Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 28. NÓVEMBER 1977 BIAÐIB frjáist, nháð dagblað Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón fÍBirgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Bluöamenn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðston, Dóra Stefáhsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrln Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Dreifingarstjóri: M*r E. M HaHdórsson. Ritstjóm Síðumúla 12.~Áfgreið*la Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. __ Aðalsimi blaðsins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. á mánuði innanlands/ i lausasölu Qg 'kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Armúla 5. Myndaog plötugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Nýttlaunastríö Verkalýðsfélögin á Vestfjörð- um hafa kastað teningunum. Samningar verða þar lausir um áramðt og verkföll ekki ólíkleg. Jafnframt kunna verkalýðsfélög annars staðar að segja upp samn- ingum, ef sú stefna ríkisstjórnar- innar nær fram að ganga, að fyrirhuguð hækk- un bensíngjalds verði ekki reiknuð með í kaup- gjaldsvísitölu. Útlitið á vinnumarkaðnum verður enn verra, þegar litið er á, að stjórnvöld boða kauprán á næstunni með sífellt djarfari hætti. Verkalýðsfélögin á Vestfjörðum krefjast níu prósent kauphækkunar til að fá leiðréttingu í samræmi við samninga ríkisins við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og kauphækkun Bandalags þáskólamanna. Á þessum forsend- um geta þau sagt upp samningum, þar sem heimild til þess var samþykkt í síðustu kjara,- samningum þeirra við vestfirzka atvinnurek- endur. Alþýðusamband íslands náði hins vegar ekki fram að fá slíkt heimildarákvæði í sína samn- inga. En öll verkalýðsfélögin hafa tvímælalaust heimild til uppsagnar, ef ríkisvaldið gengur á gerða samninga með niðurfellingu vísitölubóta eða gengisfellingu. ASÍ-menn munu varla sitja hjá með hendur í skauti, ef verkamenn á Vestfjörðum knýja fram kauphækkanir með verkföllum. Við þær aðstæður getur ríkisstjórnin ekki vænzt annars en harðra gagnaðgerða, reyni hún að skerða samningana í einhverju. Ríkisstjórnir léku fyrrum einatt þann leik að fella niður vísitölu- uppbætur á kaup, jafnt vinstri sem hægri stjórnir. Þá var ekki nægilega tryggt í kjara- samningum, að slíkt yrði ekki gert bótalaust. Nú á það að vera tryggt. Rétt er að vitna í ummæli Karvels Pálma- sonar alþingismanns í umræðunni um fjárlaga- frumvarpið. Hann sagði: „Það er einnig ljóst, verði svo á málum haldið sem frumvarpið gerir ráð fyrir, að þá verða ógiltir allir kjarasamning- ar í landinu.“ Karvel kvað þá fyrirsjáanlegt, að átök yrðu á vinnumarkaðinum „tiltölulega fljótt í byrjun næsta árs,“ eins og hann komst að orði. Meira hangir á spýtunni en bótalaus hækkun bensíngjaldsins ein. Ummæli ráðherra og sér- fræðinga ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum um kauphækkun verkalýðsfélaga og opinberra starfsmanna verða aðeins skilin á einn veg: Þessar kauphækkanir séu óþolandi. Því verði reynt með hvers konar aðgerðum, svo sem skattahækkunum og niðurfellingu vísitölubóta að einhverju leyti, að skera kauphækkunina niður. Við núverandi aðstæður hlýtur verkalýðs- hreyfingin að svara hörku ríkisvaldsins með harðri kaupgjaldsbaráttu. Á hinn bóginn á ríkisstjórnin miklu betri kost, þann að mæta auknum ríkisútgjöldum vegna kjarasamninga með niðurskurði ríkisút- gjalda á öðrum sviðum. Með því yrðiicomizt hjá skattahækkunum og dregið úr verðbólgu. En þessi kostur passar ekki í kramið. Þess í stað er að hefjast nýtt stríð á vinnumarkaðin- um. r——— Suður-Afríka: KOSNINGABYR VORSTERS LÍK- LEGA MINNIEN SPÁÐ VAR í HAUST — kosið á miðvikudag — Hafnið málamiðlun og þvaðri Carters, — þessi orð má lesa á kosningaspjaldi í einu af úthverfum Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. I þessu hverfi búa efnaðar hvitar fjölskyldur og fram- bjóðandi Þjóðernisflokks Vorsters forsætisráðherra þykir þar hinn æskilegasti tals- maður fólksins á þingi. Aftur á móti hefur einhver aðkomu- maður, sem ejcki er eins sannfærður um ágæti fram- bjóðandans og stefnu þeirrar sem hann fylgir, bætt við fyrir neðan myndina, — kjósið nasistann. A miðvikudag 1 næstu viku munu hvítir íbúar Suður-Afríku kjósa nýja fulltrúa til þings. Talið er vist að þær kosningar muni engu breyta um hver með völdin fer. John Vorster forsætisráðherra mun leiða flokk sinn til sigurs í áttunda. skipti síðan Þjóðernis- Iflokkurinn komst til valda árið 1948. Þó á yfirborðinu verði litlar breytingar er þó talið af sér- fræðingum, að þessar kosning- ar og úrslit þeirra muni hafa afdrifaríkar afleiðingar. Flokkar þeir sem hingað til Ihafa verið I stjórnarandstöðu þurfa I þetta skipti að berjast fyrir pólitísku lifi slnu, sumir hverjir. Margir líta þannig á málin að I komandi kosningum verði I raun ekki kosið um hváða flokkur eigi að fara með völdih næsta kjörtímabil — það sé fyrirfram ákVeðið. — Sagt er: Suður-Afríkubúar velja sér nú stjórnarandstöðu. SÍðustu mánuði hefur orðið ljóst að hinn gamli flokkur enskumælandi hvitra íbúa Suður-Afrlku, Sameiningar- flokkurinn, er að veslast upp og deyja. Þetta gerist þrátt fyrir, að fjórir tíundu hlutar allra Ibúanna tala ensku, Krafan, sem stöðugt hefur hljómað hærra og hærra slðustu mánuði og ár er, — kosningaréttur til allra þel- dökkra. — A sama tíma hefur órói og óeirðir heima fyrir og stjórn- málalegur þrýstingur erlendis frá valdið þvi að enskumælandi Suður-Afríkubúar hafa annaðhvort ákveðið að styðja flokk Vorsters forsætis- ráðherra eða Framfaraflokkinn undir forustu Colin Eglin. Forustumenn Þjóðernis- flokksins viðurkenna að ensku- mælandi styðji flokk þeirra I meiri mæli nú en áður. Jafn- framt viðurkenna þeir að Vorster hafi verið of bjartsýnn I haust, er hann fullyrti að flokkurinn myndi bæta við sig 16 þingsætum I kosningunum á miðvikudaginn. Haft hefur verið eftir einum ráðherra Suður-Afríku, Connie Mulder, að þeir tímar séu liðnir, þegar tungumálin skip- uðu íbúunum I st.iórnmála- flokka. Telur ráðherrartn, að Þjóðernisflokkurinn muni bæta við sig tveimur til sex þingsætum I komandi kosningum. Astæðan fyrir því, að þing- fylgi Þjóðernisflokksins mun ekki aukast meira en þetta er meðal annars talin vera sú mikla gagnrýni, sem dauði blökkumannaleiðtogans Steve Biko I fangelsi hefur valdið er- lendis og heima fyrir. Jafnvel tryggir stuðnings- menn Þjóðernisflokksins bera nú fram þær kröfur, að aukin völd svertingja séu hugleidd. Telja þeir, að ef ekkert verði að gert þá muni það kosta styrjöld fyrr eða síðar. — Við þurfum ekki að blða eftir hinu óhjá- kvæmilega, bregðumst við fljótt áður en örlög annarra hvitra Afrikúbúa blasa við okk- ur — segja hinir áköfustu. Ákveðnir stuðningsmenn stefnu Vorsters benda aftur á móti á, að lífskjör svertingja I Suður-Afríku séu þau beztu I Afrlku. Verið sé að afhenda þeim aftur heimalönd sín, er þá átt . við sjálfstjörnarsvæði' svertingja. Framfaraflokkur Colins Eglins tekur liklegast við sem helzti stjórnarandstöðu- flokkurinn að kosningunum loknum. Helzta stefnumark hans er að gengið. sé til samninga við alla þjóðfélags- hópa, hvíta, svarta, gula og brúna. — Við verðum að láta eitthvað af völdum okkar af hendi til svertingja og Ind- verja, — segir Eglin. Flokkurinn vill, að I stað hinnar viðamiklu stjórnar- skrár, sem Þjóðernisflokkurinn hyggst fá samþykkta verði gengið til samninga. Reyndar hafa Jeiðtogar syertingiaJþegar hafnað þessari stjórnarskrártil- Haftastefna meiri- hluta borgarstjómar Sjálfstæðisflokkurinn, sem fer með vö’'. I Reykjavlk, kveðst öðrum flokkam fremur vera málsvari frjálsræðis I viðskiptum. Þegar það er haft I huga, hlýtur það að vekja furðu hvílíka haftastefnu borgar- stjórn rekur á nær öllum sviðum viðskipta I borginni. Sennilega mun engin borgar- stjórn á Norðurlöndum vera eins afturhaldssöm á þessu sviði og borgarstjórn Reykja- víkur undir forystu Sjálfstæðis- flokksins. Það er sama hvar drepið er niður á sviði afskipta borgarinnar af viðskiotalifinu I Reykjavík, alls staðar blasa við boð og bönn. Borgarstjórn bannar kaupmönnum að hafa verzlanir slnar opnar á kvöldin og um helgar. Borgarráð bannar sölu á brauðsamlokum I söluturnum og á kvöldsölu- stöðum, þó ströngustu kröfur heilbrigðiseftirlitsins séu uppfylltar. Heilbrigðismálaráð bannar nýjum, vistlegum sölustað sölu á hamborgurum til neyzlu innan dyra. Heilbrigðismálaráð og borgar- ráð banna sölu á pylsum úr sérstökum pylsuvögnum á götum úti, og þannig mætti áfram telja. Það sem þykir sjálfsagt að leyfa I borgum grannlanda okkar er bannað I Reykjavik. Við framangreinda upptalningu má svo bæta þvi, að engin matstofa fær að hafa opið að nóttu til I Reykjavík. sem hnrfa að vinna á nóttunni geta því hvergi fengið keyptan matarbita. Bensln fæst heldur yfirleitt ekki keypt að nóttu til, o.s.frv., o.s.frv. Boð og bönn einkenna því svo sannar- lega viðskiptalífið I Reykjavík, að minnsta kosti þá þætti þess, sem borgarstjórn Reykjavíkur hefur afskipti af. Frjálsrœðið ryður sér til rúms annars staðar Að þessu sinni ætla ég að gera einn þátt þessarar haftástefnu að umtalsefni, en bað eru afskipti borgarstjórnar af afgreiðslutíma verzlaná I Reykjavík. A sama tíma og auk- ið frjálsræði á þvi sviði ryður sér til rúms I grannlöndum okkar, herðir borgarstjórn tökin á afgreiðslutíma verzlana I rteykjavik. Svíar hafa til dæmis._eefið afereiðslutlmann frjálsan og Danir hafa nýlega rýmkað hann nokkuð, en borg- arstjórn Reykjvíkur heldur fast við sina haftastefnu. Ég hygg, að borgarstjórn Reykja- vlkur hafi ekki eins mikil af- skipti af vinnutlma nokkurrar stéttar og verzlunarstétt- arinnar. Borgarstjórn bókstaf- lega bannar kaupmönnum að hafa verzlanir slnar opnar eftir ákveðinn tlma á kvöldin, enda þótt þeir þurfi ekki á neinu aðkeyptu vinnuafli að halda. Og þó verzlunarfólk vildi vinna fram eftir kvöldi, umfram það sem núgildandi samþykkt segir til um.er það ekki leyfilegt, borgarstjórn bannar það. Verzlunarmannafélag Reykjavikur semur ekki um vinnutíma verzlunarfólks eins og önnur verkalýðsfélög. Nei, það er borgarstjórn Reykja- víkur, sem ákveður vinnutímal verzlunarfólksins. Mér er sem ég sæi upplitið á forystu- mönnum Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkakvenna- félagsins Framsóknar, ef borg- I i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.