Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1977.
Jaafar Nimeiri forseti Súdan
komst til valda í skjóli hersins
en viil nú ná sáttum vió fyrrum
f jandmenn sina.
Al-Mahdi var í London og
stjórnaöi byltingartilrauninni
úr fjarlægð.
Nimeiri tók síðan þá
ákvörðun í ágúst síðastliðnum
að náða byltingarsegginn og
sneri Al-Mahdi síðan aftur til
Súdan í september. Hann sagði
fréttamönnum nýlega að samn-
ingar þeir sem hann stefndi að
við forsetann núverandi væru
þannig að grundvöllur yrði
fyrir frjálslynt einsflokkskerfi
í Súdan.
Kassi með skotfærum en á
áletruninni sést að hann er frá
Tripoli í Líbíu.
Sagði hann að reynt yrði að
sem flestir áhrifa- og skoðana-
hópar fengju sína fulltrúa á
þingi landsins en forðast ætti
þær innanflokksdeilur sem
valdið hafa tveimur hernaðar-
byltingum síðan landið hlaut
frelsi árið 1956.
Kunnugir telja víst að Al-
Mahdi njóti umtalsverðs stuðn-
ings meðal íbúa Súdans.
Síðan hann sneri aftur til
heimalands síns hefur þessi Ox-
ford menntaði stjórnmálaieið-
togi búið í stóru húsi á bökkum
Nílar nærri höfuðborginni
Kartún. Hann segir nú að hon-
um sé orðið ljóst, að svo sé
einnig með aðra stjórnmálafor-
ingja í Súdan, að nútíma stjórn-
málalífi verði ekki komið á með
hernaðarofbeldi. Hernaðarað-
gerðir til að steypa einni stjórn
og koma annarri til valda eru of
áhættusamar og bjóða heim
hættunni á erlendri íhlutun,
segir Al-Mahdi.
Sterkur orðrómur var um
það á sínum tíma að byltingar-
tilraun hans í fyrra hafi verið
studd af Líbíumönnum.
Einnig sagði forsætis-
ráðherrann fyrrverandi að svo
víðlendu ög margbrotnu þjóð-
félagi sem Súdan yrði ekki
stjórnað til lengdar með
hernaðareinræði.
Margra flokka kerfi hentaði
ekki heldur.
Við stefnum að einsflokks-
kerfi þar sem fulltrúar yrðu
kosnir í frjálsum kosningum.
Innan flokksins mundu þá
heyrast raddir flestra skoðana í
súdönskum stjórnmálum, sagði
Al-Mahdi.
Hann vildi ekki segja frétta-
mönnum frá hugmyndum sín-
um um samkomulagið en upp-
lýsti þó að hugmyndir væru á
lofti um að eini leyfði stjórn-
málaflokkur landsins, Sósíal-
istabandalagið, yrði endurskipu-
lagður.
Al-Mahdi sagðist ekkert sjá
því til fyrirstöðu að takast
mætti að ná samkomulagi í við-
ræðum hans við Nimeiri for-
seta fyrir árslok.
Fram að byltingunni árið
1969 var Þjóðarflokkur Al-
Mahdi við völd. Er hann talinn
hafa verið mun hægri sinnaðri
en núverandi valdhafar.
Ef samkomulag næst bráð-
lega eru taldir góðir möguleik-
ar á að ýmsir foringjar Þjóðar-
flokksins eins og Al-Mahdi
sjálfur geti boðið sig fram í
Kjallari á
föstudegi
Vilmundur Gyifason
lenzk vinstri hreyfing á við
hefðbundið, innvortis mein að
etja. Þetta mein er Alþýðu-
bandalagið og Þjóðviljinn. Nú
um nokkurra ára skeið hefur
það vissulega svo verið, að
Þjóðviljanum hefur tekizt að
einoka umræðu um hugmynda-
fræði til vinstri. í þessari hug-
myndafræði stendur hins vegar
iðulega ekki steinn yfir steini.
Þeir haida sig við erlenda orðið
sósialisti, þó svo að til sé ágætt
íslenzkt orð, nefnilega
jafnaðarmaður. En það er svo
einkennilegt með þetta orð
sósíalisti, að þegar það rúllar út
úr Þjóðviljapennum, þá á það
að merkja fleira en eitt og
fleira en tvennt: Það felur í sér
blendna samúð með einræðinu
og skepnuskapnum í Rússlandi,
það er nú nýverið orðin einhver
blanda af Evrópukommúnisma,
og oftast á það að fela í sér
andúð ef ekki beinlínis hatur á
vestrænum lýðræöisríkjum.
Það er engan veginn ljóst af
þessari þokukenndu hug-
myndafræði, hver sé afstaða til
ágóða. f frægri Þjóðviljagrein
um Evrópukommúnisma sagði
Kjartan Ölafsson reyndar, og
var barnslega kátur með upp-
götvunina, að auðvitað hefði
sósíalistum íslenzkum aldrei
dottið í hug að þjóðnýta rakara-
stofur. Það var byltingarkennd
uppgötvun á árinu 1977!
Gallinn er samt sá, að þetta
dæmalausa þrugl hefur eðli-
lega komið almennu óorði á
hefðbundna vinstri hreyfingu.
Það er annars vegar staðreynd
að á síðustu tuttugu árum hefur
tveimur vinstri stjórnum ger-
samlega mistekizt að stjórna
efnahagsmálum og hafa
hlaupið frá á rúmlega hálfn-
uðum kjörtímabilum óg skilið
eftir óðaverðbólgu og rústir.
Það er hins vegar lika stað-
reynd að þessi vinstrimennska,
lýðskrum, yfirboð og frasa-
þrugl Þjóðviljans, er sjálfdæmt
til lítilla áhrifa. Svo segir
reynsla annarra vestrænna lýð-
ræðisríkja.
Fangar sem teknir voru höndum í hinni misheppnuðu uppreisnartilraun í fyrra.
næstu þingkosningum, sem
haldnar verða í febrúar næst-
komand'i.
Hann sagði fréttamönnum,
að hann og forsetinn Nimeiri
væru komnir að niðurstöðu um
ýmis málefni en önnur væru
óleyst Hann var spurður um
afstöðu sína til Nimeiris, sem
óneitanlega væri forseti í skjóli
hers landsins. Sagði Al-Mahdi
að hann viðurkenndi að herinn
Það er svo þriðja
staðreyndin, að í dag situr í
landinu ríkisstjórn sem kennir
sig fremur til hægri. Hún hefur
reynzt lakari en tvær vinstri
stjórnir til samans. Hún skilur
eftir sig að vori óða verðbólgu,
spillt bákn og vitlausar fjár-
festingar — allt af óvenjuleg-
um stærðargráöum.
íhaldssamar tfinstri
hreyfingar
Það verður svo ljósara með
hverjum deginum, að þessi
falska og innantóma hug-
myndafræði er aðeins innan-
tómt yfirborð. Að baki henni
býr annars konar félagsskapur.
Og það er ótrúlega harðsvíruð
klíka og íhaldssöm í félagslegu
tilliti. Að undanförnu hafa
farið fram umræður um
prófkjör stjórnmálaflokka. Það
er auðvitað öllum ljóst að próf-
kjör eru engan veginn einhlít
lausn og alls ekki gallalaus.
Hins vegar voru þau orðin
nauðsynleg, þó ekki nema sem
uppreisn gegn forstokkuðu og
spilltu flokkaveldi. Öll
umfjöllun Þjóðviljans um
prófkjörin, íhaldssemin og for-
stokkunin, ætti samt að verða
mönnum umhugsunarefni. Það
er auðvitað rétt að með próf-
kjörum er verið að framkvæma
róttæka valdatilfærslu, færa
völd frá flokksklíkum til fjölda
fólks. Það hefur svo komið i
ljós, að engum er verr við þetta,
engir fara um það háðulegri
orðum en forustumenn Alþýðu-
bandalagsins og skriffinnar
Þjóðviljans. Þegar um
ætti að hafa viss áhrif í stjórn
málum. Einnig sagði hann að
nauðsynlegt væri að láta ýmsar
félagslegar umbætur ganga fyr-
ir öðru í uppbyggingu landsins.
Hvaða atriði það væru sem
Nimeiri forseta og hann greindi
á um, sagði Al-Mahdi að væri til
dæmis um almennt frelsi fólks í
landinu og viðurkenning
stjórnvalda á að pólitískt frelsi
ætti að ríkja.
raunverulegar og áþreifanlegar
breytingar og valdatilfærslu er
að ræða, þá umturnast þessi
fámenna forustumannaklíka.
Það er forstokkað eðli
Alþýðubandalags, og var
raunar einnig til skamms tíma
eðli Alþýðuflokks, að vera
stjórnað af fámennisstjórnum.
Ákvarðanakerfið er gert svo
flókið og svo leiðinlegt, að allur
þorri fólks gefst upp. Fyrst er
gengið í flokksfélag, síðan kosið
í ráð, þá er kosið í nefnd og loks
í stjórn. Allur þessi ferill er svo
langur, leiðinlegur og flókinn,
að allt venjulegt fólk er gefið
upp áðúr en leiðin er hálfnuð.
Eftir sitja svo félagsmaní-
akkarnir og taka þær
ákvarðanir, sem máli skipta. Og
enda var svo komið að allur
þorri fólks hafði gefizt upp á
stjórnmálaflokkum, ' og fékk
heldur eðlilegum félagslegum
hvötum fullnægt annars staðar,
til dæmis í þeim félögum og
klúbbum, sem á undanförnum
árum hafa í æ ríkari mæli orðið
burðarásar í islenzku félagslífi.
Og þegar gerðar eru tilraunir
til að breyta þessu, færa völdin
til fólksins, þá er það Alþýðu-
bandalagið — bandalag
áiþýðunnar (!) sem rit-
froðufellir afskelfingu.Og hvað
er svo hægri og hvað er vinstri?
Nýjar og framsœkna'
hugmyndir
Hugmyndafræði smákomma
er fyrir löngu orðin svo
leiðinleg, slitin og þvadd. að
með henni mætti drepa naut.
Hann tók þó fram að flest
þessi atriði væru minniháttar
og samkomulagshorfur væru
góðar. Okkur greinir vissulega
á um ýmis atriði í stjórnmálum
og svo mun verða áfram en
þegar samningar okkar á milli
hafa tekizt mun verða gjör-
breytt andrúmsloft í stjórnmál-
um í Súdan, sagði Al-Mahdi.
Hann fagnaði þeirri ákvörð-
un Súdanstjórnar að taka aftur
upp stjórnmálasamband við
Líbíu en tengsl við það ríki
voru rofin eftir byltingartil-
raun Al-Mahdi í fyrra
Sagði hann að Súdan ætti að
stefna að sem nánastri sam-
vinnu við hina olíuauðugu ná-
granna sína. Aftur á móti væri
erfiðara með samskipti við hina
vinstri sinnuðu ríkisstjórn í
Eþíópíu. Al-Mahdi sagðist þó
telja að reyna yrði að halda sem
beztum tengslum við landið.
Hann minntist hins vegar ekk-
ert á helzta deilumál Súdan og
Eþíópíu, sem er stuðningur
Súdanstjórnar við frelsishreyf-
ingu Eritreu.
Eritrea nær yfir meginhluia
Norður-Eþíópíu en íbúar þess
vilja losna undan valdi
stjórnarinnar í Addis Abeba og
fá sjálfstæði.
““““^
Það hefur einnig gerzt, að
umræðan um prófkjörin hefur
opnað augu margra fyrir
nákvæmlega þessu. En það
verður haldið áfram að geta
breytingar og uppskurð á
flokkum fyrst og samfélagi
síðan, hvort sem kommar
aðhafast eða aðhafast ekki. Ef
þeir verða ekki með, þá verða
þeir einfaldlega skildir eftir.
Það vantar romantik í
samfélagið. Og það sem meira
er, það vantar stundum hóflegt
stjórnleysi. Samansafnað
auðmagn er skaðlegt, þanið
ríkisbákn er líka skaðlegt.
Hinar smærri einingar, starfs-
félög, frjáls félagasamtök,
smárekstur eru einingarnar
sem á að hlúa að.
Samspil spillts ríkis-
valds, forhertra gróðabrallará
og óðrar veröbólgu hefur búið
til nýja stétt eignafólks, sem
auðgast í engu samræmi við
vinnu. Þétta braskkerfi sem
alls staðar hefur fylgt
verðbólgu, læsist um flokka-
kerfið allt, hvort sem það
skilgreinir sig til hægri eða
vinstri En fyrir utan standa
stórir hópar venjulegs fólks,
allur þorri fólksins sem lifir í
þessu landi. Þetta fólk hefur
ekki hagnazt á þessu kerfi.
þessu sameiginlega afsprengi
stjórnmálaflokkanna. Þessu
fólki má standa nokkuð á sama
um þá atvinnumenn. sem
skipta með sér völdum og veg-
tyllum fyrir luktum dyrum, en,
hjala þess á milli urn vinnandi
fólk og lýðréttindi. Því þetta
fólk er að sækja frant.