Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 18
22 DACiBLAÐIÐ. MANUDACUR 28. NÓVEMBER 197.7 Pólsk tónlist á Kjarvalsstöðum Sendiráð Pólska alþýðulýð- veldisins og Islensk-pólska menningarfélagið gengust fyrir kynningu á pólskri tónlist seinni tíma, á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 20. þ.m. Flytj- endur voru nokkrir meðlimir Sinfóníunnar, píanistarnir Halldór Haraldsson og Gísli Magnússon, Rut Magriús- son altsöngkona og söngflokk- urinn Hljómeyki. Fyrst var leikinn strengjakvartett eftir þann gamla og góða meistara Szymanowski (kynslóð Stravin- skys) og forkunnarvel, undir forustu Guðnýjar konsert- meistara. Þó Szymanowski teljist orðið til klassíkeranna er tónlist hans enn að mestu óþekkt hér á landi, utan nokkur Vl! II ,—■■■■■■............ píanó- og fiðlulög og Stabat Mater, sem Wodiszco stjórnaði fyrir nokkrum árum. Það var því sannarlega mikill fengur að þessum kvartett sem ein- kennist af lýrískum, hátt- bundnum trega í slavneskum anda þó. Síðan komu tónverk eftir sjö núlifandi tónskáld og' áttu að vera eins konar þver- skurður af því sem skeð hefur í tónskáldskap Pólverja undan- farna áratugi. Þarna voru al- þekkt nöfn eins og Lutoslawski (fékk Sonningverðlaunin næst á undan Messiaen), Tadeus Baird og Pendereski (Hiroshima-harmljóð) ásamt nokkrum minna þekktum. Hvort þetta gaf góða og raun- sanna mynd af pólskri tónlist í dag skal látið liggja milli hluta, en margt var þarna áheyrilegt og sniðugt. Það verk sem vakti hvað mestan áhuga undirritaðs var annar strengjakvartett og eftir yngsta tónskáldið, Marek Stachowski árg. 1936. í hljóm- gerð og hljóðfærabeitingu ber stíll Stachowski talsverðan svip af því sem maður þekkir úr fórum Lutoslawskis og Pendereskis, í það minnsta á yfirborðinu. Aðferð Lutoslaw- skis, innri ögun og klassísk formhyggja við niðurröðun sí- breytilegs og nýstárlegs efnis, hefur þó yfirhöndina og mætti segja mér að þarna sé enginn aukvisi á ferðinni. Það er hins vegar allt of langt mál að gera öllum þessum verkum skil, .mmmm ■ Fimm litrarnir dugðu AUTOBIANCHI 95,91 km! 5,21 lítrará 100 km. Fimm lítrarnir dugðu Autobianchi vel í Sparaksturskeppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Af 5 fyrstu bílunum í 1. flokki (o -iooocc), voru 3 Autobianchi sem komust 95,91 —93,71 — og 93,62 km. á aðeins 5 lítrum af bensíni. Autobianchi AII2 Elegant, er ekki aðeins lipur, heldur afburða skemmtilegur og vel unninn bíll, sem stenst ströngustu gæðakröfur um aksturseiginleika og öryggi smábíla. Til afgreiðslu nú þegar. >vei BIORNSSON i_£° SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SÍMI 81530 SÖLUUMBOÐ Á AKUREYRI: BLÁFELL S/F. jafnvel í litlu, en mikið var annars gaman að „Swinging" music“ Serockis sém var meistaralega leikin af Halldóri Haraldssyni, Sigurði I. Snorra- syni, Ole Kristian Hansen og kontrabassaleikara sem ekki var getið í efnisskrá. Plycromie Sigmunt Krause vakti líka at- hygli, að vísu mjög kyrrstæð og átakalaus tónlist sem leynir þó á sér ef að er gáð. Og mikið var ánægjulegt að heyra söngflokk- inn Hljómeyki flytja bráð- skemmtileg Iög eftir Andrzej Koszewski, svo eðlilega og belg- ingslaust þrátt fyrir annarlega (pólska) tungu. Já, allt var þetta skemmtilegt og vandað og hafi allir aðstand- endur miklar þakkir fyrir. Leifur Þórarinsson Glenda Jackson: „Verðlaunin breyta engu” Leikkonan fræga, Glenda Jackson, sem nú dvelur í Lundúnum eftir langa dvöl vestan við haf er sögð reka upp stór augu þegar fólk svífur á hana á götum úti og óskar henni til hamingju með öll verðlaunin sem hún hefur fengið. Þau eru reyndar ekkert smáræði, þrír óskarar, það er tveir amerískir og einn brezkur, sem talinn er jafngildi þess ameríska. Glenda hefur látið hafa eftir sér að henni þyki ekkert óskap- lega mikið til verðlaunanna koma, fyrir sér séu þau eins og hverjar aðrar gjafir. Þarna er Glenda á öndverðu máli við marga verðlaunahafa, til dæmis sir Charles Chaplin sem sagður er geyma sín verð- laun eins og sjáaldur auga síns. Um verðlaun sín segir Glenda: „Þau breyta raunveru- lega engu fyrir mig. Þau eru í sjálfu sér ekkert verðmæt, þau eru í rauninni aðeins gjafir. Það er gaman að fá slíkar gjafir en það breytir engu. Ég fæ ekki séð hvernig þau mögulega ættu að geta gert það.“ Fróðir menn hafa þó bent Glendu, sem nú er orðin 41 árs, á að verðlaunin fyrir myndirn- ar Women in Love, A Touch of Class og Sunday Bloody Sun- day, sem allar hafa verið sýnd- ar hér á landi, hljóti að koma sér að einhverju leyti vel, t.d. við að fá borð á veitingastöðum og að fá góð hlutverk. Um þetta segir hún: „Ég treð mér ekki fram fyrir aðra. Ég þoli ekki þá sem slíkt gera. Auðvitað gera verðlaunin það að verkum að fólk man eftir manni í nokkra daga. En verðlaunin sjálf færðu af því að fólk kýs þig til þeirra, maður er sem sagt mikill í þess huga. Þetta er ekki eins og kapphlaup þar sem einn er óyggjandi sigurvegari. Og maður tekur ekki að sér hlut- verk og hugsar með sér að fyrir þetta fái maður óskar. Eg geri ekkert sérstaklega til þess að vinna til verðlauna.“ Nýlega var verið að kvik- mynda Glendu í austurhluta Lundúna og nefnist myndin sem verið er að gera „The Class of Miss Macmichael". Hún fjall- ar um kennara einn sem kennir í skóla fyrir hálfgerð vandræða- börn. Glenda segir að þetta hlutverk sitt minni sig svolítið á það er hún vann sinn fyrsta óskar. Hún fór ekki einu sinni til Hollywood til þess að taka við honum. Og hún hlustaði ekki á beina útvarpssendingu frá verðlaunaafhendingunni. Það Glenda Jackson. fyrsta sem hún vissi um verð- launin var að hringt var í hana klukkan sex um morgun og henni sagt að hún hefði fengið þau. „Eftir margra ára ræs snemma á morgnana hata ég> símhringingar. En í þetta sinn hélt ég mér þó vakandi í þær mínútur sem þurfti til þess að heyra úrslitin,“ segir hún. „En þá sneri ég mér líka á hina hliðina og hélt áfram að sofa.“ Býst Glenda við að fá fleiri „gjafir"? Hún brosir: „Ef ég fengi þær yrði ég steinhissa.“ -DSþýddi Innheimtufólkóskast í Mosfellssveit, Voga-, Heima- og Seljahverfi Uppl.ísíma 27022 IMMBIAM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.