Dagblaðið - 25.11.1977, Side 1
3. ARG. — FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1977 — 263. TBL. BITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR ÞYERHOLTI 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSlMI 27022.
Vestfirðingar segja upp samningum frá áramótum:
STEFNIR í NÝ VERKFÖU?
„Það er alveg ljóst að við
verðum með lausa samninga
um áramótin ef við fáum ekki
leiðréttingu til samræmis við
það sem rikisvaldið og atvinnu-
rekendur hafa samið um við
fjölmenna starfshjópa," sagði
Pétur Sigurðsson, formaður Al-
þýðusambands Vestfjarða í
viðtali við DB í morgun.
„Það var sámþykkt sam-
hljóða á fundi í Verkalýðsfélag-
inu Baldri í gærkvöld að segja
upp kaupliðum samninganna
frá í vor,“ sagði Pétur Sigurðs-
son. Hann bætti við: „Allt ætlar
að springa ef verkalýðsfélög
segja upp samningum sem eru
orðnir óviðunandi og lakari en
samningar annarra fjölmennra
starfshópa. Dugir það til
lengdar að láta verkamenn1
draga sleðann fyrir þá sem
betur eru settir?"
„Af fenginni reynslu settum
við ákvæði um þetta atriði í
okkar samninga og gerðum þau
raunar að ófrávíkjanlegu skil-
yrði fyrir samningum.“ Nú
hafa verkalýðsfélögin á Bol-
ungarvík, Bíldudal og í gær á
ísafirði sagt upp samningum
frá og með áramótum. Upp-
sagnarfresturinn er einn mán-
uður,“ sagði Pétur, „og tel ég
ekki minnsta vafa á því að hin
aðildarfélögin 8 gangi frá þessu
á fundum hjá sér um helgina."
„Við höfum ekki enn mótað
kröfur okkar í smáatriðum en
það er ekki flókið mál. Eins og
staðan er, sýnist lágmarkskrafa
varðandi kaupliðina eina vera
ekki undir 9% hækkun, en um
það er þó ekki rétt að segja
neitt að svo komnu máli. Við
eigum eftir að koma saman og;
ræða málin þegar öll aðildar-
félög landverkafólks hafa sagt
upp samningum, sem verður nú
um helgina," sagði Pétur
Sigurðsson.
-BS
Krakkarnir úr 7 ára bekkjun-
um íFossvogsskólaá á hverju ári
að fara i skemmtilega ferð. Þau
fara og heimsækja lögregluna í
Reykjavík, skoða stöðina og fá
allt að vita um starfsemi iög-
reglunnar. 1 gær var einmitt ein
slík heimsókn. Strákunum virtist
lítast vel á Harley Davidson-
mótorhjólin, enda mikiir kjör-
gripir.
DB-mynd Sv. Þorm.
Skotárásin á raflínuna norður
rannsökuð af nákvæmni
Njörður Snæhólm st jórnar rannsókn með tæknimenn rafveitu sér við hlið
Njörður Snæhólm yfirlög-
regluþjónn rannsóknarlögreglu
rikisins hélt i gær norður í land
ásamt tæknimönnum frá Raf-
magnseftirlitinu. Tilgangur
fararinnar er rannsókn á skotárás
þeirra er aðalrafmagnslínan norð-
ur í land varð fyrir um síðustu
helgi og orsakaði rafmagnsleysi
og vandræði um allt Norðurland.
Guðjón Guðmundsson skrif- •
stofustjóri Rafmagnsveitna
ríkisins tjáði DB í morgun að aðal-
tjónið á línunni hafi verið er 5
skálar af átta í einni einangrunar-
keðju línunnar hafi verið sund-
urtætlar með skotum. Þessi
einangrunarkeðja er skammt frá
Stóru'-Giljá, um 10 kílómetra
sunnan Blönduóss.
A fimm öðrum staurasam-
stæðum á svipuðum slóðum var
brotin ein og ein skál í keðju.
Getur þar hugsanlega verið um
efnisgalla að ræða en þó ólíklegt
að svo sé í öllum tilfellunum.
Verður það mál nú rannsakað
gaumgæfilega.
í aðvörunarskilti á staur þeim
sem skemmdirnar urðu mestar
eru greinileg för eftir riffilkúlur
svo sýnt er að einhverjir hafa
giímt við staurinn með
byssuáhlaupi. Einangrunar-
skálarnar splundrast hins vegar
gersamlega við skot svo verra er
að rannsaka málið á þeim.
Guðjón sagði að beint fjárhags-
legt tjón Rafmangsveitnanna af
bessum atburði næmi um 3
milljónum króna, en vart sé hægt
að meta allt það tjón til fjár sem
af því hlýzt er lína sem þessi
verður óstarfhæf og þau vand-
ræði og óþægindi sem af því
hljótast.
Guðjón sagði að svona skotárás
væri stórhættulegt mál að auki,
einkum þar sem línur líggja yfir
vegi. Geta línurnar fallið niður
eftir svona skotárás og straumur
haldizt á þeim með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum fyrir þá
umferð er um veginn fer.
-ASt.
Pétur Sigurðsson og Magnús Torfi á sama báti?
HEF EKKIENNÞÁ SKOÐAÐ
SKIPSHÖFNINA
Læknireða
verkamaður?
Munurinn
ílaunum er þre-
eðafjórfaldur
— bls. 5
Biðröð eftir
eggjum í
jólabaksturinn
— bls. 8
Hugmyndafræði
ávilligötum
— sjá f östudags-
kjallara Vilmundar
Gylfasonar
ábls. lOogll
ÍTónmennta-
skólanum:
Þarkemur
stéttamunurinn
fram
— sjá baksíðu
Morðóður
íKaliforníu
hefurkyrkt
ellefukonurá
sex vikum
Heróínfyrir
hálfan milljarð
f innst í
Kaupmannahöfn
— sjá erlendar
fréttir á bls. 6