Dagblaðið - 25.11.1977, Side 23

Dagblaðið - 25.11.1977, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NOVEMBER 1977. Sjónvarp í kvðld kl. 22.00: Týndi hermaðurinn ASTIN A VIGSTOÐVUNUM Ætla mætti aö íslenzka sjónvarpinu hafi skyndilega tæmst arfur. Fyrst er skipt yfir í liti ng svo rekur hver glænýja bíómyndin aöra, svo ekki sé minnzt á alla framhaldsmynda- flokkana. Mynd sjónvarpsins í kvöld er svo ný miðað við aðrar, sem oftast hafa verið látnar duga, að hún er varla þurr á bak við eyrun. Hún er aðeins sjö ára gömul, gerð árið 1970. Nafn myndarinnar er á íslenzku Týndi hermaðurinn. Á frummálinu heitir hún hins vegar I Girasoli. Því hún er ítölsk/frönsk að gerð myndin sú arna. Það er Öskar Ingimars- son sem þýðir það enska tal sem með myndinni er. Hann hafði þetta um hana að segja: „Það má nú eiginlega ekki segja mikið því myndin er svo spennandi. En þó er óhætt að geta þess að sagt er frá ítalskri stúlku sem kynnist samlanda sínum, sem er í hernum. Þau gifta sig og hann fær af þeim sökum lengra leyfi frá herþjón- ustunni en venja er. En það finnst honum ekki nóg og þegar leyfið er búið grípur hann til örþrifaráða til þess að geta dvalizt lengur með konu sinni. Þegar allt kemst upp má hann velja á milli þess að fara fyrir Marcello Mastroianni hefur mjög oft leikið i myndum með Sophiu. Einnig er hann frægur fyrir leik sinn einn og sér. Hér er hann í hlutverki sínu í Týnda hermanninum. Sophia Loren var nýlega valin Kvenstjarna ársins í Bandarikjunum. Það voru heildarsam- tök leikhúseigenda sem það gerðu. herrétt eða þess að verða sendúr til austurvígstöðvanna. Hann velur seinni kostinn. Nú, eins og nafnið á myndinni bendir til, hverfur hann þar og konan hans fer að leita að hon- um. Myndin er tekin í Rúss- landi þegar verið er að segja frá þessum hluta.“ Leikstjóri myndarinnar um týnda hermanninn er Vittorio de Sica og aðalhlutverkin eru í höndum Sophiu Loren og Marcéllo Mastroianni. Þau eru bæði mjög fræg fyrir góðan leik, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Þess má geta að myndin um týnda hermanninn var sýnd hér á landi fyrir allnokkru undir nafninu Sunflower. -DS. Skagfirzka söngsveitin á æfingu. Snæbjörg gefur tóninn. Útvarp í kvðld kl. 21.40: Kórsöngur í útvarpssal SKAGFIRZKA SÖNGSVEITIN UNDIR STJÓRN SNÆBJARGAR Skagfirzka söngsveitin syngur f kvöld nokkur lög fyrir hlustendur útvarpsins. Söngsveitin hefur nú starfað á áttunda ár og haldið tónleika og sungið nokkuð oft í útvarp á þeim tíma. Stjórnandi söngsveitarinnar frá upphafi hefur verið Snæbjörg Snæbjarnardóttir sem hefur líka séð um að þjálfa raddir kórfélaga. Þeir eru flestir brottfluttir Skagfirðingar og um 60 talsins. Ein hljómskífa hefur verið gefin út með Skagfirzku söng- sveitinni. I kvöld verða flutt lög eftir Sigurð Helgason, Skúla Halldórs- son, Sigfús Halldórsson, Mascagni •og Bizet. Einsöngvarar eru þeir Hjálmtýr Hjálmtýsson, Jón Kristinsson og Sverrir Guðmundsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó.DS Þegar Ástrík- ur hertók Róm Gamla Bíó — Ástríkur hertekur Róm. Teiknimynd gerö eftir hinum kunnu sögum Rene Goscinnys. Ástríkur er þegar þekkt teiknimyndafígúra — Kallinrt, sem bauð Róm birginn. Nú hefur Gamla Bíó tekið Ástrík til sýninga — með dönsku tali en íslenzkum texta. Og útkoman er hin skemmtilegasta — sannarlega mynd fyrir alla fjölskylduna. Viðureign Ástríks og Stein- ríks við sjálfan Júlíus Cæsar, — stjórnanda heimsins. Meó kjarnadrykkinn góða halda þeir Ástríkur og Steinríkur í hættuför hina mestu — þrautir sem Cæsar hefur fundið upp til að klekkja á þeim til að þagga niður þann orðróm að litli ætt- bálkurinn frá Gallíu væri í guðatölu. Takist þeim félögum að komast í gegn um þrautir Cæsars áttu þeir að fá að launum heimsveldi Rómverja Viðureign þeirra -félaga við dreka, kerfið, drauga og kven- menn er kostuleg á köflum — og gestir Gamla Bíós kunnu sannarlega að meta Ástrík og félaga hans, Steinrík, — þeir sigruðu sjálfan Cæsar á nokkru sem höfðinginn mikli í Róm hafði aldrei þekkt, græskuleysi. Sannarlega mynd fyrir alla fjölskylduna — vissulega mynd sem brýtur af sér klafa hefðar og hversdagsleika. h.halis Kvik myndir Endurtekið vegna fjölda áskorana að Ármdla 21, ísal Vatnsvirkjans, sími82340. Tekið á móti vörum ogselt íkvöld kl. 20-22, laugardag kl. 10-19 og sunnudag kl. 14-19 3 DAGAR EFTIR Einstakt tækifæritil að koma skíðabúnaðinum ísanngjamt verð. Mjög mikil eftirspurn er eftir öllum tegundum, einkum barna- og unglingastærðum upp Í2metra, einnig gönguskíðum o.fl. Síðast seldist 90% afþvísem kom.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.