Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 11
DACBLAÐIÐ. MÁNUDACUR 28. NÓVEMBER 1977, 11 lögu og einnig fulltrúar íbúa af indverskum uppruna. Eiga þeir þó að fá nokkuð aukin réttindi við gildistöku hennar. Þjóðernisflokkur Vorsters telur allar samningaviðræður við hinn þeldökka meirihluta fjarstæðu. Öll völd sem við veitum þeim, segir Vorster, munu fyrr eða síðar leiða til þess að þeir ná völdum, þegar þess er gætt að hvítir menn eru ekki nema tæpur fjórðungur íbúa Suður- Afríku. Fylgismenn samninga- leiðarinnar viðurkenna hættuna á valdatöku svertingja en segja hana engu að síður einu færu leiðina og benda á að þó ekki verði samið muni valda- taka þeirra stöðugt verða yfir- vofandi. Margir stjórnmálamenn í Suður-Afríku eru því farnir að hugleiða hve langur tími sé til stefnu. Hve langur tími er það sem hvíta manninum gefst í Suður- Afríku og hvenær rennur sá tími út sem færi gefst á samningum. Einn ráðherra í stjórn Vorsters gizkaði á tuttugu til þrjátívi ár. Sumum finnst það of mikil bjartsýni. John Vorster hyggst fa samþvkkta nýja stjórnarskrá, þar sem ekki er gert ráð fyrir neinum réttindum blökkumanna og aðeins tak- mörkuðum rétíindum fólks af indverskum uppruna. Kjallarinn Björgvin Guðmundsson arstj. ætlaði að fara að skipta sér af vinnutíma verkamanna og verkakvenna. En slík af- skipti láta forystumenn Verzlunarmannafélags Rvíkur bjóða sér og una þeim raunar vel. Ég hefi áður látið í ljós þá skoðun mína, að borgarstjórn eigi að hætta afskiptum sínum af afgreiðslutíma verzlana og að gefa eigi afgreiðslutímann frjálsan. Einn af æðstu embættismönnum borgarinnar, Páll Líndal, borgarlögmaður, hefur nú tekið undir með mér í þessu efni. Hefur hann samið mjög athyglisverða greinargerð um mál þetta, par sem hann færir sterk rök fyrir því, að borgarstjórn hætti öllum af- skiptum af afgreiðslutíma verzlana í borginni. Hefur greinargerð þessi verið lögð fyrir borgarráð. Önqþveiti IVÍeginrökin, sem færð hafa verið fram gegn frjálsum af- greiðslutíma verzlana, hafa verið þau, að við slíkt frjáls- ræði mundi vinnutími verzlunarfólks lengjast óeðli- lega mikið. Að sjálfsögðu er það ekki í verkahring borgar- stjórnar að takmaka vinnutíma verzlunarmanna fremur en annarra stétta. Það er hlutverk Verzlunarmannafélags Reykja- víkur að gæta þess að vinnutími verzlunarfólks lengist ekki óeðlilega mikið. Og það hlut- verk getur Verzlunarmanna- félagið rækt við gerð kjara- samninga án afskipta borgar- stjórnar. Það hafa önnur verka- lýðsfélög gert og það getur VR gert. Frjáls afgreiðslutími verzlana þarf ekki að verða til þess að lengja vinnutíma verzlunarmanna. VR gæti sam- ið um skiptivinnu og vakta- vinnu við kaupmenn til þess að tryggja að vinnutími yrði ekki of langur. T.d. mætti gefa verzlunarfólki frí að degi til ef það ynni á kvöldin.En ef til vill er einnig áhugi a pví mcðal ver?lunarfólks að vinna ákveðna yfirvinnu og þá á það að éigá þess kost — að sjálf- Svo bregðast kross- tré sem önnur tré — jafnvel hesputré Engan þarf að undra þótt maður sem kominn er á ní- ræðisaldur verði fyrir von- brigðum. Mest hafa þau orðið í félagsmálum, sem enginn hugs- andi maður kemst hjá að kryfja, enda stærsta þróunar- mál sem mannkyn varðar bæði andlega og efnalega, sem vart verður aðskilið. Ég hefi séð á eftir mörgum mínum sálufélögum yfir á „stallinn", leiddist að bíða. Minn gamli sveitungi Páll skáld Ölafsson kvað: Klippt og kembd og þvegin, komin er á stallinn, hafra, mjólk og heyin, henni gefur kallinn. Þarna er ort um meri, en gullaldarmenn okkar höfðu það til að bregða sér í merarlíki. Skoðanaskipti er sjálfsagður hlutur ef sannfæring fylgir, en þess varð ég aldrei var meðal hinna gömlu áðurnefndu félaga. Þegar ég kom heim til þeirra sá ég að vísu að þeir voru betur i stakk búnir hvað snerti húsnæði, klæðnað og mat, en eitt þótti mér á skorta. Þótt engum deilumálum væri hreyft fannst mér þeir alltaf hafa svip- mót af sakborningi. Þó gat hér borið af leið, væri vín á borð- um, gátu þeir orðið svo langt til vinstri, að mér fannst ég vera orðinn afturhaldsmaður. Skoð- anaskipti ífélagsmálumán þess að hugur fylgi máli finnst mér nálgast hættusvæði. Þetta segi ég vegna þess að áðurnefndu menn báru aldrei sitt barr þar eftir. Þetta líkist því að halda að maður hafi klófest „gulan málm“ og uppgötvar svo að v____ þetta voru skitnir pappírsmið- ar, verri en fallegu súkkulaði- miðarnir sem gamla fólkið hafði í sálmabókunum sínum þegar ég var í uppvexti. Þeir miðar héldu alltaf sinu gildi en skitnu seðlarnir lenda í salerni ríkisstjórna. Ég hefi skrifað þessar línur í tilefni af greinum prófessors Sigurðar Líndals í Dagblaðinu fyrir skömmu, ætla samt sem áður ekki að blanda mér inn í þau skrif. Ég gat bara ekki stillt mig um að lýsa vonbrigðum mínum um prófessorinn. Aldrei taldi ég hann með mín- um sálufélögum en fannst sum skrif hans benda til þess að hann mundi einhvers staðar hreinsa til „á borðinu", en sú blaðra er nú sprungin á mínum eigin rassi. Samt sem áður hefði ég ekki trúað því fyrr en ég las þessar greinar að jafn gáfaður maður og prófessorinn er, að hann færi að glingra við „lágkúrur". Nú er prófessorinn kominn á „stallinn" og getur horft vökul- um augum á lægri stigin og kannski á hann eftir að veita mönnum, sem sannfæringarhit- inn leiðir í skaut „fjölmæla", tukthúsvist og fjölskyldum þeirra hæli á götunni. Ég ætla samt ekki að óska honum til hamingju með slíkt, þótt fyrir kæmi. En það skyldu menn hafa í huga að valdið er hættulegasti aðili heimssögunnar. Sagan Ijómar af vitnisburði um þetta. Enginn maður virðist mega fá alræðisvald, þá blossa allir hans verstu eiginleikar, sem alltaf blunda méð okkur, þótt margt, sem betur fer, hamli út- rásinni. Jafnvel mestu blóð- sögðu fyrir hærra kaup. Núverar.di samþykkt um af- greiðslutíma verzlana tók gildi 1. október 1971. Samkvæmt henni mega verzlanir hafa opið tvö kvöld í viku til kl. 22, það er á þriðjudags- og föstudags- kvöldum, en á mánudögum, miðvikudögum og fimmtu- dögum skulu verzlanir loka kl. 18. Heimilt er að hafa opið til kl. 12 á hádegi á laugardögum. í framkvæmd hefur það þó verið svo, að verzlanir hafa aðeins notað heimildina til kvöldsölu á föstudagskvöldum. Hefur þá skapazt umferðaröng- þveiti við allar helztu verzlanir borgarinnar. Neytandinn gleymdist Laugardagsheimildin hefur aðeins verið notuð að vetri til. Kaupmannasamtökin hafa samið við VR um að nýta ekki heimild borgarstjórnar frekar. Ástæðan er sú, að stór- markaðirnir og stóru verzlanirnar í Reykjavík, sem ráða lögum og lofum í Kaup- mannasamtökunum. vilja hafa afgreiðslutímann sem allra stytztan. Þessar verzlanir telja það of dýrt að hafa opið á kvöldin og þær sjá ofsjónum yfir því, ef einstakir kaupmenn vilja hafa opið lengur fram eftir. Höfuðáherzla hefur því verið lögð á það að drepa smáverzlanirnar, enda hafa þær týnt tölunni. Kaup- maðurinn á horninu er að hverfa. Forysta yerzlunarmanna- félags Reykjavíkur hefur ótrauð hjálpað stór- mörkuðunum í þessu stríði þeirra við smákaupmennina, og má það furðulegt teljast. Neytandinn hefur alveg gleymzt í þessu stríði. Hags- munir hans hafa verið látnir þoka. Áður en núverandi samþykkt um afgreiðslutíma verzlana tók gildi 1971, var það látið óátalið, að verzlanir hefðu opið til kl. 10 öll kvöld, svo og á laugardögum. Veitti þá margur smákaupmaður neytendum göða þjónustu, sem þeir kunnu vel að meta. Þetta kom sér sér- staklega vel fyrir útivinnandi húsmæður, sem eiga erfitt með að sinna innkaupum á venjulegum opnunartíma að degi til. En sannleikurinn er sá, að núverandi skipan á af- greislutíma verzlana er mjög óhentug hjónum.sem bæði vinna úti. Verzlanir loka n'ú alla daga nema einn kl. 6 eftir hádegi og útivinnandi konur mega hafa sig allar við til þess að komast í verzlanir fyrir lokun. Ef vissar verzlanir hefðu opið, þó ekki væri nema einum tíma lengur á kvöldin, væri mun auðveldara fyrir úti- vinnandi konur að verzla. En ég tel ekki að borgar- stjórn eigi að skammta verzlun- um ákveðinn tíma. Þær eiga að hafa fullt frjálsræði varðandi opnunartimann sjálfar. Og ég hygg, að ef svo væri, mundi sá afgreiðslutími þróast sem hag- kvæmastur væri neytendum. Borgarstjórn bannar ekki öðrum atvinnurekendum að vinna á kvöldin og mér finnst Kjallarinn Halldór Pjetursson hundar sögunnar voru álitnir sæmilegir menn áður en valdið steig þeim til höfuðs, þá byrjaði ballið, sláturtíðin. Allir sem einvaldurinn taldi sér standa beygur af, urðu höfðinu styttri. Kannski væri viturlegt að festa ekki trú- á ofurmennið. Þar er réttvísin sjaldan hátt skrifuð. Grunur minn er sá, kannski bjánalegur, að einhvers staðar í alheiminum sé til rétt réttvísi; þar sem allir verði að bera ábyrgð á verkum sínum og gjalda þá skatta sem þar að lú.ta og trúa mín er sú, þótt trúlaus sé talinn, að þar gildi sama mat á prófessornum og púlsfólki. / Halldór Pjetursson rithöfundur. "" ............. fráleitt að borgarstjórn skuli banna kaupmönnum að vinna eftir ákveðinn tíma að kvöldlagi. Á undanförnum árum hefi ég nokkrum sinnum flutt tillögur um það í borgarstjórn Reykja- víkur, að afgreiðslutími verzlana væri gefinn frjáls eða hann stórlega rýmkaður En þær tillög*ur hafa ávallt verið felldar. Hefi ég yfirleitt einn staðið uppi sem stuðnings- maður frjálsræðis í þessum efn- um. Einn borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins stóð þó með mér 1971. Hinn 20. október sl. fór ég enn á ný af stað með mál þetta í borgarstjórn. Verð é£ að játa að ég átti ekki von á að mikil hugarfarsbreyting hefði átt sér stað hjá meirihluta borg- arstjórnar. En viti menn. Nú brá svo við, að samþykkt var að endurskoða afgreiðslutímann með það fvrir augum ao rymka hann stóriega. Eg varð satt að segja hissa. En málalok þessi sýna, að barátta einstakra borg- arfulltrúa fyrir góðum málum getur borið árangur þó hægt gangi. Undanfarið hafa Reykvíking- ar mátt aka í nágrannasveitar- félögin, ef þá hefur vanhagað um eitthvað utan leyfilegs af- greiðslutíma í Reykjavík. Næg- ar verzlanir eru í nágrenni borgarinnar sem haft hafa opið. Væntanlega fá reykvfskir neytendur nú brátt sömu þjónustu og neytendur í næstu sveitarfélögum. Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.