Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 28. NOVEMBER 1977. r/jr/Æ/jr/Æ/Æ/Æ/jT/*/Æ/Æ/Æ/J* höfum úrvalið STRAUMLOKUR OG SPENNUSTILLAR í nær allar gerðir bifreiða og vinnutækja 5 á mjög hagstæðu verði f/ á ^ . HABERG ht 5 ^ c° Skeifunní 3e*Sixni 3*33*4S Með notkun platínulausu transistor- kveikjunnar losnar þú við algengustu gangsetningarvandamál og kald- aksturstruflanir — auk þess sem ÞÚ SPARAR öruggiega allt frá 9 krónum á bensínlítra. (Meðaltal sem miðast við 93 kr. pr. llr.) En hvað spararðu þá á 2000 lítrum? Bættu við þetta kostnaði á platínum, þétti og vinnulaun- um — jafnvel bílkostnaði vegna þess að bíllinn fór ekki í gang — og þá hefurðunokkra hugmynd um hvers virði er að aka MEÐ Lumenátion ri HABERGM SkeUunni Je' Simí } 33'4SyJ „Bókabrennur’ á Borgarsprtalanum? Forráðamönnum Stéttabaráttunnar er heimilt að dreifa hlaði sinu innan veg umsjónarmaðnr sjúkrahússins. ;ja Borgarspítalans. segir „Þótt furðu gegni eru enn tií þeir menn á Islandi sem brenna bækur og blöð til að hindra frjálsa skoðanamyndun. Slík- um mönnum höfðum við sagnir af á miðöldum og seinna meir voru það aðdáendur brún- stakka Hitlers sem eins og kunnugt er voru andstæðingar frjálsra skoðana og tjáningar. Spítalar höfuðborgarinnar hafa undanfarna mánuði fengið vikublaðið Stéttabarátt- una endurgjaldslaust til af- lestrar fyrir sjúklinga og starfs- fólk. Blaðið hefur hundruð áskrifenda og margir þeirra lenda oft á tíðum inni á spítala eins og gengur og gerist með fólk. Þetta fólk vill gjarnan fá blaðið reglulega eins og reyndar önnur blöð og dagblöð sem borin eru út á sjúkrahús- unum. Viðtaka starfsfólks spítal- anna hefur verið með ágætum utan nokkurra starfsmanna Borgarsjúkrahússins sem vinna í kjallara hans við eldhúsið, en þangað er skilað inn dagblöðum og öðrum blöðum til dreifingar á spítalann. Sérhvern miðviku- dag undanfarna mánuði hefur Stéttabaráttan verið keyrð út og skilin eftir í blaðaafgreiðslu Borgarspítalans og hefur alltaf verið tekið umyrðalaust við henni. Fyrir nokkrum vikum tóku okkur að berast kvartanir frá áskrifendum og starfsfólki spítalans þess efnis að þau fengu ekki blaðið þrátt fyrir að því væri reglulega skilað inn á blaðaafgreiðsluna. Og ekki nóg með það, okkur var tjáð að ákveðnir starfsmenn á blaðaaf- greiðslunni brenndu þeim ein- tökum er þeir tækju á móti tii dreifingar til sjúklinga og starfsmanna. Haft var samband við for- stöðukonu sjúkrahússins og skal það tekið fram að hún var öll af vilja gerð að athuga af hverju blaðinu væri ekki dreift. En nú í morgun, miðvikudag, þegar komið er með blaðið á spítalann bregður svo við að starfsmenn sem hingað til hafa tekið við blaðinu og brennt það án okkar vitundar neita að taka við þvi. Þeir báru því við að Sigurður Angantýsson, sem gegnir einhvers konar yfir- mannsstöðu á spítalanum að þeirra sögn, skipi svo fyrir að Stéttabaráttan skuli ekki koma á spítalann vegna þess að sjúkrahúsið. sé ekki áskrifandi að blaðinu. Sigurður Angantýsson tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins hér í Reykjavík, sem nú er nýafstaðið, og tæplega viljum við trúa því að stefna hans hafi verið gegn frjálsri skoðanamyndun og ákall um að prentaðar skoðanir stjórnmála- andstæðinga hans yrðu brenndar á báli. Ef hann og stuðningsmenn á vinnu- stað vilja liggja undir þeim ákúrum sem hér eru á þá born- ar skulu þeir halda uppteknum hætti. En ef þeir eru iýðræðis- sinnar og fylgjandi frjálsri skoðanamyndun skulu þeir leyfa öllum prentuðum skoðun- um pólitískra samtaka að koma fram. Þau rök að Stéttabarátt- an sé pólitísk en önnur blöð ekki, eins og þessir starfsmenn segja, teljum við haldlaus. Það er ekki þeirra að dæma um þau mál fyrir hundruð sjúklinga spítalans nema þeir vilji beita sömu aðferðum og nasistarnir beittu á sínum tíma. F.h. ritnefndar Stéttabaráttunnar, Benedikt Kristjánsson." Aths. DB: Haft var samband við Sigurð Angantýsson umsjónarmann á Borgarspítalanum og efni bréfsins borið undir hann. Sig- urður sagði að þarna væri um einhvern misskilning að ræða hjá forráðamönnum Stéttabar- áttunnar. Þejm væri guðvel- komið að koma með öll þau eintök af Stéttabaráttunni sem þeim þóknaðist inn á sjúkra- húsið. Raddir lesenda öísíma 27022, millikl. 13ogl5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.