Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1977. frfálst, úháð dagblað Utgofandi DagblaAiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AöstoAarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaöamonn: Anna Bjamason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir. Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn SíÖumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsimi blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 80 hr. eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Illlllllll!llllllll!lllllllllllllll!lllll!lllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllll!lll!lllllll!llllllllllllllll Súdan: Nimeiri forseti leitar nú sátta Hverjir svíkja? Það yrðu stórkostleg svik við kjósendur, ef þingmenn Sjálf- stæðisflokksins samþykktu kaup- in á Víðishúsinu fyrir mennta- málaráðuneytið. Kjósendur flokksins í Reykjavík hafa með yfirgnæfandi meirihluta vísað á bug tilraunum ýmissa forystumanna Sjálf- stæðisflokksins til að gangast fyrir þessum skuggalega gerningi. Vitað er, að hugmyndir að kaupum á Víðis- húsinu á óhóflegu verði eru ekki komnar frá Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráðherra, þótt hann hafi tekið á sig ábyrgðina. Frum- kvöðlarnir eru Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra og Matthías Á. Mathiesen fjármálaráð- herra. Þessir foringjar Sjálfstæðisflokksins ætla sér að fá samþykki þingmanna stjórnar- flokkanna beggja, með því að framsóknarmenn eigi að líta á málið sem „eðlilega greiðasemi“ við samstarfsflokkinn. Kaupin hafa mætt andstöðu sumra ráðherra, svo sem Gunnars Thoroddsen og Halldórs E. Sigurðssonar.Ætlunin hafði verið að keyra þau í gegn, áður en þing kom saman í haust, en síðan var horfið að því ráði að gefa þingmönn- um kost á að hlutast til um málið. Þórarinn Þórarinsson, formaður þingflokks Framsóknar, útlistaði í Tímaleiðara, að sú leið væri æskileg- ust með tilliti til andstöðunnar. Engu að síður hefur sjónarmið forsætis- og fjármálaráðherra virzt ofan á, þótt opinberar skýrslur hafi sýnt, hve fráleit kaupin væru. í skýrslu Innkaupastofnunar ríkisins er hugsan- legt kaupverð talið eiga að vera 135 milljónir, en í skýrslu fulltrúa ráðuneyta er sú tala, merkilegt nokk, hækkuð í 259 milljónir, sem er það kaupverð, sem að er stefnt. í skýrslu Inn- kaupastofnunar er „kostnaður við að endur- byggja húsið“, eins og það er orðað, áætlaður 380 milljónir og verði húsið þó alltaf slæmt. Allt þetta er alkunna. Almenningur hefur komizt að þeirri niður- stöðu, að eitthvað annað vekti fyrir forgöngu- mönnum kaupanna en að fá heppilegt húsnæði fyrir menntamálaráðuneyti á hagstæðu verði. í skoðanakönnuninni, sem fór fram samfara prófkjöri sjálfstæöismanna í Reykjavík, gáfu kjósendur þingmönnum sínum skýlaus fyrir- mæli um að hafna þessum sérstæðu húsakaup- um. Haraldur Blöndal lögfræðingur, einn fram- bjóðenda í prófkjörinu, beitti sér fyrir því, að spurning um Víðishúsið yrði höfð með próf- kjörinu. Reynt var að spilla þessu á ýmsan hátt og orðalagi spurningarinnar breytt þannig, að eitthvað óljósara yrði, viö hvað væri átt. Hins vegar efast enginn um, sízt þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, að kjósendur tóku beina af- stöðu til Víðishússins, þegar þeir svöruðu spurningunni um aðsetur ráðuneyta í þessari könnun. Haraldur náði því markmiði sínu að fá úr skorið, hvað kjósendum Sjálfstæðisflokksins fyndist um þessi fyrirhuguðu kaup. Sjötíu og átta af hverjum hundrað sögðu, að ráðuneyti skyldu hafa aðsetur í gamla miðbænum og höfnuðu Víðishúsinu þar með. Þessir kjósendur munu brátt sjá, hvort þing- menn þeirra ætla að svíkja þá. við andstæðinga sem reyndu byltingu í fyrra Skjótt skipast veóur í lofti og fáir bjuggust við því að Jaafar Nimeiri forseti Súdans mundi eiga viðræður við foringja hreyfingarinnar sem stóð fyrir misheppnaðri byltingu gegn honum á síðasta ári. Sú hefur þó orðið raunin og foringi hinnar hingað til bönn- SUDAN uðu stjórnarandstöðu og fyrr- verandi forsætisráðherra, Sadik Al-Mahdi, sneri nýlega aftur til Súdan eftir nokkurra ára útlegð. Ræða þeir nú við forsetann núverandi og fyrrum útlaginn og umræðuefnið er framtíð lands þeirra. Sadik Al-Mahdi sagði fyrir nokkrum dögum að ef árangur viðræðnanna yrði sá sem hann vonaðist eftir mundu góðar vonir til að átta ára deila stjórnar Nimeiri og andstæð- inga hans leystist. ALMahdi er af fornum höfðingjaættum og er hann sonarsonur fyrrum trúar og þjóðarleiðtoga Súdana, sem stjórnaði uppreisn gegn Bret- um seint á nítjándu öld. Upp úr sauð með þessum tveim mönn- um, þegar Nimeiri, sem þá,var hershöfðingi, gerði uppreisn gegn stjórn Al-Mahdi. Var það árið 1959. Síðan hefur forsætisráðherr- ann fyrrverandi ýmist verið í útlegð eða fangelsi í Súdan. Nimeiri brást eðlilega hinn versti við uppreisnartilraun Al- Mahdi í fyrra og var hinn síðar nefndi dæmdur til dauða. Þeim dómi varð þó ekki fullnægt því Hugmyndafræði á villigötum Á næstliðnum árum hefur orðið æ berara, að orðin hægri og vinstri standast ekki dóm reynslunnar nema að litlu leyti. Þvert á móti hafa þessi hugtök orðið að oróaleik, orðaskaki, sem uppalningar stjórnmála- flokkanna bregða fyrir sig við betri tækifæri. Orðin fjalla hins vegar ekki um daglegt líf fólks- ins í landinu nema að mjög óverulegu leyti. Almennt gera menn auðvitað ráð fyrir, að vinstri merki að mikið af félagslegum þörfum sé greitt úr sameiginlegum sjóðum, hægri merki að þessar greiðslur eigi að vera í lág- marki. Kjarninn er samt sá, að í þessum efnum er allur þorri fólks miklu meira sammála en skipting í hefðbundna stjórn- málaflokka segir til um. Menn greinir á um blæbrigði, upp- hæðir og ekki um prinsip. Fólk er sammála um almannatrygg- ingar í grófum dráttum, skóla- kerfi, Þjóðleikhús. Fólk er sam- mála um sióferðilegar skyldur almannasjóða til þess að rétta hlut þeirra, sem af einhverj- um ástæðum standa höllum ' ■ ...............- fæti. Og tolk — nánast altir — er sammála um að lægst laun- uðu umbjóðendur launþega- samtakanna hafa svívirðilega lágar tekjur. Það sem fólk hins vegar er ósammála um, talar um og hugsar um, skerst ekki svo mjög eftir hefðbundnum linum milli hægri og vinstri. Fólk er ósammála um landbúnaðar- kröfluna, útflutningsbæturnar og niðurgreiðslurnar. Þar rekast á hagsmunir bænda ann- ars vegar og flestra skattgreið- enda hins vegar. Fólk er ósammála um byggðastefnu, lánakerfi í tengslum við hana og þess vegna kjördæmamál. Fólk greinir á um það leyndar- bákn, sem kallað er rikisvald og stundum kerfi. Bankana, lána- kerfið og þess vegna vextina. Fólk greinir á um Kröflu sjálfa. Stóriðju og samvinnu við út- lendinga. Og þessi upptalning gæti verið endalaust. Aðalatriðið er samt það, ac tilraunir til þess að klæða um fjöllun um þessi mál í hefð- bundin kreppuklæði ha'gri og vinstri hafa mistekizt. einfald- lega vegna þess að þao gengur ekki röklega upp. Fólk finnur þann falska tón, sem frá slíku stafar. Frosnar hugmyndir og brostnar vonir Það er Iíka staðreynd, að hefðbundin hugmyndafræði til vinstri hefur um margt gengið sér til húðar. Þetta á við hér á íslandi, og þetta á við í okkur skyldum menningarlöndum. Það hefur verið einblínt um of á aukin ríkisútgjöld og bákn, sem sífellt þenst út og verður þess vegna bæði þarflaust og gagnslaust. Samspil einkafjár- magns og ríkisvalds hefur leitt af sér nýja stétt atvinnupólitik- usa og atvinnubraskara. nýja gróðastétt. Og þessi óskapnaður er síðan kenndur við félags- hyggju. Krafla heitir félagsleg framkvæmd. Útflutningsbætur í landbúnaði heita félagslegar aðgerðir. En óskapnaðurinn er viðar. Það er líka staðreynd, að is-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.