Dagblaðið - 28.11.1977, Blaðsíða 8
8
DACBLAÐIÐ. M.ÁNUDAGUR 28. NÖVEMBER 1977.^
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 — Sími 15105
Úlpur—jakkar — kápur—pils -
kjólar — blússur — fíauelsbuxur
peysur—belti—húfusett
PAitl
Keykjavík Hafnarstræti 15. Simi 1851):!
Akureyri Hafnarstræti 85, sínii 19889.
Fellibylurinn sem gekk yfir Indland fyrir nokkrum
tjóni og er talið að í það minnsta tuttugu og fimm þúsund manns hafi
farizt. Á myndinni sézt hvar gjörónýtt ibúðarhús hangir þó uppi en um
rústirnar reika nautgripir í leit að fæðu.
Bandaríkin:
Fyrrum hermaöur
drap einn og særöi
tuttugu og fimm
Fyrrum hermaður í Víetnam-
stríðinu kom vopnaður byssu inn
á veitingahús í Omaha í Nebraska
þar sem verið var að sýna
leikbrúður.
Skaut hann strax á sextán ára
stúlku í fatageymslunni og særði
hana alvarlega.
Skaut hann síðan nokkrum
sinnum á hóp fólks í sal veitinea-
hússins og að því loknu gekk
hann út og bað nærstaddan mann
að kalla á lögregluna.
Einn maður lézt af skotsárum
og tuttugu og fimm manns
særðust, sumir alvarlega. Þar á
meðal voru nokkur börn.
Lögreglan sagði að hinn fyrr-
verandi hermaður væri þrjátíu og
tveggja ára og hefði átt við sálar-
leg vandkvæði að stríða.
Ekki gengur allt í haginn fyrir Boris Spassky i einvigi hans við Viktor
Kortsnoj. Aðeins hálfur vinningur eftir þrjár skákir. Myndin er tekin í
Belgrad þegar fyrsta skákin var tefld en þá náði Spassky jafntefli eftir
að skákin hafði farið í bið. Þótti það vel af sér vikið því flestir
skókspekingar tiildu að Kortsnoj hefði unnið tafl.
JÓRDANÍA HUG-
Bffgreinasambandið
og Félag íslenzkra
bifreiðaeigenda
Viljum ráða bifvélavirkja eða annan
sérfræðing til starfa á skrifstofu vorri
4—8 tíma á viku. Laun eftir samkomu-
lagi.
Uppl. í síma 29999 og 27060.
LEIÐIR AD MÆTA
A KAIRÓFUNDINN
Sendiherra Jördaníu í Kairó
gaf i skyn með mjög varfærnisleg-
um hætti að land hans hugleiddi
að taka þátt í friðarfundinum sem
Sadat forseti hefur boðað til í
Kairo. í ræðu sem sendiherrann
hélt hvatti hann Arabaleiðtoga til
að líta fremur á þá þætti
deilunnar I Miðausturlöndum
sem væru jákvæðir en lít-a síður á
hina neikvæðu.
Ekki hafa borizt nein svör frá
stórveldunum Sovétríkjunum og
Bandaríkjunum og heldur ekki
frá Libanon.
Sýrland hefur hafnað boði um
að mæta á Kairófundinn en ætlar
að mæta á fund Arabaleiðtoga,
sem Gaddafi Libýuleiðtogi hefur
boðað til í Tripoli. Þar er ætlunin
að ræða um þá stefnu sem deilan I
Miðausturlöndum hefur tekið
eftir Israelsheimsókn Sadats.
Flestir Arabaleiðtogar og
leiðtogar Palestínumanna telja
þessa ferð Sadats og viðræður
hans við ísraelsmenn hrein og
klár svik við heilagan málstað.
Sadat lætur þó engan bilbug á sér
finna og hefur tilkynnt, að hann
mundi halda fundinn þó svo að
einungis ísraelsmenn mæti. Þeir
hafa einnig lýst því yfir að
fundurinn geti þeirra vegna farið
fram þó svo einungis fulltrúar
Egypta og ísraelsmanna verði
þar. Ekki hefur verið upplýst í
ísrael hvernig boð um að koma til
Kairófundarins bárust til ísraels-
stjórnar og hafa stjórnvöld ekki
viljað svara spurningum þar um.
Kurt Waldheim aðalritara Sam-
einuðu þjóðanna mun einnig hafa
verið boðið að sitja. fundinn I
Kairó.