Dagblaðið - 25.11.1977, Blaðsíða 14
14
r*
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1977.
I grasgarðinum
Um ijöðabækur Bjarna Bernharðs,
Hanafætur íregnboganum, og Sigurðar
Jóhannssonar, Skammstafanir. Letur
Minna hefur boriö á fjölrit-
uðum bókum á þessu ári en oft
áður. Hvað veldur? En þær sem
birst hafa fram að þessu eru
flestar unnar af þeim ágæta
manni, Sigurjóni í Letri, en
hann á skilið einhvers konar
viðurkenningu (kannski niður-
fellingu söluskatts í nokkra
mánuði...) fyrir óeigingjarnt
starf í þágu ungra skálda. Tvö
þeirra hafa nýverið komið frá
sér heftum, þeir Bjarni Bern-
harður og Sigurður Jóhanns-
son, en báðir hafa þeir tekið sér
stöðu utan við lífsgæðakapp-
hlaup og viðtekin siðalögmál og
leita sanninda eða láta í ljós
efasemdir með eigin tilfinning-
ar að leiðarljósi. Stundum er
eins og þeir vantreysti einnig
réttmæti þeirra og ráðist að
þeim með alls kyns vímugjöf-
um, rugli þeim kerfisbundið til
að nálgast kjarna sálarinnar og
þá orku sem þar kann að leyn-
ast. En það þarf sterka og
þroskaða persónu til að setja
fram ljóðræna niðurstöðu
þeirra rannsókna, þannig að
hún snerti vitund annarra og
enn sem komið er virðist hvor-
ugt þessara skálda hafa náð því
marki.
Skot í myrkri
Ljóð þetrra virðast því sem
skot í myrkri, stundum neistar
af stöku línu eða hendingu, en
sjaldan hitta þau í mark. Bjarni
Bernharður hefur áður gefið út
bókina Upp og niður og virðist
nýjasta hefti hans Hanafætur í
regnboganum beint framhald
hennar, bæði efnislega og
tæknilega, án umtalsverðra
breytinga. Best hentar honum
að skapa hlutlausar myndir, t.d.
í Hersveitin eða Aleyna þar
sem finna má óræðan trega, en
hann er einkennilega ópersónu-
legur og þegar lesandinn leitar
persónulegri viðhorfa, t.a.m. I
Bankanum og Græni parkur-
inn, þar segir:
Ég gekk eitt kvöld niðrá
græna park
þar var fólk börn og bílar
götuvitar og rónar
þar er frelsið þar er
dóbisminn
og Morgunblaðshöliin.
Þá virðist aðaláherslan
týnast í smámyndum sem
hvergi byggjast á sterkri sann-
færingu, þótt sumar línur
magnist fyrir tilstuðlan of-
skynjunar:
Frá opnum glugga andvarpar
fjallið
inná stofugólf.
Þar hanga myndir á tvo vegu,
ýmist frá
eða að.
En það þarf sem sagt margar
línur til að mynda heilt kvæði.
hanafætur lw
Regnboganum
Innheimtufólkóskast í
Mosfellssveit, Voga-,
Heima- og Seljahverfi
Uppl. ísíma 27022
^BIAÐIÐ
Á tveimur tungum
Sigurður Jóhannsson hefur
skrifað frá barnæsku og þar
sem hann er jafnvígur á ensku
og íslensku og hefur búið í
Bandaríkjunum, tjáir hann sig
á báðum málum í bók sinni
Skammstafanir sem sú fyrsta
frá hans hendi. Ljóðin eru allar
götur frá 1965 til þessa árs og
hefði að ófyrirsynju mátt grisja
þau talsvert. Þar sem Bjarni
Bernharður felur sig á bak við
hlutlausar myndir, þá er Sig-
urður óhræddur við að segja
hug sinn allan og „ég-ið“ er
ötull þátttakandi í nær hverju
ljóði. Fyrstu ljóð hans, á ensku,
eru þó fremur skemmtilegar
skáldskaparæfingar bók-
menntahneigðs pilts. Tilfinn-
ingar virðast ekki ýkja djúp-
stæðar og höfundur leikur sér
með ýmis afbrigði skáldskapar,
„konkret" ljóð, frjálsar ræður
o.fl. og tónninn er kýnískur:
við stóðum tvö á sumargrænu
spiiatúni
loksins kyssti ég þig.
þá lak af tungu minni
eins og draumur um vatn
af þurru grjóti:
ég elska þig.
Persónulegur spyrill
En það er fyrst i ljóðum Sig-
urðar frá 1970 að fram kemur
persónulegur spyrill og orðræð-
ur hans virðast byggðar á sárri
r? .;«* A-DAI QTPIMM
INGÓLFSSON 'lPi
reynslu, af ástinni, mann-
vonsku, einmanaleika og eftir-
sjá og þótt sum ensku ljóða
Sigurðar séu nokkuð glúrin, t.d.
being queen og winter equals,
þá er eins og íslensku ljóðin séu
einlægari, — alla vega fyrir
minn smekk, hjúskapur (brot)
segir mér t.d. öllu meira en
orðaölvun höfundar í mörgum
ensku ljóðunum um svipað
efni. En þótt lesandinn efist
ekki um einlægni Sigurðar, þá
er samt sem áður hægt að hugsa
sér heillegri tjáningu hennar.
Bók
menntir
J)
Vérzlun
Verzlun
Verzlun
Snyrtiborð á lager
• sérsmíðum:
Konungleg
hjónarúm
öll húsgögn,
kla*ðiskápa
og baðskápa.
Sérhúsgögn
IngaogPéturs
Braularholli 26 —
Sími 28230.
Nýjar
krossgátur
nr. 12 komnar út.
Fæst itillum helztu
stiluturnum og
kvtildsölustödum
ÍReykjavik
og út um landið.
•
Einnig iöllum
meiriháttar
bókaverzlunum
um landiö allt
i eyru
Verzlunin ÆSA auglýsir:
Seljum gulieyrnalokka
með nyrri tækni.
Notum dauðhreinsaðar gullkúlu
Vinsamlega pantið í sima 23622
Vlunið að úrvalið af tfzkuskart
f ipun um er i /á.sl'.
\2.
A
Sjálfvirk hurðaropnun
Meðeðaán
" * radiofjarstýringar
Fyrir:
Bilgeymslur
Einstaklinga
Fyrirtæki
Stofnanir
Stáltæki—Bankastræti 8 — sími27510
Austurlenzk
undraveröld
opin á |
Grettisgötu 64 j
SÍMI 11625
Hollenska FAM
rvksugan, endingargóð, öflug
og ódýr, liefur allar kher úti við
hreingerninguna.
\ . ð aðeins 43.100.-
meðan hirgðii . úd -.st.
Staðgreiðsluafslátlur.
HAUKUR X Ol.AFUR
Armúla .32
Simi 37700.
Framleiðum eftirtaldar
gerðir:
Hringstiga, teppa-
stiga, tréþrep, rifla-
jórn, útistigo úr áli
og pallstiga.
Margar gerðir af
inni- og útihand-
riðum.
VÉLSMIÐJAN
JÁRNVERK
ARMULA 32 — SÍMI 8-
46-06.
Kynniðyðurokkarhagstæða verð
Skrífstofú
SKRIFBORD
Vönduó sterk
skrifstofu ;krif-
boró i þrem
stæróum.
A.GUÐMUNDSSON
Húsgagnaverksmiója,
Auðbrekku 57, Kópavogi. Simi 43144
Þungavinnuvélar
Allar gerðir og stierðir vinnuvéla og vörubila ú söluskrá.
Utvegum úrvals vinnuvélar og bíla erlendis frá.
« mC’
'Markaðslorgið. Einliolti 8. simi 28590