndist hún
177 cm frá miðjum fæti til miðs
fótar. Fjarlægðin milli rúmfótar
f
8
Klefarnir 8 og 9 eru þeir, sem mest koma við sögu í rannsókninni. Þar voru fangarnir beittir þeim agaviðurlögum, sem þeir vildu ekki una
við og kært var út af. DB-mynd Bj.Bj.
og borðfótar reyndist mæld á
sama hátt vera 220 cm, en þegar 2
fótjárn eru notuð virðist fjarlægð-
in vera 192 cm.“
Fanginh A kom fyrir dóminn
daginn eftir og var þá lagður á
gólfið í fangaklefa, handjárnaður
við rúmfót, settur í fótjárn og
festur með öðrum fótjárnum við
borðfót. Hann er iátinn liggja á
bakinu á gólfinu og siðan lögð
undir hann dýna. „I ljós kemur,
að líkami vitnisins er ekkert
strekktur við þessar aðstæður,"
gegir í dómsskýrslunni.
Hann var siðan leystur og yfir-
heyrður fyrir dómi. Þar sagði
hann að „þegar hann var járnað-
ur þann 26. mai sl. hafi auk
tveggja fótjárna verið notuð
handjárn við að festa hann við
borðfótinn. Hann segist halda að
handjárnin, sem hann hafði á
höndunum, hafi verið þannig lok-
uð að þau hafi herzt að við hreyf-
ingar, ekki hafi verið notaður sér-
stakur lás, sem hindrar að járnin
herðist að úlnliðunum.
Tekið í beltið
og strekkt ó.
Hann segir að annar fanga-
vörðurinn hafi tekið í buxnabelti
sitt og togað i áttina að borðinu en
að hinn fangavörðurinn hafi
síðan fest fæturna þannig að lík-
ami sinn hafi verið strekktur."
Þegar umræddur fangavörður
kom fyrir dóminn og var spurður
um þessa „stiekkingu" kvaðst
hann kannast við að „hafa tekið í
belti fangans til að færa hann til,
en segir fráleitt að hann hafi
verið strekktur."
Annar fangavörður sem tók
þátt i að járna fanga A kom siðan
fyrir og fullyrti „að fanginn hefði
ekki verið neitt strekktari en
hann var i morgun svo neinu
nemi.“
Fanginn var tekinn til sampróf-
unar með varðstjóranum, er tók
ákvörðun um járnunina þennan
umrædda dag. Fanginn sagði
varðstjórann hafa sagt við annan
fangavörðinn: „Strekktu hann“.
Varðstjórinn neitaði þessu og þar
við sat.
Fangaverðirnir
neita að hafa beitt
harðýðgi
Við yfirheyrslur yfir fanga-
vörðunum neituðu þeir allir alfar-
ið að hafa þjarmað að föngunum
tveimur, sem kvartað höfðu yfir
slæmri meðferð í fangelsinu, og.
allir töldu fangaverðirnir að ekki
hefði verið beitt öðrum agaviður-
lögum en þeim sem eðlileg væru
við erfiða fanga, sem þessir tveir
hefðu verið. Margir fangavarð-
anna töluðu um að fangarnir A og
B hefðu verið með „kjafthátt og
hávaða“, sem hefði truflað aðra
fanga og valdið ónæði I fangels-
inu. Tilraunir með góðu til að fá
fangana til að láta af hávaða sin-
um og ónæði hefðu verið ár-
angurslausar og einnig áminning-
ar, sem væru reglulegur undan-
fari aðgerða af þvl tagi, sem lýst
hefur verið.
í slðasta þinghaldinu, 1. nóvem-
ber í fyrra, kom forstöðumaður
fangelsisins aftur fyrir dóminn til
að kynna sér sakargögn, sem m.a.
var áverkavottorð læknis um sár á
ökklum og úlnliðum A, sem hann
hafði hlotið af járnunum, svo og
ljósmyndir rannsóknarlögregl-
unnar af þeim sömu ökklum og
úlnliðum. Þær myndir voru tekn-
ar nær hálfu ári eftir að fanginn
hafði verið i járnunum.
Forstöðumaður
lýsir agaviðurlögum.
Forstöðumaðurinn var spurður
nánar um beitingu agaviðurlaga.
Svaraði hann þvf til, að „ef fangar
hafi sýnt ofbeldisfulla framkomu
í orði eða verki eða verið með
„frekju og kjaft" hafi þeir verið
járnaðir, jafnvel í kuðung, settir f
segldúkspoka f járnum með höf-
uðið eitt upp úr og með ólar
spenntar utan um. Hann segist
aðeins minnast þess að einu sinni
hafi verið notuð spennitreyja.
Hann kveðst enga samvizku hafa
haft af að beita þessum úrræðum
við „frekjuhunda" en segir að sér
hafi fundizt sárast að vera með
sjúklinga í járnum. Hann segist
ekki hafa haft stffari reglur eftir
að hann fór að ráða sjálfur (ath.
hann varð forstöðumaður Síðu-
múlafangelsisins 1. janúar 1974)
og kveður sig hafa dreymt um að
hafa annan brag á, þannig að allt
væri opnara en vant var f hegn-
ingarhúsinu. Hann kveður þessar
hugmyndir hafa kollvarpazt
vegna framferðis fanganna.
Hann segir að á undanförnum
missérum hafi komið í fangelsið
margir menn sakaðir um mann-
dráp og eiturlyfjaafbrot. Af þess-
um sökum kveður hann agann
hafa orðið að vera meiri. Hann
tekur fram, að hann hafi aldrei
beitt fanga hörðum viðurlögum
án þess að hafa áður varað hann
oftsinnis við, en misjafnlega oft
eftir eðli máls hverju sinni.“
„Aðeins 2,9% kvarta“
Forstöðumaðurinn sagði ekkert
sérstakt samráð hafa verið haft
við dómsmálaráðuneytið um aga-
reglur I Sfðumúlafangelsinu.
Hins vegar hafi ráðuneytinu verið
kunnugt um þær reglur, sem fylgt
hafi verið, og hann hafi sjálfur
haft náið samband við Jón Thors,
deildarstjóra f ráðuneytinu.
Sfðan segir í dómsskýrslu:
„Mætti kveðst vilja taka fram, að
aðeins 2,9% af föngum hafi kvart-
að yfir meðferð.
Mætta eru nú kynnt sakargögn-
in. Varðandi ljósmyndir af ökkl-
um og úlnliðum A bendir hann á,
að blettur framan á ökkla geti
tæplega verið ör undan fótjárn-
um; ef ör komi undan þeim, séu
þau ofar og sitt hvorum megin á
fætinum. Hann tekur fram að
fanginn hafi gengið f járnunum
og fram hafi komið að hann hafi
verið að nudda járnunum við fæt-
urna til að blæddi."
Klefarnir misstórir —
tilraunin endurtekin
Við skoðun á grunnteikningu
að Sfðumúlafangelsinu hafði
komið f ljós, að klefarnir þar eru
misstórir, enda fer gangurinn
mjókkandi. Þvf er fjarlægðin frá
borðfæti að rúmfót um 10 cm
lengri í klefa 9 en klefa 8, og þvf
reyndist sú tilraun, sem dómur-
inn gerði með klekkjun fanga A f
klefa 8 ónýt.
Var tilraunin þvf endurtekin
þremur dögum eftir þetta siðasta
þinghald að viðstöddum vottum
og lækni þeim er gefið hafði á-
verkavottorðið, Grfmi Jónssyni
héraðslækni f Hafnarfirði.
Var A járnaður f klefa 9 þannig
að hendurnar voru hlekkjaðar við
rúmfót með handjárnum og fætur
með tveimur fótjárnum við borð-
fót. Enn kvaðst hann hafa verið
mun strekktari þegar hann var
lagður i járn um vorið.
1 dómsskýrslunni segir:
„Ljóst er að þrengra er um
fangann 1 járnunum f klefa 9 en í
klefa 8. Vottarnir telja að eins og