Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1977.
Kalifornn:
Fjöldamorðingi
gengur laus
—ellefu konur kyrktar á síðustu sex vikum
Ellefu konur hafa fundizt
myrtar á síðustu sex vikum
nærri borginni Los Angeles í
Bandaríkjunum. Öttast lögregl-
an í Kaliforníuríki að hér sé á
ferðinni brjálaður fjöldamorð-
ingi. Öll fórnardýrin nema eitt
hafa verið kyrkt. Lík kvenn-
anna voru öll skilin eftir við
vegarbrún í úthverfum Norð-
austur af Los Angeles. Flest
líkanna voru klæðlaus er að var
komið og þrjú þeirra báru
merki um kynferðislegar mis-
þyrmingar.
Helzti vandi lögreglunnar við
leit að ódæðismanninum, er að
ekki er fullljóst hvort hér er
um einn og sama manninn að
ræða í öll skiptin.
Búið er að koma á fót sér-
stakri lögreglusveit sem ein-
göngu á að sinna þessu máli.
Vitað er að tvær kvennanna
sem orðið hafa fórnardýr morð-
ingjans stunduðu vændi en
hinar níu voru af ýmsum þjóð-
félagsstéttum, meðal annars
skólastúlkur.
Brezkir og franskir
Concordemenn hressir
mmM
Concorde þotan hin hljóðfráa leggur upp í sína fyrstu áætlunarferð frá Heathrowflugvelii við London
og er ferðinni heitib til New York. Vélin var fullhlaðin farþegum og flugtíminn var þrjár
klukkustundir og f jörutíu og fimm mínútur.
Fyrstu upplýsingar um sæta-
pantanir með Concorde vélum
brezku og frönsku flugfélaganna
lofa góðu að sögn félaganna.
Segja þau að margir, einkum
kaupsýslumenn, hafi nú þegar
pantað far.
British Airways hefur upplýst
að nærri sé fullbókað í þær tvær
áætlunarferðir í viku sem verða
til London frá New York næsta
mánuðinn. Talsmenn Air France
segjast ánægðir með bókanir
hingað til en þó séu nokkur sæti
laus fyrir þá sem óski að fljúga
með þeim til Parísar.
Daglegar áætlunarferðir verða
með hinni hljóðfráu Concorde-
þotu milli New York og Parísar.
Frakkland:
Verkfallsmenn hand-
tóku stjómarformann
Renaultbílasmiðjanna
Stjórnarformaður Renault
bílaverksmiðjanna frönsku var
sjö klukkutíma í haldi um það
bil eitt hundrað verkfalls-
manna í gær. í fyrstu sögðu
þeir að honum yrði ekki sieppt
lausum fyrf en samþykkt væri
að hefja samningaviðræður en
síðan var stjórnarformanninum
sleppt í gærkvöldi.
Vinnudeilan í bifreiðaverk-
smiðjunum, sem eru í eigu
franska ríkisins, stendur um
hve starfsmenn verksmiðj-
unnar eigi að fá mikinn
hluta launa sinna greiddan
síðustu vikurnar. Stjórn fyrir-
tækisins ákvað að stytta
vinnutímann mikið og lækka
laun jafnhliða í síðasta mán-
uði vegna verkalls 150
birgðavarða. A þetta vildu
starfsmennirnir ekki fallast.
Fundinn leyndardómur
um ratvísi kattarins
Sovézkir vísindamenn telja
sig hafa fundið ástæðuna fyrir
hinni miklu og öruggu ratvisi
katta, að þvi er dagblaðið
Isvestia í Moskvu sagði í gær.
Telja vísindamennirnir sig
hafa uppgötvað að völundarhús
eyrans virki sem nokkurs konar
áttaviti eða ratsjá kattarins.
Tilraun er gerð var meö einn
ulraunakött hófst þannig að
bundið var fynr augu hans og
hann síðan borinn í körfu ýms-
ar krókarleiðir að matarskál og
síðan aftur til baka að upphafs-
staonum. Algjör Kyrrð var og
borið var bensín á gólfið sem
farið var um til að koma í veg
fyrir að kötturinn gæti gengið á
lyktina. Að þessu loknu var
kettinum sleppt úr körfunni en
ekki losaður við augnbindiö.
Gekk hann þá hiklaust að mat-
arskálinni, að sögn dagblaðsins.
Að því loknu var völundar-
hús eyrans fjarlægt úr kettin-
um með uppskurði. Var
gönguferðin í körfunni síðan
endurtekin en þegar honum
var sleppt reikaði hann aðeins
stefnulaust um og fann alls
ekki matarskálina.
Bandaríkin:
Nágranna-
kryturinn
settur í
gerðardóm
Bandaríkjastjórn hefur ákveðið
að veita fé til að reyna að fækka
málum, sem landsmenn höfða
hver gegn öðrum af ýmsu tilefni.
I tilraunaskyni er ætlað að koma
á nokkurs konar gerðardómi í
hverfum borga og bæja þar sem
afgreiða megi mál sem til dæmis
koma upp vegna deilna nágranne
eða íbúa sama húss. Einnig er
hugmyndin að í gerðardómnum
verði ýmis neytendamál afgreidd.
Griffin Bell dómsmálaráðherrá
sagði í gær að með þessu væri
verið að reyna að létta á yfir-
hlöðnu dómstólakerfi landsins og
einnig að gera tilraun til að flýta
málum þannig að almenningur
gæti fengið úr deilumálum sinum
skorið á auðveldari og einfaldari
hátt en áður.
1 byrjun verða hverfisgerðar-
dómarnir settir á stofn í borgun-
um Los Angeles, Atlanta og
Kansas City.
Bandaríkin:
Sakkarín leyft
næstu átján
mánuði
Carter Bandaríkjaforseti hefur
undirritað lög sem fresta banni
við notkun gervisykursins sakkar-
íns við matvælaframleiðslu. Mat-
vælaeftirlit Bandaríkjanna hefur
krafizt banns við notkun þess
vegna þess að það reyndist valda
krabbameini í tilraunadýrum
þegar þeim var gefið það í stórum
skömmtum.
Samkvæmt nýju lögunum á að
kanna áhrif sakkaríns nánar á
næstu 18 mánuðum og verður
notkun þess heimil á meðan.
Reyndu að
smygla
rússneskum
kavíar
Þrír Pólverjar, á fljótabát
sem kom með vörur til
Vestur-Berlínar, voru hand-
teknir þar í gær fyrir að
reyna að smygla og selja
nokkurt magn af rússnesk-
um kavíar.
Voru þeir gripnir við
sölutilraunir og fundust í
fórum þeirra 177 krukkur af
hinu rússneska hnossgæti.
Verðmæti þess var talið
nema 2400 dollurum eða um
það bil hálfri milljón
íslenzkra króna.
Tollyfirvöld í Vestur-
Berlín segjaað algengt sé að
áhafnir pólskra fljótabáta,
sem komi til Vestur-
Þýzkalands, reyni að smygla
ýmsum dýrum vörum inn í
landið. Noti þeir síðan gjald-
eyrinn sem þeir fái til að
kaupa aðrar vörur sem sjald-
séðar séu í Póllandi.
Erlendar
fréttir
Vestur-Þýzkaland:
Sjöfíuogníu
fengu
gaseitrun
Flytja þurfti sjötiu og níu
manns á sjúkrahús í gær í
borginni Krefeld í Vestur-
Þýzkalandi eftir að þeir
höfðu orðið fyrir gaseitrun.
Af einhverjum ókunnum
ástæðum komust um það bil
fimm hundruð lltrar af
siturefni úr tanki efnaverk-
smiðju í borginni út I and-
rúmsloftið og urðu að eitr-
uðu gasi. Að sögn lögregl-
unnar voru það bæði
slökkviliðsmenn sem urðu
fyrir eitruninni og einnig
starfsmenp verksmiðjunnar
og fólk sem átti leið nærri
verksmiðjusvæðinu.
Slökkviliðsmenn sprautuðu
vatni yfir gasskýið sem
myndaðist en vandinn leyst-
ist þegar gerði hressilega
rigingarskúr og dreifðist þá
gasiö __________
Indland:
Enginn veit
hve margir
fórust
Vikur munu líða þar til
ljóst verður hve margir
týndu lífi í hamförum veð-
ursins á Indlandi undanfar-
ið. Tölu um manntjón eru
mjög óljósar og getgátur eru
um allt frá tuttugu og fimm
þúsundum til fimmtíu þús-
unda látinna. Eru þetta
taldar mestu náttúruham-
farir síðustu hundrað árin á
Indlandi.
Björgunarsveitir vinna
stöðugt að því að bjarga
fólki á einangruðum
svæðum og koma mat og
vatni til annarra.
Danmörk:
Heróín
fyrir hálfan
milljarð
Finnskur maður, tuttugu
og tveggja ára að aldri, var
handtekinn á Kastrupflug-
velli í gær og fannst í fórum
hans eitt kílógramm af
heróíni, sem talið er jafn-
virði nærri þrjú hundruð og
fimmtíu milljóna íslenzkra
króna.
Lögreglan í Kaupmanna-
höfn sagði að Finninn hafi
verið handtekinn samkvæmt
ábendingu hollenzku eitur-
lyfjalögreglunnar, en hann
var að koma frá Indlandi.
Fyrr í gærdag fannst
rúmlega eitt hundrað og
fimmtíu milljóna króna
virði af heröíni í íbúð f
Kaupmannahöfn en þar leit-
aði lögreglan samkvæmt
ábendingu norsku lög-
reglunnar.
Spánn:
Hætt við
verkfall
Spánskir flugvallastarfs-
menn ákváðu að hætta við
sólarhrings verkfall, sem
hefjast átti í dag.
Gerðu þeir það vegna
þeirrar ákvörðunar stjórn-
valda að láta hermenn taka
við störfum á flugvöllunum
til að ekki þyrfti að loka
þeim.
Báðir deiluaðilar hafa
ákveðið að halda áfram
samningaviðræðum. Hafa
starfsmennirnir krafizt 50%
launahækkunar en sam-
kvæmt nýsettum lögum á
Spáni mega laun ekki
hækka meira en um 22%.