Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1977. MORDSÖGUR FYRIR BÖRN ERU ÚTÞVÆLT EFNI — Lærið að bera virðingu fyrir barnæskunni Þuríður Jónsdóttir hringdi: Henni mislíkaði svar Bryndísar Gunnarsdóttur í DB 19. növ. sl. þar sem hún svarar fyrir Leikbrúðuland og Meistara Jakob. Þuríður seeir: Eg sé ekki betur en að Bryndis Gunnarsdóttir snúi út úr fyrir barni Brynju Baldursdóttur. Barnið segir söguna ljóta en mig langar til að spyrja, eru ljótar sögur til skemmtunar? Bryndís segir einnig að uppalendur vilji fá einhverja speki. Mig langar að spyrja hverja hún álíti hina svo- kölluðu uppalendur? Er ekki umhverfið í heild sá uppalandi sem öllu ræður? Á jólaskemmtun ykkar í Leikbrúðulandi að verða um Grýlu og Leppalúða og þeirra barnaát? Grýla og Leppalúði voru búin til til að hræða börn ef þau voru ekki þæg. Þessar ljótu morðsögur fyrir börn eru útþvælt efni. Svo vona ég að meistari Jakob eigi sem fæsta vini og aðdáendur og þið, þessar dug- legu konur, lærið að bera virðingu fyrir barnæskunni. Þetta er mynd úr jólasýningu hjá LelkbrúéuTandl. Bréfritari er óánægður með „tjótar morðsögur, sem hann segir að sé útþvælt efni fyrir börn.“ Þetta er alveg laukrétt, en ef grannt er skoðað eru margar gamlar og sígildar barnasögur býsna „ljótar“. Hvernig var ekki með hrekkjótta hermanninn i ævintýrinu um eldfærin? Hann drap keriinguna og stal peningunum hennar. — Hvernig var ekki með Litla Kláus. Hann fékk Stóra Kláus til þess að drepa ömmu sína, hvorkl meira né minna. — Þó er jólakötturinn eitthvað það alira Ijótasta sem til er. Börnin áttu að fára f jólaköttinn ef þau fengju ekki nýja flík fyrir jólin. En blessuð börnin gátu víst ekki gert að þvi þótt þau væru fátæk og fengju ekki nýja flík! V BSRB-klíkan hef ur aldrei staöiö með sjómönnum í ÞEIRRA KJARABARÁTTU Farmaður sendi okkur eftirfar- andi bréf sem hefur beðið nokkuð og er hánn beðinn vel- virðingar á því. Bréfið er svo- hljóðandi: Einn af mörgum gíslum BSRB vill koma á framfæri mikilli óánægju með þær aðferðir sem BSRB-klíkan notar sér til handa. Væri ekki betra að fara svolítið varlegar af stað með verkfallsréttinn til að fá ekki alltof marga upp á móti ykkur. Það er ekki hægt að nota eina stétt sem gisla til að ná fram einhverri kauphækkun ykkur til handa. Sjómenn muna ekki eftir að BSRB-klíkan hafi staðið með eða haft samúð með þeim í kjaradeilum. Við gerum ráð fyrir að það sé fullur vilji hjá farmönnum og sjálfsagt fleirum að rétturinn sé tekinn af aftur ef það á að sýna einni stétt slika litils- viðingu. BSRB var I lófa lagið að mæla með að undanþága yrði veitt til þess að skipin fengju að leggjast að bryggju (I verk- fallinu) þegar búið var að innsigla allt. Við skulum vona að þessi ljóti leikur eigi ekki eftir að endurtaka sig. Þarna eru skipin á ytrj höfninni í hinu margfrægá verkfalli BSRB. Til allrar hamingju var veðrið einstak- lega gott þann tíma sem verk- fallið stóð. Annars hefði getað farið illa fyrir skipunum og áhöfnum þeirra, því botninn í ytri höfninni er sagður svo slæmur að enginn akkerisfesta sé i honum. DB-mynd Hörður Vilhjálms- son. Með notkun platinulausu transistor- kveikjunnar losnar þú við algengustu gangsetningarvandamál og kald- aksturstrufianir — auk þess sem ÞÚ SPARAR örugglega allt frá 9 krónum á bensíniítra. (Meðaltal sem miðast við 93 kr. pr. ltr.) En hvað spararðu þá á 2000 lítrum? Bættu við þetta kostnaði á platínum, þétti og vinnulaun- um — jafnvel bílkostnaði vegna þess að bíllinn fór ekki í gang — og þá hefurðu nokkra hug'mynd um hvers virði er að aka MEÐ Lumenition tíSm HABERG HS Skeifunni 3e*Simi 3*33*45 Raddir lesenda Enn um handboltalandsliðs- málin: Landsliðs- nefnd getur ekki gengið fram hjá áliti almennings Valur B. Jónatansson skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um landsliðsmál okkar í handknattleik, val þess og stjórnun fyrir lokakeppnina í Danmörku er fram fer nú í febrúar á næsta ári og ákvörðun landsliðsnefndar að nota ekki „útlendingana" nema í neyð. Ef við ætlum okkur að eiga einhverja möguleika í keppninni þá tel ég að við verðum að fá sem flesta „út- ‘ lendingana" heim. Þeir hafa gefið í skyn að þeir hafi áhuga og geti tekið þátt í undir- búningnum fyrir keppnina. Ef við teljum okkur það góða að við þurfum ekki að nota at- vinnu- og hálfatvinnumenn í þessari grein, ja, þá erum við skrambi góðir. Menn eins og Ólafur H. Jóns- son, Axel Axelsson, Gunnar Einarsson, Einar Magnússon, Ölafur Benediktsson, Ágúst Svavarsson, Jón Hjaltalín og Viðar Símonarson eru allir búnir að leika meira eða minna með liðinu á undanförnum árum og Óli H., Óli Ben., Axel og Agúst allir undir stjórn Januszar á síðasta ári. Þessir menn þurfa ekki meira en tvo til þrjá mánuði til þess að komast inn í kerfi landsliðsins, því þetta eru menn sem eru í toppformi allt árið, meira en hægt er að segja um marga aðra landsliðsmenn. Landsliðsnefnd getur ekki gengið fram hjá þessum mönnum. Nu eru landsliðs- menn farnir að fá greidda dag- peninga við æfingar og keppni og hvaðan koma þeir peningar? Frá okkur sjálfum auðvitað, hvað annað. Svo ætlar landsliðsnefnd að ganga fram hjá áliti almennings á þessúm málum. . Timi margra af okkar yngri landsliðsmönnum er ekki kominn og ættulandsliðsnefnd- armenn að hafa það i huga að það koma fleiri stórmót eftir þetta og hver veit nema þá komi röðin að þeim. Hvað með knattspyrnulands- liðið , þeir telja sig ekki geta án atvinnumanna verið. Er hand- boltinn orðinn svona miklu þróaðri hjá okkur að þess sama sé ekki þörf?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.