Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 15
Einstök þjónusta
fyrir Stór-Reykjavík.
Við mælum flötinn og gerum fast verðtilboð.
Þér komið og veljið gerðina, við mælum og gefum yður upp endan-
legt verð - án nokkurra skuldbindinga.
Athugið, að þetta gildir bæði um smáa og stóra fleti.
Þér getið valið efni af 70 stórum rúllum eða úr 200 mismunandi gerðum
af WESTON teppum. Við bjóðum mesta teppaúrval landsins í öllum
verðflokkum: 1.260 pr. ferm til kr. 17.000 pr.ferm.
\
A
A
A
A
A
A
LJ' ' * III i |;!
Ui JUPJ I li-!
ffli
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
0BB0SÍ!
Gaman að passa litlu svstkinin —obbosí! Þau
geta sigið í þau iitlu, einkum ef stóra systir er
ekkert sérlega stór. En með einbeitninni hefst
það.
DB-mynd Hörður.
Lestrarlag þulanna í útvarpi
ogsjónvarpi:
EKKIUNAÐ VIÐ
ÞETTA LENGUR
— segir Félag íslenzkra fræða
„Fundurinn telur
nauðsynlegt, að komið verði á
fót námskeiðum í íslenzku,
einkum eðlilegum og áheyrileg-
um lestri íslenzks máls, fyrir
þuli hljóðvarps og sjónvarps,
enda verði þeim gert bæði
kleift og skylt að sækja slík
námskeið. Á þetta bendir
fundurinn sökum þess að hann
telur að ekki verði lengur unað
við það lestrarlag sem æ meir
hefur rutt sér til rúms i
hljóðvarpi og sjónvarpi á
síðustu árum,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Félagi ísl.
fræða.
A fjölmennum fundi
félagsins nýlega fóru fram tals-
verðar umræður um málfar og
framburð þula og stjórnenda
þátta. Var skorað á útvarps-
stjóra og framkvæmdastjóra
hljóðvarps að sjá svo um að
ekki yrðu ráðnir í þessi störf
aðrir en hæfir menn, lausir
við framburðargalla og tak-
markaða tilfinningu fyrir töl-
uðu og rituðu íslenzku máli.
-JBP.
P VtiBI.ADIf). M ANUDACiFR 28. NÓVKMBKR 1977.
Allt vitlaust í Kef lavík
—og meira til
HREVFHi
Sími 8-55-22
Eftir fremur tíðindalitlar helg-
ar í Keflavík undanfarið breyttist
ástandið heldur betur nú um
helgina og lögreglan fekk nóg að
starfa.
Árekstur varð á mótum Reykja-
nesbrautar og afleggjarans til
Innri-Njarðvíkur kl. rúmlega
fjögur á föstudag. Ekki urðu
meiðsli á fólki en eignatjón mikið
á bifreiðum. Þá varð harður
árekstur á laugardagsmorgun er
Datsun bifreið var ekið austur
Háaleiti og aftan á Ford. Kast-
aðist Fordbíllinn 10 metra og
afturstuðari hans gekk inn að
hjólum. Bílstjóri . Datsunbílsins
slapp ómeiddur en farþegi hand-
léggsbrotnaði og hlaut höfuð-
meiðsli. Grunur leikur á að öku-
maður hafi verið undir áhrifum
áfengis.
Þá varð enn hörkuárekstur á
Hafnargötu aðfaranótt sunnudags
og var Chevrolet Nova bifreið
ekið aftan á Mazdabifreið og
kastaðist Mazdabifreiðin 32 metra
en bremsuförin eftir tjónvaldinn
reyndust yfir 40 metrar. Meiðsli
reyndust lítil, ökumaður
Chevroletsins kvartaði um eymsli
á hálsi og var fluttur til læknis.
Lögreglan í Keflavík telur að
höfuðpúðar í Mazdabilnum hafi
bjargað lífi þeirra sem sátu í
framsætum bílsins. Mikið eigna-
tjón varð i áreksstrinum.
En lögreglumenn höfðu fleira
að gera en að sinna árekstrunum.
Olvun var mikil og almenn og
ágerðist er lí.ða tók á helgina.
Brotizt var inn í Tjarnarkaffi og
náðist ungur piltur þar en hann
hafði ekkert tekið eða skemmt.
Ekið var utan í bifreiðar og
stungið af og sumir dunduðu við
að stela bensíni svo hægt vapri að
keyra meira. Aðfaranótt sunnu-
dags, þegar ölvun var komin
í algleyming, gerðust menn
nokkuð æstir við samkomuhúsið i
Sandgerði. Þar áttu þrír lögreglu-
þjónar í vök að verjast, þar sem
20-30 manns sóttu að þeim. Lög-
reglumennirnir voru að færa
mann út í bíl þegar félagi hans
æsti sig upp og réðst að lögreglu-
mönnunum og söfnuðust margir
fleiri að. Lögreglumennirnir urðu
að sleppa báðum mönnunum til
þess að komast burtu en þá voru
föt þeirra rifin og þeir ataðir auri
og meiddir í andliti eftir spörk.
Aukalið var sent á staðinn,
mennirnir náðust og sá sem kom
átökunum af stað situr inni á
meðan málið er í rannsókn.
Róstusamt var áfram við sam-
komuhúsið og hnefarétturinn
látinn ráða.
Þá kviknaði í kjallaraíbúð að
Hringbraut 83. Þar bjargaðist
móðir naumlega út með ÍVt árs
gamalt barn sitt en brjótast varð
inn í húsið til þess að bjarga
manni, sem var gestkomandi í
húsinu. Skemmdir urðu á innbúi
og einnig af vatni og reyk.
Þá var, áður en yfir lauk, stolið
útvarpi úr bíl og segulbandi úr
öðrum.
-JH.
Þessir fallegu og vönduðu skór frá v-þýzka
fyrirtækinu MANZ eru nýkomnir ásamt
mörgum öðrum gerðum.
Litir: Svart óg mahóni. Með leður- og stöm-
um sólum.
Allir Manz-skór eru með ekta leðurbindisóla,
skinnfóðri og úr úrvalsskinni í yfirleðri.
Margar gerðir með ekta leöursólum. Nokkrar
gerðir fvrir breiða fætur.
Manz-skórnir fást aðeins í skóverzlun
DOMUS MEDICA
Egilsgötu 3,
pósthólf 5050.
Sími 18519.
SAMDÆGURS
VERÐ
KR. 10.410,-